Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hugmyndir að Selfossvirkjun grundvallast á því að byggja í einu mannvirki stíflugarð með flóðgátt- um og brú. Verði hugmyndin ekki könnuð áður en ráðist verður í bygg- ingu brúar, verður ekki af virkjun. Ný brú yfir Ölfusá, ofan Selfoss, og tengingar að henni eru síðasti hluti lagfæringar á Suðurlandsvegi sem rætt er við lífeyrissjóðina um að fjármagna. Vegagerðin hefur verið með tvo staði til skoðunar. Annars vegar brú yfir Ölfusá á Efri- Laugardælaeyju. Það er sá kostur sem sveitarfélögin settu í aðal- skipulag og hafa barist fyrir. Hins vegar er valkostur sem starfsmenn Vegagerðarinnar hafa talið heppi- legri vegna betri aðstæðna og lægri kostnaðar, það er brú ofar á ánni, við gamla ferjustað Laugardælaferju. Ákvörðun um brúarstæði liggur ekki fyrir en allt stefnir í þá átt að farið verði að vilja bæjaryfirvalda og Efri-Laugardælaeyja verði valin. Lokaðar flóðgáttir Þegar Eiríkur Bragason verk- fræðingur heyrði af brúarhug- myndum fannst honum blasa við að nota tækifærið til að gera rennslis- virkjun um leið, svipað og sést víða við stórár í Evrópu, svo sem í Rín- ardalnum og Móseldalnum. Hann kom hugmyndinni á framfæri við bæjaryfirvöld í vor og Selfossveitur fólu verkfræðistofunni Verkís að gera fyrstu drög að greinargerð. Kristján Már Sigurjónsson, byggingaverkfræðingur hjá Verkís, segir að hugmyndin sé að steypa lágan þröskuld í ána og reisa síðan stöpla með 20 metra millibili. Á milli þeirra koma lokur sem stífla ána og lyfta vatnsborði hennar um 3-4 metra. Þegar mikil flóð koma í ána verður hægt að opna fyrir þannig að hún flæði óhindrað fram. Vatnið verður tekið úr ánni að vestanverðu í gegnum niðurgrafið stöðvarhús og þaðan um rúmlega kílómetra löng frárennslisgöng sem veita vatninu aftur út í Ölfusá nokkru neðan við núverandi brú. Ölfusá er vatnsmesta á landsins og mikill straumur er í henni þar sem hún liggur í gjá í gegnum Sel- foss. Áfram verður hluta af ánni veitt þar um og málum hagað þannig að hún fylli botn núverandi farvegs. Lax gengur um Ölfusá upp í Sogið og Hvítá. Gerðar verða ráðstafanir til að seiði komist óhindrað til sjávar og lax geti gengið upp í árnar. Kristján Már gerir ráð fyrir að Selfossvirkjun skili 28 megawatta afli. Kostnaður er áætlaður 9 til 12 milljarðar og telur Elva Dögg Þórð- ardóttir, formaður framkvæmda- og veitustjórna, ekki vandamál að fjár- magna arðbæra og umhverfisvæna virkjun. Vegagerðin taldi heppilegra að byggja brú aðeins ofar við ána, þar sem minni hætta væri á skemmdum á mannvirkjun vegna jarðskjálfta Kristján Már tekur fram að eft- ir sé að rannsaka mörg atriði, þar á meðal jarðlög með tilliti til jarð- skjálfta. Þá þurfi að athuga betur hættu á krapastíflum, framburð og flóð. Svipað og við Lagarfoss Vegagerðin hefur gert ráð fyrir stagabrú í tveimur höfum við Efri- Laugardælaeyju, verði sá staður fyrir valinu. Stór turn á eyjunni myndi bera hana uppi. Ef virkjunarhugmyndin nær fram að ganga yrði brúin steypt ofan á stöpla flóðgáttastíflunnar, á svip- aðan hátt og brúin við Lagarfoss- virkjun á Fljótsdalshéraði. Skissa á loftmynd/Verkís Selfossvirkjun Flóðgáttastífla verður byggð í tengslum við brúargerð við Efri-Laugardælaeyju. Gert er ráð fyrir niðurgröfnu stöðvarhúsi við bakkann og vatnið leitt þaðan með frárennslisgöngum út í Ölfusá við sláturhús SS. Selfossvirkjun beislar kraftinn í rennsli Ölfusár  Ölfusá verður ekki svipur hjá sjón þegar hún rennur um gjána hjá Selfossi Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær þegar beiðni um aðstoð barst vegna bíls sem fastur var á leiðinni upp að Axarfossi á Mýrdalssandi, svonefndri Öldufellsleið. Bíllinn festist í Hólmsá en 10 erlendir ferðamenn sem í honum voru höfðu allir komist í land af sjálfsdáðum. Þegar björgunarsveitirnar komu á staðinn voru ferðalangarnir orðn- ir kaldir og blautir eftir dvöl sína í rigningu á árbakkanum. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, hafði flotið nið- ur ánna og kerra sem hann dró var oltin. Mikið vatn var í ánni en mikið hefur rignt á svæðinu undanfarið. Björgunarsveitamenn fluttu fólkið til byggða og hressti það við með heitum drykkjum og húsaskjóli. Erlendir ferðamenn í vandræðum er bíll festist í Hólmsá Morgunblaðið/RAX Varasamt Landsbjörg varar við að ár á Suðurlandi eru vatnsmiklar þessa dagana. Marilyn Young, sem hélt því fram að hún ætti barn með skákmeist- aranum Bobby Fischer, hefur nú farið fram á að tekin verði lífs- ýni úr tveimur systursonum Fischers, sem gera einnig kröfu um arf eftir hann, og þau borin saman við sýni úr Fischer sem tekin voru í sumar. Lögmaður Young sendi Þórði Bogasyni, lögmanni hinnar meintu dóttur Fischers á Íslandi, tölvu- pósta þess efnis. Sendi hann jafn- framt bandaríska blaðinu New York Times afrit af tölvupóstunum ásamt niðurstöðum DNA-rann- sóknar sem leiddi í ljós að Fischer gæti ekki verið faðir dóttur Youngs þrátt fyrir að þær séu merktar sem trúnaðarmál. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Þórður ekkert vilja tjá sig um málið en staðfesti að hann væri ekki lengur lögmaður dóttur Youngs. Fram kemur á fréttavef New York Times að óskin um að bera saman lífsýnin úr Fischer og syst- ursonum hans sé til komin til þess að ganga úr skugga um að í raun og veru hafi verið um líkamsleifar Fischers að ræða. Enn deilt um DNA Bobby Fischers Bobby Fischer „Miðað við það sem fyrir liggur núna líst mér vel á hugmyndina. Það á eftir að hanna virkjunina og athuga betur áhrif á umhverfið,“ segir Elva Dögg Þórðardóttir, bæj- arfulltrúi í Árborg og formaður framkvæmda- og veitustjórna sem Selfossveitur heyra undir. „Ég tel það jákvætt að sveitarfé- lagið sé að vinna sjálft að þessu og íbúarnir hafi hag af því.“ Hún tek- ur fram að hugmyndirnar verði kynntar fyrir íbúum og hags- munaaðilum. „Við höfum ekki efni á því að skoða ekki þennan mögu- leika,“ segir Elva Dögg þeg- ar hún er spurð að því hvort Árborg hafi efni á því að ráðast í framkvæmdir. Íbúarnir hafi hag af virkjun FORMANNI VEITUSTJÓRNA LÍST VEL Á HUGMYNDIRNAR Elva Dögg Þórðardóttir Steinunn S. Jak- obsdóttir jarð- eðlisfræðingur hefur verið kjör- in forseti Evr- ópska jarð- skjálftaráðsins (ESC), fyrst kvenna og fyrst Íslendinga. Steinunn, sem hefur setið alls- herjarþing samtaka evrópskra jarðskjálftafræðinga í Montpellier í Frakklandi, segir að þetta sé mikill heiður. Þetta sé ekki aðeins heiður fyrir sig, heldur einnig Ís- land og þann hóp sem hún hafi starfað með á Veðurstofu Íslands. „Og þessa samstarfsmenn sem hafa verið með mér í gegnum ára- tugi að byggja upp jarðskjálftaeft- irlitskerfi á Íslandi og önnur eft- irlitskerfi.“ Steinunn forseti ESC fyrst kvenna Steinunn Jakobsdóttir Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is í dag kl. 10 til 16. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Verið velkomin í verslun okkar að Nóatúni 4. A T A R N A A T A R N A Sölusýning Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur samkvæmt tillögu Ögmundar Jónas- sonar dómsmála- og mannréttinda- ráðherra verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 10. september. Aðrir umsækjendur um embættið voru: Sigríður Ingvarsdóttir héraðs- dómari, Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari, og Þorgeir Örlygs- son, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg. Viðar Már og Þorgeir voru metnir hæfastir til þess að gegna embætt- inu, samkvæmt umsögn hæfisnefnd- ar. Hann tekur sæti Hjördísar Há- konardóttur, sem baðst lausnar fyrir aldurs sakir í sumar. Viðar Már er 56 ára að aldri. Hann lauk embættisprófi í lögum frá Há- skóla Íslands 1979 og lagði stund á framhaldsnám og rannsóknir í samningarétti og kröfurétti við Oslóarháskóla frá ágúst 1979 til júní 1981. Viðar Már hóf störf við Háskóla Íslands sem stundakennari árið 1983 og starfaði sem slíkur með hléum til ársins 1995 auk þess að vera próf- dómari í ýmsum greinum fjármuna- réttar. Árið 1996 var hann ráðinn sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og hefur hann jafnframt ver- ið formaður stjórnar Lagastofnunar skólans frá árinu 2003. Hann hefur þrívegis verið settur dómari við Hæstarétt tímabundið. Viðar Már skipaður hæstaréttardómari Viðar Már Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.