Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 23
Sportbúðin Ódýra veiðibúðin Í leiðinni úr bænum Ódýrustu gervigæsirnar? Ódýrusta gæsaskotin? 2 3/4” - 42 gramma gæsaskot frá 1.895,- 3” - 50 gramma gæsaskot frá 2.395,- 2 3/4” - 24 gramma æfingskot frá 890,- Optima S12. Y/U tvíhleypa. Einn gikkur, val á milli hlaupa. Útdragari. Frábært verð. Aðeins 109.900. 5% staðgreiðsluafsláttur eða vaxtalausar afborganir til 6 mánaða. Beretta ES. Hálfsjálfvirk, bakslagsskift. Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. 3 þrengingar fylgja. Verðlækkun. Aðeins frá 159.900. 5% staðgreiðslu- afsláttur eða vaxtalausar raðgreiðslur til 6 mánaða. Sportbúðin • Krókhálsi 5 • 517 8050 sportbudin.is Munið vinsælu gjafabréfin okkar 12 grágæsaskeljar með lausum hausum og öllum festijárnum á frábæru verði. Aðeins 17.900,- Léttöl MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2010 Í tilefni af Vísindavöku 2010 efnir Rannís til teiknisamkeppni barna 6-9 ára og 10-12 ára. Efni myndanna skal vera „Ef ég væri vísindamaður...“ Myndum skal skila í síðasta lagi 20. september merktar höfundi, aldri, símanúmeri og nafni forráðamanns til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Verðlaun verða veitt á Vísindavöku 24. september 2010. Nánari upplýsingar á... ...www.rannis.is/visindavaka Teikni samkeppni BARNA - Allir með ! H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is ÚR BÆJARLÍFINU Kristín Ágústsdóttir Neskaupstaður Líflegt hefur verið í Neskaupstað nú þegar íbúar koma heim úr sum- arfríi og nemendur í Nesskóla og Verkmenntaskólanum skila sér til baka. Heldur færri nemendur eru í báðum skólunum þetta haustið en síðasta haust. Útlitið er engu að síð- ur bjart. Nýnemar við Verkmennta- skólann hafa aldrei verið fleiri og stærri árgangar koma inn í Nes- skóla næstu ár.    Skólarnir báðir hafa skapað þá skemmtilegu hefð að fara í fjall- göngu á fyrstu góðviðrisdögum haustsins. Í vikunni gaf veðrið tilefni til göngu. Nemendur og kennarar í Nesskóla skelltu sér af stað á vit æv- intýra í fjallahringnum. Hin ýmsu fjöll voru klifin, allt eftir aldri nem- enda. Á næsta ári verða ný fjöll klif- in. Með þessu móti ná nemendur að ganga á helstu fjöll innan fjalla- hringsins áður en skólagöngu lýkur.    Gleðilegt sumar! hljómaði víða í vikunni, enda er góða veðrið sem verið hefur kærkomin uppbót við frekar óspennandi sumar. Halldór Þorsteinsson, betur þekktur sem Dóri rauði, hefur haldið veður- dagbók frá árinu 1976. Hann segir að miðað við áratuginn 1980-1990 þegar suðvestan- og sunnanáttir voru ríkjandi hafi síðustu sumur ein- kennst af austlægum og norð- austlægum áttum. „Inn á milli hafa þó komið smákaflar til að hressa okkur við. Fyrir trillukarla hefur þetta þó verið með bestu sumrum. Hægar austanáttir og þokuloft er óskaveður fyrir þá sem stunda sjó á litlum bátum,“ sagði Dóri og benti jafnframt á að enn hefði ekki komið vont hvassviðri á þessu ári. „Við eig- um það alveg eftir,“ sagði hann kát- ur í bragði.    „Sparisjóðurinn á góða að“ sagði fráfarandi stjórnarformaður Sparisjóðs Norðfjarðar, Jón Kr. Ólafsson, á aðalfundi Sjóðsins sl. þriðjudag. Eftir langt og strangt ferli er endurskipulagningu sjóðsins loksins lokið. „Í erfiðleikum sjóðsins komu nýir stofnfjáraðilar að með svo afgerandi hætti að eftir því var tek- ið. Nú er búið að koma þessari gömlu og virtu stofnun fyrir vind,“ sagði Jón í kveðjuræðu sinni. Ný stjórn er tekin við með fulltrúum nýrra stofnfjáraðila. Hennar verk- efni er að m.a. vinna að rekstrarlegri endurskipulagningu sjóðsins. „Við eigum alveg eftir að fá vont veður“ Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Skólastofurnar færðar út í góða veðrið Dýrunn Pála Skaftadóttir, Heiðar Jökull Hafsteinsson og Arnar Snær Bjarkason í Nesskóla nýttu tækifærið og fóru út að lesa í góða veðrinu, sem verið hefur kærkomin uppbót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.