Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010
Það hefur vafist fyrir mönnum aðupplýsa hvað það er sem knýr
helst á um að Íslendingar sæki um
aðild að Evrópusambandinu.
Utanríkisráðherrann er loksinshættur að nefna að aðild yrði
góð fyrir atvinnuástandið í landinu.
Lengi vel varevrunni dingl-
að eins og flugu
framan í menn í
þeirri von að þeir
myndu fallerast.
En undanfarin misseri hefurmönnum orðið ljóst að án
sjálfstæðrar myntar hefði þjóðin
ekki komist af eigin rammleik út úr
þeim erfiðleikum sem stærsta
bankarán sögunnar skapaði. Og
evran stendur naumast undir sjálfri
sér lengur.
En nú hefur loksins eitthvað ver-ið fært fram sem hlýtur að
láta dásamlega í eyrum, jafnvel
áköfustu efasemdarmanna.
Einn helsti erindreki ÖssurarSkarphéðinssonar varpaði
fram þeirri sprengju í gær að með
aðlögunarviðræðum sem bent hef-
ur verið á að nú færu fram í heim-
ildarleysi, gæti þjóðin komist inn í
tölvukerfi evrópskra tollheimtu-
manna.
Án þess myndi tollheimtumanna-tölvukerfishraðlestin þjóta
framhjá hinni voluðu þjóð.
Staksteina hefur lengi grunað aðþað hlyti að vera eftir ein-
hverju miklu að slægjast með aðild.
Þetta var það. Það hlaut að vera.
Þorsteinn
Pálsson
Tölvukerfið var það
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 16.11., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 2 léttskýjað
Akureyri 1 rigning
Egilsstaðir 2 rigning
Kirkjubæjarkl. 4 rigning
Nuuk -3 skafrenningur
Þórshöfn 7 alskýjað
Ósló 0 léttskýjað
Kaupmannahöfn 3 heiðskírt
Stokkhólmur -1 heiðskírt
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 6 skýjað
Brussel 3 þoka
Dublin 8 skýjað
Glasgow 7 léttskýjað
London 7 léttskýjað
París 7 léttskýjað
Amsterdam 5 léttskýjað
Hamborg 7 skýjað
Berlín 5 skúrir
Vín 11 skýjað
Moskva 7 heiðskírt
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 11 heiðskírt
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 0 alskýjað
Montreal 8 léttskýjað
New York 12 alskýjað
Chicago 7 skýjað
Orlando 23 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:03 16:23
ÍSAFJÖRÐUR 10:29 16:07
SIGLUFJÖRÐUR 10:13 15:50
DJÚPIVOGUR 9:38 15:48
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Búist er við að mun fleiri leiti eftir
jólaaðstoð í ár en í fyrra. Talið er að
4.500 fjölskyldur eða fleiri muni leita
aðstoðar en um 4.000 beiðnir bárust
í fyrra, að sögn Elínar Hirst, tals-
manns Jólaaðstoðar 2010.
Hjálparstarf kirkjunnar,
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur,
Rauði krossinn í Reykjavík og
Hjálpræðisherinn kynntu í gær
„Jólaaðstoðina 2010“. Hjálpræðis-
herinn hefur nú bæst í hóp þeirra
hjálparstofnana sem vinna saman að
jólaaðstoð fimmta árið í röð.
Þeir sem þarfnast jólaaðstoðar
þurfa að sækja um hana hjá fyrr-
greindum samtökum eða Öryrkja-
bandalaginu frá 1.-10. desember.
Nánari upplýsingar er að finna á Fa-
cebook síðunni „Jólaaðstoð–2010“.
Afhending jólaaðstoðar hefst 16. og
17. desember með því að senda mat
og fleira til viðtakenda úti á landi.
Dagana 20.-22. desember verður af-
hending í Reykjavík. Jólaaðstoðin
verður einnig með afgreiðslur á Ak-
ureyri, Akranesi, í Grindavík og í
Keflavík.
Búið er að leita til fjölda fyrir-
tækja um að leggja verkefninu lið.
Elín Hirst sagði að jólaaðstoðin
hefði hingað til notið mikils velvilja
fyrirtækja í landinu. Tekið verður á
móti gjöfum til aðstoðarinnar til jóla.
Jólaaðstoðin er rausnarlegri en sú
aðstoð sem alla jafna er veitt.
Rauði krossinn hefur útvegað
sjálfboðaliða og í fyrra unnu um 400
sjálfboðaliðar við afhendinguna.
Þörf er á fleiri sjálfboðaliðum fyrir
þessi jól.
Jólaaðstoðin verður með af-
greiðslu í Skútuvogi 3 í Reykjavík,
gengið inn Barkarvogsmegin. Eig-
endur húsnæðisins, Karl Stein-
grímsson og Aron Pétur Karlsson,
lánuðu það fyrir starfsemina.
Sigurður H. Ingimarsson,
flokksstjóri í Hjálpræðishernum,
sagði að undanfarnar þrjár vikur
hafi verið stanslaus straumur á
hverjum degi af fólki að leita að-
stoðar. Hjálpræðisherinn hafi ekki
bolmagn til að sinna því öllu. Hann
lýsti mikilli ánægju sinni með sam-
starfið um Jólaaðstoðina.
Fleiri beiðnir um jólaaðstoð
Fern hjálparsamtök sameinast um Jólaaðstoðina 2010 Búist er við að 4.500
fjölskyldur eða fleiri leiti aðstoðar fyrir næstu jól Afgreitt verður út um landið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólaaðstoð Hillurnar voru enn tómar í vörugeymslunni þegar fulltrúar
hjálparstofnana kynntu átakið. Til stendur að fylla á hillurnar fyrir jól.
Aðstoð fyrir jólin
» Jólaaðstoð 2010 er ætluð
þeim sem eru verst staddir.
» Þeir sem sækja um fá að
vita hvenær þeir geta sótt að-
stoðina á afgreiðslustaðina í
Reykjavík, Akranesi, Akureyri,
Keflavík og Grindavík.
» Í fyrra fengu um 4.000
fjölskyldur jólaaðstoð en búist
er við að ekki færri en 4.500
fjölskyldur muni óska eftir að-
stoð fyrir næstu jól.
Á morgun, fimmtudag, stendur
UNESCO - Menningarmálastofnun
Sameinuðu þjóðanna, fyrir alþjóð-
legum degi heimspekinnar. Ýmsar
heimspekilegar uppákomur eiga sér
stað vítt og breitt um heiminn, en
haldið hefur verið upp á daginn frá
árinu 2002.
Réttarholtsskóli heldur upp á dag-
inn með sýningu á verkum nemenda
sinna á miðvikudag og fimmtudag
nk., en alls stunda 140 nemendur nám
í heimspeki í vetur. Þema sýningar-
innar er „Frelsi til að undrast“ og
hafa nemendur samið og tekið saman
fjöldann allan af heimspekilegum
spurningum út frá undrun sinni sem
hafðar verða til sýnis á göngum skól-
ans. Sýningin er öllum opin.
Alþjóðlegur dagur
heimspekinnar