Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010
✝ Júlíana Guð-mundsdóttir
fæddist 30. júlí 1918 á
Sigurstöðum á Akra-
nesi. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akraness
7. nóvember 2010.
Foreldrar hennar
voru Kristín Jóns-
dóttir, f. 10. ágúst
1881, d. 3. mars 1966
og Guðmundur Guð-
mundsson, f. 4. sept-
ember 1884, d. 24.
júlí 1938. Alsystkini
Júlíönu voru: Rósa, f.
15. ágúst 1908, Sigríður, f. 4. febr-
úar 1910, Halldór, f. 19. maí 1911,
Sigurrós, f. 22. júní 1912, Guð-
mundur, f. 19. september 1913,
Jónmundur, f. 3. september 1915,
Gréta, f. 24. mars 1917, Petrea, f.
24. nóvember 1921 og Aðalheiður
Ester, f. 20. nóvember 1923. Hálf-
systkini Júlíönu, börn Kristínar og
fyrri eiginmanns hennar Sigurðar
Jónssonar, voru: Ástríður Þórey, f.
7. september 1899 og Valdimar, f.
17. apríl 1904. Eftirlifandi systkini
úar 1949, maki Jónína Rósa Hall-
dórsdóttir, f. 5. febrúar 1950. Þau
eiga fjögur börn. Dóttir Júlíönu og
Leifs Böðvarssonar, er Kolbrún, f.
17. október 1939, maki Jón Heiðar
Magnússon, f. 13. mars 1935. Þau
eignuðust fimm börn og er yngsta
þeirra látið. Alls eru langömmu-
börnin orðin 43 og eitt langalang-
ömmubarn.
Júlíana og Lárus hófu sinn bú-
skap inni á Ósi þegar þau giftu sig,
þar sem foreldrar Lárusar bjuggu.
Haustið 1944 fluttu þau í eigið hús-
næði sem þau höfðu byggt á Heið-
arbraut 34, Akranesi. Vorið 1977
flytja þau að Hjarðarholti 1, en
sumarið 1979 flyja þau til Reykja-
víkur og búa þar í rúm sjö ár, flytja
þá aftur á Akranes og bjuggu
lengst af á Höfðagrund 27. Júlíana
bjó þar áfram eftir að Lárus lést
árið 2003, þar til hún flutti á
Dvalarheimilið Höfða þann 1. mars
2008.
Eftir að börnin uxu úr grasi
starfaði hún m.a. við fiskvinnslu og
afgreiðslustörf, en lengst af vann
hún í eldhúsinu á Sjúkrahúsi Akra-
ness. Árin sem þau bjuggu í
Reykjavík vann hún við af-
greiðslustörf í versluninni Hag-
kaup, Skeifunni 15.
Útför Júlíönu verður gerð frá
Akraneskirkju í dag, 17. nóvember
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
Júlíönu eru: Sigríður,
Gréta og Petrea.
Júlíana giftist 29.
nóvember 1941 Lár-
usi Björnssyni, f. 3.
maí 1916 á Heggs-
stöðum í Andakílshr.
í Borgarfirði, d. 18.
nóvember 2003. For-
eldrar hans voru Al-
dís Jónsdóttir, f. 14.
apríl 1886, d. 5. nóv-
ember 1968 og Björn
Lárusson, f. 13. októ-
ber 1882, d. 9. sept-
ember 1965. Börn
Júlíönu og Lárusar eru: 1) Aldís, f.
2. september 1942, maki Leifur
Rúnar Guðjónsson, f. 16. júní 1943.
Þau eiga fjögur börn. 2) Kristín
Munda, f. 23. desember 1943, maki
Ingvar Sveinsson, f. 15. maí 1943.
Þau eiga tvö börn. 3) Björn, f. 2.
febrúar 1945, maki Sigríður Jóns-
dóttir, f. 5. febrúar 1954. Þau eiga
þrjú börn. 4) Ásta Þórey, f. 25.
febrúar 1948, maki Björn Gunnar
Yngvason, f. 15. maí 1944. Þau eiga
fimm börn. 5) Valdimar, f. 14. jan-
Tengdamóðir mín elskuleg, Júl-
íana Guðmundsdóttir, er látin í hárri
elli. Júlíana var falleg kona í öllu til-
liti. Hún var glæsileg kona sem
hafði fram á efri ár fas og limaburð
ungrar konu, en það sem er meira
um vert, hún var góð og grandvör
manneskja, hún var gull af manni.
Frá henni stafaði ævinlega mikilli
hlýju og einhvern veginn finnst mér
alltaf hafa verið birta og ylur í ná-
vist hennar.
Er ég hugsa til minna fyrstu
kynna af Júlíönu er mér minnis-
stæðast hvað mér fannst allt leika í
höndum hennar. Hún var mikil
handavinnukona, saumaði, heklaði
og prjónaði. Hún bakaði bestu
pönnukökur í heimi og kakóið henn-
ar var unaðslegt. Og engan hafði ég
séð fljótari að flysja kartöflur.
Eins og hjá mörgum af hennar
kynslóð þá var skólaganga hennar
ekki löng en þó tókst henni að afla
sér nokkurrar menntunar umfram
skyldunámið með því að fá að sækja
skólanám í framhaldsskólanum að
Laugum. Efnin voru ekki mikil og
réð hún sig sem húshjálp hjá skóla-
stjórahjónunum og fékk að launum
að stunda nám í skólanum. Þessi ár
voru henni oft ofarlega í huga þegar
við ræddum saman hin síðari ár og
minntist hún þeirra að mér fannst
ævinlega með hlýju og þakklæti.
Júlíana las mikið, var ævinlega
með bók á náttborðinu auk þess sem
hún fylgdist vel með fréttum og því
sem ofarlega var á baugi hverju
sinni. Hún hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og hafði
gaman af því að ræða um þjóðmál.
Að leiðarlokum minnist ég hennar
sem konu sem hafði sterka trú, konu
sem umvafði fjölskyldu og vini kær-
leika og var alltaf til staðar.
Sigríður Jónsdóttir.
Við kveðjum nú hana Júllu ömmu,
stórkostlega konu, sem með látleysi
sínu og hjartahlýju hefur kennt mér
margt. Ég kom mjög ung til hennar
sem ný tengdadóttir með tvo litla
stráka, þriggja og fimm ára, sem ég
átti áður. Þar sem við unga parið
vorum að byggja okkur hús buðu
Júlla og Lárus okkur að búa hjá
þeim á Heiðarbrautinni þangað til
við gætum flutt inn. Það hlýtur að
hafa verið mikið mál fyrir þau því
við vorum líka í fullu fæði en ég fann
aldrei annað en umhyggju og vel-
vilja í okkar garð frá þeim báðum.
Frá fyrsta degi kölluðu strákarnir
mínir þau Júllu ömmu og afa Lalla
og það hafa þeir gert æ síðan. Það
var alveg einstakt hvað hún tók okk-
ur vel, alltaf jafn góð og skemmti-
leg.
Ég man alla tíð hvað hún Júlla
var falleg og hvernig öll störf léku í
höndunum á henni. Það var eins og
hana munaði ekkert um hvort það
væru 5 í mat hjá henni eða 15 því
mörg voru börnin og barnabörnin
og mjög gestkvæmt. Alltaf átti hún
nýbakaðar kökur og alltaf var heitt
kaffi á könnunni. Ég man enn að
einu sinni setti ég ljótan blett á fína
borðstofuborðið hennar því ég hafði
í hugsunarleysi lagt blauta peysu til
þerris á borðið og það skemmdi
borðplötuna. En ekki skammaði hún
mig heldur fann til fallegan dúk og
breiddi yfir blettinn, en ég tók þetta
mjög nærri mér og lærði mína lexíu.
Þarna bjuggum við undir
verndarvæng Júllu í heilan vetur.
Þegar ég fór síðan sjálf að búa var
ég búin að læra hvernig myndarleg
húsmóðir átti að vera, þótt ég hafi
víst aldrei komist með tærnar þar
sem hún hafði hælana. En ég var
búin að læra að í hádeginu var heit-
ur matur, oftast fiskur, og á sunnu-
dögum fín lambasteik. Á föstudög-
um var bakað fyrir vikuna svo alltaf
væri eitthvað til með kaffinu. Einnig
voru ákveðnir vikudagar fyrir
þvotta og þrif og ég stífaði dúka og
straujaði allt. Fyrir jólin var bakað
heilu næturnar og ekki dugði minna
en 12 smákökusortir, auk annars
bakkelsis. Þar var ég reyndar líka í
harðri samkeppni við mágkonur
mínar sem einnig höfðu lært mynd-
arskapinn hjá móður sinni.
Það var góður tími sem ég og
strákarnir mínir áttum á Akranesi
þótt leið okkar hafi síðar legið ann-
að. Júlla amma var alltaf söm við sig
og hélt sambandinu áfram. Hún hélt
áfram að senda okkur peysur, sokka
og vettlinga sem hún prjónaði á
strákana og síðan prjónaði hún jafn-
vel peysur á börn þeirra. Hún var
einstök kona og við geymum minn-
ingarnar um hana eins og fjársjóð.
Júlíana
Guðmundsdóttir
✝
Elskuleg eiginkona mín, systir, mágkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
HUGRÚN SELMA HERMANNSDÓTTIR
frá Raufarhöfn,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudag-
inn 14. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 19. nóvember kl. 15.00.
Friðrik Björnsson,
Ásta Helen Hermannsdóttir, Halldór Halldórsson,
Anna Friðriksdóttir, Sverrir Valsson,
Björn Friðriksson, Svava Dögg Gunnarsdóttir,
Hermann Friðriksson,
Þorvaldur Freyr Friðriksson, Jóhanna Ásta Vilhjálmsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓRUNN GUÐRÚN RÓSMUNDSDÓTTIR,
Grundarlandi 12,
Reykjavík,
andaðist fimmtudaginn 4. nóvember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
18. nóvember kl. 13.00.
Jón Bjarni Jónsson, Janna Jónsson,
Rósa G. Jónsdóttir, Helgi E. Kolsöe,
Sigurður Pétur Jónsson, Annette Nielsen,
Árni Páll Jónsson, Ásta Emilsdóttir,
Oddný Nanna Jónsdóttir, Óskar Guðmundsson,
Sveinn E. Jónsson, Guðlaug Harðardóttir,
Soffía V. Jónsdóttir, Hafsteinn Ómar Hafsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞORKELL SIGURBJÖRN INGIMARSSON,
Engjaseli 33,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 14. nóvember á Landspítalanum.
Útför verður frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn
23. nóvember kl. 13.00.
Grethe Kortsen Ingimarsson,
Christian Emil Þorkelsson, Guðrún Axelsdóttir,
Anna María Þorkelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ELSU PETRU BJÖRNSDÓTTUR,
Skálarhlíð,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis-
stofnunar Fjallabyggðar fyrir umönnun og hlýju í
veikindum hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Ingimar H. Þorláksson,
Erla Ingimarsdóttir, Konráð Baldvinsson,
Guðfinna Ingimarsdóttir,
Þórdís Ingimarsdóttir, Ragnar Ragnarsson,
Jóhanna Ingimarsdóttir, Sveinn Einarsson,
Sólrún Ingimarsdóttir, Oddur Óskarsson,
Björn Ingimarsson, Lukrecija Bokan Daníelsdóttir,
Birgir Ingimarsson, Pálína Kristinsdóttir,
Bylgja Ingimarsdóttir, Guðbrandur Skúlason,
Rakel Björnsdóttir, Thomas Fleckenstein,
Baldvin Kristjánsson, Jóna Heiðdal.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓNÍNA GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR,
Herjólfsgötu 38,
Hafnarfirði,
sem lést á líknardeild Landakotsspítala 10. nóv-
ember, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 18. nóvember kl. 13.00.
Áslaug Ásmundsdóttir, Gunnlaugur S. Gíslason,
Ásdís H. Ásmundsdóttir, Bergur J. Hjaltalín,
Andrés Ásmundsson, Erna D. Stefánsdóttir,
Rúnar Þór Halldórsson, Hrafnhildur Þórðardóttir,
Gunnar Þór Halldórsson, Inga Dóra Ingvadóttir,
Halldór Örn Rúnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ANNA S. KARLSDÓTTIR
frá Siglufirði,
Þrastarási 44,
Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 14. nóvember á Landspítalanum
í Kópavogi.
Helga Kristjánsdóttir, Tryggvi Örn Björnsson,
Anna Kristín Tryggvadóttir, Jón Þórðarson,
Lóa Birna Tryggvadóttir, Jónþór Þórisson,
Kristján Björn Tryggvason, Kristín Þórsdóttir,
Tinna, Íris, Þórður, Kristján,
Tryggvi, Sonja, Ísak og Agla.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BJÖRN MAGNÚSSON,
Urðarbraut 16,
Blönduósi,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi laugardag-
inn 13. nóvember.
Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn
20. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Ingunn Lilja Hjaltadóttir,
Anna Lilja Björnsdóttir, Ásgeir Vilhelm Bragason,
Magnús Jóhann Björnsson, Signý Gunnlaugsdóttir,
Ingunn María Björnsdóttir, Sighvatur Smári Steindórsson
og barnabörn.