Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010
Gjörningaklúbburinn (e.The Love
Corporation) er íslenskum listunn-
endum vel kunnur fyrir margskonar
gjörninga, innsetningar skúlptúra
og myndbandsverk. Verk þeirra eru
oft á mörkum klisjunnar, dísæt, ást-
leitin og bernsk. Helsti styrkur
þeirra er að þau taka oft á lífseigum
mýtum og staðalmyndum um eðli og
birtingarmynd konunnar og kven-
leikans. Þær Eyrún Jóní og Sigrún
nota gjarnan þá tækni að míma
kvenleikann, leika eigið kyn á kóm-
ískan hátt þannig að tilbúningurinn
verður áberandi, þó án þess að
ádeila sé ráðandi þáttur í verkunum.
Verkin eru oft eitt allsherjar æv-
intýr sem þar sem útfærslan ein-
kennist af tilfinningasemi og hand-
verki sem tengist föndri almennings,
ekki síst kvenna. Gott dæmi um það
er notkun þeirra á vír og nælon-
sokkum sem algengt var að sjá í alla-
vega klósettblómaföndri fyrir tutt-
ugu til þrjátíu árum.
Gjörningakonurnar hafa notað þessa
tækni í ýmiss konar fjaðra- og fugla-
props en taka nú þessa nælonfönd-
urhefð upp á alveg nýtt stig í port-
retti af karlmanni sem sjá má á
sýningunni í Hafnarborg.
Sýningin hverfist um margbreyti-
legar skírskotanir til nælonsokka,
sem verða að nokkurs konar tákn-
mynd sem í senn breiðir yfir og
dregur fram nakið hörund. Á sýn-
ingunni er lögð áhersla á blætið sem
tengist fótleggjum kvenna og nælon-
sokkum með því að klæða allan lík-
ama konunnar í þessa menningar-
lega og kynferðislega hlöðnu
aðhaldsyfirhúð. Um leið og nælon-
sokkurinn þéttir holdið og heldur því
í skefjum þá vísar notkun hans yfir
andlit á grímur glæpamanna ásamt
því að undirstrika heftinguna sem
fylgir notkuninni.
Gjörningaklúbburinn notar hér
beittara myndmál en oft áður. Verk-
ið Hjól er hlaðið heimspekilegum og
trúarlegum tilvísunum um hringrás
tímans, tímgun og sköpun. Verkin
lýsa því eiginlega hvernig menning-
arlega skilyrtir hlutir eiga stóran
þátt í að framleiða prótótýpuna og
fyrirbærið „kona“ og eru listakon-
urnar þar með ágætis innlegg í fem-
íníska listaheimspeki. Efnistökin
minna einnig á verk Valgerðar Guð-
laugsdóttur sem vinnur gjarnan á
svipuðu sviði þar sem formmótun
líkama kvenna, gríman og hand-
verkið spila stóra rullu.
Sýningin hefur áður verið sett upp
í Finnlandi og henni fylgir eiguleg
bók með fjölda mynda sem bæta við
heildina. Sýningin er sú besta sem
undirrituð hefur séð frá Gjörninga-
klúbbnum og hún heldur áfram að
vinna á þegar heim er komið.
Gjörningaklúbburinn í gjörningi „Sýningin er sú besta sem undirrituð hefur séð frá Gjörningaklúbbnum og hún
heldur áfram að vinna á þegar heim er komið,“ segir meðal annars í umsögninni.
Aðhaldssokkabuxur frá
toppi til táar
Hafnarborg Strandgötu 34
Hafnarfirði
bbbbn
Sýningin stendur til 2. janúar.Opið alla daga nema þriðju-daga kl. 12-17 og fimmtudagatil kl. 21. Aðgangur ókeypis.
ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR
MYNDLIST
Sennilega hefur óreiðansjaldan verið yfirgengi-legri en hin seinustu tvö árá Íslandi. Hún er eyðandi
og meiðandi. Því er ekki skrýtið að
skáld skuli velja að láta landið eyð-
ast í þoku í skáldskap sínum. Eitt
hverfur af öðru í þoku óreiðunnar
alveg eins og vitund okkar um okk-
ur sjálf eyddist. Þannig upplifir
aðalpersóna nýrrar skáldsögu Ei-
ríks Guðmundssonar, Sýrópsm-
ánans, tilveruna og hann heldur á
vit sólarinnar í Ítalíu með eigin-
konu sinni og syni. Hlutir hverfa
inn í þokuna, allt eyðist. Jafnvel
Reykjavík. Yfir vokir dauði, tor-
tíming og jafnvel ekkert.
En skáldsagan er líka leit að lífi.
Ástin og dauðinn gegna hlutverki í
sögunni. Hún segir frá ungum iðju-
leysingja sem hefur misst vinnuna
við Vísindavefinn af því að hann
svaraði út í hött og hefur engan
áhuga á að finna sér aðra vinnu.
Hann er uppteknari af skáld-
skapnum en lífinu, drauminum um
ástina en veruleikanum. Þetta er
kraftmikil skáldsaga um ferðalag
til framandi heims en er jafnframt
innri leit í módernískum anda og
kannski líka dálítið rómantískum
anda. Persónur eru litríkar og
eftirminnilegar.
Textinn er kraftmikill og ljóð-
rænn, fullur með hnyttið myndmál
og skáldið slær sína tóna með til-
vísanir í skáldskap annarra á
hverjum fingri. Þannig er textinn
stöðugt settur í samband við annan
texta, lifir og nærist á honum eins
og tíðkast nú um stundir í heimi
póstmódernismans. Þetta er því í
senn myndríkur texti og texti
skáldskaparleifa frá öðrum tíma.
Einkum er vísað til ljóða Osips
Mandelstams. Höfundur gantast
jafnvel og fabúlerar um lifandi, ís-
lenskt skáld. Og einmitt það skáld
hefur lagt áherslu á að texti sé
meðvitaður um sjálfan sig sem
texta. Mér finnst raunar þessi
meðvitund um skáldsöguna sem
skáldskap og stöðugar vísanir Ei-
ríks í önnur skáld, skáldsögur og
ljóðasöfn íþyngja textanum um of
því að þetta er fullendurtekið stef.
Það er nefnilega svo að skáld-
saga Eiríks stæði jafnkeik, ef ekki
betri án þessara vísana. Svo kraft-
mikill og hugmyndaríkur er stíll
hans. Eiríkur er fundvís á smáat-
riði tilverunnar sem gefa henni
gildi og hann heldur meistaralega
utan um skáldskaparheim sinn.
Úr þoku Reykjavíkur
Skáldsaga
Sýrópsmáninn
bbbbn
eftir Eirík Guðmundsson. Bjartur 2010
– 230 bls.
SKAFTI Þ.
HALLDÓRSSON
BÆKUR
Höfundurinn Eiríkur Guðmundsson
Morgunblaðið/Einar Falur
Í tilefni af aldarafmæli
Guðmundar Daníelssonar,
rithöfundar og heiðurs-
félaga, efnir Rithöfunda-
samband Íslands til
minningardagskrár í
Gunnarshúsi, Dyngjuvegi
8, annað kvöld kl. 20.
Fram koma Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson, Arn-
heiður Guðmundsdóttir,
dóttir skáldsins, Gyrðir
Elíasson, Matthías Johannessen
og Ragnheiður Tryggva-
dóttir. Auk þess syngur
Auður Gunnarsdóttir,
barnabarn skáldsins,
nokkur lög við undirleik
Ólafs Héðins Friðjóns-
sonar.
Guðmundur samdi
fjölda bóka og var tvisvar
tilnefndur til Bókmennta-
verðlauna Norðurlanda-
ráðs.
Allir eru velkomnir.
Minnast Guðmundar
Guðmundur
Daníelsson
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Fólkið í kjallaranum (Nýja svið)
Lau 20/11 kl. 19:00 17.k Lau 27/11 kl. 19:00 22.k Fim 9/12 kl. 20:00 26.k
Lau 20/11 kl. 22:00 18.k Lau 27/11 kl. 22:00 aukas Fös 10/12 kl. 19:00 27.k
Sun 21/11 kl. 20:00 19.k Mið 1/12 kl. 20:00 23.k Fös 10/12 kl. 22:00
Þri 23/11 kl. 20:00 20.k Sun 5/12 kl. 20:00 24.k Lau 11/12 kl. 19:00
Fim 25/11 kl. 20:00 21.k Mið 8/12 kl. 20:00 25.k Sun 12/12 kl. 20:00
Sýningum lýkur í desember
Gauragangur (Stóra svið)
Mið 17/11 kl. 20:00 aukas Sun 28/11 kl. 15:30 Aukas
Fim 18/11 kl. 20:00 14.k Sun 28/11 kl. 20:00 15.k
Sýningum lýkur í nóvember
Fjölskyldan (Stóra svið)
Fös 19/11 kl. 19:00 4.k Lau 4/12 kl. 19:00 8.k Lau 15/1 kl. 19:00
Mið 24/11 kl. 19:00 5.k Lau 18/12 kl. 19:00 9.k Sun 23/1 kl. 19:00
Fös 26/11 kl. 19:00 6.k Fim 30/12 kl. 19:00
Fös 3/12 kl. 19:00 7.k Fös 7/1 kl. 19:00
"Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is
Enron (Stóra svið)
Lau 20/11 kl. 20:00 15.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k Lau 27/11 kl. 20:00 17.k
Sýningum lýkur í nóvember
Jesús litli (Litla svið)
Fös 19/11 kl. 20:00 5.k Fim 2/12 kl. 20:00 11.k Mið 8/12 kl. 20:00 14.k
Sun 21/11 kl. 19:00 6.k Fös 3/12 kl. 19:00 8.k Fim 9/12 kl. 20:00 15.k
Mið 24/11 kl. 20:00 7.k Fös 3/12 kl. 21:00 9.k Sun 12/12 kl. 20:00 16.k
Fös 26/11 kl. 19:00 aukas Lau 4/12 kl. 19:00 12.k Fim 16/12 kl. 20:00
Mið 1/12 kl. 20:00 10.k Lau 4/12 kl. 21:00 13.k Lau 18/12 kl. 19:00
Fim 2/12 kl. 18:00 aukas Þri 7/12 kl. 20:00 aukas Lau 18/12 kl. 21:00
Sýningar 2/12 kl 18 og 7/12 kl 20 verða túlkaðar á táknmáli
Faust (Stóra svið)
Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00
Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00
Aukasýningar á Íslandi vegna fjölda áskorana
Harry og Heimir - leikferð (Samkomuhúsið Akureyri)
Fös 19/11 kl. 19:00 Lau 20/11 kl. 22:00 Fös 26/11 kl. 19:00 aukas
Fös 19/11 kl. 22:00 Sun 21/11 kl. 17:00 aukas Lau 27/11 kl. 19:00 aukas
Lau 20/11 kl. 19:00 Sun 21/11 kl. 20:00
Sýnt í Samkomuhúsinu hjá LA á Akureyri
Horn á höfði (Litla svið)
Sun 21/11 kl. 14:00 17.k Lau 27/11 kl. 14:00 18.k Sun 28/11 kl. 14:00 19.k
Gríman 2010: Barnasýning ársins
Grímusýning ársins 2010
Fíasól
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200
Sýningar alla laugardaga
og sunnudaga.
Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Eftirlætis klassík Fim. 18.11. kl. 19.30
Hljómsveitarstjóri: Giovanni Antonini
Einleikari: Robert Levin
Joseph Haydn: Sinfónía nr. 49 Passione
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 1 í C-dúr
Wolfgang Amadeus Mozart: Píanókonsert í d-moll
Rómeó og Júlía Fim. 25.11. kl. 19.30
Hljómsveitarstjóri: James Gaffigan
Einleikari: Helga Þóra Björgvinsdóttir
Felix Mendelssohn: Fiðlukonsert í e-moll
Jean Sibelius: Elskhuginn (Rakastava)
Sergei Prokofíev: Rómeó og Júlía, ballettsvíta
Við minnum á Vinafélagskynningu fyrir tónleika á
Kaffitorginu í Neskirkju kl. 18.00.
Árni Heimir Ingólfsson tónlistarstjóri SÍ kynnir
verkin. Allir velkomnir