Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 46
Þrívídd eða ekki þrívídd, þar er efinn AF KVIKMYNDUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ég ætla að fá miða á þessakvikmynd í tvívídd,“ sagðiég við afgreiðslustúlku í miðasölu kvikmyndahúss fyrir fá- einum dögum. Hún horfði á mig ráðvillt en áttaði sig svo á því hvað tvívídd væri og svaraði því til að það væri ekki hægt, myndin væri bara sýnd í þrívídd. „Nei, það er ekki rétt hjá þér, hún er líka sýnd í tvívídd, ég sá það á midi.is,“ svaraði ég. Enn maldaði stúlkan í móinn og bætti því við að myndin væri hvergi sýnd í tvívídd. „Ertu alveg viss um það?“ sagði ég þrjóskur. „Já,“ svaraði stúlkan. „Ég ætla að kanna málið,“ sagði ég og hringdi í annað kvikmynda- hús í sömu keðju. Þar svaraði stúlka í símann og sagði myndina vissulega sýnda í tvívídd, bæði hjá sér og í því kvikmyndahúsi sem ég var staddur. Ég sá að hin stúlkan var líka í símanum og var orðin hin sneypulegasta. Þegar samtali mínu var lokið sneri ég mér aftur að henni og sagði frekar kuldaleg- ur: „Hún er sýnd hérna í tvívídd, þú hefur rangt fyrir þér.“ Stúlkan varð hin elskulegasta og sagðist vita það. Þar með sparaði ég fjöl- skyldunni nokkuð marga hundr- aðkalla því miðaverð er hærra á þrívíddarmyndir og að auki þarf maður sérstök þrívíddargleraugu til að horfa á myndina. Þau hafði ég ekki tekið með mér (ég geymdi nefnilega Avatar-gleraugun mín) og hefði þurft að kaupa þau á alla fjölskylduna fyrir marga hundr- aðkalla, hefði ég þurft að fara á myndina í þrívídd. Hver miði hefði þá kostað, með gleraugum, 1.400 krónur, ef ég man rétt. 4.200 krón- ur fyrir þriggja manna fjölskyldu, takk fyrir. Það munar nú um minna. Og mér finnst bara fínt að hafa kvikmyndir í hinni gömlu, góðu tvívídd.    Nú er ég ekki að halda þvífram að þrívíddarkvikmyndir séu af hinu illa, þvert á móti, ég hef gaman af þeim. En þá þarf myndin líka að vera þannig úr garði gerð að þrívíddin njóti sín. Avatar virðist hafa gjörbreytt kvikmyndaheiminum, þrívíddin í henni mikil upplifun og dýptin með hreinum ólíkindum. Aðrar kvikmyndir sem boðið hefur verið upp á þrívídd eftir að Avatar leit dagsins ljós hafa verið misjafnar að gæðum og erfitt að sjá að þrí- víddin geri neitt fyrir margar þeirra. Til dæmis fór ég á dans- mynd fyrir unglinga í þrívídd á dögunum og þurfti þá að bera klunnaleg gleraugu (minntu á log- suðugleraugu) sem virkuðu ekki nema ég héldi þeim á nefbrodd- inum út myndina. Þá virtist leik- stjórinn lítið hafa velt því fyrir sér að myndin yrði í þrívídd því ekki tókst honum að koma manni inn á dansgólfið, svo að segja. Mynda- takan bauð bara ekki upp á þrí- vídd því mestalla myndina horfði maður á dansarana úr fjarlægð. Eitt er að sökkva manni í ævin- týraheim á borð við Avatar, þar sem maður fær að fljúga fram af fjöllum á furðuskepnum og annað að láta mann horfa á dansnema æfa spor sín í þrívídd. Að ekki sé minnst á þreytuna sem getur fylgt því að horfa á þrívíddarmynd, ef hamagangurinn verður of mikill og maður er með óþægileg gler- augu á nefi.    En kannski er þetta bara röflog rugl, kannski er þrívídd- arbíó bara frábært í alla staði. Ef menn ná að halda þeim gæðastaðli sem settur var í Avatar er vissu- lega von á góðu (og ég tek fram að Avatar-gleraugun mín voru bara býsna þægileg, fóru vel á nefi og ég varð ekkert þreyttur í aug- unum af þeim). Hollywood mun vonandi átta sig á því hvenær myndum hæfir að vera í þrívídd og hvenær ekki. Væmin rómantísk gamanmynd með Jennifer Aniston í þrívídd, ég vona að framtíðin beri ekki slíkar hörmungar í skauti sér! Og ég vona innilega að ég þurfi ekki fjörgamall að sitja með þrívíddargleraugu heima í stofu til að geta horft á sjónvarps- fréttir. » Væmin rómantískgamanmynd með Jennifer Aniston í þrí- vídd; ég vona að fram- tíðin beri ekki slíkar hörmungar í skauti sér. Reuters Þrívídd Elísabet Bretadrottning fékk flott gleraugu til að horfa á þrívídd- armynd þegar hún sótti kvikmyndaverið Pinewood Toronto Studios í júlí sl. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is l Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. l Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. l Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. l Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. l Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. l Tækniþróunarsjóður hefur skilgreint þrjá verkefnisflokka og er umsækjendum bent á að kynna sér þá, ásamt reglum um viðurkenndan kostnað, á vefsíðu sjóðsins. Að þessu sinni gefst umsækjendum kostur á að senda inn myndband með umsókninni til að kynna verkefnið sitt. Sjá frekar í leiðbeiningum sjóðsins. l Umsóknarfrestur er til kl. 17.00 þann 15. september næstkomandi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Styrkir til nýsköpunar Umsóknarfrestur er til 15. september 2010 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 5 1 3 9 4 0 9 /1 0 Arion banki býður viðskiptavinum í vildarþjónustu bankans að kaupa leikhúskort að sýningum Þjóðleik- hússins. Þar er að hefjast fjölskrúðugt leikár og geta áhorfendur á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að velja um tvær gerðir leikhúskorta á aðeins 7.900 kr. • Áskriftarkort gildir á fjórar sýningar á Stóra sviðinu þar sem þú gengur alltaf að þínu sæti vísu í salnum. • Opið kort gildir á fjórar sýningar Þjóðleikhússins að eigin vali auk þess sem hægt er að nýta það til að bjóða öðrum með. Greiða þarf með debet- eða kreditkorti frá Arion banka. Einnig er hægt að hringja í miðasölu Þjóðleik- hússins í síma 551 1200 og greina frá tilboði Arion banka. Arion banki býður vildar- viðskiptavinum leikhúsmiða fyrir lægra verð. Tilboðið gildir til og með 6. september. Gildir ágúst 2010 til jú ní 20 11 OPIÐ KOR T www .leikh usid.i s I mi dasal a@le ikhus id.is I sí mi 551 1 2 Lei khú sko rtið 201 0/2 011 Gildir ágúst 2010 til jú ní 20 1 Lei khú sko rtið 201 0/2 011 ÁSK RIFT ARK O www .leikh usid.i s I mi dasal a@le ikhus id.is I sími 5 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.