Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 17
Innlegg í umræðu vegna flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélaga Fyrirhugað er að flytja þjónustu við fatl- að fólk og lagalegar skyldur svæð- isskrifstofa málefna fatlaðra til sveitarfé- laga hinn 1. janúar 2011. Hinn 22. sept. sl. héldu félags- og trygg- ingamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Öryrkjabandalag Íslands, Þroska- hjálp, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Ís- lands málþing um: „Málefni fatlaðs fólks á tímamótum – horft til fram- tíðar“. Í ræðum frummælenda kom end- urtekið fram, að nú væri tækifæri til að koma á nýrri hugmyndafræði í málefnum fatlaðs fólks, tryggja samráð við notendur, hagsmuna- samtök, fræðasamfélagið, tryggja samstarf fagfólks, sviða og stofnana og að tryggja þyrfti nauðsynlega þekkingu og fræðslu. Samkvæmt heimasíðu undirbúnings flutnings- ins kemur fram að markmið til- færslu þjónustu við fatlaða sé m.a. að: „Bæta þjónustu og auka mögu- leika til að laga hana að þörfum not- enda með hliðsjón af ólíkum að- stæðum.“ Í drögum að leiðarljósi Reykjavíkurborgar um þjónustu við fatlað fólk kemur fram að framtíð- arsýn borgarinnar byggist á samn- ingi Sameinuðu þjóðanna með rétt- indi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Þar kemur einnig fram að margbreyti- legum þörfum borgarbúa verði mætt með sveigjanlegri og ein- staklingsmiðaðri þjónustu sem veitt verði af virðingu og fagmennsku. Gæði þjónustu á vegum sveitarfélaga Hin síðustu ár hefur verið lögð áhersla á mikilvægi fjölskyldunnar í lífi fatlaðra barna og uppbyggingu færni, þekkingar og stuðnings við hana til að geta sinnt þörfum þeirra sem best. Nauðsynlegt er á sama hátt að tryggja gæði þjónustu fyrir fatlaða einstaklinga með fjölþætta skerðingu, börn, ung- menni og fullorðna sem treysta á umsjá og þjónustu sem veitt er af hinu opinbera. Gæði aðstoðar og umönn- unar hafa óhjákvæmi- lega áhrif á lífsgæði og jafnvel á framvindu og alvarleika fötlunar við- komandi einstaklings. Aðilar og stofnanir sem sinna þjónustu fyrir þessa ein- staklinga gegna þýð- ingarmiklu hlutverki í lífi fólks með fjölþætta skerðingu. Það er því mik- ilvægt að veita starfsfólki sem sinn- ir formlegri umönnun og aðstoð ráðgjöf, þjálfun og stuðning og tryggja þannig að sú þekking og færni sem einstaklingurinn nýtur í foreldrahúsum verði áfram fyrir hendi þótt hann komist á fullorð- insár. Þannig er hægt að auðvelda aðstoð og umönnun, auka velferð og lífsgæði einstaklingsins og mögu- leika á samfélagslegri þátttöku. Heilsa og færni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að náið samhengi sé milli heilsu og færni. Hjá einstaklingum með fjölþætta skerðingu, eins og t.d. tiltekin form heilalömunar (CP), er aukin hætta á aflögunum í stoð- kerfi, skerðingu í liðferlum, hrygg- skekkju og mjaðmaliðhlaupi, sem síðan hafa í för með sér vandamál við að liggja, sitja, standa og ganga og hafa áhrif á svefn og hvíld. Þetta getur valdið verkjum, brota- og sárahættu ásamt vandamálum við aðstoð og umönnun. Þetta hefur að sjálfsögðu einnig áhrif á mögu- leikann til samskipta, athafna og til samfélagslegrar þátttöku. Rann- sóknir sýna að þessi vandamál fara vaxandi með aldri. Þessir ein- staklingar hafa flóknar þarfir bæði hvað varðar heilbrigðisþjónustu og félagsleg úrræði, sem krefjast sam- þættingar margra stofnana og sam- vinnu allra sem að þjónustunni koma. Margt af framansögðu á einnig við um fötlun af völdum ann- arra orsaka eins og t.d. vegna vöðva- og taugahrörnunarsjúk- dóma, MS, heilaskaða o.fl. Stefna stjórnvalda Í heilsustefnu íslenska heilbrigð- isráðuneytisins kemur fram að öfl- ugt samfélag byggist á góðu heilsu- fari og góðri líðan þeirra sem það byggja. Þar er einnig hnykkt á mik- ilvægi forvarna og þess að stefnan nái til allra landsmanna, bæði ein- staklinga og hópa (heilbrigðisráðu- neytið 2008). Í stefnu félagsmála- ráðuneytisins: „Mótum framtíð. Þjónusta við fötluð börn og full- orðna 2007-2016“ er tekið fram að huga þurfi sérstaklega að for- vörnum og heilsueflingu í allri þjón- ustu við fatlað fólk (félagsmálaráðu- neytið, 2006). Í skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2006 kemur fram krafa um að þjónusta við fötluð börn og fullorðna fullnægi skilyrðum gæðastarfs í hvívetna líkt og best gerist annars staðar og að árið 2012 verði að minnsta kosti 50% starfsmanna í málaflokknum með einhvers konar fagmenntun, sem varðar viðfangsefni hans. Ég vona að þeir sem nú taka við umsjá þjónustu við fatlað fólk standi við markmið um uppbyggingu á gæða- þjónustu. Nauðsynlegt er að huga að mikilvægi færni, heilsu og for- varna í markmiðum um sjálfstætt líf og samfélagslega þátttöku. Því er nauðsynlegt er að tryggja grunn- og símenntun þess starfsfólks sem ræðst í störf með fötluðu fólki til að- stoðar í daglegu lífi. Markviss upp- bygging þekkingar og færni stuðlar auk þess að betri nýtingu fjármuna, auðveldar störf þeirra sem vinna við aðstoð við fatlað fólk og minnkar kostnað til lengri tíma. Eftir Guðnýju Jónsdóttur » Aðilar og stofnanir sem sinna þjónustu fyrir þessa einstaklinga gegna þýðingarmiklu hlutverki í lífi fólks með fjölþætta skerðingu. Guðný Jónsdóttir Höfundur er yfirsjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Endurhæfingar– þekkingarseturs, meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Trúðar Borgarstjórnin sýndi gott fordæmi og keypti rauð nef til styrktar bágstöddum börnum um heim allan. Kristinn Fyrir skömmu var leikskólabörnum stefnt til friðargöngu í tilefni af heimsókn Yoko Ono til landsins. Þess varð ekki vart að þeir sem nú berjast harðast gegn innrætingu hvers konar lífsskoðana í skólum borgarinnar gerðu við það athugasemd. Þó eru friðarhugmyndir Ono og manns hennar, Johns Lennons heitins, byggðar á vissri lífsskoðun sem fjarri fer að allir séu sammála. Fræðsla og innræting Kennarar hvetja börn til að sýna til- litssemi, forðast einelti og fyrirgefa misgjörðir. Svo er gjarna leitast við að brýna fyrir þeim jafnrétti, nátt- úruvernd, friðarstefnu eða önnur sam- félagsleg gildi. Mörgum þykir það sjálfsagt. Þó ekki öllum. Sá sem að- hylltist heiðin siðagildi landnáms- manna gæfi lítið fyrir friðarboðskap Yoko Ono og þætti út í hött að rétta fram hinn vangann. Þvert á móti legði hann áherslu á heiður og hefnd- arskyldu. Í augum þess sem hefur höndlað fagnaðarerindi raunsæisins í alþjóðamálum eru friðarsinnar kjánar. Sumir vilja fremur að börn þeirra svari fyrir sig en að þau fyrirgefi mis- gjörðir. En siðferðisgildi í skólastarfi birtast ekki aðeins í hegðunarreglum og frið- argöngum. Þeim er ekki síður komið á framfæri í gegnum námsefnið og kennsluna sjálfa. Skólar velja börn- unum lesefni og þá er vitanlega höfð hliðsjón af þeim gildum og boðskap sem í efninu felast. Erfitt er að kenna sögu og samfélagsfræði nema einhver afstaða til grunngilda sé tekin. Að lokum er alþekkt að börn eru gjarna áhugasöm um grundvallar- spurningar, sem kennarar þurfa þá að svara. Hvert er svarið þegar barn spyr hvers vegna það eigi að fyrirgefa? Er það vegna þess að guð vill það? Af því að þá líði manni betur? Vegna þess að þá fyrirgefi aðrir manni sjálfum? Hvert sem svarið er byggist það á lífs- skoðun. Hjá því verður ekki komist. Af öllu þessu má sjá hve fjarstæðukennd sú hugmynd er að skóli geti starfað án nokkurs tillits til gilda og lífsskoðana. Hvaðan koma gildin? Þótt mörgum sem lítt þekkja til sögu eða annarra menningarheima þyki þau gildi sjálfsögð sem við erum flest sam- mála um nú á dögum, fer því fjarri að svo sé í raun. Heiðin siðferðisgildi Ís- lendinga á miðöldum eru okkur nú- tímamönnum framandi, ekkert síður en mörg grunnviðhorf Forngrikkja og Rómverja. Sumar siðareglur heittrú- aðra múslíma vekja okkur ugg og fáir Íslendingar taka undir kröfur öfga- fullra síonista um ríki sem takmarkar réttindi fólks við kynþátt og trú. Við- horf og siðferðisgildi Kínverja og Jap- ana eru um margt ólík okkar. Þannig má lengi telja. Siðferðisgildi byggjast á lífsskoð- unum, sem snúast um svör við grund- vallarspurningum um tilgang lífsins og forsendur siðlegrar breytni. Lífs- skoðanir eru fyrirfram gefnar og mót- ast af uppeldi, menningu og trúar- brögðum. Þær verða hvorki sannaðar né afsannaðar og enginn sæmilega gefinn maður ímyndar sér að lífs- skoðun hans byggist á staðreyndum eða gildum rökleiðslum einum saman. Lífsskoðanir og frjáls vilji Kristinn maður reynir að breyta rétt vegna þess að hann trúir. Í því felst að hann elskar guð og vill því breyta eftir boðum hans. Búddistinn trúir ekki á persónulegan guð. Breytni hans ræðst af viðleitni til að þroska sál sína. Það er sama hvert litið er, sið- ferði byggist ávallt á skírskotun til persónulegrar grundvallarafstöðu, lífsskoðunar. Heimspekingar hafa löngum reynt að sýna nauðsyn sið- legrar breytni á grunni skynsemi eða heildarhagsmuna. En þegar maðurinn spyr í einlægni hvers vegna hann ætti að láta sig hag heildarinnar varða eða breyta eftir boði skyn- seminnar, verður fátt um svör. Siðleg breytni bygg- ist nefnilega ávallt á frjálsri ákvörðun. Ekkert annað en lífsskoðunin sjálf getur því leiðbeint um breytni. Og lífsskoð- unin er ekki niðurstaða neinnar rökleiðslu né rannsóknar efn- isheimsins, hún er tilfinningalegs eðl- is. Hún er trú – hvað svo sem trúað er á. Siðferðisgildin sem flestir Íslend- ingar aðhyllast byggjast á kristinni lífsafstöðu. Vitanlega þurfa ekki allir að vera sammála þessum gildum. Margir talsmenn trúleysis, og þá er átt við þá sem eru í alvöru meðvitaðir um hvað trúleysi felur í sér, hafa dreg- ið þessi gildi í efa og talið kristið sið- ferði byggt á ónáttúrulegri sjálfs- afneitun og bælingu. Sú skoðun á fullan rétt á sér og hana má rökræða. Hins vegar hlýtur að orka mjög tví- mælis að ætla að byggja á kristnum siðferðisgildum og afneita um leið grundvelli þeirra. Þegar grundvallarafstaðan breytist breytast líka gildin. Það gerist auðvit- að ekki í einu vetfangi. Áherslan á heiður og hefndarrétt hvarf ekki um leið og kristni var tekin hérlendis. Við- horfin breyttust smátt og smátt. Hverfi kristinn grundvöllur núgild- andi siðferðis er líklegt að það breytist með tímanum. Ekki hvort heldur hvað á að innræta Engin leið er að komast hjá innræt- ingu lífsskoðana í skólum. Þær koma við sögu þegar lesefni er valið, þegar spurningum er svarað og hegðunar- reglum framfylgt. Siðferði grundvallast á frjálsu vali einstaklingsins. Lífsskoðanir valda mestu um þetta val. Lífsskoðanir eru tilfinningalegs eðlis og eiga rót í per- sónulegri afstöðu hvers og eins til lífs- ins. Þegar lífsskoðanir breytast breyt- ast siðferðisgildin líka með tímanum. Grunngildin í samfélagi okkar byggjast að mestu á kristinni trú. Sið- ferðisgildi sem ekki eiga sér rót í per- sónulegri grundvallarafstöðu manns- ins eru orðin tóm, því hann hefur þá enga ástæðu til að fylgja þeim. Sú spurning er því fullgild, hvort hægt sé að innræta börnum gildi byggð á kristnu siðferði, sé þeim ekki innrætt kristin trú um leið. Þessi spurning á raunar alls ekki bara við hér og nú, því öll samfélög, kristin eða ekki, byggja á sameiginlegum siðferðilegum við- miðum, sem aftur eiga rót í ákveðinni grundvallarafstöðu til lífsins. Þetta breytir ekki hinu, að innræt- ing lífsskoðunar getur vel gengið gegn einmitt sömu hugmyndum um mann- réttindi og valfrelsi og hinni tilteknu lífsskoðun er ætlað að undirbyggja. Þetta er raunverulegur vandi og hann er mikilvægt að ræða. En það er barnaskapur einn að halda að málið leysist með því að breiða yfir tengsl lífsskoðana og siðferðis og loka aug- unum fyrir eðli og inntaki skólastarfs- ins sjálfs. Það er marklaust að spyrja hvort skólar skuli innræta nemendum lífsskoðanir, það hljóta þeir ávallt að gera. Nær er að spyrja hvaða lífsskoð- anir skuli innræta. Þá fyrst er hægt að byrja ræða málið af einhverju viti. Eftir Þorstein Siglaugsson » Siðferðisgildi byggj- ast á lífsskoðunum, sem snúast um svör við grundvallarspurningum um tilgang lífsins og for- sendur siðlegrar breytni. Þorsteinn Siglaugsson Höfundur er hagfræðingur og BA í heimspeki. Skólar, gildi og lífsskoðanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.