Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Sérstakur saksóknari framkvæmdi í gær húsleitir á 10 stöðum og tók fjölda manns til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á lánveitingum hins fallna Glitnis. Alls voru 70 manns viðriðnir aðgerðir sér- staks saksóknara. Lögreglumenn frá lögreglu- stjóranum á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit og efnahagsbrotadeild auk lögreglustjóra Hvolsvall- ar tóku þátt. Jón Ásgeir Jóhannesson segist ekki hafa verið boðaður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Hann staðfestir í samtali við Morgunblaðið að hús- leit hafi verið gerð á skrifstofum 101 Hótels, fyr- irtækis í hans eigu. Fram kom í gær að húsleit var gerð á skrifstofu Pálma Haraldssonar að Suður- götu og á heimili Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. Lárus Welding var meðal þeirra sem voru yfirheyrðir í gær. Ekki náðist í Pálma Haraldsson við vinnslu fréttarinnar. Fimm mál vegna Glitnis til rannsóknar Í tilkynningu sem embætti sérstaks saksóknara sendi frá sér vegna málsins kom fram að húsleitir og yfirheyrslurnar hefðu verið framkvæmdar vegna fimm mála: 1) Lánveitingar til félagsins Stím hf. 2) Lánveitingar til félagsins FS 38 ehf. vegna kaupa á Aurum Holding, en skaðabótamál sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis tengist sama máli. Rétt er að benda á að skaðabótamálið sem slitastjórnin hefur höfðað gegn sama hópi fyrir dómstóli í New York er síðan aðskilið. 3) Kaup Glitnis á hlutabréf- um í Tryggingamiðstöðinni. 4) Kaup fjárfestinga- sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi útgefnu af Stím. 5) Lánveitingar Glitnis til Landic Property, Baugs og 101 Capital vegna kaupa á danska fast- eignafélaginu Keops. Húsleit var framkvæmd í höfuðstöðvum Saga fjárfestingabanka. Þorvaldur Lúðvík Sigurjóns- son gaf sérstökum saksóknara skýrslu, sem og annar starfsmaður bankans, Þórleifur Björnsson. Saga keypti á sínum tíma 6% hlut í Stím, en félagið var einnig skráð til heimilis á sama stað og Saga. Einnig var Bjarni Jóhannsson, fyrrverandi við- skiptastjóri hjá Glitni, færður til yfirheyrslu. Nafn útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar komst í hámæli í nóv- ember 2008 þegar Morgunblaðið greindi fyrst frá efnisatriðum Stím-málsins, en Jakob var skráður stjórnarformaður Stíms. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var Jakob Valgeir þó ekki meðal þeirra sem voru yfirheyrðir í gær. Rótað í skúffum víða um land  Sérstakur saksóknari lætur til skarar skríða á ný  Framkvæmdi húsleitir á 10 mismunandi stöðum samtímis víða um land í gær  Leitað hjá fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis og víðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Glitnir Sérstakur saksóknari lét til skarar skríða í gær vegna rannsóknar á Glitni. hafa yfirlýsingar ráðamanna ESB um að skuldabréfaeigendur þurfi að bera í auknum mæli þá áhættu sem fylgir fjárfestingum í ríkisskulda- bréfum stuðlað að þessari hækkun. Það er ekki síst vegna þessara smitáhrifa sem írsk stjórnvöld eru undir miklum þrýstingi að þiggja neyðaraðstoðina. En þó svo að írska ríkið þurfi ekki að endurfjármagna sig næsta hálfa árið og standi því ekki frammi fyrir greiðslufalli verður ekki hið sama sagt um bankana sem það hefur hlaupið undir bagga með og tryggt. Það hefur ekki dugað til. Óvissan um sjálfbærni skulda írska ríkisins stafar að miklu leyti af því að enginn veit hversu mikið það þarf að reiða fram vegna útlánataps hinna ríkistryggðu banka. Írsku bankarnir geta að sama skapi ekki fjármagnað sig á almennum mark- aði og þurfa því að reiða sig alger- lega á veðlán evrópska seðlabank- ans. Neyðarlán til endurfjármögn- unar bankakerfisins Enda hafa fréttir borist af því að mögulegt neyðarlán ESB yrði not- að til þess að byggja upp og endur- fjármagna írsku bankana. Margir, þar með talinn leiðara- höfundur breska blaðsins Financial Times, telja að slík útfærsla yrði varhugaverð þar sem hún myndi eingöngu ítreka fyrirheit um að skattgreiðendur tryggðu fjárfest- ingar einkageirans. Það myndi ekki leysa nein vandamál og setja hættuleg fordæmi. Skuldirnar þurfa að falla á endanum og þar af leið- andi kaupir neyðarlán ekkert annað en tíma. Hinn nafntogaði Nouriel Roubini benti einmitt á þetta í Fin- ancial Times í gær og segir ljóst að ESB og evruríkin þurfi sem fyrst að koma sér saman um hvernig skuldir verst stöddu ríkjanna verði endurskipulagðar þannig að skulda- staðan verði sjálfbær á nýjan leik. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Vart verður séð að írsk stjórnvöld komist hjá því að þiggja neyðarað- stoð frá Evrópusambandinu vegna skuldavanda ríkisins og stöðu fjár- málakerfisins í landinu. Spár gera ráð fyrir að fjárlagahallinn verði 30% af landsframleiðslu og hlutfall opinberra skulda verði komið í 100% af landsframleiðslu við lok þessa árs. Þó svo að einsýnt sé að fjár- lagahallinn verði minni á næsta ári gera spár ráð fyrir að opinberar skuldir verði komnar í 120% af landsframleiðslu innan tveggja ára. Reyndar hafa þessar tölur legið fyrir í þónokkurn tíma og á sama tíma er írska ríkið fullfjármagnað fram á mitt næsta ár. Í ljósi þessa hafa írskir ráðamenn ítrekað vísað því á bug að þeir þurfi á sambæri- legri neyðaraðstoð og grísk stjórn- völd fengu síðastliðið vor. Um þetta er ekki hægt að efast enda stendur írska ríkið ekki frammi fyrir greiðslufalli enn sem komið er. Þrátt fyrir það eru stjórnvöld undir miklum þrýstingi frá öðrum evruríkjum að þiggja framlag úr neyðarsjóðnum sem settur var á laggirnar í kjölfar grísku skulda- kreppunnar. Ástæðan er einfald- lega sú að vaxandi áhyggjur fjár- festa af sjálfbærni skuldastöðu írska ríkisins hafa smitað útfrá sér og leitt til þess að áhættuálagið á ríkisskuldabréf annarra illa staddra evuríkja hefur hækkað upp úr öllu valdi að undanförnu. Ennfremur ESB reiðubúið að kasta lánalínu til Írlands  Rætt um að lánið yrði notað til að fjármagna bankakerfið Gullið glóir Skelkaðir sparifjáreigendur leita oft í gull á óvissutímum. 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnlíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Drög efnahags- og viðskiptaráð- herra að frumvarpi að lögum um smálánafyrirtæki gengur of langt og er í raun aðeins til þess fallið að flæma þau tvö fyrirtæki sem starfa á þessu sviði af markaði. Er þetta mat Leifs Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra smálánafyrirtækis- ins Kredia. „Við fögnum því að setja eigi lög um starfsemina, enda höfum við unnið að því með núverandi og fyrr- verandi ráðherra að settar verði reglur. Verði þessi drög að lögum er löppunum kippt undan rekstri okk- ar.“ Það er margt athugavert við drögin að mati Leifs. „Það er illskilj- anlegt af hverju strangari reglur eigi að gilda um veitingu tíu þúsund króna láns frá Kredia en á milljóna- láni frá einhverjum bankanum. Bankarnir eru undanþegnir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar samkvæmt drögunum og teljum við það skýrt brot á jafnræðisreglu.“ Í drögunum er að finna reglur um að smálán megi aðeins afgreiða milli 9 og 17 á virkum dögum og að greiðsla til viðskiptavinar megi ekki fara fram fyrr en 48 klukkustundum eftir samþykkt lánsumsóknar. „Verði þetta að lögum kippir það fótunum undan okkar starfsemi,“ segir Leifur. „Við höfum lagt það til að fyrsta umsókn um að verða við- skiptavinur verði að fara fram á virkum dögum, en að því ferli loknu megi hann sækja um og fá lán þegar hann þarf.“ Leifur gagnrýnir einnig þá for- sjárhyggju sem í drögunum felst. „Krafan um lögræði og sjálfræði viðskiptavinar er sjálfsögð og í sam- ræmi við okkar starfshætti nú þeg- ar, en í drögunum er í raun komið í veg fyrir að fólk í námi eða í hluta- starfi geti nýtt sér þjónustu fyrir- tækjanna. Ég trúi því ekki að ráð- herra sé þeirrar skoðunar að fólki í þessari stöðu sé ekki treystandi til að ráða sínum fjármálum sjálft.“ Leifur segir að Kredia eigi eftir að skila athugasemdum til ráðherra og að hann búist við því að frum- varpinu verði breytt. Frumvarp stríðir gegn stjórnarskrá  Smálánalög sögð ganga of langt ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,04 í óvenjulitlum viðskiptum á skuldabréfamarkaði í gær. Lokagildi vísitölunnar var 197,54 stig. Verðtryggði hluti hennar hækkaði um 0,12 prósent en sá óverðtryggði lækkaði um 0,15 prósent. Velta á skuldabréfamarkaði nam alls 4,7 milljörðum króna. bjarni@mbl.is Skuldabréf hækka í litlum viðskiptum                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-.. +/0-,1 +++-+/ ,0-.+ +/-2.. +3-4,2 ++1-,, +-4.+ +21-5 +.,-5+ ++,-/, +/0-3/ +++-.+ ,0-.2 +/-/+ +3-42. ++1-.1 +-4.. +2.-1, +.4-41 ,0.-05,+ ++4-05 +/+-+, +++-/1 ,0-34 +/-/3. +3-1,4 ++1-/3 +-4.5 +2.-51 +.4-22 Eftir að FL Group tók yfir Trygg- ingamiðstöðina með því að auka hlutafé og greiða hluthöfum síðarnefnda félagsins með hinu nýja hlutafé sat Glitnir skyndi- lega uppi með fullt fangið af eigin bréfum annars vegar og tæplega 14% hlut í FL Group hins vegar. Starfsmenn bankans komu því á fundum með fjölda fjárfesta til að koma FL- bréfunum af bókum sínum. Eina skilyrðið var að leggja fram 20% eigið fé, en afgangurinn fékkst að láni hjá bankanum. Stím var stofnað í þessum til- gangi, en þar var um að tefla tæplega 25 milljarða við- skipti með bréf í bank- anum og FL Group. Fjárfestar á borð við Saga Capital og Jakob Valgeir Flosason tóku þátt í Stím, en bankinn sat hins vegar eftir með 33% hlut í félag- inu sjálfur þar sem ekki tókst að selja það í heild sinni. thg@mbl.is Þurfti að losa bunka af FL STÍM-MÁLIÐ Ólafur Þór Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.