Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 ✝ Gestheiður Jóns-dóttir fæddist á Stekkjarflötum í Skagafirði 28. febr- úar 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 6. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Guðmunds- son, bóndi, f. 17. mars. 1877 á Mik- labæ í Blönduhlíð, d. 3. september 1960, og Soffía Guðbjörg Jónsdóttir, hús- freyja, f. 12 júní 1891 á Höfðahól- um á Skagaströnd, d. 27. maí 1959. Systkini Gestheiðar voru: Sigurlaug Jónína, f. 26. janúar 1900, d. 12. febrúar 1900. Ingi- björg, húsfreyja, f. 10. október 1901, d. 21. október 1956. Jón, bóndi, f. 28. ágúst 1917, d. 11. apríl 1983. Guðrún, húsfreyja, f. 5. maí 1920. Jónatan, húsasmíða- meistari, f. 23. apríl 1923, d. 24. janúar 1980, og Sæunn, hús- freyja, f. 22. október 1924, d. 28. maí 1997. Gestheiður ólst upp á Hofi í Vesturdal í Skagafirði. Hún gift- ist Páli Ólafssyni Reykdal Jó- hannessyni, sjómanni og hús- verði, f. 20. ágúst 1907, d. 29. janúar 1989. Foreldrar hans voru Jóhannes Pálsson, skósmiður og sjó- maður, f. 23. maí 1878 að Ófeigs- stöðum í Köldukinn, d. 9. mars 1972, og Helga Þorbergs- dóttir, húsfreyja, f. 30. apríl 1884 á Dúki í Sæmund- arhlíð, d. 30. sept- ember 1970. Fyrstu hjúskap- arárin bjuggu þau Gestheiður og Páll í Kópavogi en fluttust svo norður á Skagaströnd. Þau eignuðust 5 börn saman. Þau eru Jóhanna Sigríður Eikaas, f. 26. júní 1949, maki hennar er Leif Magne Eikaas þau eiga Heídí Maríe, Paal Magne og Kim Ola. Stúlka, f. 1950, lést á fyrsta ári. Jóhannes, f. 31. maí 1951, d. 23. nóvember 1986, maki hans var Anna Margrét Kristjánsdóttir, þau eiga Pál, Gestheiði Fjólu og Helgu Björk. Snorri, f. 8. júní 1953, lést á fyrsta ári. Jón Grím- kell, f. 27. desember 1955, maki hans var Ástríður Björg Bjarna- dóttir, þau eiga Hörð Bjarna og Hauk Emil. Útför Gestheiðar fór fram frá Fossvogskapellu 12. nóvember 2010. Amma var ennþá kornung þegar Jón og Soffía hefja búskap á Hofi í Vesturdal og á sínar æskuminn- ingar þaðan. Amma og afi byrjuðu sinn bú- skap í Kópavogi en fluttu norður á Skagaströnd fáum árum síðar. Afi var sjómaður þar til hann slasaðist á sjó en þá taka hann og amma við húsvarðarstöðu í grunnskóla Skagastrandar. Ég fékk stundum að fara norður á sumrin og vera hjá ömmu og afa og hlakkaði alltaf mikið til. Sigga frænka dóttir ömmu og afa fluttist ung til Nor- egs og stofnaði þar fjölskyldu, þannig að amma og afi fóru oft til Noregs á sumrin og fengum við barnabörnin að skiptast á að fara með, sem var mikið ævintýri, amma skóp með okkur minningar sem gleymast aldrei. Amma sat aldrei iðjulaus, hún var ýmist að prjóna, elda, skúra eða með mig í fanginu að þurrka framan úr mér skælurnar og þann- ig man ég eftir ömmu, hún var hlý og blíð, ákveðin og staðföst, ankeri í lífi drengs sem enginn sjór í lífs- ins ólgu gat slitið laust, sama hvað gekk á, hún var öruggt skjól. Og ekki má gleyma að hún bakaði heimsins bestu lummur sem hún gat útbúið fyrirvaralaust að því er virtist, þeim gat ekkert skákað, nema kannski kleinurnar hennar, og þá man ég eftir pönnukökunum, það var allt gott hjá ömmu. Sterk er líka orð sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa um ömmu, þau afi og amma misstu þrjú börn, tvö á fyrsta ári og það þriðja sem upp- kominn mann sem hlýtur að vera það erfiðasta sem nokkurt foreldri getur gengið í gegnum en alltaf var það hún sem huggaði, það var eins og ekkert gæti bugað hana. Amma hafði sérstaklega gaman af ljóðum, ég man að hún hélt mik- ið upp á Davíð Stefánsson og kunni mikið af ljóðum eftir hann og aðra höfunda, hún átti það til að fara með ljóð eða stöku sem átti þá við það umræðuefni sem uppi var í það og það skiptið. Hún bar mikla virðingu fyrir menntun, hafði sjálf fengið litla menntun eins og algengt var á þeim tíma en átti auðvelt með að læra og var námfús. Hún lagði að sínum börn- um og barnabörnum að vera dug- leg að læra og vildi að þau stæðu sig vel og að þeim liði vel. Amma var líka húmoristi og sérstaklega orðheppin og gat verið glettin í til- svörum og séð spaugilegu hliðina á hinum ýmsu málum, hún gat líka verið beinskeytt er henni þótti það hæfa og ekki á allra færi að snúa henni þá. Amma og afi fluttu suður 1982, fyrst til Reykjavíkur en svo til Kópavogs og enduðu sinn búskap í sama byggðarlagi og hann hófst. Afi dvaldi síðustu tvö árin sín inni á hjúkrunarheimilinu Skjóli en hann dó árið 1989, amma hélt heimili þar til árið 2000 en síðustu tíu árin dvaldi hún á hjúkrunar- heimilinu Eir og viljum við fólkið hennar þakka starfsfólkinu þar fyrir hvað það var gott við ömmu, það er ómetanlegt. Nú þegar ég lít yfir farinn veg er ég Guði þakklátur fyrir að hafa átt þessa ömmu og þegar ég lít yf- ir mitt líf á mínum lokadegi þá vona ég að mér hafi tekist að líkj- ast ömmu. Páll Jóhannesson. Gestheiður Jónsdóttir Móðir mín var sterkasta kona sem ég hef kynnst. Hún lét aldrei bugast, barðist fyrir tilveru sinni, barðist fyrir réttindum sínum og ann- arra, stóð alltaf upprétt og keik, brosandi og með húmorinn á rétt- um stað. Þeim sem kynntust henni hleypti hún umsvifalaust inn í hjarta sitt, tók frá gott pláss og geymdi alla ævi. Hún átti með mér 37 ár og er ég þakklát fyrir hvert og eitt þeirra. Símtal á dag og oft mörg á dag, þegar eitthvað var um að vera. Alltaf vissi ég hvernig gekk í botsía, hvað hún fékk sér að borða, hvað elskulegu Hornfirðingarnir hennar sögðu gott í fréttum og hver hafði heils- að upp á hana. Þetta var engin einstefna, því hún tók þátt í lífi manns af heilum hug, vissi alltaf hvað ég var að bralla, hvað Gulla Nóa sagði gott, Alli okkar, Alex Skúli, vinir, nágrannar og vinnu- félagar. Alltaf var gott að heyra í mömmu, alltaf var gott að fá mömmu í heimsókn, alltaf var gott að fá ræturnar vökvaðar með því að tala við hana, faðma og kyssa. Ef eitthvað bjátaði á eða maður þurfti ráðleggingar, hvort sem var í matargerð, uppeldis- málum eða lífinu sjálfu – alltaf var hægt að fá góð ráð hjá mömmu. Mamma yfirgaf okkur næstum árið 2005 þegar hún fékk sýkingu í sár á hendi og þurfti í kjölfarið að taka vinstri höndina af. Þá skrifaði ég henni fjölmörg bréf þegar hún barðist fyrir næsta andardrætti, eða aðgerð. Þessi bréf fékk mamma þegar því stríði var lokið og ylja þessi bréf mér um hjarta- rætur í dag, því þar tjáði ég henni hve mikið ég elskaði hana, allar kveðjurnar sem hún fékk og hvernig mér leið. Mamma var viljasterk og tókst allt það sem hún tók sér fyrir hendur. Hún saumaði út með vin- um sínum í Ekrunni og hafði ný- lokið við að gera jóladagatal fyrir litlu nöfnu sína þegar hún kvaddi Jóhanna Dagmar Magnúsdóttir ✝ Jóhanna DagmarMagnúsdóttir fæddist á Borðeyri 21. mars 1936. Hún andaðist á heimili sínu á Höfn í Horna- firði 23. október 2010. Útför Jóhönnu fór fram frá Fossvogs- kirkju 1. nóvember 2010. okkur. Gulla Nóa litla kemur, því mið- ur, ekkert til með að muna eftir ömmu sinni – en sögurnar sem við munum segja henni halda minningu elsku mömmu á lofti. Þær eiga eftir að vera fjölmargar. Mamma lifði fyrir börnin sín, barna- börnin og barna- barnabörnin og ekk- ert gladdi hana meira en að vera með þeim. Vinir hennar á Höfn eru einnig fjölmargir, strákarnir hennar í vöruafgreiðslunni og mætti lengi telja. Öllum þeim þakka ég fyrir að vera ævinlega góðir við mömmu, ætíð boðnir og búnir að aðstoða og hjálpa til og gera það með bros á vör, því mamma var einstök kona sem lét engan komast upp með neitt bull – hlutirnir voru gerðir af einurð og heilum hug. Ætíð skal ég minnast mömmu, ávallt elskuð – aldrei gleymd. Þín elskandi dóttir, Sigríður Hafdís Benediktsdóttir. Í fyrstu var hún mitt skjól í lífs- ins óveðri. Sá vel um mig, góður vinur sem gaf mér allt það sem ég er þakklátur fyrir. Ég hefði ekki getað fengið betri móður. Lím sem hélt hamingjusamri fjölskyldu saman í langan tíma og um ókom- inn tíma. Minnti mig á hvað er rétt og hvernig á að vera sterkur. Mik- ið þakka ég henni fyrir að horfa yfir öxlina mína og það gerir hún enn. Ég þakka henni fyrir hennar vini og mína fjölskyldu. Logi þinn er slokknaður en ljós þitt og hlýja munu endast að eilífu í mínu hjarta. Bless á meðan. Þinn sonur, Magnus Rich- ardson Lane. Jæja þá er komið að því að kveðja, mamma mín, en einhvern veginn er sorgin ekki alveg að buga mann eins og ég kannski bjóst við. Kannski er það vegna vissunnar um að þú hafir gert hlutina á þinn háttog verið búin að gera upp. Þetta uppgjör einkennist af kredit- og debet-minningum, þær hafa verið að rifjast upp ein og ein eins og að fletta í gegnum stóra bókhaldsmöppu. Ég ætla að eiga þessa möppu fyrir okkur tvær, mamma. Sakna þess mest að geta ekki hringt í þig og láta vita af okkur en ég veit að þú fylgist með þarna uppi og mér þykir ósköp vænt um það. Góða nótt, mamma mín, skilaðu kveðju yfir. Fríða. Ég finn mig knúinn til að rita nokkur orð til minningar tengda- móður minni, henni Jóhönnu. Hún lifði svo sannarlega viðburðaríku lífi og þurfti að þola mótlæti sem bugað hefði marga minni menn og konur. Hún varð þrisvar sinnum ekkja, hún lifði af alvarlegt heim- ilisofbeldi, hún þurfti að koma upp 4 börnum með lítið milli handanna, en þrátt fyrir allt þetta og annað sem á gekk í hennar lífi var leitun að bjartsýnni, glaðlyndari og örlát- ari manneskju. Ég hitti Jóhönnu, eða Nóu, fyrst fyrir nærri tuttugu árum síðan. Ég var í menntaskóla þá og var stadd- ur í frumsýningapartíi leikfélags menntaskólans að spila á gítar og syngja drykkjuvísur eins og geng- ur. Jóhanna hafði mætt til Egils- staða frá Hornafirði til að horfa á Siggudís, dóttur sína, frumsýna og hafði ekki tekið annað í mál en að mæta í veisluna á eftir og skemmta sér með okkur krökk- unum. Það líður flestum seint úr minni sem þarna voru þegar Jó- hanna settist inní „sönghringinn“ okkar og tók af fullum krafti þátt í keðjusöngnum sem var í gangi, sem einkenndist helst af illa sömd- um „ad-lib“ níðvísum og dón- arappi. Okkur öllum fannst hún kúl í meira lagi. Nema kannski Siggudís. Það er erfitt að finnast foreldrar manns kúl þegar maður er unglingur. Síðan hún tók við tengdamóð- urhlutverkinu í mínu lífi hef ég fylgst með henni annast og að lok- um jarða veikan eiginmann sinn, missa vinstri höndina eftir sýkingu sem dró hana nærri til dauða, tapa sparifé sínu í bankahruni ásamt ýmsum minni áföllum. Aldrei örl- aði á uppgjöf. Aldrei var hún bitur eða reið yfir hlutskipti sínu. Alltaf var stutt í brosið og brandarana. Það verður tómlegt nú um jólin hjá okkur. Nóa litla talar ennþá oft um ömmu Nóu sína en það er erf- itt til þess að hugsa að nú fái hún ekki að kynnast nánar þessari ljúfu konu sem hefur kennt mér svo margt um jákvæðni og æðru- leysi. Hvíldu í friði, elsku Nóa mín. Minningin þín lifir að minnsta kosti jafn lengi og ég. Einar Þór Einarsson. Elskuleg vinkona mín Magnea Sigur- jónsdóttir er látin. Ég kynntist Magneu og Gunnari Stefánssyni eiginmanni hennar þegar ég og fjöl- skylda mín fluttumst á Álftanesið árið 1983. Það var gott að koma til þeirra, jákvæðnin og gleðin voru alltaf til staðar. Veisla á borðum, nýbakað soðbrauð ásamt ýmsu góð- gæti. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman á Norður-Eyvind- arstöðum. Það er ómetanlegt að eiga slíka nágranna sem þau hjón voru. Ég kynntist Magneu á þeim Magnea Guðbjörg Sigurjónsdóttir ✝ Magnea GuðbjörgSigurjónsdóttir fæddist á Sáms- stöðum í Laxárdal, Dalasýslu, 31. maí 1918. Útför Magneu fór fram frá Bessastaða- kirkju 5. nóvember 2010. árum sem mamma mín var orðin lasin, ég sagði stundum að hún hefði komið mér í móðurstað. Magnea og Gunnar bóndi eins og krakkarnir mínir nefndu þau, voru okk- ur mjög kær. Þau áttu alltaf athvarf hjá þeim ef á þurfti að halda, sérstaklega stelpurn- ar mínar tvær. Ég varð fyrir því að fót- brotna þegar ég átti heima á Álftanesinu. Magnea kom til mín alla morgna, gekk frá morgunmatnum og hellti upp á könnuna. Kom síðan aftur eft- ir hádegi oft með nýbakað. Þetta var sannkölluð heimahjúkrun. Gunnar er látinn fyrir nokkrum árum, það var ótrúlegt hvað Magn- ea tókst á við breyttar aðstæður af miklu æðruleysi. Þegar ég heimsótti Magneu þar sem hún dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfirði, var hún alltaf jafn jákvæð, kvartaði aldrei, alltaf sátt við samferðafólkið. Ég og fjölskylda mín þökkum þessum vönduðu hjónum samfylgdina í gegnum árin. Fjölskyldunni sendum við samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Magneu Sig- urjónsdóttur. Ragnhildur Jóhannsdóttir. Kveðja frá kvenfélagi Álftaness Fallin er frá Magnea Sigurjóns- dóttir 92 ára að aldri. Hún kom ung í félagið og var þar virkur og góður félagi til margra ára. Hún gekk glöð til verka og starfaði í mörgum nefndum á vegum félagsins á ár- unum 1970- 1990. Hún starfaði m.a. í basarnefnd, matarnefnd og sá einnig um fermingarkyrtlana um tíma. Hún var félagslynd kona og sótti hún nær alla fundi félagsins á meðan heilsa hennar leyfði. Þegar minnst er á Magneu kemur í hug- ann mynd af glaðri og duglegri konu sem alltaf var gott að leita til þegar á þurfti að halda innan fé- lagsins. Hún var góður félagi og við minnumst hennar með þökk og virðingu. F.h. kvenfélags Álftaness, Guðrún Brynjólfsdóttir formaður. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN H. ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR BENITEZ, Svölutjörn 48, Reykjanesbæ, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Robert E. Benitez, Stefán Karl Jónsson, Helga Róbertsdóttir, Sigríður E. Jónsdóttir, Ólafur Reynir Svavarsson, Friðrik Jónsson, Árni Jónsson, Christine Jónsson, Clara Louisa B. Róbertsdóttir, Christina Moore, John Moore, Kimberly A. Lynch, Matthew Lynch, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.