Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Eina leiðin til að það geti mögu-
lega gengið er sú að við myndum
ekki fara fram á neina sérlausn í
neinu máli, það er að segja að við
myndum gefast upp fyrirfram,“
segir Eiríkur Bergmann Einarsson,
forstöðumaður Evrópufræðaseturs
Háskólans á Bifröst, spurður um
þau ummæli Ögmundar Jónassonar
dómsmálaráðherra að mögulegt sé
að flýta aðildarviðræðum við ESB
og jafnvel ljúka þeim á nokkrum
mánuðum.
Eiríkur telur þetta ekki raun-
hæft.
„Eina leiðin til að flýta samning-
unum væri ef við myndum segja:
Ekkert mál. Við yfirtökum þetta
allt saman og innleiðum á ör-
skömmum tíma. En það eru ekki
endilega hagsmunir Íslendinga.
Hagsmunir Íslendinga hljóta að fel-
ast í því að ná sem allra bestum
samningi en með þessu móti sem
Ögmundur leggur til myndum við
ekki fá neinar undanþágur frá okk-
ar hagsmunamálum.“
Stjórnvöld hægðu á ferlinu
– Hvaða tíma er eðlilegt að miða
við að aðildarferlið muni taka?
„Það er tvennt um þetta að segja.
Það er augljóst að íslensk stjórn-
völd hægðu sjálf á ferlinu. Þau tóku
ákvörðun um að hægja á því. Ég
hygg að í kjölfar Icesave-deilunnar
og þess að skoðanakannanir fóru að
sýna mikla andstöðu við aðild hér
innanlands hafi stjórnvöld ákveðið
að kæla málið.“
– Ríkjaráðstefnan sem markaði
formlegt upphaf aðildarviðræðna
fór fram í Brussel í júlí. Ertu að
segja að hún hefði annars farið
fram fyrr?
„Já. Hún hefði getað gert það.
Það stóð til að aðildarumsóknin yrði
lögð fram í desember árið 2009 og
svo í mars á þessu ári. Deilan um
Icesave skýrir andstöðuna við aðild
að ESB að talsverðu leyti og eftir
að hún komst í hámæli var farið í að
kæla niður aðildarferlið.“
ESB sótti ekki um aðild
Eiríkur bendir á að eðli aðildar-
ferlisins liggi fyrir.
„Ferillinn er þekktur. Evrópu-
sambandið sótti ekki um aðild að
Íslandi heldur sótti Ísland um aðild
að Evrópusambandinu. ESB ýtti úr
vör aðildarferli sem er þekkt og 21
ríki hefur gengið eftir inn í sam-
bandið síðan því var komið á legg af
stofnríkjunum sex. Ísland verður að
fylgja þessu ferli og getur ekki
breytt því nema mjög lítillega.
Hugmynd Ögmundar er þess
vegna óraunhæf og hún getur geng-
ið gegn hagsmunum Íslendinga ef
þeir ætla að fá sérlausnir, til að
mynda í sjávarúvegsmálum, land-
búnaðarmálum og svo framvegis.“
– Tekurðu undir að aðildarferlið
snúist fremur um pólitíska samn-
inga en úrlausn tæknilegra atriða?
„Þetta eru fyrst og fremst póli-
tískir samningar. Tæknilegi þáttur-
inn er lítið mál. Það er pólitíski
þátturinn sem skiptir máli. Ætlar
ESB að koma til móts við Ísland í
sjávarútvegsmálinu eða ekki? Það
er hápólitísk spurning.“
ESB hefur áhyggjur
Leigh Phillips, blaðamaður á
Evrópuvefnum EU Observer, hefur
skrifað talsvert um umsókn Ís-
lands.
Spurður hvaða augum litið sé á
aðildarumsókn Íslands í Brussel
bendir Phillips á nýja skýrslu um
framgang aðildarferlisins.
„Ef skyggnst er undir yfirborðið
var vikið nokkrum orðum að
áhyggjum af stuðningi almenn-
ings,“ segir Phillips sem leitaði
gagna um stuðninginn hjá fram-
kvæmdastjórn ESB.
Svarið hefði verið að þetta
byggðist á könnun Eurobarometer
en þar ræðir um skoðanakannanir
sem gerðar eru á sex mánaða fresti
til að kanna stuðning almennings
við sambandið og ýmsa þætti þess.
Telja Íslendinga trega í traumi
Umrædd könnun er aðgengileg á
vefnum í skjalinu „Eurobarometer
73“ sem birt var í ágúst en þar segir
í lauslegri þýðingu á blaðsíðu 14:
„Könnunin sýnir að lítill stuðn-
ingur er við Evrópusambandsaðild
á meðal almennings á Íslandi: að-
eins 19% aðspurðra á Íslandi telja
að hún væri af hinu góða og 29%
telja að land þeirra hefði hag af
ESB-aðild. Svarendur á Íslandi
eru, eins og sakir standa, heldur
tregir til að fallast á aðild að Evr-
ópusambandinu.“
Þátttakendur í könnuninni voru
536 og var hún gerð af Capacent, að
því er fram kemur í heimildaskrá.
Inntur eftir afstöðu Evrópusam-
bandsins til aðildarumsóknarinnar
segir Phillips talsmenn ESB vera
þögla sem gröfin þegar hún er bor-
in undir þá. „Þeir bregða ekki svip
þegar aðildin er til umræðu. Þeir
láta ekkert uppi. Þeir hafa áhyggj-
ur. Þeir fara ekki að segja neitt op-
inberlega sem gæti skaðað aðild-
arferlið.“
– Hvað með þær vangaveltur Olli
Rehn, fyrrverandi stækkunarstjóra
ESB, að Ísland gæti orðið á undan
Króatíu í Evrópusambandið?
„Sú hugmynd er greinilega út af
borðinu. Allar skýrslur benda til að
aðildarferli Króatíu gangi einstak-
lega vel,“ segir Phillips og bendir á
að aðildarferli Króata ljúki líklega í
vor, nú þegar rýnivinna ESB vegna
aðildarumsóknar Íslands sé nýhaf-
in.
Myndi jafngilda uppgjöf
Evrópufræðingur telur hraðleið inn í ESB ekki í þágu Íslands Hægt var á
aðildarferlinu vegna andstöðu við aðild ESB hefur áhyggjur af andstöðunni
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Evrópuþingið í Brussel Grannt er fylgst með ESB-umræðunni þar ytra.
Eiríkur Bergmann
Einarsson
Leigh
Phillips
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010
Toby Vogel er
blaðamaður á
The European
Voice, systur-
riti vikuritsins
The Econom-
ist, í Brussel.
Spurður
hvort hann
telji flýti-
meðferð Ís-
lands í aðildarumsókn að ESB
raunhæfa, bendir Vogel á að at-
riðin sem samið verði um séu
fremur pólitísks eðlis en tækni-
legs. Þar séu á ferð ágreinings-
atriði sem verði líklega leyst
annars staðar en á formlegum
samningafundum.
„Ég á erfitt með að sjá fyrir
mér tæknilegar samninga-
viðræður sem myndu svara
þessum spurningum,“ segir
Vogel sem telur að fremur sé
um aðlögunarviðræður að ræða.
Ekki umsemjanlegt
„Að ræða um samningavið-
ræður í þessu samhengi er hálf-
gert rangnefni vegna þess að
raunin er að margt af því sem
rætt er um er ekki umsemjan-
legt af hálfu ESB. Hægt er að fá
nokkrar undanþágur, svo sem í
formi tímabundinna niðurfell-
inga á regluverkinu (acquis)
o.s.frv., en að grunni til snýst
málið um hvernig umsóknar-
landið hyggst innleiða regluverk
ESB. Að því leyti held ég að
samkomulag um grundvallar-
atriði regluverksins sé nánast
frumskilyrði þess að aðildar-
viðræður beri árangur.“
Vogel heldur áfram og svarar
því aðspurður að ekki eitt ein-
asta aðildarríki ESB, að með-
töldum þeim ríkjum sem Ísland
hefur deilt við vegna Icesave,
leggist gegn aðild Íslands.
Hann telur að tímaramminn
sem Ögmundur hefur lagt til
yrði án fordæmis í sögu ESB.
Regluverkið hafi t.d. vaxið í
170.000 bls. og lengist stöðugt.
Misvísandi
að ræða um
samninga
170.000 SÍÐUR
Toby Vogel
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Rangárþing eystra mun ekki gefa út
framkvæmdaleyfi fyrir gerð varnar-
garðs til bráðabirgða í ósi Markar-
fljóts fyrr en samkomulag hefur tek-
ist við landeigendur beggja vegna
fljótsins og Skipulagsstofnun hefur
metið það hvort framkvæmdin þurfi
að fara í umhverfismat. Siglinga-
stofnun hefst ekki handa fyrr en öll
leyfi hafa fengist.
Siglingastofnun hefur fengið heim-
ild samgönguráðherra til að ráðstafa
180 milljónum kr. sem ætlaðar eru til
viðhaldsdýpkunar í Landeyjahöfn.
Meðal annars er fyrirhugað að gera
flóðvarnargarð til að færa ósa Mark-
arfljóts um tvo kílómetra til austurs.
Það er gert til að færa útrás fljótsins
sem ber gífurlega mikinn aur, fjær
Landeyjahöfn á meðan ströndin er að
jafna sig. Siglingastofnun telur sig
vera að flýta breytingu á ósnum sem
hefur flæmst þarna um sandana,
bæði vestar en hann kemst nú og
austar en fyrirhugað er að færa
hann. Flóðvarnargarðurinn verður
2,5 m á hæð, mokað upp á staðnum og
grjótvarinn. Hann er hugsaður sem
bráðabirgðagarður sem muni gefa
eftir við næstu flóð og hverfa á næstu
árum.
Siglingastofnun sótti um fram-
kvæmdaleyfi til Rangárþings eystra í
fyrradag. Ísólfur Gylfi Pálmason
sveitarstjóri hefur boðað til fundar
með landeigendum og viðkomandi
stofnunum næstkomandi mánudag
til að skýra málið. Landeigendur
austan Markarfljóts hafa áhyggjur af
því að fljótið flæmist yfir þeirra land.
Siglingastofnun segir að áin verði
innan núverandi marka og garðurinn
muni ekki veita henni á gróið land.
Fara ekki í ósinn fyrr en
eftir mat Skipulagsstofnunar
Sveitarstjóri fundar með landeigendum
Áform um byggingu flóðvarn-
argarðs í Markarfljót eru til-
kynningaskyld. Stefán Thors
skipulagsstjóri vekur athygli á
því að umhverfisáhrif Land-
eyjahafnar og tilheyrandi
varnargarða og vega hafi ver-
ið metin. Búið sé að byggja
höfnina. „Við lítum svo á að
áform um að byggja nýjan
varnargarð sé breyting á
þeirri framkvæmd,“ segir
Stefán. Skipulagsstofnun
metur það síðan hvort breyt-
ingin sé þess eðlis að gera
þurfi sérstakt umhverfismat
eða ekki. Það ferli getur tekið
4 til fimm vikur.
Ný framkvæmd
SKYLT AÐ TILKYNNA
www.noatun.is
Nóatúni
Nýttu þér nóttina í
Verslanir Nóatúns eru
opnar allan sólarhringinn