Morgunblaðið - 04.09.2010, Page 2

Morgunblaðið - 04.09.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Enginn árangur varð af fundum samninganefnda Íslands, Hollands og Bretlands í gær og fyrradag um Icesave í Haag í Hollandi og ekkert hefur verið afráðið um frekari fundahöld að svo stöddu. Í ör- stuttri fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins segir að fundirnir hafi reynst gagnlegir, en við- mælendur gefa lítið fyrir þá staðhæfingu. Heimildir Morgunblaðsins herma að í kjölfar þess að enginn árangur náðist í þessari fundalotu aukist líkurnar á því að deila Íslands við Breta og Hollendinga fari nú í hinn formlega farveg, þar sem fyrst verði ESA ritað andmælabréf og í kjöl- farið fari deilan fyrir dómstóla. Íslenska sendi- nefndin mun í gær hafa verið mjög óánægð með takmörkuð svör frá Bretum og Hollendingum. Markmið samninganefndar Íslands í Icesave- viðræðum við Breta og Hollendinga sem fór áleið- is til Hollands til viðræðna, var m.a. að gera við- mælendum skýra grein fyrir þeirri afstöðu að margt hefði breyst í þágu hins íslenska málstaðar, frá því að síðustu viðræður fóru fram í júlí í sumar. Útgangspunkturinn var sá, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, að íslenska samninganefndin og íslensk stjórnvöld litu þannig á, að engin rík- isábyrgð væri á Icesave, enda hefði það álit verið staðfest af framkvæmdastjórn Evrópusambands- ins fyrr í sumar. Vilja þverpólitíska sátt um málið Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafði náðst um það pólitísk samstaða að gera Bretum og Hollendingum ljóst að ekki yrði samið um það af hálfu Íslendinga, að Íslendingar tækju einir á sig allan kostnað af Icesave eins og krafa Breta og Hollendinga hefur verið um. Það þótti heldur hafa styrkt stöðu Íslendinga fyrr í þessari viku, að Bretar og Hollendingar höfðu lýst því yfir við íslensk stjórnvöld, að meðal þess sem þeir gerðu kröfu um, væri að Alþingi stæði óskipt að baki samningum, ef á annað borð yrði samið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var ákveðið áður en samninganefndin hélt utan að Bretum og Hollendingum yrði gert ljóst að Íslend- ingar vildu semja, ef á annað borð gæti orðið um sanngjarna samninga fyrir báða aðila að ræða. Hins vegar hefði átt að vera alveg skýrt að Íslend- ingar óttuðust ekki að fara dómstólaleiðina, ef Bretar og Hollendingar hygðust í engu hvika frá þeim markmiðum sínum að láta Íslendinga eina um að bera allan herkostnaðinn af Icesave. Samkvæmt þeim upplýsingum sem tókst að afla í gær, burtséð frá hinni efnisrýru fréttatilkynn- ingu fjármálaráðuneytisins, virðist niðurstaðan hafa verið sú í Haag að enginn árangur hafi náðst; Bretar og Hollendingar séu jafnstaðráðnir og hingað til í því að láta Íslendingum eftir allan vaxtakostnaðinn af Icesave og því sé staðan sú að jafnmikil óvissa ríki nú um afdrif Icesave-samn- inga og fyrir þessa síðustu fundalotu. Ekki náðist samband við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Enginn árangur í Haag  Umboðslitlir Bretar og Hollendingar enn við sama heygarðshornið  Líkur á því að deilan um Icesave endi fyrir dómstólum hafa aukist í kjölfar þessarar lotu „Þetta er ekki algengt,“ segir Vignir Sigur- ólason, héraðsdýralæknir í Þingeyjarsveit, um rostung sem kom á land í mynni Flateyjardals. Hann telur líklegt að um fullvaxta dýr sé að ræða, en ekki liggur fyrir hvort þetta er karl- eða kvendýr. Fram kemur á vef Selaseturs Íslands á Hvammstanga að rostungur hafi komið síðast á land í Ófeigsfirði á Ströndum um verslunar- mannahelgina árið 2008. Þar á undan sást síðast til rostungs hér við land við Hrafnabjörg í Arn- arfirði árið 2005. Rostungur í fjörunni í mynni Flateyjardals Ljósmynd/Víðir Pétursson Fimmmenningarnir sem slösuðust þegar bíll hentist fram af brú á Hafnarfjarðarvegi aðfaranótt föstudags og valt niður á Nýbýlaveg voru enn í skoðun á Landspítala í gærkvöld. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan fólksins. Þrír farþeganna voru enn á slysadeild er síðast fréttist en líðan þeirra var þokkaleg, að sögn læknis. Tveir farþeganna eru hins vegar meira slasaðir og voru þeir fluttir á aðrar deildir spítalans til nánari meðferðar. Slysið varð laust eftir klukkan eitt um nóttina. Öku- maðurinn var á leið suður Hafnarfjarðarveg með fjóra farþega og missti stjórn á bílnum í Fossvogi. Ók hann upp á vegrið sem skilur akreinarnar að og hentist bíllinn fram af brúnni niður á Nýbýlaveg. Þar valt hann niður grasbrekku og nam staðar með framhjólin uppi á vegg. Farþegunum náð út með klippum Bíllinn gjöreyðilagðist og þurfti að kalla út tækjabíl slökkviliðsins til að ná farþegunum út með klippum. Mál- ið er í rannsókn og að sögn lögreglu lýtur rannsóknin meðal annars að því hvort ofsaakstur ökumanns hafi valdið slysinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði Hafnarfjarð- arvegi um tíma í báðar áttir og einnig Nýbýlavegi meðan á björgunaraðgerðunum stóð og meðan slysið var rann- sakað af lögreglu og rannsóknarnefnd umferðarslysa. Hentist fram af vegbrú Morgunblaðið/Júlíus Vettvangur Bifreiðin hentist fram af brúnni, valt niður grasbrekku og nam staðar með framhjólin uppi á vegg.  Tveir stórslasaðir eftir útafaksturinn í Kópavogi Frá 1. desember í fyrra til loka ágústmánaðar fækkaði um 2.900 í þjóðkirkjunni. Fækkunin var mest í ágúst, eða um 2.000 manns. Þetta kemur fram í samantekt frá Þjóðskrá Íslands. Síðustu vikur hefur mikil umræða farið fram um kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar. Nettófjölgun er um 550 í fríkirkj- unum þremur, um 170 í öðrum skráðum trúfélögum og um 2.170 ut- an trúfélaga. Fleiri karlar en konur hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni og fleiri með lögheimili á höfuðborg- arsvæðinu en annars staðar. Breyt- ingarnar ná til allra aldursflokka. Nú eru 79,18% þjóðarinnar í þjóð- kirkjunni. Næststærsti söfnuður landsins er Fríkirkjan í Reykjavík, en í henni eru 2,6% landsmanna. Um 6,2% eru utan trúfélaga. egol@mbl.is Um 2.900 fóru úr kirkjunni Langmest fækkun varð í ágústmánuði Einhver ráðuneyti hafa skilað um- sóknum um svonefnda IPA-styrki, sem ætlaðir eru til að búa íslenska stjórnkerfið undir hugsanlega aðild landsins að Evrópusambandinu, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Umsóknir ráðuneytanna um IPA- styrki á að senda til forsætisráðu- neytisins. Unnið verður úr þeim inn- an íslensku stjórnsýslunnar áður en þær verða sendar til framkvæmda- stjórnar ESB í Brussel. Stefnt er að því að þær verði sendar utan fyrir áramót. Í fyrstu var miðað við að ráðu- neytin skiluðu inn umsóknum fyrir 20. ágúst. Ekki bárust umsóknir frá öllum ráðuneytum. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins var ákveðið að framlengja frestinn og nú er gert ráð fyrir að hægt verði að senda umsóknir út septembermán- uð. Síðdegis í gær fengust ekki tæm- andi upplýsingar um hvaða ráðu- neyti hefðu skilað umsóknum og hver ekki. runarp@mbl.is Nokkur hafa sótt um IPA- styrki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.