Morgunblaðið - 23.12.2010, Page 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Bókin Skáldsaga um Jón ber eflaust
einn af lengri undirtitlum jóla-
bókaflóðsins í ár: & hans rituðu bréf
til barnshafandi konu sinnar þá hann
dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó
komu hennar & nýrra tíma.
Sá Jón sem hér um ræðir er séra
Jón Steingrímsson en höfundur bók-
arinnar, Ófeigur Sigurðsson, komst
fyrst í kynni við eldklerkinn á ung-
lingsaldri.
„Hann hefur fylgt mér mjög lengi,
enda margslunginn og áhugaverður
maður sem margt er hægt að læra af.
Ég vissi af honum þegar ég var í
dauðarokkinu sem unglingur og þá
þótti maður sem bar viðurnefnið
„eldklerkur“ mjög spennandi per-
sóna,“ segir höfundurinn og hlær.
„En svo kynntist ég honum nánar
þegar ég var í íslensku í Háskól-
anum, þá opnaði Matthías Viðar æfi-
söguna fyrir mér og sýndi fram á
hversu víðtæk, djúp og nákvæm hún
er. Við síðari tíma lestur heillar mig
síðan mest hversu ástríðufullur, ást-
ríkur og ástfanginn Jón er af Þórunni
konu sinni og hvað hann dáir hana
mikið.“
Skáldsaga um Jón segir frá því ári
þegar klerkurinn dvaldi í helli í Mýr-
dal veturinn 1755-1756 en þar hefst
hann við á meðan Katla gýs og sveip-
ar landið dimmum skugga. Jón hafði
verið á leið suður eftir að hafa misst
djáknaembættið í Reynistaðaklaustri
fyrir að hafa barnað Þórunni, ekkju
klausturhaldarans. Þau létu gefa sig
saman en voru síðan grunuð um að
hafa valdið dauða mannsins og þótti
best að hafa sig á brott.
„Jón stendur
þarna á tímamót-
um, eins og raun-
ar landið sjálft.
Hann skrifar bréf
til konu sinnar,
sem átti að koma
á eftir honum
suður, en þar
sem þessi bréf
eru ekki til hef ég
tekið mér skáldaleyfi og byggi þau á
heimildum úr ævisögu hans,“ segir
Ófeigur og bætir því við að reyndar
standi sárafátt um dvölina í hellinum
í ævisögunni. „Þetta er bara lítil
klausa þar sem stendur að þeir hafi
átt hið rólegasta og besta líf í hell-
inum. Þó glittir í það sumstaðar að
hann hafi ekki setið auðum höndum
heldur stundi skriftir af miklu kappi
og byggir upp býlið en Jón var mikill
hleðslumeistari. En þegar hann kem-
ur þarna í Mýrdalinn tekur Katla að
gjósa og samkvæmt annálum og
heimildum er þetta einn versti vetur
sem Ísland hefur séð. Þannig að
þetta fer ekki alveg saman.“
Samanfléttað tungutak
„Það sem er merkilegt er að þarna
er Jón í hellinum að læra þýsku og
þýða þýsk rit, hann skrifar um Kötlu-
gosið, stundar fræðastörf og lærir
lækningar með aðstoð frá Bjarna
Pálssyni, fyrsta landlækninum. Hann
er einn af upphafsmönnum upplýs-
ingarinnar á Íslandi og að upplýs-
ingin skuli nánast eiga sér upphaf
þarna í þessum helli neðanjarðar, í
svartamyrkri vegna öskufallsins frá
Kötlu, er mjög ljóðrænt; að landið
lýsist upp innan frá.“
Ófeigur segir andann í skáldsög-
unni byggðan á heimildum, t.d. ævi-
sögunni og skrifum Jóns um Kötlu-
gosið, en að efnið, t.d. bréf hans til
Þórunnar, sé alfarið skáldað. Hann
lagði þó mikla vinnu í það að flétta
saman heimi Jóns og skrifum sínum.
„Ég vildi ekki reyna að skrifa al-
farið í 18. aldar stíl þannig að ég væri
að blekkja lesandann eins og bréfin
væru raunverulega til. Ég vildi að
það sæist á textanum að bréfin væru
skálduð í nútímanum en til þess að
gefa þeim rétta yfirbragðið reyndi ég
að flétta orðtaki mínu og Jóns Stein-
grímssonar saman.“
En ætlaði hann að setja lengdar-
met með undirtitlinum?
„Nei,“ segir hann og hlær. „Bókin
hét nú fyrst bara Jón. En svo bættist
við að þetta væri skáldsaga, svo fólk
héldi ekki að þetta væri ævisaga. Og
síðan varð þetta bara að svona í 18.
aldar stíl, en í þá tíma voru und-
irtitlar eins og kápubökin eru í dag.
Þetta er innihaldslýsing bókarinnar á
knappasta formi.“
Upplýsingin hófst nán-
ast í helli neðanjarðar
Morgunblaðið/Kristinn
Ófeigur Sigurðsson Hefur ritað skáldsögu um ársdvöl eldklerksins í helli í Mýrdal.
Síðdegi Vilborgar Dagbjarts-dóttur er ekki þykk bók ogskáldskapurinn við fyrstusín áreynslulítill og hvers-
dagslegur. En þegar ljóðin eru lesin
sést glögglega að þau eru verk
þroskaðs og öruggs skálds, það er
dýpt í þessum fallegu ljóðum og í
heimunum sem opnast lesandanum.
Síðdegi er skipt í þrjá hluta. Sá
fyrsti, „Fjallkonan“, er ljóð í átta
hlutum og var ort um fornkonu sem
fannst á Vestdalsheiði árið 2004; það
var frumflutt af annarri Fjallkonu á
Austurvelli.
Meginhluti bókarinnar kallast „Í
haustvindinum“. Þetta er áhrifarík-
ur bálkur 18 ljóða og prósa. Þarna
gengur hauströkkrið hljóðlega inn í
hús ljóðmælanda í einu ljóðinu, í
öðru er ort um aspir nágrannans en
„Þegar kvöldar / slöngva þær / þétt-
riðnu neti / upp í dimmblátt / him-
indjúpið // Fáeinar stjörnur / glitra
eins og maurildi / í svörtum möskv-
unum.“
Þarna er ljóð um sorgina sem er
falin en er „myrk og köld / upp-
spretta // Hylur sem aldrei hemar
yfir“. Og drifhvít sængurver grann-
ans kalla á skáldið: „rétt eins og
óskrifuð blöð / sem biðja mig um ný
ljóð“.
Lokahluti síðdegis er hækuflokk-
urinn „Árstíðirnar í húsinu“ og er
þar að hefð hækuskálda ort af inn-
lifun um nærumhverfið á öllum tím-
um árs. Þessi vísar á jólin:
Þorratunglið fullt
eins og laufabrauðskaka
á skreyttum borðdúk.
Glitrandi stjörnur
Síðdegi
bbbbn
Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur.
JPV útgáfa, 2010. 57 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
LJÓÐABÓK
Vilborg
Dagbjartsdóttir
Jón Steingrímsson fæddist árið
1728 á Þverá í Blönduhlíð og
lést 1791. Hann er hvað þekkt-
astur fyrir að hafa stöðvað
hraunstraum með eldmessu
sinni þann 20. júlí 1783 sem að
óbreyttu hefði eyðilagt kirkjuna
á Prestbakka og nálæga byggð.
Stöðvaði
hraunið
ELDKLERKURINN
METSÖLULISTI BÓKAVERSLANA byggir á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins
og öðrum verslunum sem selja bækur (stórmörkuðum, bensínstöðvum o.fl.) . Þessar verslanir
eru eftirtaldar: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðin Iða, Bóksala stúdenta, Bónus, Hagkaup,
Krónan, Kjarval, Nóatún, N1, Nettó, Office 1, Penninn - Eymundsson og Samkaup.
Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman listann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.
Metsölulisti
Félags bókaútgefenda
13. - 19. desember
Allar bækur
1 Furðustrandir - Arnaldur
Indriðason / Vaka-Helgafell
2 Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir /
Veröld
3 Léttir réttir Hagkaups - Friðrika
Hjördís Geirsdóttir / Hagkaup
4 Gunnar Thoroddsen -
Guðni Th. Jóhannesson / JPV útgáfa
5 Lífsleikni Gillz - Egill Gillz
Einarsson / Bókafélagið
6 Eldað með Jóa Fel -
Jóhannes Felixson / Hjá Jóa Fel
7 Þokan - Þorgrímur Þráinsson / Mál
og menning
8 Svar við bréfi Helgu -
Bergsveinn Birgisson / Bjartur
9 Stelpur! - Þóra Tómasdóttir/Kristín
Tómasdóttir / Veröld
10 Ertu Guð, afi? -
Þorgrímur Þráinsson / Vaka-
Helgafell
Íslensk skáldverk
1 Furðustrandir - Arnaldur
Indriðason / Vaka-Helgafell
2 Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir /
Veröld
3 Svar við bréfi Helgu -
Bergsveinn Birgisson / Bjartur
4 Ljósa - Kristín Steinsdóttir / Vaka-
Helgafell
5 Morgunengill - Árni Þórarinsson /
JPV útgáfa
6 Handritið að kvikmynd ... - Bragi
Ólafsson / Mál og menning
7 Mér er skemmt - Einar Kárason /
Mál og menning
8 Heimanfylgja -
Steinunn Jóhannesdóttir / JPV
útgáfa
9 Mörg eru ljónsins eyru - Þórunn
Valdimarsdóttir / JPV útgáfa
10 Önnur Líf -Ævar Örn Jósepsson /
Uppheimar
Barnabækur
1 Þokan - Þorgrímur Þráins-
son / Mál og menning
2 Stelpur! - Þóra Tómasdóttir/Kristín
Tómasdóttir / Veröld
3 Ertu Guð, afi? -
Þorgrímur Þráinsson / Vaka-
Helgafell
4 Jólasyrpa 2010 - Disney / Edda
5 Lítil saga um latan unga -
Guðrún Helgadóttir / Vaka-Helgafell
6 Artemis Fowl - Atlantisduldin
- Eoin Colfer / JPV útgáfa
7 Jólasmásyrpa - Disney / Edda
8 Töframaðurinn - Michael Scott /
JPV útgáfa
9 Aþena - Hvað er málið með Haiti?
- Margrét Örnólfsdóttir / Bjartur
10 Goðheimar 1 - Úlfurinn bundinn
- Peter Madsen / Iðunn
Þýdd skáldverk
1 Hreinsun - Sofi Oksanen /
Mál og menning
2 Dávaldurinn - Lars Kepler / JPV
útgáfa
3 Hjartaþeginn - Mary Higgins Clark
/ Bifröst
4 Maðurinn sem var ekki morðingi
- Hjorth & Rosenfeldt / Bjartur
5 Danskennarinn snýr aftur -
Henning Mankell / Mál og menning
6 Hringnum lokað - Michael Ridpath
/ Veröld
7 Gleðileikurinn guðdómlegi
- Alighieri Dante / Mál og menning
8 Borða, biðja, elska - Elisabeth
Gilbert / Salka
9 Sigurvegarinn stendur einn
- Paulo Coelho / JPV útgáfa
10 Fæddur í dimmum skugga
- Andrea Busfield / JPV útgáfa
Fræði og almennt efni
1 Léttir réttir Hagkaups
- Friðrika Hjördís
Geirsdóttir / Hagkaup
2 Lífsleikni Gillz - Egill Gillz
Einarsson / Bókafélagið
3 Eldað með Jóa Fel - Jóhannes
Felixson / Hjá Jóa Fel
4 Útkall - Pabbi hreyflarnir loga
- Óttar Sveinsson / Útkall
5 Eyjafjallajökull - Ari Trausti
Guðmundsson & Ragnar Th.
Sigurðsson / Uppheimar
6 Dömusiðir Tobbu - Þorbjörg Alda M
arinósdóttir / Bókafélagið
7 Spilabókin - Þórarinn
Guðmundsson / Bókafélagið
8 Stóra Disney matreiðslubókin
- Ýmsir höfundar / Edda
9 Einfalt með kokkalandsliðiðinu
- Ýmsir höfundar / Sögur
10 Hver er ég? - Gunnlaugur
Guðmundsson / Útkall
Æviminningar
1 Gunnar Thoroddsen -
Guðni Th. Jóhannesson
/ JPV útgáfa
2 Þóra biskups og raunir
íslenskrar.... - Sigrún Pálsdóttir /
JPV útgáfa
3 Alvara leiksins - ævisaga Gunnars
Eyjólfssonar - Árni Bergmann / JPV
útgáfa
4 Jónína Ben - Sölvi Tryggvason /
Sena
5 10.10.10 - atvinnumannssaga
Loga Geirssonar - Henry Birgir
Gunnarsson / Vaka-Helgafell
6 Það reddast -
Inga Rósa Þórðardóttir / Hólar
7 Með létt skap og liðugan talanda
- Anna Kristine Magnúsdóttir /
Hólar
8 Guðrún Ögmundsdóttir - Hjartað
ræður för - Halla Gunnarsdóttir /
Veröld
9 Á valdi örlaganna -
Þórunn Sigurðardóttir / JPV útgáfa
10 Í ríki óttans - Magnús
Bjarnfreðsson / Hólar
Skáldsaga um eldklerkinn Jón Steingrímsson