Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Ingibjörn Sveins- dóttir, Inga Sveins, frænka mín er látin. Inga var systir föðurafa míns, Þór- ólfs Sveinssonar, sem er látinn. Þeg- ar andlát ber að garði gerir maður sér betur grein fyrir því tíminn hve líður hratt. Til merkis um hve hratt tíminn líður, þá finnst mér svo stutt síðan ég fékk fréttir af veikindum hennar Ingu og núna er hún búin að kveðja og haldin á vit forfeðra sinna og maður hefur varla snúið sér við frá því ég hitti hana síðast. Það er einmitt svo stutt síðan eða núna kannski svo langt síðan Inga heim- sótti okkar Heiðu, Árna Geir og Ey- dísi Áslu hérna í Keflavík, það var sl. vor sem hún kom ásamt móður minni til okkar. Inga var þá orðin veik en ég gat ekki á neinn hátt ímyndað mér að hún myndi ekki lifa út þetta ár. Ég er henni og mömmu mjög þakklátur fyrir að hafa átt með þeim notalega stund hérna á heimili mínu, því Inga hefur alltaf átt vísan stað í hjarta mínu frá því ég varð svo lánsamur að kynnast henni. Ég man fyrst eftir Ingu og Simba og fjölskyldu þeirra þegar ég var strákur. Þá heimsóttum við þau í Grundarfjörðinn þar sem þau bjuggu þá. Við fjölskyldan vor- um ekki mikið á faraldsfæti á þessum árum og því var það m.a. mjög eft- irminnilegt ferðalag. Líka sérstak- lega vegna þess hve gaman var að koma til þeirra og hitta frændfólkið mitt þar, börnin hennar Ingu og Simba. Það er eitt sem stendur alveg sérstaklega upp úr í þessari ferð okk- ar það er að ég var mældur og hæð mín merkt á eina af innihurðunum á heimili þeirra og nafn mitt ritað við hæðarmarkið. Inga, Simbi og fjöl- skylda fluttu svo til Grindavíkur þar sem Inga hóf að kenna við grunn- skólann við mjög góðan orðstír, sér- staklega var hún annáluð sem sér- kennari. Inga var ótrúlega skynsöm og mikill persónuleiki, full af reynslu og visku sem hún deildi með öðrum af gæsku einni. Að sækja hana heim var eins og að upplifa einskonar leiðslu, því maður fylltist ró og friði í hjarta. Maður kvaddi hana með meiri visku en maður hafði fyrir heimsókn- ina til hennar. Ég upplifði oft Ingu sem persónu með betri tengingu en flest fólk hefur, enda tel ég hana hafa verið mjög sérstaka á margan hátt, en samt svo venjuleg kona. Ég er reyndar alveg sannfærður um að hún Ingibjörg S. Sveinsdóttir ✝ Ingibjörg S.Sveinsdóttir kennari, kölluð Inga, fæddist á Skaga- strönd 23. júní 1937. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 16. október 2010. Útför Ingibjargar var gerð frá Grinda- víkurkirkju 25. októ- ber 2010. var æðri gáfum gædd. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af Ingu og ég er stoltur af því að segja frá því að hún er frænka mín og kveð ég hana með söknuði. Ég votta Simba hennar Ingu, börnum þeirra og fjölskyldu dýpstu samúð mína. Hvíl í friði elsku Inga og njóttu nýrrar víddar. Rúnar Fossádal Árnason. Sumarið var tíminn hennar Ingu. Þá gat hún dvalið í bústaðnum sínum í Eyrarsveit við Grundarfjörð. Þar leið henni best. Hún elskaði að fylgj- ast með fuglunum og gróðrinum. Þar áttum við fjölskyldan margar góðar stundir. Minningarnar eru margar og allar góðar. Inga að baka skonsur handa okkur. Inga að sauma út. Inga að lesa. Inga með kíkinn við gluggann að fylgjast með fuglunum á Akurtraðavatni. Við að spjalla um daginn og veginn. Þó að bústaðurinn hafi verið hennar uppáhaldsstaður þótti henni einnig mjög gott að vera í Grindavík á veturna. Þar starfaði hún við áhugamál sitt, kennslu. Það má segja að kennslan hafi verið hennar ástríða. Það er svolítið skrítið að setja sam- an fátæklega minningargrein þegar manneskjan sem skrifað er um gerði mann svo ríkan. Það sem einkenndi Ingu öðru fremur var hlýja, óeigin- girni, umhyggjusemi og hjálpsemi. Hún var alltaf mætt ef einhver þurfti á henni að halda. Hún stóð svo sann- arlega með sínu fólki, trúði á það og hvatti áfram. Hún var líka góð vin- kona. Símtölin sem við áttum gátu teygst á langinn, enda var hún fræg fyrir þau. Það var alltaf notalegt að koma á Skólabrautina í heimsókn. Börnin elskuðu að heimsækja ömmu og afa í Grindavík. Amma Inga kenndi Sóleyju, elstu dóttur okkar, svo margt. Þær voru bestu vinkonur. Sóley lærði að hella upp á kaffi hjá ömmu, þá aðeins tveggja ára gömul, hún lærði að prjóna og sauma, baka og amman var líka dugleg að styðja við námið, hvetja og kenna góða siði. Svo áttu þær stöllur margar ljúfar stundir við að horfa á góða bíómynd eða bara hanga saman, eins og þær kölluðu það. Því miður urðu árin með yngri börnunum ekki fleiri, en Inga fékk að hitta þau og fyrir það var hún þakk- lát. Hún sagði okkur að allir draumar hennar hefðu ræst. Hún hefði fengið að ala upp börnin sín og sjá öll barna- börnin. Samt finnst manni tíminn aldrei nógu langur. Maður er ekki tilbúinn að kveðja þó að maður viti að kveðjustundin er alltaf óumflýjanleg. Við kveðjum góða manneskju, bestu mömmuna, ömmuna og tengda- mömmuna, með miklum söknuði, ást og þakklæti. Þinn sonur, Þröstur, Silja Dögg, Sóley, Ást- rós Ylfa og Sigmundur Þengill. Elsku amma Inga. Við viljum þakka þér fyrir allt. Þá sérstaklega sumarbústaðaferðirnar sem við fór- um í saman, þær eru ógleymanlegar. Þar kenndir þú okkur að gera svo margt; prjóna, sauma, föndra, skapa, semja ljóð og eiga ævintýri, vaða í læknum og róa bát. Þótt þú hafir ver- ið töluvert fullorðnari en við varstu samt alltaf eins og ein af okkur í leik. Manstu hvað það var gaman þegar við komum þér á óvart þegar þú áttir afmæli? Við frænkurnar höfðum mikið fyrir því að plata þig til að kaupa ávexti í búðinni og fengum síð- an hjá þér pening til að kaupa nammi sem við eyddum í rjóma og súkku- laðispæni og slógum svo upp heljar- innar veislu á pallinum hjá Maddí. Svo sömdum við ljóð í tilefni dagsins sem endaði eitthvað á þessa leið: „Amma mín þú ert svo væn, en samt svo ofboðslega græn.“ Við frænkurnar bjuggum hver á sínum landshlutanum. Ef það væri ekki fyrir sumrin okkar þá mundum við ekki þekkjast eins og við gerum. Við þökkum aftur fyrir góðu stundirnar. Guð geymi þig. Ástarkveðjur, Bára, Erla Sara og Melkorka. Með þessum orðum langar mig að kveðja góðan dreng sem nú er genginn. Kynni okkar hófust fyrir mörgum árum á Skeiðarár- sandi. Þar tókust með okkur góð kynni enda var Maggi þannig mað- ur að erfitt var annað en að lynda Magnús Reynir Magnússon ✝ Magnús ReynirMagnússon fædd- ist í Feitsdal á Arn- arfirði 21. janúar 1927. Hann varð bráðkvaddur 19. október 2010. Útför Magnúsar fór fram frá Kópavogs- kirkju 29. október 2010. við hann. Maggi var kvikur og snöggur í hreyfingum og aldrei sá ég dökkna yfir honum, enda var hann glaðvær og geð- góður. Maggi var með eindæmum greiðvikinn og er mér minnisstætt þegar ég spurði hann hvort hann gæti lánað mér tjaldvagninn sinn í útilegu, en vagninn hafði ég fengið áður hjá honum, en þá hafði hann staðið utan við heimili hans í grenndinni. Maggi kvað það nú lítið mál, vagn- inn væri að vísu fyrir vestan en hann myndi bara ná í hann. Mér varð orða vant við þetta en Maggi vildi ekki að menn færu bónleiðir til búðar frá honum. Oft leit hann inn í skúrinn hjá mér þegar hann átti leið um og ræddum við m.a. annars mikið um Mercedes Benz-bíla en Maggi átti einn slíkan sem hann hafði miklar mætur á. Hann hafði hann keypt beint frá verksmiðju fyrir áratug- um og notaði í leigubílaakstur, en þegar hann settist í helgan stein sem bílstjóri gerði Benzinn það líka og stóð lengstum inni í skúr hjá honum þar sem Maggi dyttaði að honum, enda var bíllinn honum ákaflega hugleikinn. Maggi var að vinna við bílinn þegar kallið kom, snöggt og óvænt. Maggi skilur margar góðar minningar eftir sig hjá mér og óska ég honum velfarnaðar á því ferða- lagi sem hann hefur nú lagt í og bíður okkar allra. Blessuð sé minn- ingin um góðan dreng. Sambýliskonu hans, ættingjum og vinum votta ég samúð mína. Gylfi Pálsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BIRKIR ÞORSTEINSSON, Brunngötu 16, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 15. nóvember. Jónína Ólöf Högnadóttir, Margrét Jóhanna Birkisdóttir, Gunnar Sigurðsson, Tinna og Anna Lóa Gunnarsdætur, Björk Birkisdóttir, Sverrir Halldórsson, Helga Sverrisdóttir, Birkir Halldór Sverrisson, Linda Rut Svavarsdóttir, Katrín Lilja Birkisdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR MAGNÚS BIRGISSON, til heimilis að, Lómasölum 7, Kópavogi, lést mánudaginn 15. nóvember á Landspítala við Hringbraut. Dagný Gylfadóttir, Ólöf Guðleifsdóttir, Gyða Margrét Pétursdóttir, Matthías M. D. Hemstock, Linda Hólmfríður Pétursdóttir, Óskar Sveinsson, Jón Gylfi Woodard, Gunnhildur Leifsdóttir, Tómas Eric Woodard, barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, fósturfaðir, afi og bróðir, PÁLL SIGURGEIR JÓNSSON, Højemarksvej 31, Óðinsvéum, Danmörku, lést mánudaginn 15. nóvember. Bálför verður í Óðinsvéum föstudaginn 19. nóvember. Bettina Jónsson, Jón Kristinn Pálsson, Páll Máni Pálsson, Camilla Jónsson, Ronny Trøjborg, Jóhanna Ríkey Kristjánsdóttir, Dýri Jónsson, Helga Þorgeirsdóttir, systkini og afasynir. ✝ Ástkær móðir okkar, INGIBJÖRG KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Naustvík, Árneshreppi, Álftamýri 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 14. nóvember. Soffía Guðrún Ágústsdóttir, Ósk Sigurrós Ágústsdóttir. ✝ Okkar ástkæri, ALEXANDER ALEXANDERSSON, Melalind 8, áður Holtagerði 62, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu 11. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Hjördís Alexandersdóttir, Guðmundur Jón Jónsson, Bára Alexandersdóttir, Þórarinn Hjálmarsson, Erla Alexandersdóttir, Sigurður Jón Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KJARTAN MAGNÚSSON, Borgarbraut 65a, Borgarnesi, lést föstudaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 20. nóvember kl. 14.00. Jóna Sigurðardóttir, Haukur A. Kjartansson, Svanhildur Ólafsdóttir, Eyþór M. Kjartansson, Hanna S. Kjartansdóttir, Anders Larsen, Svandís E. Ragnarsdóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.