Morgunblaðið - 04.09.2010, Side 24
24 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010
Dómstóll í Portúgal dæmdi sex af sjö
sakborningum í fimm til átján ára
fangelsi í gær fyrir að nauðga alls 32
piltum á ríkisreknum barnaheimilum
í Lissabon, Casa Pia.
Málið hefur vakið mikinn óhug
meðal Portúgala og réttarhöldin í
málinu voru þau lengstu í sögu lands-
ins, hófust í nóvember 2004. Á meðal
sakborninganna eru einn af þekkt-
ustu sjónvarpsmönnum landsins,
fyrrverandi sendiherra, læknir, lög-
fræðingur og fyrrverandi stjórnandi
barnaheimilanna. Kona, sem átti hús
þar sem piltum var nauðgað, var
sýknuð af ákæru um aðild að málinu.
Við rannsókn málsins voru margir
aðrir yfirheyrðir en ekki ákærðir,
þeirra á meðal önnur sjónvarps-
stjarna, hátt settur stjórnmálamaður,
læknar og lögfræðingar. Yfirvöld
hafa verið sökuð um yfirhylmingu í
málinu og talið er að mörgum öðrum
börnum hafi verið nauðgað en þau
séu enn of hrædd til að segja frá því.
Fyrsta Casa Pia-barnaheimilið var
stofnað fyrir 230 árum og heimilin
eru nú orðin tíu. Þar dvelja nú um
4.500 börn sem hafa átt við erfiðleika
að stríða, m.a. heyrnarlaus og blind
börn.
Sakborningarnir sex voru dæmdir
fyrir að hafa nauðgað piltum eða selt
barnaníðingum aðgang að þeim í
mörg ár. Piltarnir eru nú á aldrinum
16-22 ára.
Málið komst upp í nóvember 2002
þegar einn piltanna sagði frá því í
fjölmiðlum að einn sakborninganna,
bílstjórinn Carlos Silvino, hefði
nauðgað honum. Silvino er eini sak-
borningurinn sem hefur játað sekt
sína.
Hinir sakborningarnir, þeirra á
meðal Carlos Cruz, fyrrverandi sjón-
varpsmaður, hafa haldið fram sak-
leysi sínu. Cruz sagði að fangelsis-
dómurinn væri „mistök“. „Þessi
úrskurður er á meðal hryllilegustu
dómsmistaka í sögu Portúgals,“ sagði
hann eftir að þrír dómarar höfðu lesið
upp dómsniðurstöðuna. bogi@mbl.is
Nauðguðu tugum barna
Sex menn dæmdir í fangelsi í barnaníðingamáli sem vakið hefur mikinn óhug í
Portúgal Réttarhöldin hófust árið 2004 og eru þau lengstu í sögu landsins
Á meðal sakborn-
inganna er einn af
þekktustu sjón-
varpsmönnum
Portúgals
Hundruð nauðgana
» Einn sakborninganna,
Carlos Silvino, fyrrverandi bíl-
stjóri barnaheimilanna, var
dæmdur í 18 ára fangelsi. Hann
játaði sig sekan um rúmlega
600 nauðganir og önnur kyn-
ferðisbrot gegn börnum.
» Fimm sakborninganna voru
dæmdir í 5-7 ára fangelsi,
þeirra á meðal þekktur sjón-
varpsmaður og fyrrverandi
sendiherra.
» Kona var sýknuð af ákæru
um aðild að málinu.
Kona teymir hest yfir götu í Moskvu, eftir að
hann var málaður í litum sebrahesta, til að
minna ökumenn á að fara varlega þegar þeir
koma að gangbrautum sem hafa líka verið kall-
aðar sebrabrautir. Konan tók þátt í áróðurs-
herferð sem umferðarlögregla borgarinnar hef-
ur hafið til að fækka umferðarslysum og þá
einkum banaslysum meðal gangandi skólabarna.
Á skiltinu stendur: Varúð! Börn ganga í skóla!
Aðgát skal höfð í nærveru gangandi barna
Reuters
Hafin hefur verið herferð fyrir því að ljós skýjakljúfa í
New York-borg séu slökkt á næturnar til að koma í veg
fyrir að fuglar fljúgi á gler bygginganna og drepist.
Áætlað er að á ári hverju drepist um 90.000 fuglar
eftir að hafa flogið á gler skýjakljúfa í stórborginni.
Sérfræðingar telja að meginástæðurnar séu tvær: fugl-
ar geti ekki séð eða forðast glerið, jafnt um hábjartan
dag sem á nóttunni, og að ljósið í skýjakljúfunum laði
farfugla að sér á næturnar og geri þá áttavillta.
NYC Audobon, hreyfing sem beitir sér fyrir verndun
fugla í borginni, hefur skipulagt herferð fyrir því að
ljós skýjakljúfanna verði slökkt á nóttunni. Á meðal
skýjakljúfa sem eru nú þegar ljóslausir á næturnar eru
byggingarnar Empire State og Chrysler.
Yfir 250.000 fuglar drápust af völdum olíumengunar
eftir að risaolíuskipið Exxon Valdez strandaði undan
strönd Alaska árið 1989 en líklegt er að á ári hverju
drepist enn fleiri fuglar eftir að hafa flogið á byggingar
í Norður-Ameríku, ef marka má rannsókn í Toronto í
Kanada. NYC Audubon segir að rannsókn í Chicago
bendi til þess að fuglum, sem drepast eftir að hafa flog-
ið á byggingar, hafi fækkað um 83% þegar ljós bygg-
inganna voru slökkt á næturnar.
Á meðal tegunda, sem hættir helst til að fljúga á
byggingar, eru fallegir spörfuglar á borð við hörputitt-
ling, grímuskríkju og kollskríkju, að því er fram kemur
á fréttavef BBC. bogi@mbl.is
Ljósin slökkt til að bjarga
tugum þúsunda farfugla
Reuters
Fuglabanar Empire State-byggingin er á meðal skýja-
kljúfa í New York sem eru nú ljóslausir á næturnar.
90.000 fuglar á ári fljúga á
skýjakljúfana og drepast
Áfengisneyslan í
Bretlandi minnk-
aði um 6% í fyrra
frá árinu áður og
hefur ekki mælst
minni frá 1948.
Þetta segja for-
svarsmenn
bresku bjór- og
kráasamtakanna
BBPA. Efna-
hagskreppan og
upplýsingar um áhrif drykkju á
heilsuna eru helstu ástæður þess að
neyslan minnkaði, að sögn samtak-
anna.
Neyslan í Bretlandi er undir
meðaltali ríkja Evrópusambandsins.
Samtökin benda á að Bretar drekki
13% minna af áfengi en þeir gerðu
árið 2004.
Þá kemur fram að þrátt fyrir sam-
drátt drekki 39% breskra karl-
manna og 31% kvenna umfram það
sem sagt er vera ráðlagður há-
marksdagskammtur af áfengi.
Sem fyrr drekka Bretar langmest
af bjór sem var um 60% af öllu seldu
áfengi á hótelum, krám og veit-
ingastöðum.
Bretar
drekka
minna
Ensk boltabulla
með kollu.
Áfengisneyslan
minnkaði um 6%
Umsóknum um störf í danska hern-
um hefur fjölgað mjög á síðustu ár-
um. Árið 2005 voru umsóknirnar
3.600 en nær tvöfalt fleiri á síðasta
ári, eða um 7.000. Fyrstu átta mán-
uði þessa árs sóttu 4.100 manns um
störf í danska hernum.
Torben Grinderslev, fjölmiðla-
fulltrúi hersins, rekur þetta meðal
annars til aukinnar umfjöllunar fjöl-
miðla um herinn á síðustu árum.
„Jafnframt hefur efnahagskreppan
stuðlað að þessu þar sem erfiðara er
fyrir fólk að finna önnur störf, og
fólk sækist líka eftir því að komast í
herinn vegna þess að það er áhuga-
vert og spennandi,“ hafði danska
ríkisútvarpið eftir Grinderslev.
Hann bætti við að möguleikinn á
því að taka þátt í alþjóðlegum verk-
efnum erlendis freistaði margra og
margir hefðu sótt um að gegna her-
þjónustu í Afganistan.
Grinderslev segir að fyrir nokkr-
um árum hafi verið erfitt fyrir her-
inn að fá nógu marga nýliða.
Margir vilja
verða dátar