Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.2010, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2010 SÍMI 564 0000 FULLKOMIN GÆÐI 12 12 L L L 16 L 7 L L SÍMI 462 3500 12 L L JACKASS3D kl.8-10 EASYA kl.6-8-10 ARTHÚR3 kl.6 SÍMI 530 1919 L L L L 16 12 UNSTOPPABLE kl.5.45-8-10.15 EASYA kl.5.50-8-10.10 ARTHÚR 3 kl.5.50 YOU WILLMEET ATALLDARKSTRANGER kl.8-10.15 INHALE kl.8-10 BRIM kl.6 JACKASS 3D kl.3.40-5.50-8-10.10 JACKASS3DLÚXUS kl.3.40-5.50-8-10.10 UNSTOPPABLE kl.5.45-8-10.15 EASYA kl.5.50-8-10.10 ARTHÚR 3 kl.3.40 MACHETE kl.10.35 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 kl.3.40 SOCIALNETWORK kl.8 EATPRAYLOVE kl.5.20 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 .com/smarabio ATH: Tilboðin gilda ekki í Borgarbíói NÝTT Í BÍÓ! Sjáðu Jackass eins og þú hefur aldrei séð áður! Sýnd kl. 6Sýnd kl. 8 og 10:15 Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 6, 8 og 10:15 - Ótextuð Sýnd kl. 8 og 10:15 Artúr er mættur aftur í sinni þriðju mynd, þar sem ævintýrið er stærra en nokkru sinni fyrr! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! FYNDNARI OG FÁRÁNLEGRI EN NOKKURN TÍMANN ÁÐUR, TEKIN Í FLOTTUSTU ÞRÍVÍDDARTÆKNI SEM VÖL ER Á! SJÁÐU JACKASS EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ÁÐUR! 80% Fresh -Rotten Tomatoes HHH „This is a superb film” -Roger Ebert MAGNÞRUNGIN SPENNA MEÐ LYGUM OG SVIKUM! -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum HHHH „...Fyrsta flokks afþreying“ -S.V., MBL I’m Still Here er það sem kallaðer gerviheimildarmynd eðagrínheimildarmynd, þ.e.myndin er ekki raunveruleg heimildarmynd heldur leikin mynd sem látin er líta út fyrir að vera heim- ildarmynd. Í myndinni segir af sálar- angist leikarans bandaríska Joaquins Phoenix sem sagðist í fyrra hættur að leika í kvikmyndum og að hann ætlaði að hasla sér völl sem rappari. Phoenix mætti í spjallþátt Davids Lettermans síðla árs 2009, alskeggjaður, síðhærð- ur og feitur með sólgleraugu og virt- ist hafa misst vitglóruna, svaraði ekki spurningum Lettermans og hegðaði sér afar undarlega. Slúðurmiðlar gerðu sér mikinn mat úr þessu, bitu á agnið, og veltu því mikið fyrir sér hvað hrjáði Phoenix. Síðar kom í ljós að þetta var allt í plati, að Phoenix var að leika hlutverk fyrir mág sinn, Ca- sey Affleck, í gerviheimildarmynd hans. I’m Still Here var tekin til sýninga hér á landi í síðustu viku og því miður verður það að teljast heldur seint, skemmtilegra hefði verið að sjá hana þegar enn var óljóst hvort Phoenix væri með öllum mjalla. Í myndinni er fylgst með ferðum leikarans, mis- heppnuðum tilraunum hans til að slá í gegn sem rappari og eiturlyfjaneyslu. Phoenix þvaðrar í sífellu um óréttlæti heimsins og gerviheim Hollywood. Myndin virðist því að einhverju leyti eiga að vera ádeila á Hollywood og stjörnulífernið, að sýna líf kvik- myndastjörnunnar í réttu ljósi eða kannski því ljósi sem fólk vill sjá það í, þ.e. að stjörnurnar þjáist líkt og við venjulega fólkið. Phoenix úthúðar að- stoðarmönnum sínum og fer illa með þá myndina í gegn og virðist á end- anum hafa misst tökin á lífi sínu og eiturlyfjaneyslu. Myndin hefst þó með væmnum hætti, fjölskyldumynd- bandi af leikaranum barnungum að mana sig upp í að stökkva út í lón í fagurri náttúru og faðir hans fylgist með stoltur. Myndin endar svo á álíka tilfinningaþrungnum nótum. Vissulega nær hinn ágæti leikari Phoenix oft flugi og þá sérstaklega í allra kjánalegustu atriðunum, m.a. þegar hann rappar skelfilega illa í klúbbi í Los Angeles og ræðst svo óvænt á einn klúbbgesta. Þá eru sam- skipti hans við hljómplötuútgefand- ann P. Diddy spaugileg. Diddy tekst með sannfærandi hætti að taka þátt í gríninu, leyna hryllingi sínum þegar hann hlustar á skelfilegar rappupp- tökur Phoenix. Það er vissulega auðvelt að segja eftir á, nú þegar ljóst er orðið að þetta var allt í plati, að það liggi áugum uppi að verið sé að leika. En það er einfaldlega svo margt undarlegt við þetta. Hvers vegna í ósköpunum hefði Affleck átt að gera heimild- armynd um mág sinn að missa vitið, á barmi taugaáfalls? Af hverju kemur enginn manninum til hjálpar? Og hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Er þetta ádeila eða bara sót- svart grín? Í einu atriða myndarinnar kúkar aðstoðarmaður Phoenix upp í hann sofandi (sem betur fer sést það ekki greinilega!). Er það ekki full- mikið af því góða? Auðvitað má hlæja að svona vitleysu, að Phoenix og Af- fleck hafi tekist að draga fólk á asna- eyrunum. En er brandarinn fyndinn? Eflaust finnst mörgum myndin bæði fyndin og hárbeitt ádeila en sú var ekki upplifun undirritaðs sem þótti þetta heldur langdreginn en ágæt- lega leikinn brandari. Hvað er að gerast í Phoenix? Bíó Paradís I’m Still Here bbnnn Leikstjóri: Casey Affleck. Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Antony Langdon, Ben Stiller, Casey Affleck, Sean „P. Diddy“ Combs. 108 mín. Bandaríkin, 2010. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYND Rugludallur? Phoenix tók sér rapparanafnið JP á meðan á tökum myndar- innar stóð. Hann lætur sem hann sé að missa vitið í I’m Still Here. Fyrirsögnin er lagatitill af nýjustu plötu Sálarinnar hans Jóns míns, Upp og niður stigann, sem er unnin með Stórsveit Reykjavíkur. Síðasta laugar- dag var útkomu plötunnar fagnað með stórtónleikum í Laugardalshöll. Má leiða að því líkur að einhverjir hafi farið að sofa seinna eftir það svita- stokkna kvöld. Funheitir Jens Hansson fer á kostum miklum ásamt þeim Friðriki Sturlu- syni og Stefáni Hilmarssyni. „Alltaf hægt að sofa seinna“ Svartstakkar Sálin ásamt blásurum Stórsveitar Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.