Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 Á verkstæðinu Sigurður og Sólborg dóttir hans ásamt gullsmiðunum tveimur sem vinna hjá þeim. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Að koma og versla hjá okk-ur er ekki eins og að faraút í búð og kaupa mjólkog brauð. Við verðum að sýna okkar viðskiptavinum þá virð- ingu að veita persónulega þjónustu og gefa okkur góðan tíma. Fólk kann að meta það að geta sest hér niður í sófa í notalegu umhverfi og spjallað við okkur um erindið,“ seg- ir Sigurður Steinþórsson, gull- smíðameistari og eigandi verslunar- innar Gull og Silfur við Laugaveg, en hún fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir. „Gullsmíðin er sjötíu ára hefð í minni fjölskyldu. Steinþór faðir minn hóf nám í gullsmíði 1941 og rak í áratugi verslunina Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes, m.a. í kjall- aranum á Laugavegi 30, þar sem ég lærði síðan gullsmíði á sínum tíma. Ég, foreldrar mínir Steinþór og Sólborg, ásamt bróður mínum Magnúsi, stofnuðum Gull & Silfur á haustmánuðum 1970 og opnuðum verslunina með sama nafni 3. apríl 1971. Pabbi kom með okkur í reksturinn ári síðar. Ég hef sem sagt verið hátt í hálfa öld í brans- anum, er alinn upp við þetta frá blautu barnsbeini. Ég var oft hjá pabba á verkstæðinu hans og í búð- inni þegar ég var strákur. Börnin okkar Kristjönu hafa líka alist upp að hluta hjá Gulli og Silfri, við út- bjuggum skot fyrir þau hér í búð- inni til að geta haft þau hjá okkur þegar mest var að gera. Og sama er að segja um barnabörnin okkar, þau leggja sig stundum á bedda í kaffistofunni. Á annatímum eru all- ir í fjölskyldunni virkjaðir, líka dætur okkar sem ekki eru gull- smiðir, þær hafa þurft að hjálpa til.“ Sérsmíðin er að hverfa Gull og Silfur er því sann- kallað fjölskyldufyrirtæki. Sig- urður, Sólborg dóttir hans, sem er líka lærður gullsmíðmeistari, og konan hans Kristjana Ólafsdóttir vinna öll í versluninni. Sigurður og Þetta byggist á ást og væntumþykju Hann ólst upp við gullsmíðar og varð sjálfur gullsmíðameistari. Sigurður Steinþórsson ætlar í tilefni fertugsafmælis Gulls & Silfurs að gefa demanta. Morgunblaðið/RAX Fjölskyldufyrirtæki Sólborg, Sigurður og Kristjana saman í versluninni. Vefsíðan Timarit.is er samstarfsverk- efni Landsbókasafns Íslands - Há- skólabókasafns, Føroya landsbóka- savn og Nunatta Atuagaateqarfia (Det grönlandske Landsbibliotek). Vefsíðan er stafrænt bókasafn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varð- veittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Að- gangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðl- un upplýsinga. Blöðin og tímaritin hafa að geyma, auk almenns fréttaefnis og auglýs- inga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ættfræði, þjóðlífs, menn- ingar, atvinnuvega og viðskipta. Not- endur geta leitað að efni á ýmsan hátt, svo sem eftir löndum og titlum, eða að völdu orði í öllum texta rit- anna. Þeir geta einnig blaðað í gegn- um efnið og prentað út valdar síður. Ógrynni af efni er komið þarna inn og enn bætast við safnið fleiri titlar. Í nýlegum fréttum má sjá að Andvari frá 1874 til 1930 er nú aðgengilegur á Timarit.is auk Tímans (1917-1996) sem er kominn allur á vefinn. Timarit.is gagnast ekki bara fyrir fræðivinnu og grúsk heldur er gaman að leita uppi gamlar fréttir af sjálfum sér, vinum og ættingjum. Vefsíðan www.timarit.is Morgunblaðið/Kristinn Lesbók Þökk sé Timarit.is er hægt að lesa gömul blöð á netinu. Grúskað í gömlum blöðum Sönghópurinn Hljómeyki mun flytja sönglög um ástina í Listasafni Ís- lands á morgun, fimmtudaginn 18. nóvember, kl. 20:00. Verkin sem flutt verða eru m.a. Trois chansons de Charles d’Orléars eftir Debussy, Sept chansons eftir Poulenc auk laga eftir Ravel og Lau- ridsen. Kórfélagar í Sönghópnum Hljómeyki eru allir söngmenntaðir og koma einsöngvarar í lögunum úr röð- um kórfélaga en stjórnandi er Magn- ús Ragnarsson. Miðaverð er 1.500 kr. í forsölu en 2.000 kr. við innganginn. Endilega ekki missa af ástinni. Endilega … Hljómeyki Sönghópurinn mun syngja um ástina á morgun. … hlýðið á ástarsöngva sífellu og við það myndast breytileg birta sem virkar nákvæmlega eins og flökt frá sjónvarpi. Birtubreyt- ingin líkir eftir því sem fer fram á sjónvarpsskjánum, hvort sem það er skiptin á milli myndskreiða, hreyfing eða annað sem birtist í útsending- unni. Ekki er hægt að sjá mun á þjófafælunni og venjulegu sjón- varpstæki. „Það þarf ekki endilega að hafa tækið í því herbergi sem sjónvarpið er í, bara að það sjáist ekki inn um gluggann hvað þetta er og að tækið Flestir kannast við flöktið sem sést utan frá í gluggum hjá fólki þegar verið er að horfa á sjónvarpið inni. Nú er hægt að fá tæki sem hermir eftir flöktinu frá sjónvarpinu, nefnist það FakeTV eða þjófafæla. Tækinu er ætlað að fæla innbrotsþjófa frá með því að láta líta út fyrir að ein- hver sé heima að horfa á sjónvarpið. „Þjófafælan er mjög vinsæl hjá okkur en það má segja að þetta sé tiltölulega nýtt í heimavörnum,“ segir Haukur Hannesson í raftækja- versluninni Glóey í Ármúla sem selur þjófafæluna. „Tækið virkar þannig að það er eins og tvær klukkur og skynjari. Þegar fer að skyggja á kvöldin fer það í gang. Á veturna er kveikt á því í um sjö tíma og á sumr- in í fjóra tíma. Það kveikir á sér þeg- ar fer að skyggja og slekkur á sér í kringum miðnætti. Það er alveg sjálfvirkt en það er líka hægt að hafa kveikt á því framhjá klukku og líka alveg slökkt á því,“ segir Hauk- ur. Þjófafælan er lítil og nett með björtum marglitum ljósdíóðum. Tölvukubbur breytir styrk ljósanna í snúi baki við glugganum,“ segir Haukur og bætir við að hjá Glóey fá- ist ýmislegt til að fæla innbrotsþjófa frá. „Við erum t.d. með skynjara sem skynjar þegar einhver kemur inn og sendir þá boð í síma húsráðenda, svo erum við með klukkurofa sem kveikir ljós á mismunandi stöðum í íbúðinni og pípara sem hægt er að setja á hurðir.“ ingveldur@mbl.is Heimavarnir Þjófafæla líkir eftir sjónvarpi Þjófafælan Lætur innbrotsþjófa halda að einhver sé heima. Lesa má nánar um þjófafæluna á www.faketv.com og www.gloey.is.Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Myndakvöld Ferðafélags Íslands Í kvöld kl. 20.00 verður haldið myndakvöld Ferðafélags Íslands í samkomusal félagsins í Mörkinni 6. Snævarr Guðmundsson segir frá stórmerku rannsóknarverkefni þar sem sprungusvæði á íslenskum jöklum eru kortlögð. Snævarr segir frá framkvæmd verkefnisins sem er einstakt í sinni röð í heiminum og sýnir fjölda áhugaverðra mynda sem tengjast því. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri. Aðgangseyrir kr. 1.000 og kaffiveitingar innifaldar að vanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.