Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 11
Kristjana hafa rekið fyrirtækið saman undanfarin 22 ár. Þegar Sigurður var ungur maður að velta fyrir sér hvað hann vildi starfa við í framtíðinni, stóð valið á milli þess að fara í arkitekt- úr eða gullsmíði. „En þegar ég kynntist gullsmíðinni þá fannst mér svo gaman að ég ákvað að leggja hana fyrir mig. Ég fór líka í mynd- listarskóla og það hefur nýst mér mjög vel, því við sérsmíðum mikið eftir hugmyndum fólks. Þá þarf að teikna hluti frá grunni, finna út og forma hugmyndir. Þessi þjónusta með sérsmíði er að hverfa um víða veröld nema á einstaka stað þar sem viðskiptavinurinn borgar stórfé fyrir, en þannig er það ekki hér. Við höfum gert þetta frá fyrsta degi. Enda er nóg að gera hjá mér, ég sérsmíða nánast allan daginn alla daga. Þetta er mikil handavinna, og svo þarf líka að smíða lager því skartgripirnir sem eru til sölu í versluninni eru lang- flestir handsmíðaðir og þar erum við með að auki tvo mjög góða gull- smiði í fullri vinnu við smíðar,“ seg- ir Sigurður og bætir við að nú í nóvember sé róðurinn þegar farinn að þyngjast vegna komu jólanna í næsta mánuði. Vinnuvikan hjá gull- smiðunum síðustu vikurnar fyrir jól nemur um 80 -100 vinnustundum. Býr til ástarhring úr eyrnalokkum formóður Sigurður segir að þegar fólk komi í Gull & Silfur með óskir um sérsmíði, geti þær verið margskon- ar. „Sumir koma með hugmyndir í kollinum, eitthvað sem þeir vilja láta búa til fyrir einhvern sem þeim þykir vænt um eða sjálfa sig. Aðrir koma með gamla skartgripi og vilja láta sameina þá, bræða þá saman í einn. Hingað kom til dæm- is maður með tvo 200 ára eyrna- lokka með demöntum sem formóðir hans hafði átt og þeir voru slípaðir með antíkslípun sem sést sjaldan í dag. Hann vildi bræða upp lokkana og láta smíða nýjan hring handa konunni sem hann ætlar að biðja að giftast sér. Hingað kom til okk- ar um daginn eldri bandarísk kona sem vildi láta smíða biblíumerki fyrir sig, því hún hafði átt slíkt hálsmen þegar hún var ung, en hvergi getað látið smíða það fyrir sig í Ameríku. Hún valhoppaði hér út þegar hún komst að því að við gætum gert þetta fyrir hana. Það er gaman að öllu þessu skemmti- lega í kringum þetta starf. Þetta byggist á ást og væntumþykju, þess vegna er gaman að vinna við þetta. Þessu fylgir gleði og það er ekki hægt annað en að vera ánægð- ur.“ Demantur er ekki sama og demantur Sigurður sérhæfði sig í grein- ingu demanta og vinnu við smíðar á demantsskartgripum og einnig viðgerðaþjónustu á demantsskart- gripum. Verslun hans leggur því mikla áherslu á demanta. „Demant- ur er ekki sama og demantur. Mjög mikill verðmunur getur verið á tveimur demöntum af sömu stærð. Munurinn liggur í hrein- leika, þyngd, slípun og lit,“ segir Sigurður sem vegna kunnáttu sinn- ar gerir mikið af því að meta steina fyrir fólk. „Ég met oft steina og skart úr dánarbúum, því fólk þarf að vita verðmæti hlutanna þegar skipta á arfinum. Einn lítill hringur getur verið margfalt verðmætari en annar miklu stærri. Ég hef líka gert mikið af því að meta skart- gripi fyrir fólk sem vill tryggja slíka hluti.“ Gull og Silfur var í um 35 ár á Laugavegi 35 en fyrir um fimm ár- um fluttu þau sig yfir í stærra og betra húsnæði, númer 52. „Við viljum halda tryggð við Laugaveginn og miðbæinn. Margir viðskiptavina okkar sýna okkur mikla tryggð og koma hingað ár eftir ár, stundum bara í heimsókn þó þeir séu ekki að versla. Til dæmis ein eldri og virðuleg frú sem kemur reglulega og færir okk- ur dýrindis rjómapönnukökur og verslar stundum líka. Við viljum sýna okkar viðskiptavinum tryggð með því að vera til staðar hér á Laugaveginum.“ Gefur demanta Í tilefni af fertugsafmælinu ætlar Gull og Silfur að halda afmælishátíð og fór hún af stað með opnun facebook-síðu versl- unarinnar. „Það eru um tvær vikur síðan og við höfum fengið um 7000 aðdáendur, sem fer fram úr okkar björtustu vonum. Við erum með leik á facebook þar sem við drögum úr nöfnum allra aðdáenda síðunnar og sá heppni fær demant að gjöf. Við ætlum að endurtaka leikinn eftir mánuð og aftur milli jóla og nýárs.“ Skart Eitt af fögru hálsmenunum í Gulli & Silfri. Nákvæmni Sigurður þarf að skoða demanta mjög vandlega. Einn lítill hringur getur verið margfalt verðmætari en ann- ar miklu stærri. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 „Ég held mest upp á orð þegar þau eru í samhengi við önnur orð en ef ég á að nefna aðeins eitt þá dettur mér í hug orðið svartagallsraus. Samkvæmt Ís- lenskri orðabók merkir það geðvonskunöldur, en það býr margt að baki þessu skemmtilega orði, sem barst inn í íslenskuna úr öðrum mál- um líkt og mörg önnur góð orð. Allt frá tíma Hippókratesar og til miðalda héldu menn að svart gall væri einn líkamsvessanna fjögurra, hinir vessarnir voru blóð, slím og gult gall. Ef fólk var með of mikið af svörtu galli átti það að lýsa sér í andlegu ástandi viðkomandi, menn urðu þunglyndir. Orðið melankólía, sem merkir þung- lyndi eða depurð, er samsett úr tveim- ur grískum orðum sem þýða svart gall. Svartagall, sem orð yfir þunglyndi eða svartsýni, er þekkt í íslensku frá því að minnsta kosti á miðri 19. öld en nú heyrir maður bara talað um svarta- gallsraus í merk- ingunni bölsýnis- nöldur og tuð. Samkvæmt svari Guðrúnar Kvaran við fyrir- spurn á Vísindavef HÍ er hugtakið komið inn í ís- lensku úr einhverju nágrannamálanna, á þýsku var til dæmis talað um þung- lyndi sem Schwarze Galle. Það kemur kannski ekki á óvart að elsta dæmið í íslensku ritmáli um orð- ið svartagallsraus er frá Halldóri Lax- ness, úr ritgerðasafninu Dagur í senn sem kom út árið 1955.“ Þórdís Gísladóttir íslenskufræðingur Uppáhaldsorð Þórdísar Gísladóttur Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Laxness „Elsta dæmið í íslensku ritmáli um orðið svartagallsraus er frá Hall- dóri Laxness, úr ritgerðasafninu Dagur í senn sem kom út árið 1955.“ Býr meira að baki svartagalls- rausi en geðvonskunöldur Fundur um náttúruvernd og ferðaþjónustu Umhverfisráðuneytið og iðnaðarráðuneytið efna til fundar um náttúruvernd og ferðaþjónustu á Grand Hótel, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 8:30-10:00. Á fundinum verður fjallað um nýlega úttekt Umhverfisstofnunar á álagi á friðlýstum svæðum vegna ferðamanna, úrræði til umbóta, fjármögnun þeirra og leiðir til að tryggja að ferðaþjónusta og náttúruvernd fari saman. Dagskrá: - Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. - Ástand og umbætur á friðlýstum svæðum. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. - Ferðamannastaðir á Íslandi - uppbygging til framtíðar. Elías Gíslason, forstöðumaður ferðamálasviðs Ferðamálastofu. - Uppbygging ferðamannastaða. Fjármögnun, ábyrgð, sjálfbærni. Einar Torfi Finnsson, framleiðslustjóri hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum, handhafa umhverfisverðlauna Ferðamálastofu. - Rekstur og umsjá þjóðgarða og friðlýstra svæða. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. - Ávarp Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Siðareglur VFÍ Verkið verður keypt en dyggðin ekki Norræna húsið17. nóvember 2010 kl. 15-18 Aðgangur 1.500 kr. Ókeypis fyrir félagsmenn VFÍ og nema. Ávarp. Jóhanna Harpa Árnadóttir formaður Verkfræðingafélags Íslands Nýjar siðareglur Verkfræðingafélags Íslands. Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræðingur og formaður nefndar um endurskoðun siðareglna Verkfræðingafélags Íslands Hvað er dyggðugur verkfræðingur? Yrsa Sigurðardóttir verkfræðingur hjá Verkís og rithöfundur Réttlæting og notagildi. Dr. Pétur K. Maack verkfræðingur og flugmálastjóri Hver er skylda verkfræðingsins? Ragnhildur Geirsdóttir verkfræðingur og forstjóri Promens hf. Hvaða réttindi þarf verkfræðingurinn að verja? Dr. Gunnar Guðni Tómasson verkfræðingur og forseti tækni- og verkfræðideildar HR Umræður Kaffihlé Sjálfsvirðing. Vigdís Finnbogadóttir Hámörkun hags. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur og lektor við Hagfræðideild HÍ Hvað er verkfræðingum skylt? Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson guðfræðingur Verkfræðingar, réttindi og réttlæti. Jón Kalmansson heimspekingur Umræður Léttar veitingar Sýnum alúð og nærfærni í störfum okkar og samskiptum við aðra Virðing og jafnrétti Fagleg ábyrgð og ráðvendni Samfélags- leg ábyrgð og sjálfbærni Ráðstefnunni stýrir Dr. Haukur Ingi Jónasson lektor við Verkfræði og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.