Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010
Íslendingar eru enn
reiðir vegna efnahags-
hrunsins. Í því and-
rúmslofti fjallaði al-
þingi um það hvort það
ætti að ákæra einhvern
af fyrrverandi ráðherr-
um fyrir landsdómi.
Þingmannanefnd lagði
til, að 4 fyrrverandi
ráðherrar í ríkisstjórn
Geirs H. Haarde yrði
ákærðir og dregnir fyr-
ir landsdóm. Alþingi ákvað að ákæra
einn fyrrverandi ráðherra, Geir H.
Haarde. Fellt var að ákæra Árna
Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson
og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Eðlilega eru mjög skiptar skoðanir
um ákvörðun alþingis. Ég tel, að ekki
hefði átt að ákæra neinn fyrir lands-
dómi. Ég hefi kynnt mér lögin og
stjórnarskrána og þau atriði, sem
rannsóknarnefnd alþingis og þing-
mannanefnd fjallaði um. Ég fæ ekki
séð, að þar sé að finna nein atriði, sem
varða umrædda 4 fyrrverandi ráð-
herra er leiði í ljós að þeir hafi bakað
sér refsiábyrgð fyrir landsdómi.
Þessir ráðherrar gerðu mistök og
tóku líklega einhverjar rangar
ákvarðanir. En þessi mistök voru
ekki þess eðlis, að þau réttlættu kæru
fyrir landsdómi.
Í skýrslu rannsóknarnefndar al-
þingis eru störf 3ja þessara fyrrver-
andi ráðherra gagnrýnd sérstaklega
og talað um vanrækslu þeirra í starfi,
sbr. lög nr. 42/2008 um rannsókn-
arnefnd alþingis. Þar er átt við Geir
H. Haarde, Árna Mathiesen og
Björgvin G. Sigurðsson. Mörgum
finnst þessi umsögn nægilegur áfell-
isdómur yfir umræddum ráðherrum.
Ég tel, að til viðbótar þeirri umsögn
gæti alþingi samþykkt vítur á ráð-
herrastörf umræddra manna, ef
þurfa þykir, en jafnframt gæti alþingi
fjallað um ráðherrastörf annarra
stjórnmálamanna sem undirbjuggu
og tóku ákvarðanir um einkavæðingu
bankanna. Og Alþingi gæti samþykkt
vítur á störf allra þessara manna.
Þannig gæti alþingi tekið fyrir störf
allra þeirra ráðherra, sem störfuðu í
aðdraganda hrunsins og mundu þá
fyrningarfrestir í lögum um ráð-
herraábyrgð ekki hafa nein áhrif þar
á. M.ö.o.: Í stað þess að ákæra menn
fyrir landsdómi gæti alþingi sam-
þykkt vítur á þá, sem alþingi telur, að
hafi gert svo alvarleg mistök í að-
draganda hrunsins að þeir beri
ábyrgð á hruninu ásamt stjórnendum
bankanna.
Ef til vill finnst mörgum, sem það
sé ekki nóg að víta menn fyrir slík al-
varleg mistök. En ég tel það nóg og
það væri ekki léttbært fyrir neinn
stjórnmálamann að fá slíkar vítur á
sig frá hinu háa alþingi. Landsdómur
er tímaskekkja. Hann á rætur í
stjórnarfari sem ríkti áður en þing-
ræðið kom til sögunnar, en þingræðið
gerir ráð fyrir, að unnt sé að víkja
ráðherrum frá með vantrausti. Upp-
haflega hugsunin var sú að með
landsdómi væri unnt að víkja ráð-
herrum úr embætti, ef þeir brytu al-
varlega af sér. En það var þá ekki
ætlunin að draga ráðherra fyrir
landsdóm vegna rangra ákvarðana
eða minni háttar mistaka eins og
þingmannanefndin lagði
nú til. Og þingmanna-
nefndin virðist hafa
horft framhjá því, að all-
ir umræddir 4 fyrrver-
andi ráðherrar höfðu
vikið úr embættum. Það
þurfti því ekki að draga
þá fyrir landsdóm til
þess að svipta þá ráð-
herraembættum.
Sigurður Líndal
lagaprófessor segir, að
landsdómur sé með póli-
tísku ívafi. Mér finnst
pólitíkin hafa orðið of sterk hjá þing-
mannanefndinni: Þegar fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins ákveða að ákæra
engan er pólitíska ívafið sterkt. Þeg-
ar fulltrúar VG ákveða að ákæra alla
4 er sömu sögu að segja. Og til þess
að undirstrika pólitíkina í meðferð
málsins greiða allir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins atkvæði eins og
fulltrúar flokksins í þingmannanefnd-
inni. Og þingmenn VG greiða allir at-
kvæði eins og fulltrúar VG í þing-
mannanefndinni. Fulltrúar
Samfylkingar í þingmannanefndinni
vildu ákæra 3 fyrrverandi ráðherra.
En þingmenn Samfylkingarinnar
skiptust við lokaafgreiðslu málsins.
Sama er að segja um þingmenn
Framsóknar.
Það kom skýrt í ljós við afgreiðslu
alþingis á hugsanlegum ákærum
gegn fyrrverandi ráðherrum að al-
þingi var ekki fært um að afgreiða
það mál á faglegan og hlutlausan
hátt. Þingmannanefndin klofnaði í
þrennt og þar réð pólitíkin miklu.
Þingmannanefndin heldur því fram,
að hún hafi afgreitt ákærurnar mál-
efnalega. En það er ekki rétt. Ef eng-
in pólitík hefði verið í spilinu hefði
verið líklegt, að tillaga hefði komið
fram um að ákæra fleiri en 4 og einn-
ig hefði þá verið möguleiki á því að
komið hefði fram tillaga um að ákæra
engan. Ef draga á fyrrverandi ráð-
herra til refsiábyrgðar gengur ekki
að leggja pólitískan mælikvarða á
störf ráðherranna. Ef bankahrunið
hefði ekki átt sér stað hefði alþingi
ekki ákveðið að ákæra fyrrverandi
ráðherra fyrir að halda ekki rík-
isstjórnarfund um ákveðin mikilvæg
málefni. Slík ákæra var ekki ákveðin
þegar Halldór og Davíð ákváðu sín á
milli að styðja innrás í Írak án þess að
leggja málið fyrir ríkisstjórn.
Þingmannanefndin nefnir sem sak-
arefni að fyrrverandi ráðherrar hafi
ekki fylgt því eftir að láta setja Ice-
save-útibúin í Bretlandi og Hollandi í
dótturfyrirtæki. Það er alltaf unnt að
benda á, að ráðherrar fylgist ekki
nægilega vel með undirstofnunum
sínum. En það er ekki þar með sagt
að ráðherrar séu dregnir fyrir lands-
dóm af þeim sökum. Hér er það póli-
tíkin sem ræður för.
Nær að víta
ráðherra en ákæra
Eftir Björgvin
Guðmundsson
Björgvin
Guðmundsson
»Ef bankahrunið
hefði ekki átt sér
stað hefði alþingi ekki
ákveðið að ákæra fyrr-
verandi ráðherra fyrir
að halda ekki ríkis-
stjórnarfund …..
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les-
endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við
höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á
vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst
til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of-
arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og
greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar.
Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerf-
ið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er
þá notandasvæðið virkt. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar.
Ég kveð góðan vin
og frænda, Hrafnkel
Helgason. Hrafnkell
var glæsimenni, hreinskilinn, rök-
fastur, orðheppinn og frábær sögu-
maður. Ég var ekki gamall er ég man
fyrst eftir honum akandi heim að
Lambhaga á G5. Við systkinin hænd-
umst að honum, hvernig hann talaði
við okkur, spurði um okkar áhuga-
mál og hrósaði fyrir það sem vel var
gert. Hann hafði mikinn áhuga á
gæsaveiði og fuglaskoðun. Svo mikið
smitaði hann mig af þessari iðju sinni
að ég fékk mér byssuleyfi þegar ég
hafði aldur til og fór með honum í
ótal veiðiferðir. Þetta voru góðir
tímar þar sem við lágum úti, spáðum
í fuglana og sáum sólina kom upp.
Oftast veiddum við eitthvað en þegar
ekkert flug var sagði hann mér sögur
af sjálfum sér, allt frá barnæsku; bú-
skapnum á Stórólfshvoli, þegar hann
sló Þverárbakkana með orfi og ljá,
námsárunum heima og úti og brúar-
vinnunni.
Hrafnkell var manna fróðastur um
Njálu og undraðist mjög að ég hefði
aldrei lesið hana. Hann var alltaf að
fræða mig um söguna og allt sem ég
veit um Njálu er frá honum komið.
Hrafnkell var mikill fuglavinur. Á
vorin fylgdist hann grannt með
komu fuglanna, skráði hjá sér og
fylgdist með varpi þeirra. Mörg
fuglahús voru við sumarbústaðinn og
var hann oft að spá hvað fuglarnir
þar kæmu upp mörgum ungum. Eitt
sinn sem oftar verpti tjaldur við
heimreiðina að bústaðnum og setti
Hrafnkell strangar umferðarreglur
það sumar svo ungarnir kæmust
upp. Hann gaf krumma við bústað-
inn á veturna og skógarþrestinum
epli í garðinum.
Í erfiðum veikindum mínum og
fjölskyldu minnar kynntist ég
Hrafnkatli upp á nýtt. Hann fylgdist
með öllu sem var að gerast, hringdi
oft í viku, liðsinnti og ráðlagði næstu
skref. Ég man hvað ég var hissa þeg-
ar ég sá hann fyrst í hvítum sloppi.
„Þú veist Ómar að ég heimsæki ekki
fólk á spítala, ég er að vinna. Hvaða
læknir er með þig?“ og er ég svaraði
sagði hann: „Gott gott, ég tala við
hann.“ Hafði svo samband og stapp-
aði í mig stálinu og sagði svo: „Þú
hristir þetta af þér.“ Alltaf stóð
heimili hans og Sigrúnar opið fyrir
mér þegar ég þurfti á því að halda og
var sá tími sem ég bjó þar mér ómet-
anlegur.
Hrafnkell var tíður gestur hér í
Lambhaga, fylgdist vel með bústörf-
um enda gamall sveitamaður og
hvatti mig áfram á öllum sviðum. Það
var lán að kynnast slíkum manni sem
Hrafnkell var og mun taka sinn tíma
að venjast því sem orðið er.
Ómar Helgason, Lambhaga.
Fallinn er frá höfðinginn Hrafn-
kell Helgason. Leiðir okkar Hrafn-
kels lágu fyrst saman í gegnum heil-
brigðsmál þegar hann var yfirlæknir
á Vífilsstöðum og tók oft á móti okk-
ur, þingmönnum kjördæmisins, í
kynnisferðum um spítalann. Síðar
kynntist ég Hrafnkatli betur í
tengslum við flokksstarf framsókn-
armanna því þar stóð hann þétt við
hlið konu sinnar, Sigrúnar Aspelund,
en hún hefur sinnt fjölmörgum trún-
aðarstörfum fyrir framsóknarmenn
um árabil.
Hrafnkell var afar fróður um forn-
ar sögur og gat farið orðrétt með ým-
is tilsvör fornkappa Íslendinga sem
fram koma í bókmenntaarfi okkar.
Hann var ekki ólíkur fornköppunum
sjálfur, hár og glæsilegur á velli, ljós
yfirlitum, með djúpa og skýra rödd.
Mannkostamaður. Hrafnkell var
Hrafnkell Helgason
✝ Hrafnkell Helga-son, fyrrverandi
yfirlæknir, fæddist á
Stórólfshvoli í Rang-
árvallasýslu 28. mars
1928. Hann lést á
Landspítalanum 19.
október sl.
Útför Hrafnkels fór
fram frá Vídal-
ínskirkju í Garðabæ
29. október 2010.
góður sögumaður og
átti létt með að koma
fyrir sig orði. Er mér
minnisstætt þegar
Hrafnkell hreif okkur,
konurnar úr Lands-
sambandi framsóknar-
kvenna, með sér inn í
heim fornkappanna á
leið okkar í rútu um
Borgarfjörðinn áleiðis
til Ísafjarðar fyrir
nokkrum árum. Þá var
hann leiðsögumaður
hluta leiðarinnar okk-
ur til fróðleiks og
skemmtunar. Hrafnkell fór einnig á
kostum í haustferð framsóknar-
manna í Garðabæ og Álftanesi fyrir
þremur árum þegar við fórum um
Suðurland, á Njáluslóðir, undir
styrkri leiðsögn hans. Suðurlandið
var þeim hjónum afar kært, en þar
áttu þau sinn sælureit, bústaðinn,
sem þeim þótti báðum svo vænt um.
Hrafnkell og Sigrún hafa alltaf verið
höfðingjar heim að sækja og eigum
við framsóknarmenn margar góðar
minningar frá heimboðum þeirra í
Móaflötinni í Garðabænum m.a. fyrir
þorrablótin góðu í Suðvesturkjör-
dæmi. Fyrir allar þessar góðu sam-
verustundir vil ég þakka. Sigrúnu og
öðrum aðstandendum og ástvinum
votta ég mína dýpstu samúð vegna
fráfalls Hrafnkels. Megi Guð blessa
minningu hans.
Siv Friðleifsdóttir.
Kveðja frá kotbóndanum.
Fyrir okkur fjölskylduna í Lamb-
haga var Hrafnkell einn af okkar
allra bestu vinum. Okkur krökkun-
um fannst mikið til hans koma, hann
kunni margar sögur og talaði ávallt
við okkur krakkana af mikilli virð-
ingu. Hann stríddi okkur líka en okk-
ur fannst það gaman, því við fundum
að hann var að gleðja okkur en ekki
særa.
Þegar Ásberg bróðir veiktist átt-
aði Hrafnkell sig strax á hversu erf-
itt líf hann ætti fyrir höndum. Þegar
Ásberg hafði heilsu til, kynnti Hrafn-
kell honum eitt af sínum stærstu
áhugamálum; fornsögur. Ásberg var
líklega um 16 ára gamall og að mestu
lamaður og blindur. Hrafnkell fékk
hann til að hlusta á Njálu, spurði
hann um hinar og þessar persónur
og atburði og hvatti hann áfram að
leita svara. Hann spilaði inn á skap-
gerð Ásbergs þannig að með smá
blöndu af hvatningu og stríðni náði
hann að draga fram metnað í honum
til að hlusta á söguna með athygli og
draga ályktanir af því sem hann
heyrði. Hlutur Hrafnkels var því
mjög stór í því að Ásberg náði að
klára stúdentspróf jafn fatlaður og
hann var. Hann hjálpaði honum að
læra að nema á þann hátt sem Ás-
berg gat.
Okkur systkinunum fannst þessi
keppni þeirra í að lesa Njálu dálítið
kjánaleg. Þeir voru saman eins og
tveir fræðimenn, tuðandi um eitt-
hvað sem skiptir engu máli. Við
skildum ekki að það myndi skipta
miklu máli hvað þrælarnir í Njálu
hétu eða hvaða ályktanir væri hægt
að draga af hegðun persóna í sögu
sem gerðist fyrir 1000 árum. Það
skipti í sjálfu sér litlu máli fyrir alla
aðra en Ásberg; hann þjálfaðist í að
hlusta og draga ályktanir. Seinna
meir þegar Ásberg náði tökum á
Njálu reyndu þeir Hrafnkell iðulega
að reka hvor annan á gat. Þeir fundir
enduðu oftast á sama veg, annar kom
með spurningu sem hinn gat ekki
svarað. Þá sat sá sami hljóður eftir
og hugsaði, en hinn hló.
Hrafnkell átti auðvelt með að hrífa
fólk með sér og á mannamótum gerði
nærvera hans gleðina enn meiri.
Hann var líka pínulítið sérlundaður á
sinn skemmtilega hátt. Hann þorði
að tjá skoðanir sínar en sagði þó
hlutina án þess að vera meiðandi.
Hann gat sagt vondar fréttir af veik-
indum þannig að allir skildu, þannig
að maður áttaði sig á að svona væri
gangur lífsins. Hann talaði aldrei
undir rós enda vissi hann að betra
væri að segja hlutina eins og þeir
eru.
Ég, ásamt bræðrum mínum, fékk
viðurnefni frá Hrafnkatli. Fyrir okk-
ur var þetta upphefð, þar sem við
vissum að hann hafði þann sið að
gefa afkomendum sínum viðurnefni.
Ekki hafði hann mikið álit á mér sem
búmanni í sveit og hló óspart að mis-
sönnum sögum bræðra minna af bú-
störfum mínum. Það skipti engu
máli, því leikurinn hjá honum var til
þess gerður að lífga upp á lífið og
gera það örlítið skemmtilegra en það
var áður. Minning mín um Hrafnkel
er: Svipmikill maður sem ég leit
ávallt upp til.
Ég votta Sigrúnu, Helga, Stellu,
Hrefnu, Rikka og fjölskyldum þeirra
mína dýpstu samúð.
Jón Þór Helgason.
Misglaður hópur stúdenta mætti
með stúdentshúfur og skírteini 17.
júní 1947 í Lystigarðinum hjá MA til
myndatöku eftir útskrift. Þeir voru
víðsvegar að af landinu og ólíkir um
margt en áttu það sameiginlegt að
finna hlý tengsl hver í annars hug
eftir ljúfar samvistir veturna í MA.
Kveðjustundin að lokinni myndatöku
var þó nokkuð blönduð söknuði en þó
meir gleði vegna góðra framtíðar-
vona.
Langt er síðan þetta var. Hópur-
inn tvístraðist vítt um heim og langt
er milli búsetu margra hér heima.
Framhaldssamskipti þess vegna
minni, því miður.
Nokkrir ötulir nemendur úr hópn-
um gengust fyrir því þegar fram liðu
árin að kalla hópinn saman til mæt-
ingar yfir flesta vetrarmánuðina
annan miðvikudag í mánuði og komst
sú venja á svo að bekkurinn hefur
enn haft tækifæri til að rifja upp
liðna tíð og eiga saman nýjar gleði-
stundir. Tímans elfur hefur öðru
hverju brotið skörð í hópinn og þar á
meðal suma félagsfrömuði okkar. Nú
síðast hefur Hrafnkell Helgason sem
í mörg ár var yfirlæknir á Vífilsstöð-
um verið hrifsaður úr hópnum þann
19. október.
Hann veitti okkur margar gleði-
stundir, ekki síst í hópferðum þegar
bekkjarfélagarnir fóru að skoða
landið. Þá átti hann það til að setjast
gjarnan í sæti fararstjórans eða við
hlið hans og fræða okkur um héraðið
sem um var farið á skemmtilegan og
eftirminnilegan hátt. Hann átti auð-
velt með að segja frá, röddin var föst
og eftirminnileg og lýsingarnar á
landi og fólki voru glöggar og skipu-
lega settar fram. Hann lýsti bæði nú-
tíð í stórum dráttum og ekkert síður
mönnum og viðburðum langt aftur í
aldir, allt til landnámsaldar og stund-
um var hann svo hressilegur að mér
virtist hann hafa verið samtímamað-
ur búenda og búynja á þeirri öld.
Hrafnkell var landsþekktur fyrir
þekkingu sína á Íslendingasögunum
og vann til verðlauna í spurninga-
keppni um efni þeirra. Þegar við hitt-
umst á miðvikudögum í Perlunni síð-
ustu árin sem farið höfðu misvel með
getu margra félaganna til að fylgjast
með hvað rætt var um í hópnum, þá
færði hann sig oft um set til að taka
þá tali sem síst gátu fylgst með.
Þessi þátttaka hans í félagslífinu
gleymist ekki frekar en aðrar gleði-
stundir en geymist í vitund okkar
bekkjarfélaganna og félaganna sem
tengst hafa inn í bekkinn. Og nú þeg-
ar við komum saman þá er gott að
hugsa til 17. júní 1947 þegar við
kvöddumst og lögðum vonglöð út í
lífið.
Nú kveðjum við mætan félaga. Á
hugann leitar sorg og söknuður.
Góður vinur hefur við okkur skilist
og við erum fátækari eftir. Sorgin
mildast þó þegar við hugsum til þess
að hann hafði háð langa sjúkdóms-
baráttu og harða síðasta áfangann.
Þá baráttu háði hann með reisn svo
að lausn hans frá henni mildar sorg-
ina og breytir henni í samúð og ljúfa
ánægju yfir því að nú tekur betra við.
Þakklátir hugir kögraðir blessun-
aróskum um farsæld í nýrri veröld
fylgja.
Eftirlifandi eiginkonu hans Sig-
rúnu Aspelund og þrem börnum
hans frá fyrra hjónabandi og öðrum
ástvinum hans vottum við djúpa
samúð okkar og biðjum þeim bless-
unar um ókomin ár.
F.h. 6. bekkjar MA 1947,
Björn H. Jónsson.