Morgunblaðið - 17.11.2010, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.11.2010, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Ég votta fjölskyldu hennar dýpstu samúð, blessuð sé minning hennar. Sigurlín Sveinbjarnardóttir. Elsku amma Júlla, ég verð þess ávallt þakklát að hafa fengið að sitja þér við hlið þína hinstu nótt. Að mörgu leyti var það mér léttir þegar ég frétti að stutt væri eftir af löngu lífsskeiði þínu. Jafnvægisleysi, skert sjón og heyrn stálu frá þér því sjálf- stæði sem hefur ávallt einkennt þig. Eftir mjaðmabrotið í sumar varstu svipt því litla sjálfstæði sem eftir var og þótti mér erfitt að vita af þér á sjúkradeildinni á Höfða, föst í stól alla daga og minnið upp og ofan. Í minningunni ert þú fyrirmynd ís- lenskra kvenna, ávallt sterk, sjálf- stæð og einstök kona. Mér fannst stundum að þú hefðir mátt setja þínar þarfir ofar þörfum ástvina en það var ekki í þínu eðli. Undanfarin ár hef ég notið þess heiðurs að geta heimsótt þig og hitt þig reglulega þó fá hafi þau verið skiptin undanfarna mánuði. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið mér tíma til að koma til þín áður en þú misstir meðvitund. Þú verður ávallt elsku besta amma mín og ég ber nafn þitt með stolti. Ég er óendanlega þakk- lát fyrir þær stundir sem við áttum saman eftir að ég flutti heim; verst þykir mér að þú munt aldrei ná að kynnast Andrew almennilega og okkar ófæddu börnum. Ég held samt að þú hafir ávallt vitað að svo yrði. Ég man þegar þú varst búsett í Reykjavík og ég fékk að vera í pöss- un hjá ykkur afa. Ég hlakkaði alltaf svo mikið til. Ég minnist þess að labba um sali listasafnsins, hönd í hönd. Mér fannst þú svo falleg í bláa og hvíta blómakjólnum innan um lit- rík málverkin og rauðmálaða veggi safnsins. Gamla Hagkaup í Skeif- unni er líka ofarlega í minningunni enda fékk engin önnur smástelpa að fara upp leyndardómsfulla stigann við innganginn, þar máttu bara starfsmenn vera. Lengi vel fannst mér fátt merkilegra en sú upplifun. Á fullorðinsárum minnist ég langra heimsókna, aldrei styttri en tvær klukkustundir, enda mikið að tala um. Þú sýndir mér skilning og settir aldrei út á flakkið á mér eða endalausa flutninga milli landa. Mér þótti vænt um þann skilning sem þú sýndir mér. Þrátt fyrir að þú gast lítið talað við Andrew, þá skynjaði hann hlýju og einlægni í fari þínu, og fann að hann var velkominn í fjöl- skylduna. Tengdaforeldrum mínum þótti vænt um að heimsækja þig í stuttri heimsókn sinni 2008 og þótti þeim þú bera af. Þín hinsta nótt var löng og erfið. Andardráttur þinn var þungur og erfiður; það korraði í þér en sem betur fer leið þér vel. Við pabbi sát- um þér við hlið fram undir morgun og reyndum að halda okkur vakandi þangað til þreytan fór að segja til sín. Morgunkyrrðin létti andrúms- loftið eftir vindhviður næturinnar og þá stund varðveiti ég í minningunni svo lengi sem ég lifi. Þín nafna og sonardóttir, Júlíana Björnsdóttir. Ég varð bæði glöð og hrygg þeg- ar mamma hringdi í mig til að til- kynna mér að amma hefði dáið fyrir 15 mínútum. Glöð yfir því að amma þyrfti ekki að liggja lengur ósjálf- bjarga og hrygg yfir því að hafa misst ömmu mína. Amma datt og brotnaði fyrir nokkrum vikum og hrakaði henni hratt eftir það. Við amma vorum nánar, ég og foreldrar mínir bjuggum hjá þeim á Heiðar- brautinni þegar ég var yngri en ekki man ég margt frá þeim árum, því miður. Þegar ég varð eldri passaði amma mig oft og spiluðum við mik- ið, ömmu fannst mjög gaman að leggja allskonar kapla og eyddum við mörgum tímum við þá iðju. Mér fannst líka mjög gaman að „stríða“ bróður hennar ömmu, honum Munda, sem bjó í næsta húsi. Sér- staklega man ég eftir einu atviki þegar ég kom á harðahlaupum inn í eldhús og sagði að hann Mundi ætl- aði að henda mér á haugana. Amma sagði mér að fela mig undir borði, Mundi kom og leitaði að mér en „fann“ mig ekki. Ég held samt að þau amma hafi sjálfsagt blikkað hvort annað og það hefði verið hægðarleikur fyrir Munda að finna mig undir borðinu. Eftir þetta hætti ég að stríða Munda, maður vissi jú aldrei hvenær hann myndi láta verða af hótun sinni. Amma og afi bjuggu um tíma í Reykjavík og ég man hvað mér fannst gaman að fara til þeirra og dvelja yfir helgi. Amma vann stund- um á helgum á Listasafni ASÍ og fórum við afi oft og kíktum á sýn- ingar, mér fannst ég ákaflega merkileg að geta labbað inn í fylgd afa án þess að þurfa að borga. Á unglingsárunum fór ég stundum til Reykjavíkur og í hvert skipti tók ég strætó í Skeifuna og heimsótti ömmu í Hagkaup og þar fékk maður alltaf eitthvað gott í gogginn. Amma og afi fluttu sem betur fer aftur á Akranes og urðu þá samverustund- irnar margar á Stekkjarholtinu og síðar á Vesturgötu og Höfðagrund. Þegar ég var komin í háskóla þá vann ég nokkur jólafrí í bókabúðinni á Skaganum, amma og afi bjuggu þar rétt hjá og fór ég oft í hádeginu og borðaði hjá þeim. Eftir matinn vildi amma ekki heyra á það minnst að ég hjálpaði henni að ganga frá, ég ætti heldur að hvíla mig í smá- stund þar sem ég væri að fara að vinna fram eftir kvöldi (þá hugsaði ég oft: Ég vildi að mamma segði þetta stundum). Eftir nám flutti ég í Stykkishólm og lét amma sig ekki vanta í öll þau afmælisboð sem hald- in voru hjá langömmubörnunum. Fermingarveisla Hrefnu Rósar 2008 var haldin úti á sjó, ömmu fannst það frábært, sérstaklega þar sem veðrið var svo gott. Þegar við fjöl- skyldan komum í heimsókn á Akra- nes var amma yfirleitt búin að frétta að von væri á okkur, við héldum síð- an ávallt aftur heim með poka fulla af kleinum, appelsínukökum og ekki má gleyma fiskibollunum. Fiskiski- bollurnar hennar ömmu eru bestu fiskibollur í heimi að mati barnanna minna og ég er ekki frá því að það sé rétt. Amma var einnig dugleg að prjóna og nutum við góðs af því, einnig seldi ég um tíma lopapeysur frá henni í Þýskalandi. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína, við biðjum kærlega að heilsa afa. Ég sakna þín. María Valdimarsdóttir. Í dag kveð ég þig, elsku amma. Um þig á ég margar og góðar minn- ingar. Þótt ung hafi ég verið man ég eftir þegar þið afi bjugguð í blokk- inni í Reykjavík. Komu minni á listasafnið til þín og ófáu ferðunum í Hagkaup. Eftir að þið fluttuð aftur á Skagann var alltaf gott að koma á Stekkjarholtið. Þar voru ófáar veisl- ur og jólaboð. Gaman þótti mér að fá að gista hjá ykkur, eftir skóla var líka stundum labbað í Harðarbakarí þar sem þú vannst og þar fékk mað- ur kannski eins og eina kleinu. Eftir að afi veiktist fluttuð þið á Vest- urgötuna og þaðan upp á Höfða- grund. Þar hugsaðir þú svo vel um afa, hann kominn í hjólastól og sjaldan þáðir þú hjálparhönd. Eftir nokkur ár fór svo afi út á Höfða, þangað fórst þú daglega og tókst hann heim eins oft og þú gast. Þeg- ar komið var til þín varstu alltaf fljót að tína á borðið kræsingar, hvort sem það voru vöfflur, pönnukökur, eplakaka, kleinur eða góða appels- ínukakan þín. Ég sé okkur fyrir mér núna sitjandi við eldhúsborðið, að borða ljúffengar kökur og spjalla um allt milli himins og jarðar. Oft áttir þú það líka til að steikja fiski- bollur fyrir okkur eða bjóða okkur í gómsæta kjötsúpu í hádeginu. En eftirminnislegasta hefðin var á að- fangadag, þá var farið í kirkjugarð- inn og svo var komið til þín í pönnu- kökuveislu og maginn fylltur, enda voru pönnukökurnar þínar það besta sem ég fékk. Síðustu ár hef ég verið svo heppin að fá að sjá um hár- ið þitt. Þá hefur þú komið til mín á stofuna. Þar sögðu ávallt margir hversu glæsileg kona þú værir. Fyr- ir um 2 árum fékkst þú þig loksins til þess að fara í litla og notalega íbúð inni á Höfða. Þar dast þú eim- mitt í lok sumars og brotnaðir og hafðir þú ekki náð þér að fullu. Eftir sjúkrahúsdvölina fórst þú á sjúkra- deildina á Höfða. Þangað reyndi ég að koma eins oft og ég gat. Til að byrja með fékk ég að keyra þig í hjólastól inn á hárgreiðslustofuna hjá Guðnýju, en ekki leið á löngu þar til þú varst farin að nota göngu- grindina þína og þá röltum við sam- an. Í herberginu þínu höfðum við svo margar dekurstundir eins og þú sagðir svo oft, þá setti ég á þig handáburð, þvoði þér í framan og setti á þig krem. Allar þessar yndis- legu stundir sem ég fékk að eiga með þér þessa síðustu mánuði mun ég varðveita í hjarta mínu, elsku amma mín. Ég var á leið í heimsókn til þín á laugardagskvöldið, en þá sögðu starfskonurnar á Höfða að þú hefðir verið send upp á sjúkrahús, þangað fór ég og var hjá þér fram á morgun. Það er mér kært að hafa fengið að sitja hjá þér, strjúka höfuð þitt eða hönd. Ég fór með bænina með þér og sagði þér að fara inn í ljósið og hitta afa, endurfundir ykk- ar hafa verið ánægjulegir og nú hvíl- ir þú við hlið hans. Ég kveð þig að sinni með sálminum sem ég fór með fyrir þig á dánarbeðnum. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Elsku pabbi, Kolla, Dídí, Kristín, Björn og Ásta, megi Guð vera með ykkur. Elsku amma, ég sakna þín. Þín Lára Dóra. Hún langamma okkar var sér- stök, hún var mjög góð og skemmti- leg manneskja. Hún var algjört æði. Alltaf þegar við komum í heimsókn hlóð hún eldhúsborðið af ýmsu góð- gæti sem enginn gat gert jafn vel og hún, svo sem kleinum, pönnsum, appelsínukökunni góðu og mörgu fleiru. Svo má ekki gleyma fiskiboll- unum. Hún amma lang eða amma Júlla, eins og við kölluðum hana, gerði bestu fiskibollur í heimi. Við höfum prófað margskonar tegundir gegnum tíðina og engar eru jafn góðar og fiskibollurnar hennar. Eitt sumarið vorum við í pössun hjá henni hluta dagsins og við bröll- uðum margt skemmtilegt. Hún kenndi okkur t.d. að prjóna og við prjónuðum barbítrefla sem við ætl- uðum svo að selja en það varð ekk- ert úr því, þar sem við vorum ekkert rosalega góðar í prjónamennskunni. Um daginn þegar Hrefna Rós fór með ömmu í heimsókn til hennar var hún mjög hress, með húmor og allt þótt hún gæti ekki gert mikið, og núna er hún farin. Við áttum mjög margar skemmtilegar stundir með henni og eigum margar góðar minningar um hana. Við verðum æv- inlega þakklát fyrir að hafa átt hana að og biðjum Guð að annast hana vel. Hrefna Rós, Halldóra Kristín, Anna Soffía og Valdimar Hannes. Í dag kveðjum við systur, hjartkæra frænku okkar, Nönnu Cortes. Það er sárt að kveðja en margs að minnast. Langri og fal- legri samferð okkar er lokið. Við vor- um systradætur og Nanna var elsta barnabarn afa og ömmu, Friðjóns Sæmundssonar bónda á Laugum í Sælingsdal og Sigurbjargar Jóns- dóttur, konu hans. Sumarið 2008 var haldið ættarmót afkomenda þeirra vestur í Dölum. Samveran frá þeirri skemmtun er okkur hugstæð nú. Þar skemmti Nanna sér konunglega og rifjaði upp fyrir okkur, með sömu hlýjunni sem einkenndi hana alla tíð, bernskuna í sveitinni hjá ömmu og afa. Hún ljómaði öll við frásögnina og færði okkur lifandi myndir. Nanna var alla tíð glæsileg kona og Kristjana Svanberg Jónsdóttir Cortes ✝ Kristjana Svan-berg Jónsdóttir Cortes fæddist 28. júní 1920, um borð í vélbátnum Svani, fyr- ir utan Höskuldsey á Breiðafirði, á leið til Stykkishólms. Hún lést í Reykjavík 22. október 2010. Jarðarför Nönnu var gerð frá Lang- holtskirkju í Reykja- vík 2. nóvember 2010. smekkleg með af- brigðum. Hún hall- mælti engum, var kærleiksrík og ætt- rækin og afar áhuga- söm um afkomendur okkar. Nanna var au- fúsugestur á öllum tímamótum í lífi fjöl- skyldna okkar. Frænku okkar hittum við síðast nú í sumar, í níræðisafmæli hennar. Ekki grunaði okkur þá að það yrðu okkar síð- asti fundur. Nú er lífi elsku frænku lokið og langar okkur á kveðjustundu að minnast hennar í eftirfarandi ljóði, sem sannarlega lýsir vegferð hennar vel: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Megi hin eilífa hvíld verða Nönnu okkar góð. Unnur og Guðrún Jóhann- esdætur. Elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið. Ég er eins og væng- brotinn fugl án þín. Ég kveð þig, elsku amma, með sumarbústaðarlaginu okkar. Fram í heiðanna ró fann ég bólstað og bjó þar sem birkið og fjalldrapinn grær. Þar er vistin mér góð, aldrei heyrist þar hnjóð, þar er himinninn víður og tær. Heiðarból ég bý, þar sem birkið og fjalldrapinn grær þar er vistin mér góð aldrei heyrist þar hnjóð, þar er himinninn víður og tær. Mörg hin steinhljóðu kvöld upp í stjarnanna fjöld Sigríður Unnur Ottósdóttir ✝ Sigríður UnnurOttósdóttir fædd- ist í Reykjavík 19. jan- úar 1930. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 23. október síðastliðinn. Útför Sigríðar fór fram frá Bústaða- kirkju 29. október 2010. hef ég starað með spyrj- andi þrá. Skyldi dýrðin í geim bera af dásemdum þeim sem vor draumfagri jarð- heimur á? (Kristján frá Djúpalæk) Ég veit að afi og Simmi taka vel á móti þér og að þið hafið það gott saman. Knúsaðu þá frá mér. Þín, Unnur. Elsku besta amma Sissa er orðin að engli. Við söknum hennar mjög mikið og finnst mjög leiðinlegt að litla systir okkar fái ekki að kynnast langömmu Sissu og fá nammi úr ömmunammikrúsinni og klink í vas- ann. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku amma Sissa, núna líður þér örugglega betur og ert orðin engill sem passar okkur. Tandri Snær, Dagur og litla systir. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR LOFTSDÓTTUR, Framnesi, Ásahreppi, sem andaðist sunnudaginn 24. október. Sérstaklega þökkum við læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Hellu og Hvolsvelli fyrir frábæran stuðning, hjálpsemi og hlýhug. Biðjum við öllum guðsblessunar og bjartri framtíð. Guðbjörn Ingvar Jónsson, Jóna Guðbjörnsdóttir, Guðfinnur Gísli Þórðarson, Þórunn Guðbjörnsdóttir, Jón Þorsteinsson, Margrét Harpa Jónsdóttir, Þuríður Marín Jónsdóttir, Steinunn Birna Jónsdóttir, Bergþór Kristinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.