Morgunblaðið - 23.12.2010, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010
Frænka mín Aðal-
heiður Sigurðardóttir
hefur kvatt okkur eftir langa en við-
burðaríka ævi. Hún fæddist á Set-
bergi á Skógarströnd hinn 10. júlí
1912 hjá móðurforeldrum sínum Mar-
íu Andrésdóttur og Daða Daníelssyni.
Hún var dóttir föðursystur minnar,
Ingibjargar Daðadóttur frá Setbergi,
og Sigurður Magnússonar ættuðum
frá Ísafirði og var önnur í röðinni af
fimm systrum sem allar eru látnar.
Aðalheiður ólst upp við ástríkt heimili
á Kárstöðum þar sem foreldar henn-
ar bjuggu rausnarbúi. Hún fór ung að
vinna fyrir sér og tókst með harðfylgi
að vinna sér inn álitlega peningaupp-
hæð sem hún varði til að mennta sig á
húsmæðraskóla. Theodóra móður-
systir hennar sem þá bjó ásamt
manni sínum í Elliðaey hvatti hana
óspart til að mennta sig en hjá þeim
hafði Aðalheiður verið á annað ár sem
kaupakona. Þetta var í kreppunni og
lífið var ekki auðvelt. Aðalheiði sagð-
ist svo frá að á fyrstu búskaparárum
sínum hefði hún orðið að láta frá sér
sparifötin fyrir skömmtunarmiðum til
að eiga fyrir mat. Svo hörð var krepp-
an á Íslandi. Öll él styttir upp um síðir
og sólin skín í heiði. Aðalheiður hitti
mannsefni sitt Stefán Siggeirsson og
giftu þau sig árið 1933 í Stykkishólmi
þar sem þau bjuggu æ síðan. Aðal-
heiður var listfeng og var mikil hann-
yrðakona. Hún kenndi m.a. fatasaum
á húsmæðraskólanum á Staðarfelli og
nutu skólastúlkurnar góðs af kunn-
áttu hennar sem svo dreifðist um
landið og prýddi margt heimilið. Fjór-
ir ættliðir bjuggu saman í Stykkis-
hólmi. María, Ingibjörg, Aðalheiður
og Birna systurdóttir hennar sátu oft
saman og göldruðu fram fegurstu
hluti með hannyrðum sínum. Ullin
var spunnin af eldri konunum af mik-
illi leikni og úr því gert fegursta lista-
verk sem ég er svo lánsöm að eiga ör-
lítið sýnishorn af og mörg flíkin rann
af höndum Aðalheiðar. Aðalheiður
var í kirkjukórnum, hafði góða sópr-
Aðalheiður
Sigurðardóttir
✝ Aðalheiður Sig-urðardóttir fædd-
ist á Setbergi, Skóg-
arströnd, 10. júlí
1912. Hún lést á St.
Franciskusspít-
alanum í Stykk-
ishólmi 1. desember
2010.
Útför Aðalheiðar
fór fram frá Stykk-
ishólmskirkju 14. des-
ember 2010.
anrödd og söng ein-
söng þegar svo bar við.
Þau hjónin voru fé-
lagslynd og tóku mik-
inn þátt í félagsmálum
í Stykkishólmi. Já-
kvæðni og menningar-
legar umræður ein-
kenndu heimilið. Þau
gengust fyrir happ-
drætti og gekk ágóðinn
allur til hótelbygging-
arinnar í Stykkishólmi.
Aðalvinningur var eyja
á Breiðafirði. Stefán
stundaði fyrst búskap.
Eftir að hann brá búi ók hann rútunni
milli Stykkishólms og Reykjavíkur.
Síðar tók hann að sér rekstur bens-
ínstöðvarinnar í Stykkishólmi. Alltaf
var heimili þeirra opið frændfólkinu
sem kom þyrst og ferðlúið úr fjar-
lægum sveitum og urðu jafnan fagn-
aðarfundir með rausnarlegum mót-
tökum. Stefáns naut ekki lengi við en
hann lést skyndilega árið 1973. Þeim
varð ekki barna auðið en tóku í fóstur
Birnu systurdóttur Aðalheiðar. Eftir
andlát Stefáns hélt Aðalheiður heimili
með foreldrum sínum þar sem hún
hugsaði um þau af stakri natni og
ræktarsemi. Blómin prýddu glugg-
ana sínu fegursta og grænmetið í
garðinum bar ríkulegan ávöxt. Að
lokum þökkum við frændfólkið frá
Miðhúsum elskulegri frænku minni
fyrir samfylgdina.
Ólína Kristín Jónsdóttir.
Aðalheiður Sigurðardóttir var góð
vinkona mín. Ég minnist hennar fyrst
frá æskuárunum þegar hún rak
ásamt manni sínum Stefáni Siggeir-
syni stórt kúabú í Stykkishólmi.
Þangað var ég sendur með mjólkur-
brúsa til að sækja spenvolga nýmjólk,
sem Aðalheiður hellti í brúsann hjá
mér. Um leið sagði hún alltaf eitthvað
fallegt við strákinn, eitthvað sem
skildi eftir sig góðar tilfinningar, og
núna, að leiðarlokum, á ég hugljúfar
minningar um þessa sérstöku og lífs-
reyndu konu. Á þessum árum var Að-
alheiður full af lífskrafti og þá, eins og
æ síðar, virðuleg og yfirveguð. Stefán,
sem var búfræðingur að mennt, lést á
miðjum aldri og síðustu fimm áratug-
ina, sem er langur tími af mannsæv-
inni, þurfti Aðalheiður að standa á
eigin fótum, en var lengst af í
tengslum við Birnu, fósturdóttur sína
og fjölskyldu hennar. Foreldrar Að-
alheiðar, þau Ingibjörg Daðadóttir og
Sigurður Magnússon á Kársstöðum,
bjuggu einnig hjá Aðalheiði meðan
þeim entist aldur, en langlífi hefur
verið áberandi í þessari fjölskyldu.
Síðustu árin dvaldi Aðalheiður á
Dvalarheimili aldraðra í Stykkis-
hólmi, og núna um nokkurt skeið áður
en hún lést hafði ég mikla ánægju af
að heimsækja hana og borðfélaga
hennar í þrjú-kaffi, þar sem hver og
einn hafði sitt ákveðna sæti. Og þar
spjölluðum við um lífið og tilveruna,
um veðrið, um náungann, um ástand
þjóðarbúsins en aðallega rifjuðum við
upp skemmtilegar endurminningar
frá liðnum árum. En þótt líkamlegri
heilsu Aðalheiðar hafi hrakað mjög
síðustu árin fann ég aftur þessa ein-
stöku hlýju sem geislaði út frá henni
og skemmtilegar svipbreytingar á
andlitinu þegar við spjölluðum saman
um dægurmálin og rifjuðum upp ein-
stök atvik úr fortíðinni. Og nú er stóll-
inn hennar í borðsalnum auður um
sinn, en minningin um þessa hugljúfu
konu lifir áfram.
Og þá er þessu lokið, kæra vinkona.
Ég geymi minningarnar og er þakk-
látur fyrir þessar stundir sem við gát-
um rabbað saman. Vertu sæl, Aðal-
heiður. Guð geymi þig.
Bragi Jósepsson.
Komið er að kveðjustund kærrar
vinkonu minnar, Aðalheiðar Sigurð-
ardóttur eða Öllu eins og hún var köll-
uð. Á þessari stundu er mér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast Öllu, hún gaf af sér einstak-
lega hlýtt og kærleiksríkt viðmót og
aldrei var húmorinn langt undan. Það
var svo hlýlegt og notalegt að kíkja
yfir til Öllu og spjalla um daginn og
veginn eða lífsins gildi, hún hafði svo
margt að gefa af sér.
Alla sat aldrei auðum höndum. Hún
var alltaf að búa til eitthvað fallegt,
prjóna vettlinga og sokka eða vinna
að einhverjum hannyrðum. Alla
kenndi mér mörg góð gildi í lífinu. Ég
hef alla tíð litið til Öllu sem fyrir-
myndar, hún var svo jákvæð, um-
hyggjusöm og trú sínum lífsgildum.
Þannig hef ég reynt að feta í fótspor
hennar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við þökkum þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman og á
ókomnum árum eigum við eftir að
ylja okkur við dýrmætar minningar
um okkar ógleymanlegu samveru-
stundir. Minning þín lifir í hjörtum
okkar.
Þínir vinir,
Hafrún Bylgja og Haukur Páll.
Nú þegar komið er
að því að kveðja Ás-
laugu koma upp í hug-
ann ótalmargar minn-
ingar.
Fyrsta minningin er um fallega og
glæsilega konu með sterkan perónu-
leika. Konu sem var alltaf bæði hlý og
góð. Áslaug var mjög myndarleg hús-
móðir og hafði mikinn metnað varð-
andi allt sitt heimilishald. Hún var
mikil hannyrðakona og voru margir
fallegir og vandaðir hlutir sem
prýddu heimili þeirra Agnars því til
sönnunar.
Þó að Agnar væri föðurbróðir minn
fannst mér Áslaug alltaf vera jafn-
skyld mér og hann. Þau hafa alltaf til-
heyrt lífi mínu og alltaf verið traust
og trygg eins og bestu foreldrar.
Þegar ég var aðeins eins árs gömul
var ég í pössun hjá þeim um tíma og
aftur þriggja ára, þegar móðir mín lá
á sæng, og hefur það sennilega bund-
ið okkur sterkari böndum en ella,
allavega sagði Áslaug oft að hún hefði
viljað eignast mig. Það var líka hægt
að treysta þeim Agnari fyrir ýmsum
málum, þau brugðust aldrei þeim
sem sýndu þeim trúnað. Þeim varð
ekki barna auðið, en þau létu börnin í
fjölskyldum sínum skipta sig því
meira máli.
Áslaug og Agnar áttu í mörg ár
sumarbústað við Elliðavatn og síðar
við Laugarvatn. Þar undu þau sér
einstaklega vel, því bæði höfðu mik-
inn áhuga á blóma- og trjárækt.
Lögðu þau mikla vinnu í að rækta og
fegra umhverfið þar og uppskáru
mikinn og fallegan unaðsreit, þar sem
þau dvöldu yfirleitt um hverja helgi
öll sumur.
Mikið heilsuleysi hrjáði Áslaugu
hin síðari ár, en hún sýndi þá og sann-
aði einu sinni enn hversu andlega
sterk hún var. Hún þraukaði áfram
árum saman, búin að mestu að missa
sjónina og illa haldin af parkinsons-
sjúkdómi, en vildi aldrei gefast upp,
var alltaf dugleg og vildi helst ekki
tala um veikindi sín.
Áslaug naut að sjálfsögðu aðstoðar
Agnars eiginmanns síns, sem í öllum
hennar veikindum stóð við hlið henn-
ar eins og klettur og vildi allt fyrir
Áslaug Árnadóttir
✝ Áslaug Árnadótt-ir fæddist í
Reykjavík 6. júní
1917. Hún andaðist á
elli- og dvalarheim-
ilinu Grund 13. des-
ember 2010.
Útför Áslaugar fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 21. desember
2010.
hana gera, þótt hann
væri sjálfur alvarlega
heilsuveill. En þannig
voru þau, alltaf óað-
skiljanleg og sterk
saman.
Elsku Agnar, missir
þinn er mikill og ég og
fjölskylda mín sendum
þér okkar innilegustu
samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja
þig og leiða þessi erfiðu
spor.
Ég vil þakka Ás-
laugu allar samveru-
stundirnar, þakka fyrir að fá að vera
hluti af lífi þeirra Agnars. Guð blessi
minningu hennar.
Theodóra og fjölskylda.
Fallin er frá Áslaug Árnadóttir
ömmusystir mín, síðust af systkinum
sínum. Pabbi hélt mikið upp á Ás-
laugu móðursystur sína og kallaði
hana alltaf stórfrænku. Það var ekki
vegna stærðar heldur vegna kær-
leika. Það var mikill samgangur milli
foreldra minna og Áslaugar og Agn-
ars, mannsins hennar. Þau komu oft í
heimsókn til foreldra minna og við
fórum oft í heimsókn til þeirra. Við
heimsóttum þau líka oft í sumarbú-
staðinn þeirra uppi við Elliðavatn og
þær stundir hafa í huga mér verið
umkringdar ævintýrablæ. Ég tók
strax á unga aldri eftir því að Áslaug
og Agnar voru heimsborgarar. Mér
fannst það ákaflega spennandi
hversu mikið þau ferðuðust og virtust
þaulkunnug stórborgum á við Kaup-
mannahöfn og London. Það var því
ekki eins ótrúlegt og ætla mætti að í
minni fyrstu ferð til London hitti ég
þau hjónin við morgunverðarborðið á
hótelinu og urðu fagnaðarfundir.
Nokkrum árum seinna flutti ég til
London og var þar við nám. Mikið
fannst mér gaman þegar þau hjónin
komu til London og ég fékk að kynn-
ast borginni með þeim. Þá var mér
boðið með á söfn, í leikhús og út að
borða á fín veitingahús, nokkuð sem
fátækur námsmaður gat bara látið
sig dreyma um. Þessi heimsókn er
ógleymanleg og ég á ennþá jólasvein-
inn sem Áslaug vildi endilega kaupa
handa mér og eins og ævinlega um
jólin þá er hann kominn upp á ar-
inhilluna og lýsir upp hjá mér aðvent-
una. Áslaug var heppin að eiga trygg-
an mann sem þrátt fyrir sjóndepurð
heimsótti hana á Grund eins oft og
hann gat gangandi frá Vesturgöt-
unni. Ég og fjölskylda mín vottum
Agnari innilega samúð.
Jóna Freysdóttir.
Í dag kveðjum við
einn af heiðursfélögum
okkar, frú Ester Kláus-
dóttur, sem lést á heim-
ili sínu í Hafnarfirði, 88
ára að aldri. Ester var ötull baráttu-
maður slysavarna alla sína starfsævi.
Hún starfaði í hálfa öld með slysa-
varnadeildinni Hraunprýði hér í
Hafnarfirði, sem meðstjórnandi frá
árinu 1964-1970, varaformaður frá
1970-1986 og formaður deildarinnar
frá 1986-1992, síðan varaformaður
1992-1993. Hún var líka einn af helstu
frumkvöðlum stofnunar unglinga-
deildarinnar Björgúlfs. Það er göfugt
málefni að starfa í slysavarnadeild, en
Hraunprýði er einnig mjög lifandi og
skemmtilegur félagsskapur, sem hef-
ur í áranna rás safnað ómældum fjár-
Svanlaug Ester
Kláusdóttir
✝ Ester fæddist íViðey 30. apríl
1922. Hún andaðist á
heimili sínu, Fjarð-
argötu 17, 8. desem-
ber 2010.
Jarðarför Esterar
fór fram frá Víði-
staðakirkju 17. des-
ember 2010.
hæðum og látið þær
renna til ýmissa slysa-
varna og björgunar-
starfa hér í bæ, víða
um land og til heildar-
samtakanna.
Greind og ákveðin
sem forystukona í
deildinni og SVFÍ í
langan tíma lagði hún
mótandi hönd á afar
margt til framfara í
slysavarna- og björg-
unarmálum. Frá árinu
1982 til 1990 gegndi
hún embætti varafor-
seta Slysavarnafélags Íslands og var
gerð að heiðursfélaga SVFÍ á lands-
þingi í Hafnarfirði árið 1992.
Hugsjón hefur alltaf knúið starf
okkar í Hraunprýði áfram, hana átti
Ester í ríkum mæli sem og skapfestu.
Hún var mjög góð í upplestri, bæði á
ljóðum og sögum, enda fengu hinir
heiðursfélagarnir hana alltaf til að
tala fyrir þeirra hönd á afmælis- og
jólafundum deildarinnar, en svdk.
Hraunprýði er einmitt 80 ára í dag.
Við Hraunprýðikonur þökkum
Ester öll þau ár sem við máttum njóta
starfskrafta hennar og kveðjum hana
með virðingu. Fjölskyldu hennar
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning hennar.
Kristín Gunnbjörnsdóttir,
formaður slysavarna-
deildarinnar Hraunprýði,
Hafnarfirði.
Við fráfall Esterar Kláusdóttur
rifjast upp minningar frá þeim tíma
er við vorum bæði virk í starfi á vett-
vangi Slysavarnafélags Íslands.
Einkum áttum við mikið og gott sam-
starf er við gegndum störfum forseta
og varaforseta félagsins á árunum
1982-1990 og myndaðist þá vinátta
milli okkar sem hélst alla tíð síðan
sem ég er ákaflega þakklátur fyrir.
Ester hafði áður lengi starfað innan
félagsins, aðallega innan kvenna-
deildarinnar í Hafnarfirði, Hraun-
prýði, en þar var hún formaður um
nokkurra ára skeið. Sú deild var lengi
ein af traustustu stoðum Slysavarna-
félagsins og lagði drjúgan skerf til
margra góðra mála, er unnið var að
innan félagsins í áranna rás. Lét
deildin ekki við það eitt sitja að styðja
slysavarna- og björgunarstarf í Hafn-
arfirði heldur studdi hún og dyggi-
lega slíkt starf víðsvegar um landið.
Má þar nefna stuðning við byggingu
neyðar- og skipbrotsmannaskýla,
uppbyggingu björgunarsveita í fá-
mennum byggðum, svo og eflingu
Slysavarnaskóla sjómanna, sem ein-
mitt var stofnað til er við Ester
gegndum ofangreindum störfum.
Hafði Ester lifandi áhuga á öllu er
varðaði þessi mál og reyndi hvarvetna
þar sem hún gat því við komið að afla
þeim stuðnings.
Ester var einörð og einlæg í mál-
flutningi sínum og naut mikillar virð-
ingar félaga sinna. Hún var glæsileg
kona, ætíð frumleg og jákvæð og
kunni vel að bera fyrir sig glettni. Var
jafnan vel tekið eftir því sem hún
hafði til málanna að leggja á fundum
okkar og þar var hún hrókur alls
fagnaðar. Hún hafði mikinn áhuga á
að laða æskufólk til starfa innan fé-
lagsins og hvatti mjög til stofnunar
unglingadeilda, m.a. í heimabyggð
sinni. Í dag er starf slíkra deilda mik-
ilvægur þáttur í starfi Slysavarna-
félagsins Landsbjargar. Rétt er og að
geta þess að Ester var eindreginn
stuðningsmaður þess að Slysavarna-
félag Íslands stefndi að sameiningu
allra björgunarsamtakanna í landinu
og var það markmið samþykkt á
landsþingi félagsins 1990 er við létum
af störfum í stjórn þess. Þegar sam-
einingin átti sér stað síðar með stofn-
un Slysavarnafélagsins Landsbjargar
fagnaði hún því mjög og taldi það
heillaspor.
Á kveðjustund hugsum við hjónin
með þakklæti og söknuði til samveru-
stunda með Ester Kláusdóttur sem
voru okkur dýrmætar og gefandi.
Auðvitað voru slíkar stundir oftast
tengdar starfi innan félags okkar en
einnig eru okkur ofarlega í huga
gleðistundir með henni í faðmi fjöl-
skyldunnar þar sem söngurinn var
jafnan í hávegum hafður. Við sendum
börnum hennar og öllum aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur.
Haraldur Henrysson.
Allt frá stofnun Slysavarnafélags
Íslands árið 1928 hafa konur tekið
þátt í störfum þess. Jón E. Berg-
sveinsson, hinn mikli hugsjóna- og
baráttumaður og brautryðjandi,
gerði sér grein fyrir því, að með stofn-
un sérstakra kvennasamtaka innan
félagsins gætu konur lyft margföldu
grettistaki í þágu málstaðarins. Jón
hvatti konurnar til dáða. Þær brugð-
ust vel við herhvötinni; þeim rann
blóðið til skyldunnar og á fáum árum
spruttu upp kvennadeildir Slysa-
varnafélagsins um allt land. Framlag
kvennadeildanna verður aldrei metið
til fulls.
Í störfum mínum fyrir Slysavarna-
félagið kynntist ég mörgum hinna
þrautgóðu baráttukvenna vítt og
breitt um landið. Ein þeirra var Ester
Kláusdóttir í Hafnarfirði. Hún starf-
aði þar í kvennadeildinni og lagði að
lokum að baki farsælt hálfrar aldar
starf. Ester var prúð og hæglát í allri
framgöngu en föst fyrir og ákveðin
þegar til kastanna kom; lét ekki sinn
hlut í hugsjónaríkum baráttumálum.
Stofnun kvennadeildanna var mik-
ið gæfuspor. Þær hafa lagt ómetan-
legt starf af mörkum, sem aldrei verð-
ur fullþakkað.
Örlygur Hálfdánarson.