Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  269. tölublað  98. árgangur  VEISLAN RIFJUÐ UPP OG GERÐ REIKNINGSSKIL KONUNGLEGT BRÚÐKAUP Á NÆSTA ÁRI SJÖTÍU ÁRA HEFÐ FYRIR GULLSMÍÐI Í FJÖLSKYLDUNNI VILHJÁLMUR OG KATA 15 GULL OG SILFUR 10ÍSKALDUR MOJITO JÓNS ATLA 30 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er augljóst að íslensk stjórnvöld hægðu sjálf á ferlinu. Ég hygg að í kjölfar Icesave- deilunnar og þess að skoðanakannanir fóru að sýna mikla andstöðu við aðild hér innanlands hafi stjórnvöld ákveðið að kæla málið,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, um áhrif Icesave-deilunnar á aðildarferlið. „Það stóð til að aðildarumsóknin yrði lögð „Nú er að koma á daginn að niðurskurðurinn í velferðarkerfinu er farinn að valda alvarlegri þjónustuskerðingu og atvinnumissi. Hvað ger- um við þá? Drögum við úr ferðum rýnihópa til Brussel eða rekum við sjúkraliða? Auðvitað drögum við úr rýnivinnu, nema menn vilji byggja hér upp síð-prússneskar skrifræðis- hefðir,“ skrifar Ögmundur á vefsíðu sína. Toby Vogel, blaðamaður á European Voice, telur að slík flýtimeðferð yrði án fordæmis. fram í desember árið 2009 og svo í mars á þessu ári. Deilan um Icesave skýrir andstöð- una við aðild að ESB að talsverðu leyti og eftir að hún komst í hámæli var farið í að kæla niður aðildarferlið,“ segir Eiríkur. „Síð-prússneskar skrifræðishefðir“ Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra vís- ar á bug gagnrýni á þá hugmynd hans að flýta aðildarferlinu þannig að hægt verði að afgreiða aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir nokkra mánuði. Þá sé forgangsröðunin röng. Hægðu á aðildarferlinu  Evrópufræðingur telur stjórnvöld hafa seinkað aðildarviðræðum við ESB vegna Icesave-deilunnar  Ögmundur vill skera niður utanferðir rýnihópa MMyndi jafngilda »6 Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti Vig- dísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í gær á Degi íslenskrar tungu. Í umsögn segir m.a.: „Vigdís var í starfi sínu sem forseti óþreytandi að benda á gildi íslenskrar tungu fyrir mannlífið í þessu landi.“ Hljómsveitin Hjálmar og Möguleik- húsið fengu einnig sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við tunguna. Morgunblaðið/Eggert Vigdís fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar  Áhyggjur af veikari stöðu þjóð- tungunnar í háskólum eru alls ekki einskorðaðar við Ísland, og fer um- ræðan fram alls staðar á Norð- urlöndunum. Þetta segir Auður Hauksdóttir, for- stöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og dósent í dönsku við Há- skóla Íslands. Hún segir að öllum beri skylda til að stuðla að vexti og viðgangi íslenskunnar, en minnir jafnframt á að í mörgum tilfellum geti skipt máli að dokt- orsritgerðir séu á ensku eða öðrum erlendum tungumálum, þ.e. svo ný þekking nái athygli al- þjóðafræðasamfélagsins. Auður tekur að hluta til undir gagnrýni ís- lenskrar mál- nefndar sem hef- ur áhyggjur af vaxandi notkun ensku við háskóla- kennslu. Áhyggj- ur hennar snúa þó frekar að því að enskan sé að ryðja öðrum erlendum tungumálum úr vegi. »12 Öllum ber skylda til að stuðla að vexti og viðgangi íslenskunnar  Fyrstu tíu mánuði ársins höfðu rúmlega eitt þúsund manns misst réttindi til atvinnuleysisbóta hjá Vinnumálastofnun. Var það ýmist vegna höfnunar á starfi eða úrræð- um. Eftir að einstaklingur byrjar að þiggja bætur hjá Vinnumálastofnun hefur hann fjórar vikur til þess að leita að starfi og eftir það ber hon- um að taka því starfi eða úrræði sem honum er boðið. Hafni hann at- vinnutilboði eða úrræði eru viður- lögin 40 dagar án bóta í fyrsta sinn, 60 dagar við annað brot, síðan átta vikur og loks er viðkomandi af- skráður. »9 Þúsund manns hafa misst réttindi til bóta Helgi Bjarnason Þórður Gunnarsson Yfirheyrslur stóðu fram eftir kvöldi hjá sér- stökum saksóknara samhliða og í kjölfar hús- leita sem gerðar voru á allmörgum stöðum í gær í tengslum við rannsókn á lánveitingum hins fallna Glitnis banka. Einhverjir voru handteknir en seint í gærkvöldi hafði ekki ver- ið gerð nein krafa um gæsluvarðhald. „Heilt yfir hefur framkvæmdin gengið mjög vel. Við höfum náð að fylgja þeirri áætl- un sem upp var sett og að mestu leyti náð að ljúka því sem ætlað var,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari, í gærkvöldi. Þá var megnið af þeim upplýsingum sem aflað var við hús- leitir komið í hús. Jón Ásgeir Jó- hannesson gagnrýnir starfsaðferðir sérstaks saksóknara en húsleit var gerð á skrifstofu 101 Hótels vegna gagna sem hann kynni að búa yf- ir. „Ég held að saksóknari geti alveg náð fram sömu niðurstöðu með mannlegri nálgun og eðlilegum fyrirspurnum bréflega,“ segir Jón Ásgeir. Hann segir að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi heimtað gögn umfram þær heimildir sem veittar voru fyrir húsleit. „Til hvers þarf héraðsdóm þegar svona er unnið?“ spyr Jón Ásgeir. Ólafur Þór kveðst ekki geta svarað fullyrð- ingum einstaklinga sem til rannsóknar eru. Spurður almennt um nauðsyn húsrannsóknar segir hann að slíkt verði að meta hverju sinni. Í sumum tilvikum telji menn hættu á að gögnum verði skotið undan ef notaðar séu aðrar aðferð- ir. Yfirheyrð- ir fram á kvöld  Jón Ásgeir kallar eftir mannlegri nálgun Rannsóknin » Aðgerðin er ein sú umfangsmesta sem embætti sér- staks saksóknara hefur staðið fyrir. Alls tóku um 70 manns þátt. » Húsrannsóknir voru gerðar á 15-20 stöðum og 10 menn yfirheyrðir. M Rótað í skúffum »14 „Það er illskiljanlegt af hverju strangari reglur eigi að gilda um veitingu tíu þúsund króna láns frá Kredia en milljónaláns frá einhverjum bank- anum,“ segir Leifur Har- aldsson, framkvæmda- stjóri smálánafyrir- tækisins Kredia. Leifur telur að drög efnahags- og viðskipta- ráðherra að frumvarpi að lögum um smálánafyrirtæki gangi of langt og séu aðeins til þess fallin að flæma fyrirtækin tvö sem starfa á þessu sviði af markaði. Í drögunum er meðal annars að finna reglur um að smálán megi að- eins afgreiða á milli klukkan 9 og 17 á virk- um dögum og að greiðsla til viðskipta- vinar megi ekki fara fram fyrr en 48 klukkustundum eftir samþykkt láns- umsóknar. Leifur telur að ef þetta verði að lögum kippi það fótunum undan starfsemi Kredia. »Viðskipti Margt athugavert við frum- varp um smálánafyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.