Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010
SVIÐSLJÓS
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Eins og margar aðrar stúlkur var
Kate Middleton skotin í Vilhjálmi
Bretaprins á unglingsárunum,
löngu áður en þau kynntust, en hún
hefur varla trúað því þá að
draumurinn um að giftast prins-
inum ætti eftir að rætast. Skýrt var
þó frá því í gær að Vilhjálmur og
Kate hefðu trúlofast í október og
hygðust ganga í hjónaband í vor eða
næsta sumar.
Vilhjálmur og Kate, fullu nafni
Catherine Elizabeth Middleton, eru
jafnaldrar, 28 ára, og kynntust fyrir
rúmum níu árum þegar þau hófu
bæði nám í listasögu við St And-
rews-háskóla í Skotlandi. Í sept-
ember 2002 deildu þau fjögurra
herbergja námsmannaíbúð í St
Andrews með tveimur vinum sínum
og ári síðar fluttu þau öll fjögur í
lítið einbýlishús í sveit nálægt bæn-
um.
Þegar Vilhjálmur og Kate voru
brautskráð frá háskólanum í júní
2005 lét rektorinn þau orð falla í
ræðu að enginn annar háskóli í
Bretlandi væri eins mikil
hjúskaparmiðlun og St Andrews-
háskóli. „Þið hafið líklega kynnst
framtíðarmaka ykkar hér,“ bætti
hann við og spádómur hans hefur
nú ræst hvað prinsinn og heitmey
hans varðar.
Óvön fjölmiðlaathyglinni
Vilhjálmur er eldri sonur Karls
prins og Díönu prinsessu og næstur
til ríkiserfða á eftir föður sínum.
Samband Vilhjálms við Kate vakti
fljótlega mikla athygli breskra æsi-
fréttablaða sem eru sökuð um að
hafa stuðlað að dauða móður prins-
ins sem lést í bílslysi á flótta undan
blaðaljósmyndurum sem veittu
henni eftirför í París árið 1997.
Ólíkt prinsinum kemur Kate
Middleton úr lítt þekktri fjölskyldu
og hefur litla reynslu af því að vera
stöðugt í sviðsljósinu. Hún hefur
þótt standast álagið vel þótt fjöl-
miðlaathyglin sé talin hafa stuðlað
að því að það slitnaði upp úr ástar-
sambandi þeirra í nokkra mánuði
árið 2007.
Kate Middleton stundaði nám í
einkaskólum og gamlir bekkjar-
félagar hennar bera henni vel sög-
una, segja að hún hafi verið yfirveg-
uð og skynsöm, gædd góðri
dómgreind, vinsæl og hæfileikarík.
Kate vakti fyrst athygli fjöl-
miðlamanna, sem fylgdust með
prinsinum, þegar hún sýndi undir-
fatnað á tískusýningu sem haldin
var í fjáröflunarskyni fyrir góð-
gerðasamtök í mars 2002. Athygli
vakti að prinsinn greiddi sem svar-
ar 36.000 krónum fyrir sæti í
fremstu röð. Kate er sögð hafa talið
Vilhjálm á að láta ekki verða af því
að hætta námi í lok fyrsta skólaárs-
ins þegar honum leið illa í háskól-
anum. Hann ákvað þá að nema
landafræði í stað listasögu.
Orðrómur komst á kreik um að
prinsinn og Kate hygðust trúlofast í
janúar 2007 og slúðurblaða-
ljósmyndarar tóku þá að sitja um
heimili hennar í London. Flest dag-
blaðanna urðu þó seinna við þeirri
beiðni Vilhjálms og Karls föður
hans að veita henni tilfinningalegt
svigrúm til að þróa fram sambandið
við prinsinn.
Reuters
Konungleg ást Vilhjálmur Bretaprins með unnustu sinni, Kate Middleton, í St. James-höll í London í gær.
Skólakærastan
hreppti loks
draumaprinsinn
Sögð hæfileikarík kona, vinsæl,
yfirveguð og gædd góðri dómgreind
Vilhjálmur Bretaprins og heitmey hans, Kate Middleton, ganga í hjónaband á næsta ári
Stolt Foreldrar Kate, Michael og
Carole, fyrir utan heimili sitt.
Foreldrar Kate Middleton eru
komnir af millistéttarfólki og
auðguðust á fyrirtæki sem
sérhæfir sig í sölu á ýmsum
varningi fyrir barnaveislur.
Faðir Kate, Michael Middle-
ton, er 61 árs, sonur flug-
manns í Leeds og var flug-
þjónn hjá British Airways um
miðjan áttunda áratug aldar-
innar sem leið þegar hann
kynntist Carole Goldsmith
sem seinna varð eiginkona
hans. Carole, sem er nú 55
ára, var þá flugfreyja hjá
sama fyrirtæki. Að sögn
breskra fjölmiðla hafa snobb-
aðir vinir Vilhjálms oft hæðst
að þessum bakgrunni verð-
andi tengdaforeldra prinsins.
Michael Middleton varð
seinna brottfararstjóri hjá BA
á Heathrow-flugvelli, kvæntist
Carole árið 1980 og þau
settust að í þorpi ná-
lægt Reading. Sjö árum
síðar stofnuðu þau
fyrirtæki sem rekið var í gam-
alli hlöðu í grennd við heimili
þeirra og seldi veisluvörur
fyrir börn í gegnum netið.
Velgengni fyrirtækisins
varð til þess að Kate,
bróðir hennar og systir
gátu gengið í dýra
einkaskóla, farið í
skíðaferðir til
Sviss og um-
gengist yfir-
stéttarbörn
á borð við
Vilhjálm
Breta-
prins.
Auðguðust á
sölu á barna-
veisluvörum
KOMIN AF FLUGÞJÓNUM
Díana prinsessa
og Karl
Verjum fullveldið
Megininntak stjórnarskrár okkar er fjarri því að vera úrelt og
skemmst er að minnast gagngerrar endurskoðunar mannréttinda-
ákvæða hennar. Stjórnarskráin kom bankaþrotinu ekki við
og hún stendur ekki í vegi uppbyggingar eftir það. Afleitt
væri að eyðileggja stjórnarskrána, ofan á allt annað. Teikn
eru á lofti um að sótt sé að fullveldinu og þess vegna eigi
að gera breytingar á stjórnarskránni.
Nú er því mikilvægast af öllu að staðinn verði
traustur vörður um fullveldi landsins.
Stjórnarskrá er alvörumál. Þar er skipað grundvallar-
lögum hvers ríkis, sem standa eiga óháð dægurhug-
myndum, skyndilausnum og tískusveiflum.
Stjórnarskrá skal örsjaldan breytt og aðeins eftir
vandlega umhugsun og af fullri yfirvegun.
FRAMBOÐ TIL STJÓRNLAGAÞINGS 27. NÓVEMBER 2010
Netfang: thorsteinn.arnalds@gmail.com
Sími: 899 8643
Þorsteinn Arnalds, verkfræðingur
Auðkennistala
í kosningu 2358
Þorsteinn Arnalds 2358