Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Kópavogsbær efnir til íbúafundar um fjárhagsáætlun ársins 2011. Fundurinn fer fram í Smáraskóla í Kópavogi í dag, miðvikudag kl. 17:30-19:00. Tilgangur fundarins er að gefa bæjarbúum kost á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við gerð fjárhagsáætl- unar bæjarins. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Ingólfur Arnarson fjármálastjóri halda er- indi í upphafi fundar en að þeim loknum verða umræður og fyr- irspurnir úr sal. Íbúafundur Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 20% afsláttur af hönnunarlínunni frá Berlín Laugavegi 63 • S: 551 4422 Gæðabuxur Klassískar svartar, (ullarblanda), ný snið. Gallabuxur, mörg snið laxdal.is Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Fyrir jólin Kjólar - Tunikur - Blússur - Sparidragtir 15% afsláttur af klútum og sjölum        AF ÖLLUMRÚSSKINSSHÖNSKUM Í 4 daga frá miðvikudegi til laugardags Sendum frítt um allt lan d til jól a FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrstu 10 mánuði líðandi árs höfðu rúmlega 1.000 manns misst réttindi til atvinnuleysisbóta hjá Vinnu- málastofnun, bæði vegna höfnunar á starfi og úrræðum. Í fyrra þurftu 320 manns að sæta ákvæði um bið- tíma, en Vinnumálastofnun reynir í lengstu lög að fara eftir óskum fólks um vinnu við sitt hæfi. Eftir að einstaklingur byrjar að þiggja bætur hjá Vinnumálastofnun hefur hann fjórar vikur til þess að leita að starfi og eftir það ber honum að taka því starfi eða úrræði sem honum er boðið. Hafni hann atvinnu- tilboði eða úrræði eru viðurlögin 40 dagar án bóta í fyrsta sinn, 60 dagar við annað brot, síðan 8 vikur og loks er viðkomandi afskráður. Þá á hann ekki aftur rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur unnið í tvö ár. Fleiri á lágmarkslaunum Grófleg skipting skráðra at- vinnulausra hjá Vinnumálastofnun er þannig að ófaglærðir eru um 40%, fólk með iðnmenntun, starfs- menntun eða stúdentspróf er um 40% og háskólamenntaðir um 20%. Um 19.000 félagsmenn eru í Eflingu – stéttarfélagi og þar af eru rúmlega 2.300 atvinnulausir eða um 12%. Um helmingur atvinnulausra er erlent vinnuafl, en um 34% fé- lagsmanna eru frá útlöndum. Um 21% atvinnulausra kemur úr bygg- ingargeiranum eða um 490 manns. Harpa Ólafsdóttir, forstöðu- maður kjaramálasviðs, segir að fé- lagið hafi meðal annars fylgst með starfsfólki sem hafi starfað við ræst- ingar og verið sagt upp í kjölfar út- boða hjá ríkinu. Sá hópur hafi ekki fengið vinnu en þeir sem hafi verið ráðnir í staðinn hafi verið settir á lágmarkslaun. Í flestum tilfellum hafi verið um að ræða erlent vinnu- afl sem sætti sig frekar við lág- markslaun. Hafi félagið komist að því að greitt væri undir lágmarks- launum hafi það gert kröfu um leið- réttingu. Þá væri nokkuð um það að deilt væru um hvort greitt væri fyrir vinnu á veitingahúsum samkvæmt tímakaupi eða vaktavinnukaupi. Ýmislegt í boði Katrín S. Óladóttir, fram- kvæmdastjóri Hagvangs, segir að eftirspurn eftir starfsfólki hafi auk- ist talsvert á árinu. Virkar beiðnir skipti tugum og aðeins beri meira á eftirspurn eftir markaðsfólki sem bendi til aukinnar sóknar hjá fyrir- tækjum. Eftirspurn eftir stjórn- endum hjá fyrirtækjum sé einnig talsverð sem og eftir sérfræðingum. Störf eru ekki endilega auglýst laus til umsóknar. Katrín segir að stjórnendur fyrirtækja vilji síður auglýsa laus störf og stafi það oft af skipulagsbreytingum sem ekki hafi verið kynntar og einnig vegna fjölda umsækjanda um hvert laust starf, en hann skipti oft hundruðum. Hættan sem fylgi því að auglýsa ekki starfið geti samt leitt til þess að hæfasta einstaklingnum gefist ekki kostur á að sækja um. Hins vegar sé það jákvætt að fyrirtækin vilji í auknum mæli vanda sig meira og tryggja faglegt og áreiðanlegt ferli við ráðningar. Gunnar Haugen, framkvæmda- stjóri Capacent Ráðninga, segir að störf í boði á vinnumarkaðnum skipti hundruðum en fjöldinn sveifl- ist eftir tímabilum. Hann vísar með- al annars til þess að sl. vor hafi verið fleiri vinnuauglýsingar en vorið 2009 og eins sé aðeins hluti starfa aug- lýstur. Fyrirtæki reyni fyrst að finna fólk í nærumhverfi sínu og eins vilji þau forðast áreiti með því að auglýsa ekki. Almennt sé reyndar óalgengara að störf séu auglýst heldur en hitt. Capacent er annars vegar með vinna.is og Capacent Ráðningar. Capacent Ráðningar sérhæfa sig í ráðningum í sérfræðistörf af ýmsum toga en vinna.is sérhæfir sig í ráðn- ingum framlínufólks, iðnverkafólks, starfsfólks í sölu, sölustjórn, lager, útkeyrslu, bókhald, almenn skrif- stofustörf og önnur störf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Atvinnulausum án bóta fjölgar  Fyrstu 10 mánuði líðandi árs höfðu rúmlega 1.000 manns misst réttindi til atvinnuleysisbóta  Mörg störf í boði þó þau séu ekki auglýst og erlent vinnuafl sættir sig frekar við lágmarkslaun Liudmila Ólafsson verkfræðingur missti vinnuna sem leiðbeinandi í sumar eftir fimm ára starf. Síðan hefur hún leitað að vinnu án árang- urs en er bjartsýn. „Ég er vön því að spara og sætti mig við nær hvaða starf sem er enda er þetta hvorki fyrsta né síð- asta kreppan mín,“ segir hún. Alls voru 13.280 manns skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofn- un í lok október og þar af um 7.200 sem hafa verið atvinnulausir lengur en í sex mánuði. Tæplega 11.000 voru atvinnulausir að fullu og af þeim rúmlega 3.800 í einhvers kon- ar úrræðum hjá stofnuninni. Um 15% atvinnulausra eru í 50% hlutastarfi eða meira. Um 315 laus störf voru skráð hjá vinnumiðlun- um á sama tíma og þar af ríflega þriðjungur í þjónustu, sölu og af- greiðslu. Ekki fyrsta kreppan STAÐAN Sjálfboðaliði Liudmila Ólafsson hefur verið atvinnulaus síðan í júlí sl. en samfara því að sækja um störf aðstoðar hún aðra hjá Rauða krossinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.