Morgunblaðið - 11.09.2010, Side 20
VIÐSKIPT | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Miðað við það verð, sem Hagar
greiddu fyrir bréf stjórnenda fyr-
irtækisins árin 2008 og 2009 var
markaðsvirði fyrirtækisins 22
milljarðar og var svokallað P/E
hlutfall því um 30-40. Um er að
ræða hlutfall markaðsvirðis og
hagnaðar, en reikningsárið 2007/
2008 var hagnaður Haga um 530
milljónir og ári síðar var 5,3 millj-
arða króna tap á rekstrinum. Al-
mennt er miðað við að eðlilegt P/E
hlutfall sé um 15 nema búast megi
við því að hagnaður viðkomandi
fyrirtækis muni aukast í framtíð-
inni.
Arion banki tók yfir rekstur
1998 ehf., móðurfélags Haga,
skömmu eftir að Hagar keyptu
eigin hlutabréf af stjórnendum í
seinna skiptið. Morgunblaðið ósk-
aði eftir upplýsingum frá bank-
anum um hvort til greina kæmi að
rifta kaupsamningunum eða hvort
bankinn teldi viðkomandi stjórn-
endur skaðabótaskylda.
Svarar ekki fyrir samningana
Í svari bankans segir að um-
rædd sala hafi verið „...hluti af
þeim kjörum sem lykilstjórnendur
Haga sömdu um við fyrrverandi
stjórn/eigendur. Arion banki sér
ekki ástæðu til að svara fyrir slíka
samninga, sem voru gerðir all-
löngu áður en bankinn tók félagið
yfir.“
Í október 2009, skömmu áður en
Arion tók yfir rekstur 1998 ehf.,
keyptu Hagar hlutabréf að nafn-
virði 17 milljóna króna af Finni
Árnasyni, forstjóra Haga, Guð-
mundi Marteinssyni, framkvæmda-
stjóra Bónuss og Jóhönnu Waag-
fjörð, þáverandi fjármálastjóra
Haga. Greiddi fyrirtækið alls 315
milljónir fyrir hlutabréfin. Hvað
varðar kaupverðið hefur Finnur
Árnason sagt við Morgunblaðið að
þriðji aðili hafi unnið verðmat á
fyrirtækinu til að ákvarða sölu-
verð. Finnur vildi þó ekki gefa upp
hver sá þriðji aðili var.
Ætlað markaðsverð
Haga í hærra lagi
Arion segist ekki svara fyrir kaup Haga á hlut stjórnenda
Verslanir Tap Haga á rekstrarárinu 2008/2009 nam 5,3 milljörðum og skýr-
ist það að stærstum hluta vegna 7,9 milljarða taps á fjármagnsliðum.
Morgunblaðið/Heiddi
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Nauðasamningar, sem fela í sér að
lánardrottnar Straums hafa nú tekið
við stjórn bankans, gætu verið fyr-
irmynd sambærilegra samninga um
gömlu viðskiptabankana, einkum
Glitni og Kaupþing.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, segir að markmiðið
sé að á endanum taki lánardrottnar
gamla bankans við taumunum í bank-
anum, en líklega sé nokkuð í að það
geti gerst. „Áður en af því getur orðið
verður að vinna úr gríðarlegum fjölda
dómsmála. Ganga verður úr skugga
um hverjir séu réttilega taldir til
kröfuhafa bankans og það mun taka
tíma. Lausleg tímaáætlun gerir ekki
ráð fyrir að því verki verði lokið fyrr
en um árið 2015, en það fer allt eftir
fjölda mála og því hve hratt þau fara í
gegnum dómskerfið.“
Árni segir að ekki sé hægt að færa
lánardrottnum bankann í hendur fyrr
en þetta sé ljóst, því hlutverk skila-
nefndar og slitastjórnar sé að gæta
hagsmuna allra kröfuhafa bankans.
Ný stjórn kosin í október
Samkvæmt nauðasamningum
Straums, sem samþykktir hafa verið
af héraðsdómi, verður Straumi skipt
upp í tvö félög. Annars vegar eigna-
umsýslufélagið ALMC hf. og nýjan
fjárfestingabanka sem ber nafnið
Straumur IB hf. Straumur IB mun
taka yfir alla fjárfestingabankastarf-
semi Straums, en mun þurfa að fá
nýtt bankaleyfi frá Fjármálaeftirlit-
inu.
Allar eignir munu hins vegar liggja
eftir í ALMC, sem verður að fullu í
eigu kröfuhafa Straums. Nýi bank-
inn, Straumur IB, verður dótturfélag
ALMC.
Helstu kröfuhafar bankans, sem
áttu 1,3 milljarða evra kröfur í hann,
nærri 200 milljarða króna, munu hér
eftir fara með eignir hans. Boðað hef-
ur verið til fyrsta hluthafafundar, þar
sem nýir eigendur ALMC munu
kjósa nýja stjórn, þann 5. október.
Morgunblaðið/Sverrir
Mál Að minnsta kosti 1.500 dómsmál tengd gömlu bönkunum þremur eiga
eftir að fara í gegnum íslenska dómskerfið, að mati Árna Tómassonar.
Örlög Straums
eru fyrirmynd
Langur tími mun líða þar til lánar-
drottnar geta tekið yfir stóru bankana
„Þau lifðu af jarðskjálfta, erfiða
veðráttu og eldgos sem stoppaði
flugsamgöngur á stórum hluta
hnattarins, en það virðist vera sem
áætlanir um stórt, íslenskt gagna-
ver hafi verið skotnar niður af
miklum ólíkindatólum; þeirra eigin
stjórnmálamönnum.“ Á þessum
orðum hefjast skrif pistlahöfund-
arins David Cherniocoff, sem gerir
ákvörðun IBM um að slíta samstarf-
inu við Verne Holding vegna
skattaumhverfis hér á landi að um-
ræðuefni. Chernicoff hefur í 20 ár
skrifað um tæknitengd málefni við
ágætan orðstír. Hann bendir á að
netþjónar séu virðisaukaskatt-
skyldir á Íslandi, ólíkt því sem tíðk-
ast víðast. Chernicoff segir að því
þurfi að breyta. „Ákvörðunin virð-
ist vera í höndum fjármálaráðu-
neytisins, sem hefur ekki ennþá
tekið hana,“ skrifar hann á ZDNet,
sem er með þekktari vefsvæðum á
netinu er gera upplýsingatækni að
umfjöllunarefni sínu.
Fjármálaráðherra sendi á
fimmtudag bréf til fyrirtækja á
sviði gagnavera. Þar kom fram að
samkeppnisstaða þeirra verði jöfn-
uð og unnið sé að útfærslum að því.
thg@mbl.is
Gagnrýnir
stjórnvöld
Áætlanir um gagna-
ver nú í uppnámi
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+,0-1,
++2-01
0.-+3
+/-./
+4-1
++5-0/
+-2.5+
+3,-23
+5.-+/
++,-13
+,0-,0
++2-54
0.-00/
+/-+24
+4-12,
++5-4+
+-2./0
+3/
+5.-4+
0.5-+504
++,-45
+,1-04
++2-,/
0.-0,,
+/-0.0
+4-1/4
++5-/1
+-2+11
+3/-51
+5+-.1
Sportbúðin
Ódýra veiðibúðin
Í leiðinni úr bænum
Ódýrustu
gervigæsirnar?
Ódýrusta gæsaskotin?
2 3/4” - 42 gramma gæsaskot
frá 1.895,-
3” - 50 gramma gæsaskot
frá 2.395,-
2 3/4” - 24 gramma æfingskot
frá 890,-
Optima S12. Y/U tvíhleypa.
Einn gikkur, val á milli hlaupa. Útdragari.
Frábært verð. Aðeins 109.900. 5% staðgreiðsluafsláttur
eða vaxtalausar afborganir til 6 mánaða.
Beretta ES. Hálfsjálfvirk, bakslagsskift.
Tekur 2 ¾“ og 3“ skot. 3 þrengingar fylgja.
Verðlækkun. Aðeins frá 159.900. 5% staðgreiðslu-
afsláttur eða vaxtalausar raðgreiðslur til 6 mánaða.
Sportbúðin • Krókhálsi 5 • 517 8050
sportbudin.is
Munið vinsælu gjafabréfin okkar
12 grágæsaskeljar með lausum
hausum og öllum festijárnum á
frábæru verði.
Aðeins 17.900,-
Léttöl