Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 18
Eru fatlaðir heimtufrekir? Fyrir tuttugu árum lamaðist ég í vinnuslysi. Áður en það varð, horfði ég á fólk í hjólastólum án þess að skilja hvern- ig því liði. Fannst það bara vera hluti hinnar almennu flóru. Var ein- hvern veginn áhugalaus um það án þess að leiða hugann að svo skelfileg- um örlögum. Fyrir slysið fannst mér gaman að ferðast, dansa, ganga á fjöll og farinn að huga að göngu á Hvanndalshnúk. Eins var gaman að synda, halda á barnabörnunum og hjálpa fólki. Nú þarf ég hjálp á salerni og legg gegnum kvið í blöðru. Þvag- poki er nú hangandi utanvert á legg fyrir neðan hné. Margt fólk í hjóla- stólum er nær því eins hjálparþurfi og börn á brjósti. Sérfræðingar álíta ófötluðum ekki mögulegt að setja sig í hlutverk lamaðra einstaklinga. Samt gerir fólkið sem ræður ein- mitt það og ákveður upp á sitt ein- dæmi hvað fötluðum er fyrir bestu. Það er hræðilegt að geta ekkert gert án hjálpar. Því er afleitt þegar skiln- ingsvana manneskjum er fengið vald til að ráðskast með fólk sem jafnvel getur ekki tjáð sig. Ég var óheppinn því mænan skaddaðist, en fór ekki í sundur. Þó get ég ekki gengið og er aldrei alveg verkjalaus. Stundum þoli ég ekki við fyrir sársauka og öðrum óþægindum og svo var meðan ég skrifaði þetta. Ferðalög eru mér erfið hvað þetta varðar, því þá er ég oft í handknúnum hjólastól, en honum get ég ekki hallað og þannig dreift þung- anum þegar ég sit. En það virðist ekki vera nóg bölið sem þessu fylgir, að mati ráðamanna Reykjavík- urborgar. Konur sem telja sig vita allt betur en annað fólk, hafa fengið umboð ut- angátta borgarstjóra til að gera fötluðum, eins og til dæmis hjólastóla- fólki, ljóst hvað þeim er fyrir bestu. Þessar tvær sem kenna sig við velferð- arsvið, hafa látið þau boð út ganga, að frá áramótum verði breyt- ingar á þjónustu við fatlaða. Í breyt- ingartillögum þessum er svo gróflega vegið að réttindum okkar sem bundin erum hjólastólum og annarra sem ekki geta hjálpað sér sjálf, að ekki verður við unað. Ég hringdi í aðra konuna. Það var lífsreynsla út af fyrir sig. Víst er að vitið þvælist ekki fyrir henni. Hún tjáði mér að hugað yrði að því besta fyrir okkur fatlaða og að þar væru þær betur inni í málum en við. Við ættum bara að treysta þeim því þær hefðu meira vit á þessu en við. En fyrir okkur sem svo sorglega mik- ið erum háð öðrum, er það skelfilegt. Víst er að ef þessar breytingar ná í gegn, verða fatlaðir ósjálfráða um sína hagi. Olnbogabörn er viðeigandi samlíking. Sem betur fer hafa fatlaðir náð samstöðu um að berjast gegn of- ríki þessu. Ég er til í hópmótmæli fatlaðra við Alþingishúsið þó ég þoli kulda illa. Eftir Albert Jensen Albert Jensen » Víst er að ef þessar breytingar ná í gegn, verða fatlaðir ósjálfráða um sína hagi. Höfundur er fv. trésmíðameistari. 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Niðurskurður til heilbrigðismála sem lagður er til í frum- varpi til fjárlaga fyrir árið 2011 byggist ekki eingöngu á afleið- ingum kreppunnar sem skekur land og þjóð. Stefnumótun í heil- brigðismálum sem mörkuð var með samþykkt heil- brigðislaga frá 1. september 2007 og tók gildi í janúar 2008 hefur haft og mun hafa geysileg áhrif til breytingar á heilbrigðisþjónust- unni við landsbyggðina eins og ljóst er. Stefnubreytingin kom fram t.d. í 7. grein laganna frá 2007 en þar stendur orðrétt: „Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta skal veitt á Landspítalanum og Akureyri og öðrum sjúkrahúsum og heilbrigðisstofunum samkvæmt ákvörðun ráðherra eða samn- ingnum sem gerður er í samræmi við ákvæði VII. kafla (og lögum um sjúkratryggingar).“ Í lögunum frá 2007 er einnig verksvið héraðssjúkrahúsanna (landsbyggðarsjúkrahúsanna) þrengt og afmarkað og þau nefnd umdæmissjúkrahús eins og sjá má í 18. grein laganna: „Á umdæmissjúkrahúsum skal veita almenna sjúkrahúsþjónustu, m.a. á göngu- og dagdeildum eftir því sem við á. Í tengslum við þau skulu vera hjúkrunarrými. Á um- dæmissjúkrahúsum skal að jafnaði vera fæðingahjálp, séu faglegar kröfur uppfylltar, og önnur heil- brigðisþjónusta sem sjúkrahúsinu er falið að veita eða samið hefur verið um samkvæmt ákvæðum VII. kafla (og lögum um sjúkra- tryggingar).“ Þetta er stefna sem unnið hefur verið eftir í heilbrigðisráðuneytinu frá 2007 og tillögur að fjárveit- ingum til sjúkrahúsa á lands- byggðinni hafa verið grundvall- aðar á. Allir þeir þingmenn sem sam- þykktu heilbrigðisáætlun Guð- laugs Þórs Þórðarsonar eiga því að vera vel meðvitaðir um þær af- leiðingar sem þessi stefna hefur fyrir heilbrigðisþjónustuna á land- inu, þ.e. gífurlega miðstýringu. Allri sjúkrahúsþjónustu er beint á Landspítalann og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og sjúkra- hús á landsbyggðinni látin blæða. Tilraun til þess að fylgja eftir miðstýringu á sjúkrahúsaþjónustu og reyna að mynda sátt um hana var gerð af Ögmundi Jónassyni, þáverandi heilbrigðisráðherra, sem skipaði fólk úr grasrótinni í svokallað ráð Hollvina heilbrigð- isstofnana á Kragasjúkrahúsum, það er Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja (HSS), HS-Suðurlands, HS-Akranesi og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Undirrituð, sem eru hollvinir HSS, gengu til þessa verks með því fororði að ekki yrði dregið úr þjónustu, þaðan af síður að sagt yrði upp starfsmönnum. Arftaki Ögmundar, Álfheiður Ingadóttir, fékk sem sagt það verkefni að fylgja þessari áætlun eftir. Á fyrstu dögum sínum í heilbrigð- isráðuneytinu upplýsti hún við hollvini þá sem þessa grein rita að hún myndi ekki í sinni ráðherratíð þröngva þessari aðgerð í gegn. En verkin tala. Eitt af hennar síðustu embættisverkum var að leggja fram til fjárlaga að svo hart skuli vera gengið að þessum sjúkra- stofnunum að létt og laggott er að fylgja eftir Guðlaugslögunum frá 2007. Kostnaðargreining liggur ekki fyrir Þegar ráðist er í jafn af- drifaríkar skipulagsbreytingar á heilbrigðisþjónustunni verður að liggja fyrir kostnaðaráætlun sem sýnir á raunhæfan hátt fram á þann sparnað eða kostnað sem mun hljótast af skipulagsbreyting- unni en slík greining á kostnaði liggur ekki fyrir. Hollvinir og stjórnendur sjúkrahúsa víða um land hafa óskað eftir raunveru- legri kostnaðargreiningu en án ár- angurs. Það er skoðun okkar og fleiri að sjúkrahús á landsbyggð- inni geti séð um margvíslega þjón- ustu með hagkvæmari hætti en Landspítalinn og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er víst að skurðþjónusta og fæðing- arþjónusta er hagkvæmari á mörgum sjúkrahúsum á lands- byggðinni en í Reykjarvík og á Akureyri. Hér þarf að staldra við og kanna með skipulegum hætti hvernig þessu verður best fyr- irkomið með sjónarmið þeirra sem nota þjónustuna í huga um leið og gætt verður þess að fyllsta hag- sýni ráði fjárveitingum til heil- brigðismála á Alþingi. Rösum ekki um ráð fram Nú má ekki rasa um ráð fram. Áður en tekin verður ákvörðun um að breyta um stefnu í heil- brigðismálum með því að afgreiða fjárlög með niðurskurði, nið- urskurði sem felur í sér að að- gengi þeirra sem ekki búa í Reykjavík og Akureyri til heil- brigðisþjónustu breytist til hins verra, verður að skoða málin bet- ur á yfirvegaðan hátt. Við leggjum til að stofnaður verði ráðgjafahópur sem verði skipaður hópi þeirra sem hafa at- hugað þessi mál auk þeirra sem hafa sent frá sér skýrslur á vegum ráðuneytis heilbrigðismála. Við nefnum ráðgjafa sem Vestfirð- ingar og Suðurnesjamenn hafa fengið sér til aðstoðar. Þá teljum við að neytendur þjónustunnar verði að taka með, að ógleymdum starfsmönnum heilbrigðisstofnana. Ráðgjafahópurinn hafi það verk- efni að endurskoða stefnu í heil- brigðismálum og því verki verði lokið á árinu 2011. Endurskoðun sem grundvallaðist á því að styrk- ur heilbrigðiskerfis liggur í þeim mannauði sem kerfið byggist upp af en ekki af þeim húsakosti sem starfseminni er búinn. Eiga fjárlög að fylgja eftir stefnumótun í heilbrigðismálum frá 2007? Eftir Sólveigu Þórðardóttur og Eyjólf Eysteinsson » Þegar ráðist er í jafn afdrifaríkar skipu- lagsbreytingar á heil- brigðisþjónustunni og nú er stefnt að verður að liggja fyrir kostnaðar- áætlun. Eyjólfur Eysteinsson Sólveig er ljósmóðir og Eyjólfur for- maður Félags eldri borgara á Suður- nesjum. Sólveig Þórðardóttir Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. JÓLABLAÐIÐ sérblað Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað, laugardaginn 27. nóvember 2010 PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 22. nóvember NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.