Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 26
26 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010
Sudoku
Frumstig
4 8 5 7
3 8 9
9 3 5 1 4
7 4
3 1
8 6 1 7
5 1 8
9 6
4 8
3 1
6 4
6
2 6 7 3 1
3 4 2 8
5
6 5 1 7
8 1 3
2 4 5
9 1 4
8
9 5 6 4
3 1 9
5 9 4
8 7 5
4 7 6 8 3
7 4 9 1 8
3
6 9 8 1 4 2 5 7 3
4 5 2 8 3 7 1 6 9
7 3 1 5 6 9 4 2 8
5 8 6 4 7 3 9 1 2
9 1 4 2 8 5 7 3 6
3 2 7 6 9 1 8 4 5
8 6 5 7 2 4 3 9 1
1 7 9 3 5 6 2 8 4
2 4 3 9 1 8 6 5 7
5 4 2 6 3 7 9 1 8
9 3 7 8 1 4 5 2 6
1 6 8 5 2 9 4 7 3
3 8 6 4 7 2 1 9 5
2 9 4 1 6 5 8 3 7
7 1 5 9 8 3 2 6 4
4 5 3 7 9 1 6 8 2
8 2 9 3 4 6 7 5 1
6 7 1 2 5 8 3 4 9
9 2 5 6 4 1 8 3 7
3 1 4 5 7 8 9 6 2
8 7 6 2 9 3 1 4 5
2 3 8 9 1 7 6 5 4
4 6 7 3 8 5 2 1 9
1 5 9 4 6 2 7 8 3
7 4 1 8 3 9 5 2 6
6 9 2 1 5 4 3 7 8
5 8 3 7 2 6 4 9 1
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 17. nóvember,
321. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Daníel tók til máls og
sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð
til eilífðar, því hans er viskan og mátt-
urinn.“ (Daníel 2, 20.)
Mest lesna fréttin á mbl.is í gærbar fyrirsögnina „Sá sig í
Google Earth og missti 45 kíló“.
Fréttin fjallar um mann, sem ofbauð
holdafar sitt þegar hann sá mynd af
sér á vef fyrirtækisins Google, Go-
ogle Street View. Menn á vegum Go-
ogle hafa farið með myndavélar um
borg og bý víða um heim og myndað
allt, sem fyrir augu ber. Efnið er
unnið og sett á netið og er þá hægt að
skoða heilu byggðarlögin götu fyrir
götu. Oft bregður líka gestum og
gangandi fyrir, en á heimasíðu Go-
ogle segir að andlit og bílnúmer séu
sett í móðu til að torvelda netnot-
endum að þekkja þá, sem fyrir ber.
Það kom ekki í veg fyrir að Bob
Mewse frá Bristol þekkti sjálfan sig
og líkaði ekki það sem hann sá.
x x x
Mewse brást við með því að fara ímegrun. Hann léttist um þriðj-
ung þyngdar sinnar eða 45 kg. Þegar
leitað er að orðunum Google, Bob og
Mewse á netinu fást 21 þúsund niður-
stöður. Mewse er fréttaefni. Á mynd
í fríblaði einu sést hann slank og
elegant í gömlu buxunum sínum, sem
nú eru svo hólkvíðar á honum að
hann kæmi bauju ofan í strenginn án
þess að finna fyrir þrengslum.
x x x
En Google nær ekki bara mynd-um af fólki, sem þyrfti að fara í
megrun. Á vefsíðu einni hefur verið
safnað saman myndum, sem náðst
hafa af fólki við vafasamar aðstæður.
Á einni þeirra er maður að klifra upp
á svalir og spurning hvort hann er að
brjótast inn eða gleymdi bara lykl-
unum. Á annarri er maður að kaupa
eiturlyf af manni í bíl. Á þeirri þriðju
standa þrír menn og létta á sér í veg-
arkanti.
x x x
Götumyndavélar Google hafa ekkináð til Íslands þannig að les-
endur Víkverja geta andað rólega.
Talsmenn Google segjast bara vera
að skrásetja heiminn, en einhvern
veginn finnst Víkverja að hér sé eitt-
hvað annað og meira á seyði.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 andvíg, 8 guð-
hrætt, 9 stúlkan, 10 frístund,
11 rétta við, 13 ákvarða,
15 mús, 18 mikið, 21 nár, 22
tjón, 23 vesæll, 24 pretta.
Lóðrétt | 2 vanvirða, 3
drembna, 4 kaffibrauðsteg-
und, 5 sér eftir, 6 mjög, 7
flanið, 12 læt af hendi, 14 út-
lim, 15 meltingarfæri, 16
brotsjór, 17 ávöxtur, 18
þrjót, 19 trylltur, 20 hreina.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hlífa, 4 eggja, 7 geymt, 8 ramba, 9 trú, 11 alda, 13
unna, 14 kætir, 15 sæma, 17 tarf, 20 ara, 22 látún, 23 unnið, 24
afana, 25 terta.
Lóðrétt: 1 hagga, 2 ímynd, 3 autt, 4 edrú, 5 gaman, 6 apana, 10
Rútur, 12 aka, 13 urt, 15 súlda, 16 motta, 18 asnar, 19 fiðla, 20
anga, 21 aumt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6 6. Bd3 e6 7. f4 b5 8. O-O Bb7
9. Kh1 Rbd7 10. De1 Dc7 11. Rf3 b4 12.
Rd1 Rc5 13. Rf2 d5 14. e5 Rfe4 15. Be3
Be7 16. Bd4 O-O 17. De3 f5 18. exf6
gxf6 19. Rg4 Bd6 20. Rg5 Dg7 21. Dh3
Hae8 22. Dh5 He7 23. Hae1 Bc6 24.
Dh4 e5 25. Rxe4 dxe4 26. Bc4+ Kh8 27.
fxe5 fxe5 28. Hxf8+ Dxf8 29. Hf1 Dg7
Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu
móti sem haldið var í New York árið
1989. Íslenski stórmeistarinn Jón L.
Árnason hafði hvítt gegn hollenska al-
þjóðlega meistaranum Leon Pliester.
30. Rxe5! Bxe5 31. Bxe5! Hxe5 32. Hf7
Dg6 33. Hf8+ og svartur gafst upp
enda liðstap óumflýjanlegt eftir
33. …Kg7 34. Hg8+.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Ógæfuleg byrjun.
Norður
♠G3
♥ÁKD10943
♦104
♣83
Vestur Austur
♠ÁK9542 ♠106
♥-- ♥G765
♦75 ♦ÁDG8
♣ÁD1062 ♣954
Suður
♠D87
♥82
♦K9632
♣KG7
Suður spilar 3G redobluð.
Roy Welland og Zia Mahmood
spiluðu saman í boðsmótinu í Kaup-
mannahöfn og gekk á ýmsu. Fyrsta spil-
ið gaf ekki góð fyrirheit. Welland í norð-
ur vakti á 1♥ og Zia svaraði með
kröfugrandi. Vestur kom rólega inn á
2♠ og Welland stökk galvaskur í 3G!
Dálítið sérstakt með 10 háspilapunkta,
en vissulega á hann líklega sjö slagi á
hjarta.
Gröndin þrjú gengu til vesturs, sem
doblaði. Og Welland redoblaði! Þar var
hann líklega undir nokkrum „Meckwell-
áhrifum“, en þeir félagar, Meckstroth
og Rodwell, hafa lengi notað redobl í
slíkum stöðum til að óska eftir hjálp í lit
mótherjanna. Zia átti ♠Dxx í inn-
ákomulitnum og sagði því pass.
Spaðastoppið dugði þó skammt og
niðurstaðan varð –1600 fyrir fjóra niður.
Ekki gæfuleg byrjun.
17. nóvember 1913
Fréttamyndir, hinar fyrstu ís-
lensku, birtust í Morgun-
blaðinu. Þetta voru dúkristur
sem voru gerðar til skýringar
á frétt um morð í Dúkskoti í
Reykjavík.
17. nóvember 1940
Akureyrarkirkja var vígð.
Hún var þá stærsta guðshús ís-
lensku þjóðkirkjunnar, rúm-
aði um 500 manns. Guðjón
Samúelsson, húsameistari rík-
isins, teiknaði kirkjuna og
skipulagði umhverfi hennar,
en upp að henni liggja um
hundrað tröppur.
17. nóvember 1988
Linda Pétursdóttir, 18 ára
fjölbrautaskólanemi frá
Vopnafirði, var kosin ungfrú
heimur. Hún hlaut einnig tit-
ilinn ungfrú Evrópa. „Sig-
urinn kom mér algerlega á
óvart,“ sagði Linda í samtali
við Morgunblaðið. „Þetta er
ólýsanlegt.“
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Sumarbústaður í Þverárhlíð og ferðalög á framandi
slóðir hafa verið helstu áhugamál Reynis Guðmunds-
sonar síðustu árin, en hann fagnar sextíu ára afmæli
í dag. Hann og kona hans, Sigrún Sigurþórsdóttir,
seldu parhúsið sitt fyrir nokkrum árum og fluttu í
fjölbýlishús. „Við ákváðum að bíða ekki of lengi og
erum alsæl með þessa ákvörðun,“ segir Reynir. Þau
hafa m.a. ferðast um Karíbahafið og til Kúbu, Kína
og Mexíkó. Með aðstoð Google reiknuðu þau út að
þau hefðu komið til 14% af löndum heimsins.
Reynir er lærður skrifvélavirki og kunni sem slík-
ur á gangverk reiknivéla, búðarkassa og ritvéla; tæki sem eru mörgum
framandi í dag. Hann lærði hjá fyrirtæki sem hét Guma, en starfaði síðan
hjá Gísla J. Johnsen, Nýherja, Hvítlist og vinnur núna hjá Pixel prent-
þjónustu. „Við gömlu skrifvélavirkjarnir þróuðumst með tækninni og ég
fékk meistararéttindi í rafeindavirkjun fyrir margt löngu.“
Reynir segir að ef heilsan sé í lagi þurfi menn ekki að vera deginum
eldri en þeir vilji sjálfir. „Þegar fólk er að gera grín að því hvað ég er
gamall segi ég gjarnan, að það sé betra að eiga afmæli en ekki. Meðan
fólk hefur heilsu og getu er um að gera að nýta tækifærin,“ Reynir og
Sigrún eiga þrjú börn og í tilefni dagsins verður kaffi á könnunni.
Reynir Guðmundsson rafeindavirki sextugur
Um að gera að nýta tækifærin
Hlutavelta
Amalía Rós Mar-
grétardóttir og
Hafey Lipka
Þormarsdóttir
gengu í hús í
Mosfellsbænum
og söfnuðu
flöskum og dós-
um. Þær gáfu
Rauða kross-
inum andvirðið,
2.328 krónur.
Flóðogfjara
17. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 3.27 3,2 9.43 1,3 15.46 3,2 21.59 1,1 10.03 16.23
Ísafjörður 5.24 1,7 11.36 0,8 17.36 1,8 23.54 0,6 10.29 16.07
Siglufjörður 1.14 0,4 7.29 1,1 13.42 0,4 19.48 1,1 10.13 15.50
Djúpivogur 0.26 1,8 6.45 0,9 12.48 1,7 18.52 0,8 9.38 15.48
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú forðast að segja sannleikann.
Hvers vegna? Hann mun hvort sem er koma
fram. Taktu þér tak og komdu lagi á hlutina.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Vinur kemur á óvart. Gættu þess að
hverfa ekki svo á vit þíns innri manns að þú
gleymir umhverfi þínu.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú leitar að samböndum sem
styðja þig í þeirri viðleitni að bæta þig. Þú
þarft ekki að gera alla hluti strax.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú hefur fengið starf sem krefst mik-
illar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Þú ert
raunsæ manneskja og veist að slíkt gengur
ekki alla ævi.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Notaðu innsæið og komdu þér að kjarn-
anum. Vertu sérstaklega á verði gagnvart
þeim sem vilja hnýsast í einkamál annarra.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú getur ekki lokað augunum fyrir því,
að margt af því sem þú segir misskilst af því
að þú talar hvorki skýrt né skorinort. Leitaðu
aðstoðar ef þú átt í vanda.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú er ekkert vélmenni, en þú ert svo
sannarlega samkeppnishæf/ur við hvern
þann sem vinnur sama verk og þú. Allt virðist
einhvern veginn of erfitt þessa dagana.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það kann að vera að manneskja,
sem er hjálparþurfi, verði kynnt fyrir þér.
Munið að ykkar frelsi endar þar sem hinna
byrjar.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Farðu varlega í að gera umbætur
heima. Samskiptin við okkar nánustu reynast
oft ruglingslegustu og mest krefjandi verk-
efni okkar í lífinu.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Ef þú vilt að þér verði eitthvað úr
verki þarftu að halda þig við raunveruleikann.
Hver sækir svona fast í að verða vinur þinn?
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Gæðadagur er í vændum og þú
leggur þitt af mörkum með snilligáfu þinni.
Hvort þú gerir eitthvað af viti eða ekki næstu
daga skiptir ekki öllu.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Góðvild þín er sjálfsagður hlutur í
augum annarra. Treystu því að þú verðir sam-
þykkt/ur og láttu þína innri rödd leiða þig
áfram.
Stjörnuspá
Jónas Gunnars-
son, sjómaður og
útgerðarmaður
frá Ólafsvík, er
sjötugur í dag,
17. nóvember.
Hann býður ætt-
ingjum og vinum
að samgleðjast
með sér og fjölskyldu sinni laugar-
daginn 20. nóvember kl. 20 í félags-
heimilinu Klifi, Ólafsvík. Ekki er
tekið á móti gjöfum öðrum en gleði
og samveru.
70 ára