Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr- issjóða, skrifar grein í Morgunblaðið sl. laugardag sem hann kallar „Um sleggju- dóma og samsær- iskenningar“. Fjasar Hrafn við sjálfan sig og telur mig þess vart umkomna að vera svaraverð. Líklega hefur ver- ið lítið að gera hjá Hrafni í vinnunni þennan dag úr því hann eyðir nokkrum slögum á lyklaborð sitt til af afvegaleiða staðreyndir sem komu fram í greininni sem bar titilinn „Flétta Seðlabankans, Landsbankans sáluga og lífeyr- issjóðanna“. Nú ætla ég að fara yfir nokkrar staðreyndir á ný – til að sýna Hrafni fram á hvaða snúningur var tekinn á lífeyrissjóðunum í maí sl. Gleymum ekki uppruna þessa máls – sem er gríðarleg veðsetning Landsbankans, sem þá var einkabanki, á ríkistryggðum bréfum, bæði íbúðabréfum og rík- isbréfum auk reiðufjár. Þessar skuldbindingar voru ekki á ábyrgð landsmanna – þrátt fyrir þá stað- reynd er búið að koma þessum skuldum í almenningseigu með kaupum lífeyrissjóðanna, m.ö.o. skuldirnar voru þjóðnýttar. Þessi viðskipti vekja spurningar sem rétt er að þeir sem tóku ákvarð- anirnar um þau svari. Eins og kom fram í grein minni þann 12. nóv. sl. keypti ríkissjóður allar eignir Avens að andvirði 128,5 milljarða og greiddi fyrir með 5 milljarða reiðufé í kr. og 437 milljónum evra = (402 millj- ónir evra með nýju skuldabréfi út- gefnu af ríkissjóði til 15 ára) og 35 milljónir evra í reiðufé. Það þýðir að gengi evru gagnvart krónu í þessum viðskiptum var 282 kr. Gengi evru skv. opinberri skrán- ingu Seðlabankans í maí var hins vegar um 160 kr. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 að lánið er bókfært sem 64 milljarðar kr. Seðlabankinn keypti því eignirnar á gengi sem var 57% af skráðu gengi Seðla- bankans, þ.e. þeir fengu 43% afslátt af eignunum. Þarna átti Seðlabanki Íslands viðskipti á aflands- gengi sem Íslendingar mega ekki stunda vegna gjaldeyrishaft- anna. Nú koma lífeyrissjóðirnir til sögunnar í fléttunni og bera þessi kaup uppi með sölu á erlendum eignum sínum. Þann 30. maí sl. selur Seðlabankinn fyrir hönd rík- issjóðs 26 lífeyrissjóðum megnið af þessum eignum, með gjalddaga 15. desember nk., alls 121 milljarð kr. og fékk fyrir 549 milljónir evra á genginu 220,4 kr. sem er aftur langt yfir skráðu gengi Seðlabank- ans. Hagnaður ríkissjóðs af þess- um viðskiptum var því 549 millj- ónir evra – 437 milljónir evra = 112 milljónir evra eða jafngildi 17,9 milljarða kr. á genginu 160. Er sú upphæð skráð í fjárlaga- frumvarp 2011 sem óreglulegar tekjur ríkissjóðs – eðlilega. Til að breiða yfir að lífeyrissjóðirnir hefðu keypt krónur fyrir evrur á aflandsgengi var dæminu stillt upp þannig að þeir hefðu keypt bréfin á 7,2% ávöxtunarkröfu. Sú tala er einfaldlega fundin út á þann hátt að þær 549 milljónir evra sem lífeyrissjóðirnir fengu eru reiknaðar á gengi Seðlabank- ans *160 kr. = 88 milljarðar. „Hagnaður lífeyrissjóðanna var því 121milljarður – 88 milljarðar = 33 milljarðar – 7,2% ávöxtun. „Tær snilld.“ Hagnaður ríkissjóðs er raun- verulegur og hann er innleystur – en eftir situr lán upp á 402 millj- ónir evra útgefið af ríkissjóði til 15 ára. Hagnaður lífeyrissjóðanna er hins vegar ekki eins raunveru- legur, því þeir eru að selja veru- legan hluta erlendra eigna sinna og breyta í innlendar eignir og óvíst er hvort skilar betri ávöxtun í framtíðinni. Þá kemur spurn- ingin: Er það eðlileg ráðstöfun líf- eyrissjóðanna 26 að selja stóran hluta erlendra eigna sinna á þess- um tímapunkti, þegar þeir hafa enga möguleika á að fjárfesta er- lendis fyrir nýja fjármuni? Hví sá Seðlabankinn ekki ástæðu til þess að bjóða út þessi bréf á sama hátt og gera á með aðra eignasölu á vegum ríkissjóðs og gera aðkomu lífeyrissjóðanna óþarfa? Þessari grein, Hrafn Magn- ússon, máttu gjarnan svara með efnislegum rökum sem standast skoðun árið 2010, eftir bankahrun, án sleggjudóma og samsæriskenn- inga. Þess má geta í framhjá- hlaupi fyrir landsmenn – raun- verulega eigendur lífeyrissjóðanna – að eftirfarandi spurningar hef ég lagt fyrir fjármálaráðherra og óskað eftir skriflegu svari: 1. Hvaða 26 íslensku lífeyr- issjóðir keyptu 30. maí sl. þau íbúðabréf sem ríkissjóður hafði eignast vegna samkomulags Seðla- bankans við Seðlabankann í Lúx- emborg um kaup á skuldabréfum Avens B.V. sem voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg? 2. Hvaða íslensku lífeyrissjóðir tóku ekki þátt í kaupunum? 3. Stofnuðu lífeyrissjóðirnir fé- lag um kaupin eða sá hver lífeyr- issjóður um kaupin fyrir sig? 4. Hvert var hlutfall hvers lífeyrissjóðs fyrir sig af 88 millj- arða kr. kaupum þeirra? Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Til að breiða yfir að lífeyrissjóðirnir hefðu keypt krónur fyr- ir evrur á aflandsgengi var dæminu stillt upp þannig að þeir hefðu keypt bréfin á 7,2% ávöxtunar- kröfu. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þing- maður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Allur sannleikurinn um lífeyrissjóðina, Avens og Seðlabankann Sunnudaginn 31. október sl. var sýnd heimildarmynd í sjón- varpinu og endursýnd viku seinna, 6. nóv- ember. Myndin hét Saga af stríði og stolnum gersemum og var eftir Hjálmtý Heiðdal og Karl Smára Hreinsson. Ég, eins og margir Akureyringar sem ég hefi talað við, er mjög undrandi yfir þessari mynd og fólk spyr hver tilgang- urinn með henni sé. Þar er mest fjallað um glugga einn sem Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri og sóknarnefndarmaður, keypti í fornverslun í Reykjavík 1942. Glugginn var sagður úr dómkirkj- unni í Coventry á Englandi sem sprengd var í loftárás 1940. Hann var keyptur í forn- og listmuna- verslun í Lundúnum og fluttur til Íslands ásamt fleira dóti. Gluggann gáfu síðan Jakob og kona hans hinni nýbyggðu Ak- ureyrarkirkju til minningar um foreldra sína. Myndarúðan var sett í miðgluggann í kór kirkjunnar sumarið 1943. Akureyringar sem eitthvað fylgdust með vissu þetta flestir. Ár- ið 1981 komu fréttir um það í enskum blöðum að kirkju- gluggi úr dómkirkj- unni í Coventry væri í kirkju á Akureyri og sennilega hefði honum verið stolið úr geymslu. Greinin birt- ist m.a. í Manchester Guardian. Þessar fréttir birtust einnig hér á landi í ýmsum fjölmiðlum og allir sem áhuga höfðu á fylgdust með þeim. Aldrei komu þó fréttir af því, hver hefði stolið umræddum glugga, hvort óskað væri að honum yrði skilað né hvaða verslun í Lundúnum hefði selt hann. Höfundar heimild- armyndarinnar virðast heldur ekki hafa kannað þau mál sérstaklega rækilega í Englandi. Í Sögu Akureyrarkirkju sem Sverrir Pálsson, fyrrverandi skóla- stjóri, skráði og út kom á Akureyri 1990 er kaflinn Steindir gluggar á bls. 287-297. Þar stendur m.a. þetta: „Skömmu seinna barst sóknar- prestunum á Akureyri bréf frá kirkjustjórninni í Coventry, og fylgdi úrklippa með fram- angreindri blaðagrein bréfinu. Forráðamenn dómkirkjunnar í Coventry óskuðu eftir því í bréfi sínu, að fljótlega tækist að koma á „sambandi vináttu og kærleika“ milli þessara tveggja kirkna og mæltu með því, að sendinefnd frá Coventry kæmi til Akureyrar í því skyni. Myndi hún færa Akureyr- arkirkju að gjöf kross, smíðaðan úr nöglum, sem fundust í grunni hinnar brunnu dómkirkju. Ak- ureyrarprestar sendu þakkarbréf og fögnuðu væntanlegri heimsókn gesta frá Coventry og því, að þetta vináttusamband kæmist á. Í bréf- inu kváðust þeir myndu leggja málið fyrir sóknarnefnd á næsta fundi hennar og gerðu það. Afrit af bréfinu frá Coventry hafði verið sent biskupi Íslands og sendiráði Íslands í Lundúnum. Haft var samband við formann stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, Hjört E. Þórarinsson, og farið fram á stuðning við komu Englending- anna, og kvað Hjörtur velkomið að veita gestunum fæði og gistingu á Hótel KEA, meðan þeir dveldust á Akureyri, ef þeir kæmu ekki á há- annatíma þess. Sóknarnefnd Ak- ureyrarsóknar var þess mjög fýs- andi, að þessi vináttutengsl við dómkirkjuna í Coventry kæmust á, og var séra Pétri Sigurgeirssyni falið að hafa samband við Cov- entry-menn og tjá þeim hug Ak- ureyringa í þessu efni, hvað hann gerði mjög fljótlega. Hins vegar heyrðist ekkert frá Coventry eftir það, og féll svo þetta mál niður.“ Höfundar heimildarmyndarinnar virðast ekki hafa haft fyrir því að kynna sér bók Sverris um Ak- ureyrarkirkju. Í stað þess er lát- laust klifað á furðulegum dylgjum um Akureyringa. Kvaddur er til Jón Björnsson, fyrrum félagsmála- stjóri á Akureyri, sem hefur mál sitt á því sem löngu er orðið „gamlar lummur“, að þar í bæ séu svo mörg félög, frímúrarar, odd- fellóvar, íþróttafélög o.fl., rétt eins og það tíðkist hvergi annars stað- ar, og það skýri leyndina sem þar sé yfir öllu! Sjómaður að nafni Leifur Thorarensen er kallaður til, sem segir að á Akureyri hafi verið mikil stéttaskipting og KEA hafi átt allt og ráðið öllu. Sigurður Lín- dal prófessor les upp úr lagasafni um stolið góss. Því er lýst með dæmum hve Jakob Frímannsson hafi verið skelfilegur maður og svo valdamikill að honum er líkt við sjálft almættið. Ég er ekki ein um það að ég varð alveg furðu lostin við þessar yfirlýsingar. Hvað kom þetta málinu við? Hvers vegna var verið að fóðra okkur á þessu? Þeg- ar Jakobi Frímannssyni var lýst sem stórhættulegum valdamanni gekk alveg fram af mér. Hann þekkti ég frá barnsaldri sem ein- stakt ljúfmenni. Á rúmlega tíu ára tímabili sat ég sem ritari á fundum með Jakobi Frímannssyni í bæj- arráði og bæjarstjórn. Þar var hann þekktur fyrir prúðmennsku og sérlega friðsamur og vel liðinn maður sem allir virtu. Ekki höfðu höfundar heimildarmyndarinnar fyrir því að kynna fyrir áhorf- endum hvenær Coventry-menn komu til Akureyrar eins og sýnt var síðast í myndinni. Margt fleira gæti ég sagt um vankanta á umn- ræddri heimildarmynd en fróðlegt þætti mér að vita til hvers refirnir voru skornir. Furðuleg heimildarmynd Eftir Steinunni Bjarman »Ég, eins og margir Akureyringar sem ég hefi talað við, er mjög undrandi yfir þessari mynd og fólk spyr hver tilgangurinn með henni sé. Steinunn Bjarman Höfundur er fyrrverandi bæjar- stjóraritari á Akureyri. Hugsum okkur nokkur ár fram í tímann. Fram er komið á alþingi álit þingmannanefndar, þar sem lagt er til, að þrír ráðherrar, Ása, Guðrún og Helga, verði ákærðir fyrir landsdómi. Meirihlutinn vill ákæra þrjá, sumir tvo og tveir nefnd- armanna ekki neinn. Þegar at- hugað var, hvernig skyldi bera málið undir atkvæði, minntust menn þess, þegar tillaga var um ákærur á fjóra ráðherra, að talið var, að ein- hver hefði látið úrslit fyrstu at- kvæðagreiðslunnar, um að ákæra Geir Haarde, ráða afstöðu sinni í næstu atkvæðagreiðslu. Í þessu dæmi sáu menn sér leik á borði eftir fyrri umræðu að kanna af- stöðu þingmanna í raðvali. Þar eru allir kostir bornir upp í einu, og því geta menn ekki breytt um af- stöðu eftir fyrsta lið atkvæða- greiðslunnar. Atkvæðagreiðslan, þegar ákæra á hendur Geir, Árna, Björgvin og Ingibjörgu, var tekin fyrir, var um hvern og einn. Í dæminu með Ásu, Guðrúnu og Helgu voru þeir til, sem töldu, að annaðhvort ætti að ákæra þær þrjár eða enga. Þeir voru líka til, sem vildu ákæra bæði Ásu og Guðrúnu, en vildu ekki ákæra þær hvora fyrir sig. Eins var með afstöðu til ákæru á Ásu og Helgu og Guðrúnu og Helgu. Eftirfarandi tillögur komu fram: A. Ákæra á Ásu, Guðrúnu og Helgu. B. Ákæra á Ásu og Guðrúnu. C. Ákæra á Ásu og Helgu. D. Ákæra á Guðrúnu og Helgu. E. Ákæra á Ásu. F. Ákæra á Guðrúnu. G. Ákæra á Helgu. H. Engin ákæra. Þetta eru 8 kostir. Í raðvali fær kostur stig fyrir hvern kost, sem er neðar. Það er hugsað eins og skákmót, þar sem allir tefla við alla. Efsti kostur, má segja, vinn- ur alla og fær því 7 stig, næstefsti kostur vinnur 6 o.s.frv. Það er eins og jafntefli, þegar tveir kostir eru í sömu stöðu. Þeir deila með sér stigum viðkomandi sæta. Eins er, ef fleiri eru í sömu stöðu, að þeir skipta með sér stigum við- komandi sæta. Þannig færir röð með B, C og D nr. 2 hverjum kosti (6+5+4)/3=5 stig. Hér koma tvö dæmi um raðir. Þingmaður nokkur vildi helst ákæra þrjá, en ella engan. Röð hans var A (ákæra þrjá) H (ákæra engan) E, F, G (ákæra einhvern einn) B, C, D (ákæra einhverja tvo) Af þessum lista fékk A 7 stig, H 6 stig, E, F og G fengu 4 stig hver, og B, C og D fengu 1 stig hver. Annar vildi alls ekki ákæra og vann að því með röðun sinni, að sem minnst yrði ákært. Röðin varð því þannig: H E, F, G B, C, D Af þessari röð fékk H 7 stig, E, F og G fengu 5 stig hver og B, C og D 2 stig. Við upphaf seinni umræðu lá fyrir niðurstaða um stigafjölda hvers kosts. Þá lá einnig fyrir röð hvers þingmanns. Hún gat verið sem greinargerð með ræðu hans. Við lok umræðunnar fyrir at- kvæðagreiðsluna spurði forseti, hvort nokkur hefði við það að at- huga, að borinn yrði upp sá kost- ur, sem fékk flest stig. Þá var kosturinn borinn undir atkvæði og samþykktur mótatkvæðalaust. Umfjöllunin var gegnsæ, eins og best gat orðið. Hugsum okkur að kosturinn hefði verið felldur. Hvernig átti forseti að halda áfram atkvæða- greiðslunni? Hún hefði getað þvælst fyrir; reyndar eiga menn yfirleitt við það að búa, þegar greidd eru atkvæði á hefðbundinn hátt. BJÖRN S. STEFÁNSSON, forstöðumaður Lýðræðissetursins. Landsdómsákærur – Raðval Frá Birni S. Stefánssyni Björn S. Stefánsson Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.