Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagn- stæða skilyrðir Evrópusambandið aðild Íslands að ESB því að samið verði um Icesave. Morgunblaðið hef- ur undir höndum bréf, sem Pat the Cope Gallagher, þingmaður Evrópu- þingsins og formaður sameiginlegr- ar þingmannanefndar Evrópuþing- manna og íslenskra þingmanna sem fylgist með umsóknar- og aðildar- ferlinu, hefur ritað til Ivailo Kalfin, varaformanns fjárlaganefndar ESB, þar sem þetta kemur fram með skýr- um hætti. Í bréfinu, sem dagsett er 9. nóv- ember sl., segir m.a.: „Ég skrifa þér með hliðsjón af skýrslu þinni um lánastarfsemi Fjárfestingabanka Evrópu … Aukin skilyrði á hendur Íslandi Mér skilst að ráð Evrópusam- bandsins (the Council) hafi bætt við í texta sinn neðanmálsgrein með sér- stakri skírskotun til Íslands og skyldu landsins til þess að uppfylla EES-samninginn. Svo virðist sem afleiðing slíkrar skírskotunar sé sú, að Ísland sé eini umsækjandinn eða verðandi umsækjandi þar sem þess er krafist að landið uppfylli aukin skilyrði, til þess að geta átt kost á lánveitingum frá Fjárfestingabanka Evrópu.“ Síðar segir í bréfi Gallaghers að það séu útbreiddar áhyggjur að með þessu sé ráð Evrópusambandsins að tengja aðildarumsókn Íslands að ESB við lausn Icesave-deilunnar. Hann greinir Kalfin frá því að fyrsti fundur hinnar sameiginlegu þing- mannanefndar hafi verið haldinn í Reykjavík hinn 4. og 5. nóvember og að íslenska þingmannanefndin hafi sérstaklega rætt þetta málefni á þeim fundi. Gallagher segir að þing- mannanefndin hafi ítrekað lýst því yfir að Icesave-deilan yrði einungis leidd til lykta í tvíhliða viðræðum Bretlands, Hollands og Íslands. Niðurlag bréfs Gallaghers er svo- hljóðandi: „Ég hef sterka sannfær- ingu fyrir því að ofangreind neðan- málsgrein eigi að hverfa úr hinum endanlega texta skýrslunnar. Ég vona að þú íhugir tilmæli mín vand- lega, með tilliti til viðræðna þinna við ráð Evrópusambandsins.“ ESB skilyrðir aðildarumsókn  Ráð Evrópusambandsins vill að Ísland semji um Icesave til þess að geta átt kost á lánsfé frá Fjárfestingabanka Evrópu (EIB)  Bætti við neðanmálsgrein í skýrslu Formaður sameig- inlegrar þing- mannanefndar Ís- lands vill skilyrðið út úr textanum. Haldið var upp á afmælisdag Jóns Sveinssonar, Nonna, og dag íslenskrar tungu í Ketilhúsinu á Akureyri í gær. Um 400 börn skoðuðu fyrri hluta dags sýninguna „Pater Jón Sveinsson en kallaðu mig Nonna“ sem gerð var í tilefni 150 ára afmæl- is hans 2007 og síðdegis var dagskrá fyrir eldri kynslóðir. Á myndinni skoða nemendur úr 3. bekk í Lundarskóla líkan af Eyjafirði, samstarfs- verkefni leikskólanna Kiðagils og Tröllaborga og Giljaskóla, frá því í fyrravetur. Á þessu skóla- ári urðu sögur Nonna fyrir valinu og markmiðið með verkefninu að brúa bilið á milli skólastiga. Pater Jón Sveinsson og íslensk tunga Ljósmynd/Kristján „Nýju bankarnir keyptu fyrirtækjalánin á að meðaltali um 40% af kröfuvirði við yfirfærslu frá gömlu bönkunum. Hlutfallið getur verið mismunandi milli bankanna þriggja. Afföllin voru því um 1.600 milljarðar kr. miðað við upphaflegan efnahagsreikning bankanna þriggja.“ Svo segir í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyr- irspurn Ásbjarnar Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokks, um afskriftir lána, þ.m.t. lána fyrirtækja við kaup nýju bankanna á þeim. Ekki var hins vegar mögulegt að gefa svör sundurliðuð eftir fjármálafyrirtækjum. Ásbjörn spurði jafnframt hvað það myndi kosta lána- stofnanir ef dómur Hæstaréttar frá 16. september sl. næði líka til fyrirtækja. Í svari efnahags- og viðskiptaráðherra segir að ekki sé ljóst hversu víðtækt fordæmisgildi dómur Hæstaréttar hafi. „Kostnaður lánastofnana mundi ráðast af því hversu stór hluti lánasafns þeirra yrði talinn falla undir fordæmi dómanna frá 16. júní og 16. september. Ef fyrirtækjalán sem ekki væru „hrein“ erlend lán yrðu dæmd ólögmæt og endurreiknuð miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands, þá gæti tap lánastofnana vegna þeirra orðið nálægt 60 milljarðar.“ Þá segir að bókfært virði lána fjármálafyrirtækja til fyrirtækja með einhverja tengingu við erlenda mynt nemi um 660 milljörðum kr. Afföll af fyrirtækjalánum um 1.600 milljarðar kr. Morgunblaðið/Ernir Svarar Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráð- herra svaraði fyrirspurn Ásbjarnar Óttarssonar.  Efnahags- og viðskiptaráð- herra svaraði til um afskriftir Kjartan Magn- ússon, borgar- fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, segir að Besti flokkurinn sé að færa vinnubrögð- in og orðræðuna aftur um marga áratugi. Hann vakti máls á mál- efnum Orkuveitu Reykjavíkur, einkum fjöldaupp- sögnunum á dögunum, á fundi borg- arstjórnar í gær. Kjartan rifjaði upp áherslu Sam- fylkingarinnar í atvinnumálum fyrir kosningar og ummæli Jóns Gnarrs borgarstjóra sem gengu í sömu átt. „Eftir kosningar kjósa þessir flokk- ar síðan að ganga í berhögg við kosningaloforð sín og ráðast í fjölda- uppsagnir hjá einu borgarfyrir- tæki,“ sagði Kjartan. Hann gerði vinnubrögð meirihlut- ans sérstaklega að umtalsefni og rifjaði upp ummæli Jóns Gnarrs og Einars Arnar Benediktssonar í við- tali við Fréttatímann eftir að upp- sagnir Orkuveitunnar voru til- kynntar. Þar fóru þeir hörðum orðum um borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, ekki síst Kjartan sem er fulltrúi í stjórn fyrirtækisins og tal- aði fyrir öðrum leiðum. Sagðist hann ekki minnast þess að borgarstjóri hefði áður komið með jafnalvarlegar ásakanir í garð ákveðinna borgar- fulltrúa á opinberum vettvangi. Aftur um marga áratugi Kjartan Magnússon  Vinnubrögð Besta flokksins gagnrýnd Magma Energy íhugar að selja allt að fjórðungs hlut í HS Orku til fjár- festa hér innanlands. Kom það fram í máli Ross Beatys, forstjóra Magma, er hann kynnti afkomu fé- lagsins á símafundi með fjárfestum. Beaty segir að það yrði ekki ein- ungis gott fyrir Magma að fá hlut- hafa sem fer með 10-25% hlutafjár, heldur einnig Ísland og myndi nýt- ast til að lægja þær pólitísku öldur sem hafa verið á landinu, að því er fram kemur í frétt Reuters. Vill fleiri að HS Orku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.