Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Falli Evranfellur Evr-ópa,“ sagði kanslari Þýska- lands fyrir fáein- um dögum. Sjálf- sagt er kanslarinn að rugla saman Evrópu og Evrópusambandinu með þessum orðum, svo sem of algengt er. En þessi ummæli sem flengdust um forsíður flestra blaða í Evrópu eru tal- andi dæmi um þá miklu erfið- leika sem nú steðja að hinni sameiginlegu mynt. Og kanslari Þýskalands er ekki einn um að viðra áhyggjur sínar með svo dramatískum hætti. Herman van Rompuy, forseti Ráðherra- ráðs Evrópu og iðulega nefndur forseti Evrópu í fjölmiðlum, dregur heldur ekkert undan þegar hann fer yfir stöðuna: „Við erum í tilvistarkreppu,“ sagði hann. „Við verðum að vinna að því í sameiningu að tryggja að evrusvæðið lifi, því lifi það ekki af mun okkur ekki takast að tryggja tilvist Evrópu- sambandsins.“ Þessi ummæli tveggja af helstu talsmönnum ESB eru ótrúleg og hefðu verið óhugs- andi fyrir aðeins fáeinum miss- erum. En til að hressa áhuga- menn um tilvist Evrópusambandsins er rétt að geta þess að hinn áhyggju- þrungni forseti ESB, Herman van Rompuy, lauk máli sínu með þessum orðum: „Ég hef fulla trú á því að okkur takist að komast í gegnum þetta.“ Og hvað er „þetta“ sem forsetinn vonast til að komist verði í gegnum? Hvert evrulandið af öðru er að segja sig til sveitar hjá ESB og AGS eða er talið líklegt til að þurfa að gera það. Markaðirnir hafa misst á þeim trúna og sérfræð- ingum, jafnt stuðn- ingsmönnum ESB sem efasemdar- mönnum, ber sam- an um að þar sem ríkin ráði ekki yfir sjálfstæðri mynt sem tekur mið af þeirra eigin stöðu séu þau með öllu ófær um að leysa úr sínum yfirþyrmandi erfið- leikum á eigin spýtur. Enginn getur hlakkað yfir erfiðleikum Íra, Grikkja, Portúgala og Spánverja og þeirra hinna sem eru aftar í vandræðaröðinni. Enda er lítill vafi á að fari allt á versta veg mun vandinn breiðast hratt út og bitna á öðrum þjóðum nær og fjær. Hitt hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir Íslendinga, að á meðan vanda- málin hrúgast upp í Evrópu með sífellt vaxandi atvinnu- leysi og kanslari Þýskalands og ESB-forsetinn óttast að sameiginlega myntin kunni að leysast upp þykjast einangr- aðir stjórnmálamenn á Íslandi eiga leik. Ríkisstjórn sem er þó sjálfri sér sundurþykk í málinu telur rétt að sækja um aðild að ESB einmitt þá og leggst svo í aðlögunarferli án nokkurrar heimildar þings eða þjóðar. Samþykki þingsins er knúið fram með þrýstingi og bein- hörðum hótunum, til þess að tryggja að þingmenn greiði at- kvæði öndvert við sína sam- visku. Og allt þetta fer fram þvert gegn almennum vilja þjóðarinnar sjálfrar. Og sömu stjórnmálamenn og svona haga sér eru um þessar mundir að draga aðra fyrir Landsdóm. Allt er þetta með miklum ólík- indum. Ráðamenn Evrópu- sambandsins ræða opinskátt um að evran kunni að leysast upp} „Erum í tilvistarkreppu“ Fjármálaráð-herra birti sérstaka yfirlýs- ingu í gær um að samningsniður- staða liggi ekki fyrir í Icesave-málinu. Á sama tíma heldur hann uppi pólitískum þrýstingi, bæði sjálfur og í gegnum hlaupa- stráka, um að fallist verði á samkomulag sem liggi fyrir. Yfirlýsing Steingríms J. Sigfússonar nú rifjar upp sams konar yfirlýsingu sem gefin var á Alþingi í fyrra um að samningur væri ekki í burðarliðnum, en svo leið varla dagurinn áður en ráð- herrann lét ganga frá samn- ingi sem þjóðin hafnaði eft- irminnilega. Yfirlýsingar Steingríms eru líka athygl- isverðar í ljósi umræðu á Al- þingi í gær um rangar upplýs- ingar sem hann hefði veitt þinginu í tengslum við Icesave. Nokkrir þingmenn tóku þátt í þeim umræðum og hörm- uðu hve illa gengi að fá ráð- herra til að svara spurn- ingum sannleikanum sam- kvæmt. Sú áróðursherferð sem ríkisstjórnin undir forystu fjármálaráðherrans rekur nú á bak við tjöldin er í góðu samræmi við annað í starfi og starfsháttum þess- arar ríkisstjórnar og um leið í fullkomnu ósamræmi við hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórnin kann- ast ekki við eigin áróðursherferð} Undarleg yfirlýsing É g átti í óbeinum samskiptum við ungan rithöfund fyrir stuttu og ætlaði heldur en ekki að pakka honum saman með yfirgrips- mikilli þekkingu á bókmenntum og sögu þegar hann mátaði mig með því að segja að hann nennti ekki að hlusta á ein- hverja Wikipediuspeki. Ég sá það nefnilega strax að hann myndi aldrei trúa því að ég hefði spekina annars staðar frá en af Wikipe- diu eða Google, og alls ekki að ég hefði aflað með þekkingarinnar á svo lágtæknilegan hátt sem að lesa bækur – til hvers að standa í því þegar hægt er að Googla? Í dag þarf maður ekki að troða í sig tormeltum utanbókar- lærdómi; það er nóg að vera nettengdur. (Álíka hefur löngu gerst þar sem farsímar eru annars vegar, ekki kann nokkur maður lengur símanúmer, þau eru vistuð í símanum (sem skýrir meðal annars hvers vegna það er nánast heimsendir þeg- ar síminn týnist) og að sama skapi hættum við að rata nú þegar annar hver farsími er með innbyggt GPS.) Sú var tíðin að það þótti virðingarvert að vera vel les- inn og fróður (nema á Íslandi), enda þýddi það að við- komandi hefði haft sig eftir þekkingu, setið við og rýnt í skræður og skjöl, eytt tíma í að afla sér þekkingarinnar og oft dýrmætum tíma. Vitringar voru og líka í metum, til þeirra var leitað og menn sátu við fótskor þeirra. Ans- ans netið breytti þessu; skyndilega þarf ekki lengur að vita neitt, maður þurfti bara að vera nettengdur. Svo hefur því líka undið fram, fólk veit minna og minna – lætur sér nægja að fletta upp á Wiki- pedia. (Ekki verður hér rætt um það hversu trúverðugar þær upplýsingar eru sem menn rekast á á netinu, en á það bent að alla jafna eru þær nógu góðar, sem er og einkennisorð okkar tíma: Ekkert þarf að vera fullkomið, það þarf bara að vera nógu gott.) Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur nú ljósmyndasýning Einars Fals Ingólfssonar þar sem Einar fetaði í fótspor Englendings- ins William Gershom Collingwood sem kom hingað til lands 1897. Collingwood var það sem kalla má fjölfræðing, vissi margt um mikið, og þegar ég skoðaði sýninguna í þriðja sinn fyrir stuttu rifjaðist upp fyrir mér annar fjölfræðingur enskur, Sabine Baring-Gould, samtíðarmaður Collingwoods, sem kom einn- ig hingað, kom 1862, en hann lét eftir sig 1.240 rit útgefin um fjölbreytt efni. Slíkir fjölfræðingar eru varla til lengur; í stað þess að vita margt um mikið vita menn lítið um mikið og ekkert við það að athuga að mínu viti, það er ekki lengur vits- munamerki að hafa nennu í sér til að innbyrða utanbók- arlærdóm (nema maður sé að fara að keppa í Gettu bet- ur). Því skal og spáð hér að sífellt fleiri muni vita minna og minna um meira og meira (eða réttara sagt munu menn muna minna og minna um meira og meira) og ég tel víst að þegar ég fell frá í hárri elli þá verði enginn eft- ir sem viti nokkurn skapaðan hlut. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Lítið um mikið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is S jávarútvegs- og land- búnaðarráðherra hefur sett á fót samráðsvettvang um nýtingu helstu nytja- fiska og verður byrjað á þorskstofninum. Í kynningu á skipan hópsins segir að „við þær aðstæður sem nú eru í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnnar er eðlilegt að menn horfi til þess hvort hægt sé að auka afrakst- ur fiskveiðiauðlindarinnar. Einnig hafa verið skiptar skoðanir um nýting- arstefnuna í þorski og þá aflareglu sem nú er miðað við“. Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra var í gær spurður hvort þetta þýddi að þorskkvótinn yrði auk- inn. „Verkefni þessa starfshóps er að fara vandlega yfir þessi mál og meta hvort svigrúm er til aukinna veiða. Samkvæmt rannsóknaniðurstöðum Hafrannsóknastofnunar í sumar vex þorskstofninn hraðar en gert var ráð fyrir þannig að væntingar um auknar veiðar eru sannarlega fyrir hendi og byggðar á vísindalegum athugunum,“ sagði ráðherra. Sjálfbærar veiðar Spurður hvort aflaregla væri til trafala við kvótaaukningu sagði Jón að brýnt væri að geta á hverjum tíma sýnt fram á að hér væru stundaðar sjálfbærar veiðar. „Aflareglan hefur verið sett og borin fram sem stefna af Íslands hálfu í nokkur ár,“ sagði Jón. „Hins vegar er eðlilegt að fara yfir þær forsendur sem eru að baki henni og endurmeta stöðuna ef tilefni gefst til. Við ætlum hins vegar ekki að víkja frá því að stunda sjálfbærar veiðar.“ Miðað er við að fyrsta áfanga í vinnu starfshópsins verði lokið í des- ember með stuttri skýrslu. Áskoranir hafa borist ráðherra úr öllum lands- hlutum um að auka þorskkvótann og frá hagsmunaaðilum. Þau sjónarmið hafa komið fram að ástand þorsk- stofnsins sé betra en áætlað var. Fyrrnefnd aflaregla í sinni ein- földustu mynd tengir saman mat á stofnstærð og leyfilegan heildarafla. Nú er leyfilegur þorskafli miðaður við 10% af stærð þorskstofnsins, þ.e. fjög- urra ára fiskur og eldri, og helming af aflamarki síðasta fiskveiðiárs á undan til sveiflujöfnunar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, fagnaði nýtingarstefnunni í inngangi að ástandsskýrslu stofnunarinnar í júní- mánuði síðastliðnum. Þar segir meðal annars: „Á síð- astliðnu ári óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir því við Alþjóðahafrannsóknaráðið að lagt yrði mat á hvort nýtingarstefna sú fyrir þorskveiðar er stjórnvöld mót- uðu í maí sama ár (sama veiðihlutfall og var ákveðið 2007) samræmdist al- þjóðlegum kröfum um varúðar- sjónarmið og hámarksnýtingu. Um miðjan janúar 2010 staðfesti Alþjóða- hafrannsóknaráðið að svo væri. Þessi ákvörðun stjórnvalda að festa nýting- arstefnu til fimm ára og faglegt mat á henni er mikið fagnaðarefni og mark- ar þáttaskil í nýtingu þorskstofnsins á Íslandsmiðum. Nú þegar má sjá merki þess að aðgerðir þessar stuðli að uppbyggingu stofnsins.“ Hlutlaust mat á núverandi nýtingarstefnu og aflareglu Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu er mark- miðið með vinnu samráðsvettvangs- ins að fá fram og ræða hlutlaust mat á núverandi nýtingarstefnu og afla- reglu. Ennfremur að komast að því hvort rétt sé að leggja til breytingar á þessum þáttum og mögulega bæta enn frekar grunn þeirra. Taka skal mið af líffræði-, hagfræði- og fé- lagslegum þáttum. Reykjavíkurhöfn Starfshópur á að fjalla um nýtingu helstu nytjafiska og er þorskurinn fyrstur. Fyrstu niðurstöður eiga að liggja fyrir í árslok. Meta kosti aflareglu og kvótaaukningar Víða leitað ráða » Þrír hafa verið skipaðir í stýrihóp samráðsvettvangs um nýtingu helstu nytjafiska. » Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, fer fyrir hópnum, en auk hans eru í honum Sveinn Kári Valdimarsson, forstöðu- maður Náttúrustofu Reykja- ness, og Daði Már Kristófers- son, dósent við HÍ. » Fulltrúar Hafrannsókna- stofnunar í samráðsvettvang- inum eru Jóhann Sigurjónsson forstjóri og Einar Hjörleifsson fiskifræðingur á veiðiráðgjafa- sviði. » Fulltúi LÍÚ er Kristján Þór- arinsson stofnvistfræðingur. Fulltrúi Landssambands smá- bátaeigenda er Örn Pálsson framkvæmdastjóri. » Heimilt er að kalla til aðra aðila og sérfræðinga á fundi vettvangsins. Í ferlinu verður leitað ráða hjá bæði innlendum og erlendum sérfræðingum. » Stýrihópur ber ábyrgð gagnvart ráðherra á framsetn- ingu niðurstaðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.