Morgunblaðið - 11.09.2010, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.09.2010, Qupperneq 18
ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkrókur Einstakur sumarauki hefur leikið við okkur Norðlendinga undanfarna daga, varla sést skýhnoðri á himni, og hiti í kringum tuttugu stig hvern dag. Þegar svo við bætist að ekki hefur nema eina nótt gránað í hæstu fjallatoppa, og engin næturfrost ver- ið, þá er varla unnt að segja annað en að hér er ekki síðra en á sólar- ströndum, þessi dægrin.    Í síðasta mánuði var tekinn í notkun nýr leikskóli í Sauðármýrum, sem hlotið hefur nafnið Ársalir en skólastýra er Anna Jóna Guðmunds- dóttir, burtfluttur Skagfirðingur, sem kominn er heim til þess að taka að sér stjórnun skólans. Hjá sveitar- félaginu fengust þær upplýsingar að kostnaður við bygginguna væri rúm- lega 500 milljónir, en þó munu ekki öll kurl komin til grafar.    Þann 16. september verða sveitarstjóraskipti í Skagafirði, en þá lætur af störfum Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri síðasta kjörtímabil, en við tekur Ásta Björg Pálmadóttir, sem undanfarin ár hef- ur stýrt útibúi Landsbankans á Sauðárkróki.    Það olli verulegum von- brigðum þegar í ljós kom að ekki var rekstrargrundvöllur fyrir jarð- efnagerð – moltu, – sem stefnt var að að framleiða í nýrri og afkasta- mikilli verksmiðju á Gránumóum. Nú í sumar var framleiðslu hætt, fyrirtækið lýst gjaldþrota og hús og búnaður auglýst til sölu. Miklar von- ir voru bundnar við úrvinnslu alls sláturúrgangs og einnig úrgangs frá fiskverkuninni, sem löngum hefur orðið að urða.    Nú er sláturtíð hafin af fullum krafti hjá Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga, og að sögn Ágústs Andréssonar forstöðumanns verður væntanlega slátrað um 110 þúsund fjár á meðan sláturtíð stendur, eða til mánaðamóta október, nóvember. Hjá fyrirtækinu sagði hann að störf- uðu nú 150 manns og þar af um 90 erlendir verka- menn, aðallega frá Pól- landi, Svíþjóð og Nýja- Sjálandi, en ekki hefur gengið vel að manna störf á sláturhúsinu með innlendum starfs- kröftum.    Verktakafyrirtæki Símonar Skarphéð- inssonar hefur hafið nið- urrif gamalla iðn- aðarhúsa sem lengi hefur staðið til að fjarlægja, en þar er stærst og fyr- irferðamest gamla bíla- verkstæði kaupfélagsins. Gert er ráð fyrir að menn Símonar ljúki verkinu fyrir mán- aðamót, en í nýjasta skipulagi sveit- arfélagsins sem samþykkt var á síð- asta kjörtímabili er gert ráð fyrir veglegu íbúðahverfi á þessum reit.    Sú blíða sem leikið hefur um Norðlendinga undanfarna daga, hef- ur staðið allt frá höfuðdegi 29. ágúst og ekki sér fyrir enda hennar. Skag- firðingar sem aðrir njóta hvers dags og sleikja sólskinið, grilla og láta sig engu skipta þó að svartsýnismenn- irnir segi að þessi góða tíð eigi eftir að koma í bakið á mönnum, – hún eigi eftir að hefna sín, – og eins og karlinn sagði: „Hann verður harður þegar hann kemur“, en er á meðan er og njótum sólar á meðan hún skín. Skagfirðingar njóta hvers dags og sleikja sólskinið Gaman Krakkarnir í Ársölum kunnu vel að meta góða veðrið sem verið hefur undanfarið. Morgunblaðið/Björn 18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú stendur yfir endurnýjun á upp- lýsingakerfum allra strætisvagna Strætó bs. sem mun gera fyrirtæk- inu kleift að bæta þjónustu sína um- talsvert á komandi misserum. Sumir farþegar hafa þegar orðið varir við fyrstu breytingarnar sem nýja kerfið hefur í för með sér, en þær felast í að nafn næstu biðstöðv- ar er sjálfkrafa kynnt í hátalara- kerfi vagnsins. Margir eldri borg- arbúar muna eflaust þá gömlu tíma, þegar vagnstjórarnir kölluðu upp nafn næstu biðstöðvar, t.d. Múli, þegar komið var að þeim bæ við Suðurlandsbraut. Þetta var síðar af- lagt. Þjónusta sú sem nú verður boðið upp á er vel þekkt erlendis og hafa stórir notendahópar strætó óskað eftir að hún verði tekin upp hér á landi, segir í tilkynningu frá fyr- irtækinu. Mun nýtast mörgum „Tilkynningar um biðstöðvar í há- talarakerfum nýtast sérstaklega blindum, sjónskertum, eldri borg- urum, utanbæjarfólki og öðrum sem eiga erfitt með að átta sig á stað- háttum, auk þess að hjálpa nýjum notendum að læra á leiðakerfi strætó, hvort sem það eru börn og unglingar, erlendir ferðamenn eða þeir sem ferðast sjaldan með strætó,“ segir í tilkynningunni. Kerfinu er ætlað að auka upplýs- ingagjöf til farþega, hjálpa vagn- stjórum að halda áætlun og veita stjórnstöð rauntímaupplýsingar um stöðu vagna í akstri. Að auki er stefnt að því að gera kerfið þannig úr garði að það geti tekið við greiðslum með greiðslukorti. Fljótlega munu bætast við upp- lýsingaskjáir í vögnunum sem veita farþegum upplýsingar um næstu biðstöðvar, birta tilkynningar og fleira. Meginvirkni nýja kerfisins bygg- ist á að allir vagnar eru útbúnir gps-staðsetningartæki sem sendir upplýsingar um staðsetningu vagns- ins, hraða og akstursstefnu beint til stjórnstöðvar. Allir strætisvagnar eru samstilltir við gervihnatta- klukku og vagnstjórar fá stöðugt upplýsingar um hvenær vagninn eigi að vera á næstu biðstöð. Það auðveldi þeim að tímajafna akstur- inn og halda áætlun enn betur en áður. Um leið fær stjórnstöð Strætó bs. nákvæmar rauntímaupplýsingar um alla vagna í akstri og getur brugðist við með öruggum hætti þegar útlit er fyrir að þjónustu- brestur verði í strætisvagnakerfinu. Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., segir að innleiðing nýja kerfisins sé mikilvægt skref fyrir Strætó bs. enda hafi gamla kerfið verið komið til ára sinna. Með nýja kerfinu sé komið til móts við óskir farþega um aukna þjónustu. Hann leggur áherslu á að umfangs- mikil innleiðing á borð við þessa gangi ekki í gegn á einni nóttu og sníða þurfi af hnökra sem óhjá- kvæmilega komi upp til að byrja með. Nafn næstu biðstöðvar tilkynnt í hátalara Morgunblaðið/Golli  Strætó bs. endur- nýjar upplýsingakerfi í strætisvögnunum Komið í marga vagna » Grunnbúnaður kerfisins er nú þegar kominn í u.þ.b. 40 strætisvagna. » Allur strætisvagnaflotinn verður kominn með nýja kerfið á næstu vikum. Ríkisstjórnin hefur heimilað að þriðja björgunarþyrlan verði tekin á leigu til að efla björgunargetu Landhelgisgæslunnar, en dóms- málaráðherra tók málið upp á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði að fundi loknum að þyrlan yrði tekin á leigu í haust. Leitast yrði við að halda þremur þyrlum í rekstri á vegum Gæsl- unnar og að tvær áhafnir yrðu til taks. Vonast væri til þess að sértekjur Gæslunnar dygðu fyrir þessu. Ann- ars yrði málið endurskoðað. Ríkiskaup óskaði eftir tilboðum í leigu á björgunarþyrlu fyrir Land- helgisgæslu Íslands í auglýsingu í Morgunblaðsins nýlega. Óskað var eftir björgunarþyrlu af tegundinni Super Puma til gæslu og björg- unarstarfa á og við Ísland í eitt ár frá og með haustmánuðum 2010, með heimild til framlengingar í allt að fimm árum. Landhelgisgæslan hafði yfir að ráða fjórum þyrlum þegar mest var. Nú eru þyrlurnar aðeins tvær. Georg Lárusson, forstjóri Gæsl- unnar, segir að þessi staða tak- marki mjög tæknilega getu hennar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gæslan Ný þyrla bætist í hópinn. Gæslunni heimilað að leigja þyrlu Er kominn tími til að gera eitthvað? Námskeið sem opna þér nýjar leiðir Hringsjá náms- og starfsendurhæfing býður mikið úrval af öðruvísi og spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífsgæða og fleiri valkosta í námi eða starfi. Námskeiðin eru sniðin fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla. Námskeiðin geta líka hentað þeim sem hafa litla grunnmenntun eða hafa átt erfitt með að tileinka sér hefðbundið nám. Um er að ræða eftirfarandi námskeið: Bókhaldsnámskeið - hagnýtt námskeið fyrir þá sem stefna á frekara nám eða skrifstofustörf Excel fyrir byrjendur - Þátttakendur læra að setja upp tölur á vinnublaði og læra að beita einföldum reiknireglum. Kenndar eru helstu vinnuaðferðir og að útbúa myndrit. Enska fyrir byrjendur - Námskeiðið er fyrir þá sem hafa átt mjög erfitt með að læra ensku/önnur tungumál. Notast er við myndrænar og óhefðbundnar aðferðir sem nýst hafa vel á öðrum sviðum. Áhersla er lögð á að bæta orðaforða og að auka sjálfstraust nemenda. Fjármál einstaklinga - Fjármál á mannamáli! Námskeiðinu er ætlað að veita þátttakendum yfirsýn yfir eigin fjármál og auka fjármálalæsi. Minnistækni - Kennd er tækni til þess að efla og bæta minnið. Námskeiðið hentar þeim sem eiga við hversdagsgleymsku að stríða, hafa skert minni eftir veikindi eða áföll eða vilja bæta minni sitt af öðrum ástæðum. Stærðfræði fyrir byrjendur - Námskeiðinu er ætlað að skapa áhuga á stærðfræði og jákvætt viðhorf. Kennsluaðferðir eru nýstárlegar þar sem nemendur læra að meðhöndla tölur með áþreifanlegum hætti í skemmtilegum æfingum. Beitt er óhefðbundnum aðferðum í kennslunni. Sjálfstyrking - Námskeiðinu er ætlað að efla getu nemenda til að tjá sig og vera til. Þetta verður gert á skemmtilegan og líflegan hátt og nemendur öðlast þjálfun í öruggri framkomu. Tölvugrunnur - Kennd er tölvunotkun fyrir byrjendur og lengra komna. Farið er í Windows umhverfið, ritun og útlitsmótun texta, Internetið, tölvupóst, teikningu, skjalaumsjón og fleira. Næstu námskeið eru að hefjast! Frekari upplýsingar og skráning hjá Hringsjá í síma 510-9380 eða á www.hringsja.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.