Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Lækka þarf rekstrarkostnað grunnskólanna um milljarð að mati Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Í því skyni hefur verið lagt til að fækka kennslustundum og stytta skólaárið, en hvort tveggja er lögbundið. Grunnskólinn veitir ýmsa þjónustu sem ekki er lögbundin. Til dæmis greiða mörg sveitarfélög niður máltíðir nemenda. Spyrja má hvort ekki væri nærtækara að skera þann kostnað niður áður en farið er í skerðingu á lög- bundinni kennslu og þjónustu. Rekstur grunnskólanna er helmingur alls rekstrarkostnaðar sveitarfélaganna, en fyrir ligg- ur að tekjur sveitarfélaganna muni lækka um átta milljarða á næsta ári. Fyrir ári lagði Samband ís- lenskra sveitarfélaga fram tillögur um að fækka kennslustundum í sparnaðarskyni og stytta skóla- árið um tíu daga. „Við erum nú að taka þessar til- lögur upp aftur,“ segir Halldór Halldórsson, for- maður sambandsins. „Frá hruni höfum við leitað allra mögulegra leiða til að takast á við þetta breytta rekstrarumhverfi, án þess að þurfa að segja upp fólki í stórum stíl.“ Stytting skólaársins tengist kjarasamningum kennara. Að sögn Halldórs hefur mennta- málaráðherra af þeim sökum ekki talið þetta vera færa leið. „Þetta er hrikalega erfitt mál“ Skólaárið var lengt fyrir nokkrum árum. Halldór segir að engin merki séu um að nemendur fái betri menntun með fleiri kennslustundum. „Við erum nú að skoða fagleg rök með og á móti þessu. Þetta er hrikalega erfitt mál. En mér ber að gera þetta.“ Niðurgreiðsla á máltíðum grunnskólanem- enda er ekki lögbundið hlutverk grunnskóla. Spyrja má hvort ekki ætti fremur að nýta skattfé til að efla skólastarf. Halldór segir að ekki hafi far- ið fram markviss umræða um að sveitarfélögin hætti niðurgreiðslu skólamáltíða. Það gæti falið í sér mikla mismunun nemenda. „Það er svo mik- ilvægt í þessu kreppuástandi að halda utan um þá sem minnst mega sín. Skólamáltíðirnar eru klár- lega hluti af því.“ En væri ekki hægt að koma til móts við þann hóp með einhverju öðru móti en að greiða niður skólamáltíðir fyrir alla nemendur? „Líklega er möguleiki að tekjutengja þessar nið- urgreiðslur með einhverjum hætti,“ segir Halldór. Áhersla á gæði skólastarfsins „Við leggjum áherslu á að gæði skólastarfsins verði ekki skert, sama hvaða leið verður farin,“ segir Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla. Hún segir að samtökin séu að skoða þær leiðir sem nefndar hafa verið til sögunnar varðandi sparnað í grunn- skólum. „Samkvæmt könnun sem við gerðum í fyrra vilja foreldrar fremur stytta skólaárið en að skerða þjónustu. Þeir vilja að lögbundin kennsla og þjónusta sé varin,“ segir Sjöfn. Hún segir að afstaða Heimilis og skóla til skóla- máltíða sé að nauðsynlegt sé að boðið sé upp á kjarngóðan mat. „Það er alveg þess virði að skoða þetta, en það má benda á að í kreppunni í Finnlandi var skólamaturinn oft eina máltíð barnanna. Sem betur fer telst það til undantekn- inga hér á landi að börn fái ekki að borða heima hjá sér.“ Eðlilegt að verja lögbundna þjónustu Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands Íslands, segir að það sé „óþolandi að for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga skuli koma fram í fjölmiðlum með kröfu sem hefur það eitt í för með sér að skerða samningsbundin kjör kennara“. Væri ekki eðlilegt að sveitarfélögin legðu af þá þjónustu grunnskólanna sem ekki er lögbund- in, eins og niðurgreiðslu skólamatar, fremur en að skerða kennslu? „Það er örugglega hægt að finna ýmsar leiðir í sparnaði. Mér þykir eðlilegt að skólarnir verji þá þjónustu sína sem þeim er skylt að veita samkvæmt lögum,“ segir Eiríkur. Grunnskólar í kreppu: hvar á að skera niður?  Sveitarfélögum ber engin skylda til að niðurgreiða máltíðir í grunnskólum Morgunblaðið/Heiddi Skólamatur Það er ekki eitt af lögbundum hlutverkum sveitarfélaga að niðurgreiða mat fyrir grunnskólabörn. Eigi að síður er það gert í flestum sveitarfélögum landsins, en upphæðin er mishá. Öll stóru eldsneytisfélögin höfðu í gærkvöldi hækkað verð á bensíni og dísilolíu um tvær krónur. „Það sem liggur til grundvallar hækkun núna er þróun á heimsmarkaðs- verði og veiking krónunnar á móti dollara síðustu daga,“ sagði Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs hjá Olís, við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Ljóst væri að ef þróunin yrði áfram með svipuðum hætti mætti búast við frekari hækkunum á elds- neytisverði á næstunni. Algengasta verð á lítra af bensíni og dísilolíu í sjálfsafgreiðslu hjá Ol- ís er nú 200,6 kr. Sama verð er hjá N1 á báðum eldsneytistegundum. Hjá Skeljungi kostar bensínið 201,4 kr. og dísilolían 201,7 kr. Hjá Orkunni er algengasta verð á báðum eldsneytistegundum 198,3 kr. Hjá ÓB og Atlantsolíu er al- gengasta verðið 198,4 kr. jonpetur@mbl.is Öll stóru eldsneyt- isfélögin hækka bensínverð Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyr- ir fjárdrátt. Maðurinn sem hafði umsjón með tveimur sölukössum fyrir lottó og íþróttagetraunir í um- boði Íslenskrar getspár í Happa- húsinu í Kringlunni dró sér 17,7 milljónir króna á tímabilinu frá 9. ágúst til 4. október 2008. Maðurinn játaði sök og sam- þykkti framsetta skaðabótakröfu Íslenskrar Getspár upp á 17,7 millj- ónir kr., en dráttarvextir leggjast við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Þrátt fyrir að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé þótti dóm- inum ekki ástæða til að skilorðs- binda refsinguna. Var í því ljósi lit- ið til þeirrar fjárhæðar sem maðurinn dró sér. Dró sér 17,7 milljónir króna úr söluköss- um fyrir lottó  Kópavogsbær mun verja um 100 milljónum í niðurgreiðslu skólamáltíða í grunnskólum í ár.  Nemendur greiða 320 krónur fyrir máltíð.  Á Akureyri standa greiðslur frá foreldrum algerlega undir kostnaði við skólamáltíðir.  Þar greiða nemendur 317 krónur fyrir mál- tíðina, bindi þeir sig í hálft ár. Annars kostar hver máltíð 415 krónur.  Í Reykjavík er niðurgreiðsla vegna skólamáltíða um 160 millj- ónir á ári. Um 87% nemenda eru í mataráskrift í skólanum.  Niðurgreiðsla vegna skóla- máltíða í grunnskólum Reykja- nesbæjar er um 50 milljónir króna á ári. Um 160 milljónir í Reykjavík YFIR 300 MILLJÓNIR Í NIÐURGREIÐSLU Í ÞREMUR SVEITARFÉLÖGUM Í rannsókn er hjá lögreglu höf- uðborgarsvæðisins hvernig karl- maður um tvítugt komst yfir vel á annað þúsund greiðslukortanúmer. Flest voru þau íslensk en einnig erlend númer. Að sögn yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu höfðu nokkrir kortaeigendur, sem varir urðu við óvenjulegar færslur á greiðslu- kortayfirlitum sínum, samband við lögreglu og lögðu fram kæru. Lögreglan í Borgarnesi handtók manninn 7. nóvember sl. í tengslum við önnur afbrot, en hann er m.a. grunaður um fjölda innbrota. Hann var í framhaldinu færður til Reykjavíkur til skýrslu- töku og var honum sleppt að henni lokinni. Að sögn Friðriks Smára Björg- vinssonar, yfirmanns rannsóknar- deildar lögreglu höfuðborgarsvæð- isins, hefur maðurinn játað að hluta að hafa svikið út fé með þessum hætti. Enginn annar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina sem er á byrjunar- stigi. Kortaeigendur látnir vita Greiðslukortaupplýsingarnar fundust í tölvu mannsins og snerta flest ef ekki öll greiðslukortafyr- irtæki hér á landi. Lögreglan hafi haft samband við þau í tengslum við rannsóknina og þau hafi síðan látið viðkomandi kortaeigendur vita og þeir fengið ný greiðslukort. Verið er að rannsaka hvernig mað- urinn komst yfir númerin en talið er að hann hafi verið einn að verki. Maðurinn hefur oft áður komist í kast við lögin. Með á annað þús- und kortanúmer  Handtekinn vegna annarra brota ódýrt og gott Ódýrt kjötfars 398kr.kg Ódýrt! „Gera má ráð fyrir að af- skriftir vegna útlána [Íbúða- lánasjóðs] verði í sögulegu há- marki næstu eitt til þrjú árin.“ Þetta kemur fram í svari fé- lags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokks. Einnig að útlánatap Íbúðalána- sjóðs á tímabilinu 2000-2007 hafi að stærstum hluta verið vegna út- lána til einstaklinga. Á tímabilinu 2007-2010 hafi afskriftir vegna út- lána til lögaðila hins vegar aukist, einkum vegna leiguíbúðalána. Í svari ráðherrans hvað varðar næstu ár segir ennfremur að í vaxtaálagi sjóðsins sé gert ráð fyr- ir afskriftum vegna útlána. Eðli málsins samkvæmt sé nær óhjá- kvæmilegt að einhverjar afskriftir verði á hverjum tíma en umfang þeirra ræðst jafnan af stöðu efna- hagsmála hverju sinni. Ráðgert að afskriftir ÍLS verði í hámarki næstu þrjú árin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.