Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Fasteignamarkaðurinn virðist óðum vera að þiðna og líf tekið að glæðast að nýju eftir sífrera allt frá banka- hruni. Þótt velta fasteignaviðskipta sé enn ekkert í líkingu við það sem hún var í góðærinu miðju fór hún stigvaxandi eftir því sem leið á árið 2010 og fasteignasalar eru bjartsýn- ir um batnandi horfur á næsta ári. Rúmlega 4.600 kaupsamningum var þinglýst á landinu í ár sam- kvæmt skrám Fasteignaskrár Ís- lands og námu heildarviðskipti með fasteignir tæpum 115 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaup- samning var um 24,8 milljónir. Fjórðungur af veltunni 2007 Þetta er umtalsverður bati frá árinu 2009, þegar velta á fast- eignamarkaði var í sögulegu lág- marki eða rúmir 99 milljarðar króna í tæplega 3.700 kaupsamningum og höfðu samningar ekki verið færri síðan 1988. Meðalupphæð hvers samnings í fyrra var 26,9 milljónir. Velta fasteignaviðskipta hefur því aukist um tæp 16% frá 2009 og kaupsamningum fjölgað um rúm 25%. Þrátt fyrir aukningu er veltan í ár þó ekki nema rúmur fjórðungur þess sem var þegar mestur hama- gangur var á fasteignamarkaði árið 2007, þá nam veltan á húsnæð- ismarkaði rúmum 400 milljörðum. Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segir að á síðasta ársfjórðungi 2010 hafi fast- eignasalar farið að finna mikið fyrir aukinni eftirspurn og nú við árslok séu ýmis jákvæð teikn á lofti. „Al- mennt finnst mér vera aukin bjart- sýni og þessi ytri skilyrði, eins og já- kvæðni í þjóðfélaginu, eru einmitt það sem hefur svo mikil áhrif á fast- eignamarkaðinn,“ segir Grétar. Þessu til stuðnings má geta þess að samkvæmt Væntingavísitölu Gallup fyrir desembermánuð, sem birt var í gær, hækkar vísitalan sem mælir fyrirhuguð húsnæðiskaup landsmanna úr 4,3 stigum í 7,0 stig og hefur ekki verið hærri síðan í september fyrir hrun. Þykir þetta að mati greiningardeildar Íslands- banka benda til þess að meira líf sé að færast í húsnæðismarkaðinn. „Það eru margir sem hafa haldið að sér höndum vegna óvissunnar en eru núna að koma inn á markaðinn og svipast um eftir eignum,“ segir Grétar. „Það er mikil undirliggjandi eftirspurn, enda má segja að síðustu 3-4 ár hafi unga fólkið sem vill kaupa sína fyrstu eign nánast ekk- ert sést á markaðnum. Það vantar þarna nokkra árganga svo að það er klárlega uppsöfnuð þörf.“ Á móti kemur að leigumarkaðurinn hefur vaxið mjög og fjöldi þinglýstra leigusamninga tvöfaldast á 5 árum, frá 5.229 árið 2005 í 10.419 í ár. Fjármálastofnanir seljendur Athygli vekur hversu stórt hlut- fall viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er þar sem fjármálastofnun er seljandi, eða í kringum 10%. Árin 2006 og 2007 voru fjármálastofnanir innan við 1% seljenda en frá og með bankahruni varð hlutur þeirra í fasteigna- viðskiptum meiri og virðist enn vera að aukast. Að sögn Grétars virðist sem meiri reynsla sé að komast á það innan bankanna hvernig vinna skuli úr flóknum málum, s.s. hvað varðar af- skriftir og yfirtöku fasteignalána. „Okkur hefur fundist bankarnir erf- iðir þegar fólk er til dæmis að yfir- taka lán, þeir hafa sett þröng skil- yrði og það hefur verið kyrrstaða og mikil óvissa um hvernig eigi að með- höndla þessi mál. Svo það er alveg ljóst að bankarnir hafa stöðvað tals- vert af fasteignaviðskiptum, en núna er þetta farið að verða ljósara. “ Fasteignaverð lækkar Kauphegðun fólks hefur að sögn Grétars einnig breyst að því leyti að það tekur sér nú góðan tíma til að skoða eignir og hugsar sig vel um. „Sem er besta mál því þegar mark- aðurinn var á fleygiferð þurfti fólk jafnvel að ákveða innan klukkutíma hvort það ætlaði að kaupa eign“. Fasteignaverð á höfuðborg- arsvæðinu lækkaði nokkuð á árinu og mældist vísitalan í nóvember 0,9% lægri en frá sama mánuði í fyrra. Að raunvirði, m.v. vísitölu neysluverðs, var lækkunin 3,4%. Þótt raunverð fasteigna hafi lækkað umtalsvert frá þeim tíma sem það náði hámarki, í október 2007, þá er vert að geta þess að vísitalan er samt í hærra lagi miðað við það sem hún var árið 2004, áður en bólan á fasteignamarkaði þandist hvað mest út. Seðlabankinn reiknar með því að húsnæðisverð lækki enn áður en varanlegur viðsnúningur verður. Fasteignamarkaðurinn Kaup- og leigusamningar Veltan á fasteignamarkaði Fjármálastofnun sem seljandi 16,000 14,000 12,000 10,000 8,000 6,000 4,000 2,000 0 15 ,8 36 11 ,7 11 15 ,2 51 6, 23 8 3, 69 2 4, 63 0 10 ,4 19 10 ,5 22 7, 30 7 5, 21 3 5, 0 45 5, 22 9 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2005 2006 2007 2008 2009 2010 50milljarðar 0 100milljarðar 150milljarðar 200milljarðar 250milljarðar 300milljarðar 350milljarðar 400milljarðar 450milljarðar 31 2, 17 1, 63 0 þú s. kr . 26 9, 17 1, 74 1 þú s. kr . 40 6, 44 0, 27 2 þú s. kr . 18 1, 57 8, 64 0 þú s. kr . 99 ,3 62 ,4 92 þú s. kr . 11 4, 90 0, 0 0 0 þú s kr . kr. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga Fjöldi þinglýstra leigusamninga júní 2006 nóv.2010 0% 2% 4% 6% 8% 10% 12% Hlutfall seljenda 11, 4% 3,7 % 10 ,3% 5,8 % Fasteignasala að lifna við að nýju  Velta fasteignaviðskipta jókst um 16% á milli ára  41% fleiri kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Árni Sæberg 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 ódýrt og gott 1429kr.kg Verð áður 2598 kr. Grísalundir 45% afslátt ur Svínainflúensa (H1N1) hefur greinst í sýni úr konu sem tekið var á að- fangadag og eru svínaflensu-tilfellin í desembermánuði þar með orðin tvö hér á landi. Maður greindist með flensuna nú rétt fyrir jól, en sá var nýkominn frá Bretlandi. Konan hef- ur ekki verið erlendis nýlega eftir því sem best er vitað. Einstakling- arnir, sem báðir eru á þrítugsaldri, reyndust ekki alvarlega veikir og hafa þeir náð heilsu á ný. „Þetta eru í raun og veru fyrstu tilfellin á árinu. Einhverjir greindust rétt eftir áramótin en það hefur ekki verið nein inflúensa á árinu fyrr en nú. Hún er að stinga sér niður hér og svo byrjar hún að fara frá manni til manns,“ segir Haraldur Briem, sótt- varnalæknir. Hann hvetur alla þá sem eru óbólusettir til að láta bólu- setja sig hið fyrsta en samkvæmt farsóttafréttum Landlæknisemb- ættisins er búist við að önnur bylgja svínainflúensu sé að hefjast hér á landi. Haraldur segist gera ráð fyrir að heilsugæslustöðvarnar bjóði upp á bólusetningu á hverjum degi en rétt- ast sé að hringja og spyrjast fyrir, enda verklag misjafn milli stöðva. Þá segist hann gera ráð fyrir að bólu- setningin frá því í fyrra dugi. „Menn ættu að vera varðir því þetta er mjög öflugt bóluefni.“ hugrun@mbl.is Tvö svínaflensutilfelli hafa greinst í desember Morgunblaðið/Ómar H1N1 Svínainflúensan hefur skotið upp kollinum á ný.  Í raun þau einu það sem af er ári Bólusetning » Sóttvarnalæknir hvetur alla sem eru óbólusettir til að bólu- setja sig hið fyrsta. » Helmingur íslensku þjóð- arinnar var bólusettur sl. vetur. » Þeir sem fóru í bólusetningu í fyrra ættu að vera varðir. 114,9 veltan í fasteignaviðskiptum á land- inu öllu 2010 í milljörðum króna 4.630 kaupsamningum var þinglýst á landinu öllu árið 2010 15.251 kaupsamningum var þinglýst á landinu öllu árið 2007 10.419 leigusamningum var þinglýst á landinu öllu árið 2010 41% fjölgun kaupsamninga á höfuðborg- arsvæðinu milli áranna 2009 og 2010 24,8 meðalupphæð á hvern kaupsamn- ing árið 2010 í milljónum talið 3,4% lækkun vísitölu fasteignaverðs á raunvirði frá nóvember 2009 til nóvember 2010 ‹ FASTEIGNAVIÐSKIPTI › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.