Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010
800.00
REIKNAÐU DÆMIÐ
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Kennsla í þriðja tungumálinu og
dönsku hefur átt undir högg að sækja í
skólakerfinu og í Háskóla Íslands
verða fyrirlestrar á öðrum tungum en
ensku og íslensku sífellt fátíðari, að
sögn Auðar Hauksdóttur, dósents í
dönsku við Háskóla Íslands og for-
stöðumanns Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur. Lakari tungumálakunn-
átta valdi nemendum erfiðleikum,
takmarki tækifæri þeirra og lífsgæði
og menning þjóðarinnar og þekking
landsmanna verði fátæklegri fyrir vik-
ið.
„Ég tók eftir því í hruninu hvað nor-
rænu fjölmiðlarnir og þeir frönsku leit-
uðu mikið til okkar hjá Stofnun Vigdís-
ar Finnbogadóttur, þar sem þeir
þurftu að ræða við fólk sem gat svarað
og útskýrt atburðina á viðkomandi
tungumálum og útskýrt ýmsar þjóð-
félagslegar aðstæður í samanburði við
útlönd. Fjölmiðlarnir virðast ekki hafa
haft slíku fólki á að skipa og jafnvel
ekki utanríkisþjónustan heldur, nema
þá kannski sendifulltrúar í viðkomandi
löndum,“ segir Auður
Líst illa á breytingar
Íslensk málnefnd hefur áhyggjur af
vaxandi notkun ensku við háskóla-
kennslu. Einnig að sífellt stærra hlut-
fall doktorsritgerða sé á ensku.
Auður tekur undir gagnrýni mál-
nefndarinnar að hluta. Öllum beri
skylda til að stuðla að vexti og viðgangi
íslenskunnar en Auður minnir á að í
mörgum tilfellum geti skipt máli að
doktorsritgerðir séu á ensku eða öðr-
um erlendum tungumálum til þess að
ný þekking nái athygli alþjóðafræða-
samfélagsins. Það verði þó alltaf að
tryggja að ritað sé um vísindaleg mál-
efni á íslensku.
Í tungumálagreinum HÍ sé talið eðli-
legt að kennt sé og ritgerðir skrifaðar á
því tungumáli sem verið er að kenna.
Auður segir að áhyggjur af veikari
stöðu þjóðtungunnar í háskólum séu
alls ekki einskorðaðar við Ísland, slík
umræða fari fram alls staðar á Norð-
urlöndunum og víðar. Fólk óttist að ef
enska verður ráðandi í háskólastarfi
verði þróunin sú að þjóðtungurnar
verði á endanum aðeins notaðar til að
fjalla um einföld hversdagsleg fyrir-
bæri.
Auður hefur þó ekki endilega
mestar áhyggjur af því að
enska sé notuð við háskóla-
kennslu heldur að hún sé við
það að ryðja öðrum erlendum
tungumálum úr vegi, s.s. nor-
rænu málunum, frönsku, þýsku
og spænsku. „Þann áratug sem ég
hef starfað við háskólann hefur
mér þótt mikill auður fólginn
í því að starfsmenn hans
koma víða að og hafa numið
í mörgum löndum. En það
gerist æ oftar að fyrirlestr-
ar eru bara fluttir á ensku eða ís-
lensku,“ segir Auður. Þetta sé gert til
að fleiri geti hlýtt á fyrirlestrana en um
leið sé minni krafa gerð til tungumála-
kunnáttu. Það hafi hingað til verið dýr-
mæt sérstaða Íslendinga að þeir hafi
verið góðir í mörgum tungumálum.
Auður segir að nú sé dregið úr kennslu
í norrænu málunum og í þriðja erlenda
tungumálinu. Einnig standi til að flytja
hluta námsefnis í framhaldsskólum
niður í grunnskóla. Það hugnast henni
illa og hún bendir á að það sé einfald-
lega ekki hægt að kenna 15 eða 16 ára
unglingi það sama og 17 og 18 ára. „Við
teljum að þetta geri unglinga verr í
stakk búna til að takast á við fram-
haldsnám.“
Menntaskólaþýskan dugði 1930
Auður segir afar mikilvægt fyrir Ís-
lendinga að geta áfram sótt sér fram-
haldsnám í útlöndum og þá ekki ein-
göngu á ensku. Hún nefnir sem dæmi
að Einar B. Pálsson verkfræðingur,
sem nú sé hátt á tíræðisaldri, hafi farið
til Þýsklands upp úr 1930 til náms. Um
leið hafi allur eðlisfræðibekkurinn
hans úr Menntaskólanum í Reykjavík
farið til Þýskalands í háskólanám, ne-
staður þýskukunnáttunni úr MR.
„Þannig komust þeir í tengsl við margt
af því sem fremst var í heiminum í
tækni og vísindum og færðu síðar ís-
lensku þjóðfélagi. Þá mynduðu þeir
vafalítið tengsl við heimamenn, sem
hafa orðið þeim og okkur dýrmæt,“
segir Auður. Mörg sambærileg dæmi
séu um Danmörku og t.d. Frakkland.
Háskólinn verði að styrkja íslenskuna,
en líka að það fari fram samskipti og
lífleg umræða á öðrum tungumálum.
„Í mínum huga snýst umræðan ekki
bara um ensku eða íslensku.“
Þriðja málið á í vök að verjast
Mikilvægt fyrir Íslendinga að geta
stundað framhaldsnám í útlöndum
á öðrum tungumálum en ensku
Morgunblaðið/Ómar
Nám Um 11% af námskeiðum við HÍ í fyrravetur fóru fram á ensku.
Tungumálakennarar í framhaldsskólum eru mjög uggandi um stöðu
þriðja máls, þ.e. frönsku, spænsku og þýsku. Í nýju framhalds-
skólalögunum er ekki gert ráð fyrir öðrum tungumálum en ís-
lensku og ensku í kjarna til stúdentsprófs og áhrifa þessa mun
þegar farið að gæta, segir Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku við
Háskóla Íslands. „Það er náttúrlega bráðnauðsynlegt fyrir þróun
tungunnar að við tjáum okkur um sem flest málefni á íslensku,“
segir Auður. „og enskan er okkur afar mikilvæg, en kunnátta í
henni er fráleitt nóg. Við þurfum að vera góð í fleiri málum til
að geta nýtt tækifæri og látið að okkur kveðja í samskiptum
við útlendinga jafnt heima og heiman. Það þarf að vera al-
menn kunnátta í þeim málum, sem þær þjóðir tala, sem
við eigum í mestum samskiptum við.“
Ekki nóg að kunna ensku
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Auður
Hauksdóttir