Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 321. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Sá sig í Google Earth og missti ... 2. Haffi Haff eins og bankamaður 3. „Það var angist í svipnum“ 4. Íbúð Hannesar ennþá óseld »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Apple greindi frá því í dag að Bítla- plöturnar væru loksins fáanlegar á iTunes-vefversluninni. Þetta þýðir að nú geta tónlistarunnendur keypt tón- list, plötur eða einstök lög, fjórmenn- inganna í gegnum verslunina. Bítlaplöturnar loks fáanlegar á iTunes  Ragnar Bjarnason verður gestur Jóns Ólafssonar í Salnum annað kvöld kl. 20.30 í tónleikaröðinni Af fingrum fram. Þeir munu flytja mörg af vinsælustu lögum Ragn- ars og spjalla um feril hans. Þá mun rapparinn BlazRoca og hljóm- sveitin XXXRott- weiler flytja lagið „Allir eru að fá sér“ með Ragnari. Raggi, Jón, BlazRoca og XXXRottweiler  Karlakórinn Fjallabræður held- ur tónleika ásamt rokkhljómsveit í Hvíta húsinu á Selfossi föstu- dagskvöldið 19. nóvember kl. 22. Tónleikarnir eru hluti af Vetrar- tónleikaröð Hvíta hússins. Kórinn var stofnaður árið 2006 og gaf út fyrstu breiðskífu sína í fyrra en hún hét sama nafni og kórinn. Fjallabræður í Hvíta húsinu á Selfossi Á fimmtudag Austan- og norðaustanátt, víða 8-15 m/s. Rigning við S- og A-ströndina og hiti tvö til sex stig, en annars slydda eða snjókoma. Á föstudag Minnkandi austanátt. Yfirleitt þurrt á Vesturlandi, en annars dálítil slydda eða snjómugga á köflum, einkum SA-til. Heldur kólnandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í norðaustan strekking á norðvestanverðu landinu með dálítilli snjókomu eða slyddu. Víða hæglætisveður annars staðar og þurrt, þó vætusamt austast á landinu. Hiti yfirleitt á bilinu 0 til 6 stig. VEÐUR „Það hefur verið draumur frá því ég var smágutti að spila með Manchester United og ég gæti ekki sagt nei ef mér byð- ist að fara þangað,“ segir Gylfi Sigurðsson, knatt- spyrnumaður hjá 1899 Hof- fenheim í Þýskalandi, um þann orðróm að sir Alex Ferguson hjá Manchester United renni til hans hýru auga. Gylfi segist ekkert vita meira en það sem fram hafi komið í fjölmiðlum. »1 Gæti ekki sagt nei ef tilboð bærist Liði Þórs í Þorlákshöfn hefur vegn- að vel í 1. deild karla í körfuknatt- leik undir stjórn Benedikts Guð- mundssonar það sem af er leiktíð. Skrautlegur hópur stuðningsmanna Þórs, sem kallar sig Græna drekann, hefur stutt dyggilega við bakið á liðinu og aukið mjög á stemninguna í leikjum, jafnt á heimavelli sem að heiman. »4 Rífandi gangur hjá Þór og Græna drekanum Aron Pálmarsson skoraði tvö af mörkum þýska meistaraliðsins Kiel þegar liðið tapaði fyrir Hamburg, 26:25, í æsipennandi leik í þýsku 1. deildinni í gærkvöldi. Hamburg var undir nær allan leikinn en tókst að knýja fram sigur á lokasekúndum leiksins. Með sigrinum náði liðið tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. »3 Hamburg lagði Kiel í æsispennandi leik ÍÞRÓTTIR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er besti dagur lífs míns,“ seg- ir Sigrún Dís Hauksdóttir, formaður nemendaráðs Seljaskóla, eftir sigur liðs skólans í Skrekk, hæfileika- keppni íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur fyrir grunnskóla borgarinnar, í Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld. Vegna árangursins var kennsla felld niður í unglingadeild Seljaskóla í fyrstu þremur kennslustundunum í gærmorgun. Síðan stigu sigurvegar- arnir á svið og gengu að því loknu sigurhring um skólann til þess að sýna yngri nemendum styttuna, en á morgun verður skólaball tileinkað sigrinum. Útfærðu atriðið öll saman Sigrún Dís fékk hugmyndina að atriði hópsins, en krakkarnir nýttu alls kyns geisla, sem lýstu upp sal- inn auk þess sem þeir notuðu þekkt tölvuhljóð við dans vélmenna og annarra fígúra. „Ég hefði samt aldr- ei getað gert þetta án krakkanna sem voru með mér í þessu því við út- færðum þetta öll saman,“ segir hún. Að sögn Sigrúnar Dísar, sem var meðal annars einn af dönsurunum, fékk hún hugmyndina þegar bróðir hennar kom heim með leysigeisla- tæki frá útlöndum. Hún ræddi málið við Jóhannes Þ. Skúlason kennara og í kjölfarið kom hugmynd um að nota spegla, geisladiska, diskókúlu og fleira auk þess sem ákveðið var að láta dansarana vera með seríur á búningunum. Seljaskóli hefur sex sinnum náð í úrslitakeppnina á undanförnum sjö árum, tvisvar orðið í öðru sæti og einu sinni í því þriðja en ekki sigrað fyrr en nú. Sigrún Dís segir að margir hafi verið sigurvissir fyrir hönd skólans en krakkarnir hafi reynt að vera ekki of sigur- vissir. Markmiðið hafi verið að komast áfram og þá sé sæti bara bónus, en auðvitað hefðu allir viljað bæta árangurinn frá því í fyrra. Ein ég sit og sauma … Sigrún Dís segir að allur frítími undanfarnar vikur hafi farið í undir- búning. „Sumar helgar vorum við frá klukkan tólf til átta á kvöldin bara að sauma, sauma, sauma.“ Hún segir að allir hafi lagt sig ótrú- lega mikið fram í verkefninu og stemningin verið frábær. „Svo er líka alltaf gaman að komast áfram,“ segir hún, en Sigrún Dís var líka í liði skólans sem varð í 3. sæti í fyrra. „Besti dagur lífs míns“  Mikil gleði í Seljaskóla eftir sigurinn í Skrekk Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurhringur 34 nemendur í 8.-10. bekk Seljaskóla voru í sigurliðinu og hlupu hring um skólann í gær. Yngri nem- endurnir voru líka stoltir af hetjunum enda ástæðan ærin og í sigurvímu klöppuðu þeir þeim eldri lof í lófa. Jóhannes Þ. Skúlason og Rúna Berg Petersen eru félags- starfskennarar í Seljaskóla og hafa meðal annars haldið utan um undirbúning nemendanna fyrir þátttökuna í Skrekk und- anfarinn áratug. „Það er stanslaus gleði í skól- anum á meðan fólk er að jafna sig eftir sigurinn,“ segir Jóhannes og hrós- ar krökkunum í hástert. „Við eigum eftir að lifa lengi á þessu.“ Sigrún Dís Hauksdóttir tekur í sama streng og Jóhannes leggur áherslu á að frumkvæðið sé hjá krökkunum. Þeir hafi búið sig undir keppnina nánast daglega undanfarnar sex vikur og meðal annars notað vetrarfríið til þess. „Þeir hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að ná þessum árangri. Þetta er einstakur hópur sem hefur unnið frá hugmynd að sviði.“ Unnið frá hugmynd að sviði DAGLEGUR UNDIRBÚNINGUR Í SEX VIKUR Sigrún Dís Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.