Morgunblaðið - 04.09.2010, Page 4

Morgunblaðið - 04.09.2010, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýrri reiðhöll á Kjóavöllum, að lokinni hópreið hestamanna inn á svæðið. Bygging reiðhall- arinnar er liður í því að færa aðstöðu hesta- mannafélagsins Gusts frá Glaðheimum upp á Kjóavelli samkvæmt samningi frá árinu 2006. Stefnt er að því að bjóða bygginguna út í alút- boði fyrir árslok. Bæjaryfirvöld og stjórn Gusts munu á næstunni fara yfir samninginn frá 2006 og endurskoða hann í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu. Hópreið á Kjóavöllum Morgunblaðið/Eggert Gustur fær nýja reiðhöll Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lánasjóður sveitarfélaga veitti sveitarfélaginu Álftanesi tæplega 39 milljóna króna lána til að endur- fjármagna eldra lán sveitarfé- lagsins sem komið var í vanskil. Lánasjóður sveitarfélaga veitir sveitarfélögum lán gegn veði í tekjum þeirra. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins fyrr í vikunni gekk sjóðurinn í fyrsta skipti að veði í tekjum sveitarfélags á fyrri hluta þessa árs. Ekki fékkst upplýst hjá sjóðnum hvaða sveitarfélag átti í hlut en samkvæmt bréfum sjóðs- ins til ráðherra sveitarstjórnarmála sem fengust í ráðuneytinu var Álftanes skuldarinn. Bréfin sýna að lánasjóðurinn hef- ur tilkynnt ráðuneytinu 6. apríl að sveitarfélagið Álftanes væri komið í vanskil, en það er upphafið að því að ganga að tekjum sveitarfélagsins. Afrit var sent til sveitarfélagsins, eins og fram kemur í fundargerð bæjarráðs Álftaness en ekkert bók- að um efni bréfsins. Sveitarfélagið var þá þegar komið undir fjárhalds- stjórn sem ráðuneyti sveitarstjórn- armála skipaði í febrúar. Sveitarfélagið gekk ekki frá sín- um málum og 13. apríl óskaði Lána- sjóðurinn formlega eftir heimild ráðuneytisins til að ganga að veði sjóðsins í tekjum sveitarfélagsins, það er að segja framlögum úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga og útsvars- tekjum sem ríkið innheimtir. Fram kom að skuldin væri frá 5. febrúar og komin í liðlega 41 milljón. Samkomulag um nýtt lán Starfsmenn ráðuneytisins ræddu við fulltrúa sveitarfélagsins og lána- sjóðsins og náðist samkomulag um að sjóðurinn veitti nýtt lán til að koma málinu í lag. Lánasjóðurinn afturkallaði beiðni sína um að ganga að tekjum Álftaness með bréfi 16. apríl. Þar kemur fram að sveitarfé- lagið myndi greiða upp vexti í van- skilum. Það staðfesti bæjarstjórn Álfta- ness 4. maí og samþykkti lántöku að fjárhæð tæplega 39 milljónir kr. Það þýðir að sveitarfélagið hefur greitt rúmlega 2 milljónir kr. í vexti. Álftanes fékk endurfjármögnun  Lánasjóður sveitarfélaga lánaði sveitarfélaginu Álftanesi nærri 39 milljónir króna til að gera upp vanskil við sjóðinn  Afturkallaði beiðni um að ganga að veði sínu í tekjum sveitarfélagsins Morgunblaðið/Golli Álftanes Sveitarfélagið var komið í vanskil hjá lánasjóði sveitarfélaga. Áður en hægt er að skrá herþotur hollenska fyrirtækisins ECA-Pro- gram hér á landi þarf að setja sér- staka reglugerð um starfsemi þeirra. Reglugerðarvaldið er í höndum sam- gönguráðherra, Ögmundar Jónas- sonar. Í fréttatilkynningu á vef sam- gönguráðuneytisins á fimmtudag, sama dag og stokkað var upp í rík- isstjórninni, kom fram að Kristján L. Möller, sem lét þann dag af störfum sem samgönguráðherra, hefði veitt Flugmálastjórn heimild til að undir- búa skráningu herþotnanna. Þessa frétt túlkaði ECA sem svo að ríkisstjórn Íslands hefði veitt fyr- irtækinu „lokastarfsheimild“ eða svo sagði a.m.k. á vef fyrirtækisins. Ekki verður þó annað séð en að ECA hafi oftúlkað frétt ráðuneytis- ins og talið málið í höfn. Það hafa raunar fleiri gert og varla er ofsagt að fréttatilkynningin hafi gefið þeim skilningi undir fótinn. Samgöngu- ráðuneytið, undir stjórn nýs ráð- herra, taldi a.m.k. ástæðu til þess í gær að senda frá sér tilkynningu í gær þar sem skýrt er tekið fram að engin leyfi hafi verið veitt vegna þess- arar skráningar. Ósk eða heimild? Í frétt ráðuneytisins um að „heim- ild“ til Flugmálastjórnar er fjallað um bréf sem Kristján L. Möller sendi Flugmálastjórn og er dagsett 31. ágúst en barst Flugmálastjórn reyndar ekki fyrr en í gær. Í bréfinu er ekki rætt um heimild heldur segir m.a. að á fundi sam- gönguherra, fjármálaráðherra og for- sætisráðherra sem haldinn var 31. ágúst hafi samgönguráðherra verið falið að óska eftir því við Flugmála- stjórn að hefja nú þegar undirbúning að skráningu flugvéla í samræmi við umsókn ECA. Í bréfinu, sem Kristján L. Möller skrifaði, kemur fram að all- nokkur undirbúningur þurfi að eiga sér stað áður en hægt sé að setja regl- ur um starfsemina. Þar er Flugmála- stjórn einnig beðin um svör við marg- víslegum tæknilegum spurningum. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir að setja þurfi nýja reglugerð, áður en hægt sé að skrá þoturnar. Ástæðan sé sú að starfsemi ECA falli hvorki undir reglur Evrópsku flug- öryggisstofnunarinnar (EASA) né Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) en Ísland fylgir þeirra reglum í flugiðnaði. Sambærileg starfsemi sé hvergi í Evrópu. runarp@mbl.is Engar ECA-þotur skráðar nema með nýrri reglugerð  Ögmundur Jónasson getur sett reglugerð um herþotur Fjárhaldsstjórn sem ráðherra sveitarstjórnarmála skipaði til að hafa forystu um endur- skipulagningu fjármála sveitar- félagsins Álftaness er að störf- um. Hún var skipuð 8. febrúar, þegar Álftanes komst í greiðslu- þrot. Hlutverk stjórnarinnar er að reyna að gera raunhæfa fjár- hagsáætlun fyrir sveitarfélagið til tveggja ára. FJÁRHALDSSTJÓRN STARFAR Reynt að gera áætlun Karlakórinn Stefnir fagnar nýjum söngmönnum - í allar raddir. Þetta er áskorun! Láttu sjá þig í Krikaskóla í Mosfellsbæ, þriðjudaginn 7. september n.k. kl. 19:30. Upplýsingar í síma: 863 4104 Guðmundur og 696 5446 Valur Páll í Mosfellsbæ Sími: 863 4104 E-mail: stefnir@stefnir.is http://stefnir.is Kar l akór inn Ste fn i r Söngurinn eflir andann og líkamann Bráðabirgðanið- urstöður um líf- sýni sem tekin voru í húsi Hann- esar Þórs Helga- sonar benda til að blóð sem var á morðstaðnum sé allt úr hinum látna. Ekki er bú- ið að greina öll sýni og m.a. er enn beðið niðurstaðna rannsókna á DNA-sýnum af skóm mannsins sem er í haldi grunaður um aðild að morðinu. Leifar af blóði fundust á skónum. Lífsýnin voru send til rannsóknar í Svíþjóð. Friðrik Smári Björgvins- son, yfirmaður rannsóknarinnar, vill ekki tjá sig um niðurstöður rann- sókna á sýnunum eða hvers konar sýni þetta eru. Flestra sýnanna hafi verið aflað á morðstaðnum. Hann segir að þetta séu fyrstu nið- urstöður, en von sé niðurstöðum rannsókna á fleiri sýnum á næstu dögum og þau geti varpað frekara ljósi á málið. Friðrik segir að lögreglan hafi haldið áfram að yfirheyra menn í tengslum við málið síðustu daga. egol@mbl.is Bíða eftir rannsóknum á skónum Lífsýni rannsökuð Hannes Þór Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.