Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 500.000.000 +300.000.000 00.000 Nú er til mikils að vinna því fyrsti vinningur í Víkingalottóinu er hálfur milljarður og hefur aldrei verið hærri á árinu. Ofurpotturinn stefnir í 300 milljónir. Og þá er að leggja saman! Fáðu þér miða á næsta sölustað eða á lotto.is fyrir kl. 17.00 í dag. Fjórfald ur 1. vinnin gur ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 17. NÓVEMBER 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 SÖ LU LÝ KU R NÚ KL . 1 7 Egill Ólafsson egol@mbl.is Þorsteinn Pálsson efast um að nú- verandi ríkisstjórn geti lokið við- ræðum við Evrópusambandið um aðild að sambandinu. Hann sagði þetta á fundi sjálfstæðismanna um Evrópumál í Valhöll, en Þorsteinn á sæti í samninganefnd Íslands sem fylgir eftir ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusamband- inu. Þingsályktunartillagan sem Al- þingi samþykkti í fyrra um aðildar- umsókn gerir ráð fyrir að utanrík- isráðherra skrifi undir samning við ESB að loknum samningaviðræðum án þess að hann fái neina efnislega umfjöllun á Alþingi og hann fari síð- an í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðin samþykkir hann á Alþingi að staðfesta hann. Þjóðaratkvæða- greiðslan yrði þá aðeins leiðbein- andi fyrir Alþingi. Þorsteinn sagðist vera þeirrar skoðunar að við ættum að byrja á því að breyta stjórnar- skránni og utanríkisráðherrann ætti ekki að skrifa undir samning við ESB nema það væri alveg ljóst að það væri þingmeirihluti fyrir þeirri efnislegu niðurstöðu sem varð í við- ræðunum. Alþingi ætti síðan að taka afstöðu og ef þingið samþykkti samninginn ætti hann að fara til þjóðarinnar sem gæfi hið endanlega svar um hvort við göngum í ESB. „Ég held að það sé nánast úti- lokað að ríkisstjórn eins og núver- andi ríkisstjórn er samsett, geti lok- ið þessum samningum. Ef á að ljúka samningnum þarf að vera efnisleg- ur meirihluti fyrir því að gera það. Ég sé ekki hvernig annar stjórnar- flokka á að heimila ráðherra að undirskrifa samning ef sá stjórnar- flokkur ætlar svo að berjast gegn samningnum bæði út á við og meðal þjóðarinnar.“ Veikir samningsstöðuna Þorsteinn Pálsson segir að það muni veikja samningsstöðu okkar í viðræðum við ESB um aðild að sambandinu ef við klárum ekki að gera breytingar á hagsýslugerð. Hann minnti á að við hefðum nú þegar skuldbundið okkur til að gera þessar breytingar vegna aðildar okkar að EES. Andstæðingar að- ildar Íslands að Evrópusambandinu hafa lagt mikla áherslu á að við megum ekki byrja að gera neinar breytingar á stjórnkerfi okkar fyrr en aðildarsamningur hafi verið sam- þykktur. Þau atriði sem um ræðir snerta einkum hagsýslugerð í land- búnaði og breytingar á tölvukerfi tollsins. Þorsteinn sagði að hagsýslugerð- arþátturinn snérist um atriði sem við hefðum skuldbundið okkur til að gera hvort sem við færum inn í ESB eða ekki. Vegna aðildarum- sóknarinnar ættum við núna kost á að fá fjármuni frá ESB til að klára þessa vinnu, en ástæðan fyrir því að við værum ekki búnir að gera þetta nú þegar væri sú að við hefðum frestað því að ráðast í þessa vinnu vegna kostnaðar. „Það mun skipta okkur mjög miklu máli og styrkja okkar samn- ingsstöðu, að við höfum sambæri- legar hagtölur til að styðjast við í viðræðunum. Með því að klára ekki þetta verk þá erum við að veikja okkar eigin samningsstöðu.“ Þorsteinn fjallaði líka um breyt- ingar sem Íslendingar þyrftu að gera á stjórnkerfi sínu til að fá aðild að tollfrjálsum markaði Evrópu- sambandsins. „Tölvukerfi sem okk- ar tollinnheimta byggir á, þarfnast endurskoðunar og við getum fengið aðstoð til að samræma þetta tölvu- kerfi evrópska kerfinu. Það myndi gagnast okkur hvort sem við mynd- um ganga inn eða ekki. Það tekur hátt í þrjú ár að gera þær breyt- ingar. Ef niðurstaðan verður sú að við viljum ganga í ESB og teljum það vera okkur hagstætt, þá væri afskaplega óskynsamlegt að fresta inngöngunni vegna þess að við ætl- uðum ekki að byrja á því að breyta tölvukerfum eins og tollurinn notar fyrr en búið væri að taka ákvörð- un.“ Stjórnin getur ekki lokið ESB-viðræðum  Rætt um Evrópumál í Valhöll Morgunblaðið/RAX Evrópumál Þorsteinn Pálsson ræddi Evrópumál á fundi sjálfstæðismanna í Valhöll í gær. Samningaviðræður » Um 200 manns koma að samningavinnu fyrir hönd Ís- lands, þ.e. samningamenn, embættismenn og fulltrúar hagsmunasamtaka. » Eiginlegar samninga- viðræður þar sem farið er yfir alla löggjöf ESB og Íslands hóf- ust í fyrradag, en reiknað er með að þessari vinnu ljúki 2012.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.