Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
BLOGGIÐ HANS JÓNS:
Í DAG RÉÐST KÖTTURINN MINN Á
GULLFISKINN MINN OG ÁT HANN
UPP TIL AGNA
HVERJUM HEFÐI DOTTIÐ Í
HUG AÐ KÖTTURINN MINN VÆRI
FÆR UM AÐ GERA SVONA LAGAÐ
ÉG
Á MÉR
NAFN!
ÉG Á
ERFITT MEÐ
AÐ TRÚA
ÞESSU
EFTIR TVÆR VIKUR Á
SPÍTALANUM, ÞÁ Á ÉG
ERFITT MEÐ AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ
ÉG SÉ KOMINN AFTUR HEIM.
ÞETTA ER SVO SKRÍTIÐ
DRULLAÐU ÞÉR BURT
HEIMSKI HUNDUR,
ÞÚ ERT FYRIR MÉR!
ÉG ER
GREINILEGA
KOMINN HEIM
HELGA,
EKKI GETURÐU
NÁÐ Í BJÓR
HANDA MÉR
Í LEIÐINN?
ÉG ER BARA
MEÐ TVÆR HENDUR!!
ÉG VAR EKKI AÐ BIÐJA
UM LÍFFRÆÐIKENNSLU, MIG
LANGAÐI BARA Í EINN
KALDAN
HVAR ER
RUNÓLFUR?
HANN FÓR ÚT AÐ
BORÐA MEÐ
EINHVERRI STELPU,
EN HENNI FANNST
MATURINN EKKI
NÓGU
FERSKUR
ÞANNIG
AÐ ÞAU
FÓRU ANNAÐ
AÐ BORÐA
DRÍFÐU ÞIG AÐ
BORÐA, ÞAÐ ER
ANNAR BÍLL
AÐ KOMA!
80
ÉG TRÚI EKKI AÐ
VERÐBRÉFAMIÐLARINN
OKKAR HAFI SVINDLAÐ
Á OKKUR
ÉG VISSI
AÐ HONUM
VÆRI EKKI
TREYSTANDI!
HVAÐ
ÁTTU
VIÐ?
ÞAÐ ER
LANGT SÍÐAN
ÉG TÓK EFTIR
ÞVÍ AÐ
SKÝRSLURNAR
SEM HANN
SENDI OKKUR
VORU EKKI
RÉTTAR
AF HVERJU
MINNTISTU
EKKI Á ÞETTA
VIÐ MIG?
VEGNA
ÞESS AÐ VIÐ
FENGUM SVO GÓÐAN
ARÐ Í HVERJUM
MÁNUÐI
MIKIÐ ER
GOTT AÐ ÞAÐ SÉ Í
LAGI MEÐ ÞIG
JÁ, HAND-
LEGGURINN ER
NÆSTUM GRÓINN
MIKIÐ VILDI ÉG AÐ
ÉG GÆTI FAÐMAÐ ÞIG
SONUR MINN
ÉG BJARGA ÞVÍ!
Myndavél tapaðist
í Bláfjöllum
Ég varð fyrir því óláni
að týna silfurgrárri
Canon-myndavél í
blárri tösku, líklega í
Bláfjöllum, síðastlið-
inn laugardagseftir-
miðdag. Tjónið er
bæði fjárhagslegt og
tilfinningalegt því í
myndavélinni voru
myndir sem mér er
afar sárt um.
Finnandi vinsam-
lega sendi tölvupóst á
leiftur@hotmail.com
eða hringi í síma 661-
8102. Fundarlaun.
Með fyrirfram þökk,
Bryndís.
Kvarta yfir bágum kjörum
Öryrkjar kvarta yfir bágum kjörum
sem þó eru margfalt skárri en hjá
þeim sem misst hafa vinnu sína og
hafnað á atvinnuleys-
isbótum. Auk þess fá
öryrkjar afslátt í
strætó og ýmis önnur
fríðindi sem atvinnu-
lausir eiga ekki rétt á.
Elín.
Áskorun til RÚV
og Skjás 1
Nú er oss þrotinn
kraftur bæði til lands
og sjós. Góður guð,
gefðu okkur aftur
gamla góða Leiðarljós.
Ég skora á Skjá 1 að
taka við sýningum á
hinni geysivinsælu sápuóperu Leið-
arljós ef RÚV hefur ekki efni á að
kaupa fleiri þætti.
Áskrifendum Skjás 1 myndi fjölga
verulega.
Sævar.
Ást er…
… að sakna hans æ
meira, eftir því sem
tíminn líður.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa og postu-
línsmálun kl. 9, útskurður, postulín og
Grandabíó kl. 13.
Árskógar 4 | Handavinna, smíðar og út-
skurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10, söng-
stund kl. 11.
Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist
og handavinna, hárgreiðsla og böðun.
Bústaðakirkja | Spilað og föndrað kl.
13, Ragnheiður Eiríksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Knitting Iceland, kynnir
Knitting Iceland og prjónaskap. Ritning-
arlestur og bæn.
Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, leik-
fimi kl. 10, verslunarf. í Bónus kl. 14.40.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16, vefn-
aður kl. 9, leikfimi 11. Listamaður mán.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11,
málsverður kl. 12, helgistund. Heimsókn
í Kársnessókn kl. 14.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10.
Söngvaka kl. 14, umsjón Helgi Seljan og
Sigurður Jónsson. Söngfélag FEB, æfing
kl. 17.
Félagsheimilið Boðinn | Leikfimi kl. 12,
hatta- og húfukvöld kl. 19.30, stílisti
kemur í heimsókn.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30 og kl. 10.30, glerlist kl. 9.30 og 13,
félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15,
bobb kl. 16.30, línudans kl. 18 og sam-
kvæmisdans kl. 19.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd-
list kl. 9, tréskurður kl. 9.30, ganga kl.
10, postulínsmálun, kvennabrids og
málm- og silfursmíði kl. 13, Íslend-
ingasögur kl. 16.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 8.15 og 12.10, kvenna-
leikfimi kl. 9.15 og 10 í Sjálandi og kl.
11.15 í Ásgarði. Bútasaumur og brids kl.
13. Skrán. á jólahátíð 4. des. í Jónshúsi.
Félagsstarf Gerðubergi | Pottakaffi í
Breiðholtslaug kl. 7.30, gestur er Sigur-
laug Guðmundsdóttir, nemi í íþrótta-
fræðum við HR. Vinnustofur opnar kl. 9-
16.30, leikfimi o.fl. kl. 10, umsj. Sig-
urlaug Guðmundsdóttir. Frá hádegi er
spilasalur opinn. Á morgun kl. 7.30 er
Hugrún H. Kristjánsdóttir, rithöfundur og
íslenskufræðingur, gestur í pottakaffi.
Grensáskirkja | Farið í Klaustrið í Hafn-
arfirði kl. 13-16. Veitingar, verð 1.000 kr.
Háteigskirkja | Kaffi kl. 10, bænaguðs-
þjónusta kl. 11, brids kl. 13.
Hraunsel | Pútt kl. 10, línudans kl. 11,
boltaleikfimi kl. 12, glerbræðsla, handa-
vinna og tréskurður kl. 13, bingó kl.
13.30, vatnsleikfimi kl. 14.40, kór kl. 16,
dansleikur 19. nóv. kl. 20.30, Þorvaldur
Halldórsson skemmtir. Verð 1.000 kr.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og
9.30, opin vinnustofa frá kl. 9, sam-
verustund kl. 10.30, lestur og spjall.
Kaffi Hvassaleiti kl. 14, Soffíuhópurinn
flytur dagskrá úr ljóðum Ólafar frá Hlöð-
um, kaffisala.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl.
8.50, Stefánsganga, listasmiðja og fram-
sagnarhópur Soffíu kl. 9. Gáfumanna-
kaffi kl. 15, Raggi Bjarna í Bíó Paradís,
lagt af stað kl. 15. Uppl. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópavogs-
skóla kl. 14.40, Versalir: Ganga kl. 16.
Korpúlfar Grafarvogi | Pútt á morgun
kl. 10 á Korpúlfsstöðum og listasmiðja
kl. 13. Bókmenntaklúbbur í Eirborgum kl.
13.30 og sjúkraleikfimi kl. 14.30.
Neskirkja | Opið hús kl. 15. Sr. Gunnþór
Ingason heldur erindi: Keltar, kristni og
Íslendingar. Veitingar á Torginu í upphafi.
Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9, hjúkr-
unarfr. kl. 10, félagsvist kl. 14.
Vesturgata 7 | Sund kl. 10, spænska kl.
13, myndmennt kl. 11.30, verslunarferð í
Bónus kl. 13, tréskurður kl. 14 30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Tréút-
skurður, bókband og handavinna kl. 9,
morgunstund kl. 10, verslunarferð kl.
12.20, framhaldssaga kl. 12.30. Dansað
við undirleik Vitatorgsbandsins kl. 14.
Bjargey Arnórsdóttir sendiumsjónarmanni Vísnahorns-
ins skemmtilegt bréf:
„Það er orðið langt síðan ég
hef verið í sambandi við þig. En
ég er með eina vísu eftir nöfnu
mína Bjargeyju Kristrúnu Arn-
órsdóttur sem hún orti til mín og
tvær eftir mig sjálfa.
Bjargey Kristrún Arnórsdóttir
(1930-2010), sem nú er nýlátin,
orti eftirfarandi vísu, þegar hún
kom um sumarkvöld og heilsaði
upp á mig, í tilefni þess að ég var
eina nafna hennar á landinu.
Nú við hittumst nafna mín
þá nóttin faldar eldi.
Hægt ég labba heim til þín
á hlýju sumarkveldi.
Bjargey Ásdís Arnórsdóttir
yrkir:
Um sumarkvöld í sólaryl
við sátum, þá var glatt.
Nafn á eyju áttum til
það okkur saman batt.
Eftir lát B.K.A. yrkir
Bjargey Ásdís:
Nafna mín, þó endi allt
á okkar jarðarkríli.
Verður þér aldrei oftar kalt
né átt í hugarvíli.
Með bestu kveðju,
Bjargey A. Arnórsdóttir.“
Einar Georg Einarsson bregður
á leik með limruformið:
Elín á Eystri-Bakka
eignaðist loksins krakka
og hún sagðist þá
mest hissa á
hve mörgum það væri að þakka
Hann bætir við:
Á Hummernum Hólmsteinn og Unnur
Hagbarður, Jón og Gunnur
óku víst öll
á Austurvöll
til þess að berja í tunnur.
Vísnahorn
Af nöfnum og Austurvelli