Morgunblaðið - 02.12.2010, Page 13

Morgunblaðið - 02.12.2010, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Tilkynningum til barnavernd- arnefnda fjölgaði um rúmlega 1% fyrstu níu mánuði ársins 2010 sam- anborið við fyrstu níu mánuði ársins 2009. Þetta er minni fjölgun en var í samanburði fyrstu þrjá mánuði og fyrstu sex mánuði áranna 2009 og 2010, en fjölgunin þá var um 3%. Fram kemur á vef Barnavernd- arstofu, að nokkur munur sé eftir landsvæðum. Tilkynningum fækkaði um tæplega 2% á höfuðborgarsvæð- inu en fjölgaði um tæplega 7% á landsbyggðinni. Flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna eða 47,1% tilkynninga fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 46,3% fyrstu níu mánuði ársins 2009. Alls voru 31,3% tilkynn- inga vegna vanrækslu fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 35,2% fyrstu níu mánuði ársins 2009. Hlutfall til- kynninga um ofbeldi var 21,1% fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 18,0% fyrstu níu mánuði ársins 2009. Hlutfall tilkynninga vegna þess að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu var 0,5% fyrstu níu mánuði ársins 2010, en 0,4% fyrstu níu mánuði ársins 2009. Sam- anlagður fjöldi barna sem tilkynnt var um fyrstu níu mánuði ársins 2010 var 5773 börn, en sambærileg tala fyrir árið 2009 var 5720 börn. Oftast til- kynnt um áhættu- hegðun Nokkur munur eftir landsvæðum Morgunblaðið/Heiddi Úthlutað var úr Þjóðhátíðarsjóði í gær en alls bárust 273 umsóknir um styrki að fjár- hæð samtals um 418 milljónir króna. Úthlut- að var að þessu sinni 59 styrkjum að fjárhæð samtals kr. 35 millj. kr. og hlutu eftirtaldir 8 aðilar (verkefni) hæstu styrkina, þ.e. 1 millj. kr. hver: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands; v. gagnasöfnunar og skráningar á íslensku táknmáli. Ríkisútvarpið, Rás 1; v. þátta um sögu Ríkisútvarpsins í tilefni 80 ára afmælis. Ísl. tónverkamiðstöð; v. flutnings og varð- veislu handrita í Þjóðarbókhlöðu. Ísl. land- námshænan; til kynningarstarfs og ræktun- ar á Vatnsnesi. Fræðslufélag um forystufé; til uppbyggingar fræðaseturs í Þistilfirði. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; til að skrásetja í gagnagrunn allar fornleifar þjóðgarðsins. Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna; til endurgerðar á Hrunaréttum og varðveislu á eyktanöfnum og notkun sólarklukku. Þjóð- minjasafn Íslands; til að skrá og nýta heim- ildir um jörð og byggingar að Þverá í Lax- árdal og setja upp sýningu. Hænur og handrit Ljósmynd/Jóhanna Bergmann Í Þjóðmenningarhúsinu Jóhanna Sigurðardóttir flutti ávarp við athöfnina.  Fjölbreytt viðfangsefni styrkþega Þjóðhá- tíðarsjóðs  35 milljónum króna úthlutað Rangt var farið með tölur í blaðinu í gær í frétt um útreikninga Sjálf- stæðismanna á auknum kostnaði dæmigerðrar barnafjölskyldu vegna hækkana hjá Reykjavíkurborg. Alls vantaði hækkanir upp á kr. 19.522 en lokatalan var hins vegar rétt, árs- hækkun upp á kr. 165.322. Sleppt var liðunum leikskólagjald vegna barns 2, sem áður var nið- urgreitt 100% en verður nú nið- urgreitt 75%, þetta merkir nýjan kostnað upp á kr. 59.840 yfir árið. Einnig var sleppt liðunum Sund, Fjölskyldu- og húsdýragarður, Menningarkort og Sumarnámskeið, hækkanir á þeim valda samtals kostnaðarauka upp á alls kr. 13.440 yfir árið. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Rangar tölur LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.