Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Grafalvarlegt og galsafengið nýtt smásagnasafn eftir Óskar Magnússon Lífskokteill á bók „Það er einfaldleikinn og tilgerðarleysið sem er aðall frá- sagnanna. Skemmtileg bók.“ Einar Kárason Áður auglýstum tónleikum á vegum Jazzklúbbsins Múlans sem vera áttu í kvöld, miðviku- daginn 17. nóvember, með hljómsveitinni Byzantine Silhouette hefur verið aflýst af óviðráðanlegum orsökum. Djasshljómsveit Ólafs Jóns- sonar mun hlaupa í skarðið og leika lög úr ýmsum áttum. Auk Ólafs sem leikur á saxófón koma fram Haukur Gröndal saxófónleikari, Ásgeir J. Ásgeirsson sem leikur á gítar, bassaleikarinn Ólafur Stolzenwald og Scott McLemore sem leikur á trommur. Tónleikar Múlans eru í Risinu, Tryggvagötu 20, og hefjast kl. 22. Tónlist Djasshljómsveit Ólafs í Múlanum Ólafur Jónsson saxófónleikari. Um næstu helgi, 19.-21. nóv- ember, heldur Þjóðleikhúsið í leikferð norður yfir heiðar með Íslandsklukkuna. Alls verða þrjár sýningar í menningar- húsinu Hofi á Akureyri; kvöld- sýningar á föstudegi og laugar- degi en á sunnudeginum er sýning kl. 14. Íslandsklukkan var frum- sýnd hinn 22. apríl á liðnu vori, í tilefni af 60 ára afmæli Þjóð- leikhússins. Sýningin hefur fengið frábærar við- tökur áhorfenda og gagnrýnenda og verið sýnd fyrir fullu húsi allar götur síðan. Íslandsklukkan hlaut fern Grímuverðlaun sl. vor. Leiklist Íslandsklukkan sýnd á Akureyri Menningarhúsið Hof. Páll Hjaltason arkitekt, aðal- hönnuður og listrænn stjórn- andi íslenska skálans á Expó í Kína, fjallar um ferli, áskoranir og árangur Expó-skálans í fyr- irlestraröð Hönnunarmið- stöðvar, Listasafns Reykjavík- ur og Listaháskóla Íslands á morgun, fimmtudag, kl. 20 í Hafnarhúsi Listasafns Reykja- víkur. Tillaga frá +Arkitektum og Saga Film var valin og var sýningin í Sjanghæ sú stærsta og umfangsmesta sem haldin hefur verið með þátttöku 186 þjóða og u.þ.b. 60 alþjóðastofn- ana. Ímynd Íslands á alþjóðavettvangi var kynnt fyrir 2,3 milljónum gesta. Arkitektúr Páll fjallar um íslenska skálann Páll Hjaltason arkitekt. Louvre-safnið í París hefur biðlað til listunnenda um aðstoð við að kaupa sannkallað meistaraverk eft- ir þýska endurreisnarlistamanninn Lucas Cranach eldri. Segjast for- ráðamenn safnsins leita að um einni milljón evra, 150 milljónum króna. Hafa þeir sett upp sérstakan vef um verkið og fjáröflunina. Málverkið er lítið, kallað Gyðjur- nar þrjár og var málað árið 1531. Það hefur ætíð verið í einkaeigu. Samkvæmt The Telegraph hefur fjölskyldan sem hefur átt málverkið síðan 1932 boðið verkið til kaups fyrir fjórar milljónir evra og hefur safnið þegar lagt til hliðar þriðjung upphæðarinnar. „Við þurfum aðeins einn loka- hnykk til að verkið komist í eigu þjóðarinnar,“ er haft eftir Loyrette, safnstjóra Louvre, en málverkið er sagt „fágætt meistaraverk“. Nánar má fræðast um verkið og söfnunina á vefnum www.trois- graces.fr. Gyðjur Hluti málverks Lucasar Cra- nachs eldri af gyðjunum þremur. Louvre safnar fyrir málverki Vantar milljón evrur fyrir verk Cranachs Vigdís Finnbogadóttir tók í gær við verðlaunum Jónasar Hallgríms- sonar á degi íslenskrar tungu. Katr- ín Jakobsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, veitti Vigdísi verðlaunin á hátíðarsamkomu í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Í reglum um verðlaunin segir að þau beri að veita einstaklingum sem hafa unnið íslenskri tungu gagn með sérstökum hætti. Í umsögn ráðgjaf- arnefndar segir að það eigi sann- arlega við um „Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrrverandi kennara, leikhúsmann og forseta Íslands. Leikhús, þar sem íslenskt mál er flutt með öllum þess blæbrigðum, eru musteri tungunnar; kennsla í er- lendum tungumálum víkkar sýn á form og líf íslensks máls, og embætti forseta Íslands er æðsta trúnaðar- starf sem þjóðin felur einum manni. Vigdís var í starfi sínu sem forseti óþreytandi að benda á gildi íslenskr- ar tungu fyrir mannlífið í þessu landi. Í fyrstu opinberri ræðu sinni eftir að hún var kjörin lagði hún áherslu á þá auðlegð sem Íslend- ingar eiga í menningararfi sínum, en sýndi um leið með tilvitnun í þýðingu Helga Hálfdanarsonar á texta Shakespeares, að allur heimurinn rúmast innan þessara vébanda.“ Vigdís hlaut í verðlaun 700 þús- und krónur frá Íslandsbanka og mennta- og menningarmálaráðu- neyti. Íslenskan sé sjálfsagt mál Menntamálaráðherra ákvað einn- ig að veita tvær sérstakar viður- kenningar fyrir stuðning við tung- una. Þær hlutu Möguleikhúsið og hljómsveitin Hjálmar. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir að Möguleikhúsið hafi „átt drjúgan þátt í að kynna menningar- arfinn á frjóan og skemmtilegan hátt fyrir yngstu kynslóð leik- húsgesta og stuðlað þannig að verndun og varðveislu íslenskrar tungu og skapað henni sóknarfæri.“ Frá stofnun Hjálma árið 2004 hafa söngtextar þeirra verið á ís- lensku og „hafa þeir lagt fram drjúg- an skerf til að byggja upp þá ímynd að meðal framsækinna íslenskra rokk- og dægurtónlistarmanna sé ís- lenska sjálfsagt mál, eða ætti að vera það,“ segir í umsögn. Viðurkenningarhafar fengu lista- verk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Morgunblaðið/Eggert Sérstök Ákveðið var að veita tvær sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við tunguna. Þær hlutu Möguleikhúsið og hljómsveitin Hjálmar. Vigdís tók við verðlaunum Jónasar  Möguleikhúsið og Hjálmar fá viður- kenningu fyrir að styðja við tunguna Á tónleikum á Kjarvalsstöðum í kvöld, miðvikudag, leika þau Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari og Hrafnkell Orii Egilsson sellóleikari Djöflatrillusónötu Giu- seppe Tartinis. Þær Una og Anna Guðný munu flytja fleiri verk tvær saman; sjald- heyrða fiðlusónötu eftir Dmitri Shostakovich auk verka eftir Stra- vinskij, Glazunov og Massenet. Una tók fyrir skemmstu við stöðu konsertmeistara Kammersveitar Reykjavíkur. Þær Anna Guðný hafa leikið saman um árabil. Una stundaði fiðlunám í Reykja- vík, Köln og Berlín, og á næsta ári er væntanlegur diskur með leik henn- ar. Anna Guðný hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra sem flytj- andi ársins. Djöflatrillusónata og fleiri verk Morgunblaðið/RAX Hljóðfæraleikararnir Una, Hrafnkell Orri Egilsson og Anna Guðný. Við erum búnir að máta tvö trommusett í bílinn og rétt komumst sjálfir fyrir 30 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.