Morgunblaðið - 04.09.2010, Side 46
Þrívídd eða ekki
þrívídd, þar er efinn
AF KVIKMYNDUM
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ég ætla að fá miða á þessakvikmynd í tvívídd,“ sagðiég við afgreiðslustúlku í
miðasölu kvikmyndahúss fyrir fá-
einum dögum. Hún horfði á mig
ráðvillt en áttaði sig svo á því hvað
tvívídd væri og svaraði því til að
það væri ekki hægt, myndin væri
bara sýnd í þrívídd. „Nei, það er
ekki rétt hjá þér, hún er líka sýnd
í tvívídd, ég sá það á midi.is,“
svaraði ég. Enn maldaði stúlkan í
móinn og bætti því við að myndin
væri hvergi sýnd í tvívídd. „Ertu
alveg viss um það?“ sagði ég
þrjóskur. „Já,“ svaraði stúlkan.
„Ég ætla að kanna málið,“ sagði
ég og hringdi í annað kvikmynda-
hús í sömu keðju. Þar svaraði
stúlka í símann og sagði myndina
vissulega sýnda í tvívídd, bæði hjá
sér og í því kvikmyndahúsi sem ég
var staddur. Ég sá að hin stúlkan
var líka í símanum og var orðin
hin sneypulegasta. Þegar samtali
mínu var lokið sneri ég mér aftur
að henni og sagði frekar kuldaleg-
ur: „Hún er sýnd hérna í tvívídd,
þú hefur rangt fyrir þér.“ Stúlkan
varð hin elskulegasta og sagðist
vita það. Þar með sparaði ég fjöl-
skyldunni nokkuð marga hundr-
aðkalla því miðaverð er hærra á
þrívíddarmyndir og að auki þarf
maður sérstök þrívíddargleraugu
til að horfa á myndina. Þau hafði
ég ekki tekið með mér (ég geymdi
nefnilega Avatar-gleraugun mín)
og hefði þurft að kaupa þau á alla
fjölskylduna fyrir marga hundr-
aðkalla, hefði ég þurft að fara á
myndina í þrívídd. Hver miði hefði
þá kostað, með gleraugum, 1.400
krónur, ef ég man rétt. 4.200 krón-
ur fyrir þriggja manna fjölskyldu,
takk fyrir. Það munar nú um
minna. Og mér finnst bara fínt að
hafa kvikmyndir í hinni gömlu,
góðu tvívídd.
Nú er ég ekki að halda þvífram að þrívíddarkvikmyndir
séu af hinu illa, þvert á móti, ég
hef gaman af þeim. En þá þarf
myndin líka að vera þannig úr
garði gerð að þrívíddin njóti sín.
Avatar virðist hafa gjörbreytt
kvikmyndaheiminum, þrívíddin í
henni mikil upplifun og dýptin
með hreinum ólíkindum. Aðrar
kvikmyndir sem boðið hefur verið
upp á þrívídd eftir að Avatar leit
dagsins ljós hafa verið misjafnar
að gæðum og erfitt að sjá að þrí-
víddin geri neitt fyrir margar
þeirra. Til dæmis fór ég á dans-
mynd fyrir unglinga í þrívídd á
dögunum og þurfti þá að bera
klunnaleg gleraugu (minntu á log-
suðugleraugu) sem virkuðu ekki
nema ég héldi þeim á nefbrodd-
inum út myndina. Þá virtist leik-
stjórinn lítið hafa velt því fyrir sér
að myndin yrði í þrívídd því ekki
tókst honum að koma manni inn á
dansgólfið, svo að segja. Mynda-
takan bauð bara ekki upp á þrí-
vídd því mestalla myndina horfði
maður á dansarana úr fjarlægð.
Eitt er að sökkva manni í ævin-
týraheim á borð við Avatar, þar
sem maður fær að fljúga fram af
fjöllum á furðuskepnum og annað
að láta mann horfa á dansnema
æfa spor sín í þrívídd. Að ekki sé
minnst á þreytuna sem getur fylgt
því að horfa á þrívíddarmynd, ef
hamagangurinn verður of mikill
og maður er með óþægileg gler-
augu á nefi.
En kannski er þetta bara röflog rugl, kannski er þrívídd-
arbíó bara frábært í alla staði. Ef
menn ná að halda þeim gæðastaðli
sem settur var í Avatar er vissu-
lega von á góðu (og ég tek fram
að Avatar-gleraugun mín voru
bara býsna þægileg, fóru vel á nefi
og ég varð ekkert þreyttur í aug-
unum af þeim). Hollywood mun
vonandi átta sig á því hvenær
myndum hæfir að vera í þrívídd
og hvenær ekki. Væmin rómantísk
gamanmynd með Jennifer Aniston
í þrívídd, ég vona að framtíðin
beri ekki slíkar hörmungar í
skauti sér! Og ég vona innilega að
ég þurfi ekki fjörgamall að sitja
með þrívíddargleraugu heima í
stofu til að geta horft á sjónvarps-
fréttir.
» Væmin rómantískgamanmynd með
Jennifer Aniston í þrí-
vídd; ég vona að fram-
tíðin beri ekki slíkar
hörmungar í skauti sér.
Reuters
Þrívídd Elísabet Bretadrottning fékk flott gleraugu til að horfa á þrívídd-
armynd þegar hún sótti kvikmyndaverið Pinewood Toronto Studios í júlí sl.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
l Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar
samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir,
nýsköpun og atvinnuþróun.
l Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu
Vísinda- og tækniráðs.
l Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar.
l Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka
samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.
l Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi
og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til.
l Tækniþróunarsjóður hefur skilgreint þrjá verkefnisflokka og er umsækjendum
bent á að kynna sér þá, ásamt reglum um viðurkenndan kostnað, á vefsíðu sjóðsins.
Að þessu sinni gefst umsækjendum kostur á að senda inn myndband með
umsókninni til að kynna verkefnið sitt. Sjá frekar í leiðbeiningum sjóðsins.
l Umsóknarfrestur er til kl. 17.00 þann 15. september næstkomandi.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð
eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is
Tækniþróunarsjóður
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd
vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis
vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s.
Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og
tæknisamfélagsins.
Styrkir til nýsköpunar
Umsóknarfrestur er til 15. september 2010
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Hafðu samband
sími 444 7000 • arionbanki.is
ÍS
LE
N
S
K
A
S
IA
.IS
A
R
I
5
1
3
9
4
0
9
/1
0
Arion banki býður viðskiptavinum í vildarþjónustu
bankans að kaupa leikhúskort að sýningum Þjóðleik-
hússins. Þar er að hefjast fjölskrúðugt leikár og geta
áhorfendur á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hægt er að velja um tvær gerðir leikhúskorta á aðeins
7.900 kr.
• Áskriftarkort gildir á fjórar sýningar á Stóra sviðinu
þar sem þú gengur alltaf að þínu sæti vísu í salnum.
• Opið kort gildir á fjórar sýningar Þjóðleikhússins
að eigin vali auk þess sem hægt er að nýta það til
að bjóða öðrum með.
Greiða þarf með debet- eða kreditkorti frá Arion
banka. Einnig er hægt að hringja í miðasölu Þjóðleik-
hússins í síma 551 1200 og greina frá tilboði Arion
banka.
Arion banki býður vildar-
viðskiptavinum leikhúsmiða
fyrir lægra verð.
Tilboðið gildir til og með 6. september.
Gildir
ágúst
2010
til jú
ní 20
11
OPIÐ
KOR
T
www
.leikh
usid.i
s I mi
dasal
a@le
ikhus
id.is I
sí mi
551 1
2
Lei
khú
sko
rtið
201
0/2
011
Gildir
ágúst
2010
til jú
ní 20
1
Lei
khú
sko
rtið
201
0/2
011
ÁSK
RIFT
ARK
O
www
.leikh
usid.i
s I mi
dasal
a@le
ikhus
id.is I
sími 5
5