Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 ✝ Halldór Bjarna-son fæddist á Völlum í Skagafirði 20. febrúar 1922. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 18. desember 2010. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urlaug Jónasdóttir, f. 8. júlí 1892, d. 13. október 1982, og Bjarni Halldórsson, f. 25. janúar 1898, d. 15. janúar 1987, bóndi á Uppsölum í Skaga- firði. Systkini Halldórs eru: Krist- ín, f. 5. janúar 1925, Jónas, f. 26. mars 1926, d. 19. október 2003, Eg- ill, f. 9. nóvember 1927, Gísli, f. 3. júlí 1930, d. 30. maí 2009, Árni, f. 8. nóvember 1931, Stefán, f. 28. nóv- ember 1933, d. 16. janúar 1934, og Helga, f. 13. desember 1935. Halldór kvæntist 22. maí 1948 Guðrúnu Bergþórsdóttur, f. 9. febrúar 1920. Hún er dóttir hjónanna Kristínar Pálsdóttur og Bergþórs Jónssonar, bónda, í Fljótstungu í Hvítársíðu. Halldór og Guðrún eignuðust 3 dætur: 1) Kristín Þorbjörg, f. 9. mars 1950, d. 2. nóvember 2004, m. Bjarni H. Johansen, f. 31. janúar 1943. Börn Bjarnadóttir, f. 22. nóvember 1920. Hennar börn eru Bjarni H. Joh- ansen, f. 1943, m. Kristín Þ. Hall- dórsdóttir, d. 2004, Jóhann Joh- ansen, f. 1947, k. Helga Benediktsdóttir, Jenny Johansen, f. 1949, m. Bergsveinn Símonarson, Henry Johansen, f. 1951, d. 2004, k. Unnur Baldvinsdóttir, Ragnar Joh- ansen, f. 1953, k. Luzviminda Ola- yvar, og Hólmfríður Helga Jós- efsdóttir, f. 1960, m. Vernharður Skarphéðinsson. Halldór fluttist með foreldrum sínum að Uppsölum í Blönduhlíð árið 1925 og ólst þar upp ásamt systkinum sínum. Báðar ömmur hans voru alla tíð á heimilinu og tóku þátt í uppeldi barnanna. Hann fór í bændaskólann á Hvanneyri 1943 og lauk þaðan búfræðiprófi 1945. Hann hóf síðan búskap með Guðrúnu á Uppsölum til ársins 1957 er þau fluttu að Hesti í Borg- arfirði og síðan í Borgarnes 1959. Þar vann Halldór hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Halldór og Antonía bjuggu lengst af í Hveragerði og á Álftanesi og vann hann síðustu ár starfsævinnar hjá Glettingi í Þor- lákshöfn. Halldór var kjötmats- maður meðfram öðrum störfum frá 1963 til 1998. Síðustu tvö árin bjó Halldór á Vífilsstöðum og nú síðast í Mörk. Útför Halldórs fer fram frá Langholtskirkju í dag, 29. desem- ber 2010, og hefst athöfnin kl. 15. þeirra eru a) Anna Björk, f. 7. október 1967, m. Tómas Hol- ton, f. 8. júlí 1964, þau eiga Tómas Heið- ar, f. 12. september 1991, og Bergþóru, f. 6. júlí 1994. b) Guð- rún Harpa, f. 12. júní 1969, m. Erlendur Pálsson, f. 13. sept- ember 1966, þau eiga Kristínu Maríu, f. 16. september 1993, og Bjarna Magnús, f. 23. desember 1995. c) Ragnheiður Lilja, f. 15. febrúar 1974, fyrrv. m. Axel Aðalgeirsson, f. 4. ágúst 1969, þau eiga Aðalgeir, f. 26. október 1999, Katrínu, f. 13. ágúst 2002, og Dag, f. 14. desember 2004. d) Halldór Heiðar, f. 17. mars 1983, k. Lilián Pineda, f. 28. sept- ember 1983. 2) Sigurlaug, f. 29. apríl 1953, 3) Helga, f. 27. apríl 1961, fyrrv. maður Magnús Guð- jónsson, f. 21. september 1959. Börn þeirra eru a) Guðjón Már, f. 2. september 1986, b) Sigrún Ásta, f. 29. september 1987, unnusti Stein- ar Már Sveinsson, f. 9. júli 1987, c) Hákon Örn, f. 13. janúar 1998. Halldór og Guðrún skildu. Seinni kona Halldórs var Antonía Jóna Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman, þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman. – – – (Þorsteinn Erlingsson.) Tvær litlar systur sitja í fanginu á afa sem syngur og syngur. Alltaf sama lagið – Fyrr var oft í koti kátt – með leikrænum tilþrifum sem hvaða óskarsverðlaunahafi sem er hefði verið stoltur af. Í annarri hverri hendingu þurfti að stoppa lagið til að sýna systrunum hvernig krakkar léku saman, hversu hátt var hlegið og hvernig kankast var á. Og það var svo sannarlega hlegið hátt. Á Kjartansgötunni lærðum við líka að spila, kasínu og ólsen, veiðimann og fant. Í minningunni var afi í fullu starfi við að skemmta okkur systrum og þolinmæðin var óþrjótandi. Ekki ósennilegt að heimsmet hafi verið sett í sliti á spilastokkum. Minningarnar af Kjartansgötunni eru ljóslifandi og það er svo skrýtið að mínar minningar þaðan snúast all- ar um hlátur og hamingju. Háaloftið fremra og innra, með vefstólnum, garnlyktinni og dúkkulísunum þeirra Helgu og Laugu, sem við þorðum varla að anda á því þær voru svo fal- legar, stiginn upp á loft þar sem Anna Björk festi höfuðið á milli riml- anna, súlan í stofunni sem var svo skemmtilegt að snúa sér í kringum þangað til mann svimaði, fallegi garðurinn með hlaðna hraunveggn- um og hádegisblómunum, netalögnin út í litlu eyju, kapphlaupið á leirunum í fermingarveislunni hennar Helgu, þar sem ömmubræður mínir breytt- ust í unglinga og ótal fleiri hamingju- myndir. Við fluttum til Noregs og afi flutti í Hafnarfjörð. Eftir að við komum heim man ég eftir rútuferð suður, alein stelpa í heimsókn til afa og ömmu í Köldukinn, það fannst mér fullorðins ferðalag. Og enn var spil- að. Ætli afi hafi aldrei unnið úti fyrst hann hafði þennan endalausa tíma fyrir okkur? Við þeirri spurningu fékk ég svar sumarið sem ég varð fimmtán ára, þegar ég fékk að búa hjá afa og ömmu í Hveragerði og vinna með afa í Glettingi í Þorlákshöfn. Það var skemmtilegt sumar og ég kynntist nýrri hlið á afa – vinnuhliðinni. Og ég komst að því að þótt hann væri í vinnu hafði hann samt tíma til að spila við stelpuna sína, bæði í hádeg- inu í Glettingi og heima á kvöldin. Afi sinnti þetta sumar því erfiða hlutverki að vekja mig á morgnana og koma mér á fætur. Jafnvel það gerði hann með bros á vör, sem fyrir þá sem mig þekkja segir líklega meira en margt en annað um jafn- aðargeð hans. Á hverjum morgni keyrðum við saman niður Ölfusið, vinstra megin á veginum því vegur- inn var svo ansi holóttur hægra meg- in. Síðdegis keyrðum við heim aftur – líka vinstra megin. Líklega hefur það komið sér vel fyrir mig að vera syfj- aður unglingur þetta sumar. – – – Því vill hvarfla hugurinn, heillavinir góðir, heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir. (Þorsteinn Erlingsson.) Síðustu árin hvarflaði hugurinn æ oftar heim í Skagafjörðinn. Ótal sög- ur sagði afi okkur af smalamennsku í Blönduhlíð, sumar kannski svolítið kryddaðar eins og honum einum var lagið, en til síðasta dags var hann í hjarta sínu bóndi í Blönduhlíð. Við vorum sammála um það þegar við sungum saman síðustu tvö kvöldin á Landspítalanum að fornu slóðirnar í kvæðinu væru örugglega Blönduhlíð- in – þetta með Hlíðarendann er klár- lega misskilningur. Hvíldu í friði, elsku afi, ég bið að heilsa mömmu. Guðrún Harpa. Heimsóknir til ömmu og afa í Hveragerði voru þessir föstu punkt- ar í tilveru okkar, ekki síst á jólunum. Jóladagurinn hjá ömmu og afa leið auðvitað með hefðbundnum hætti hjá okkur. Eftir hangikjötsmáltíðina vaskaðir þú upp og við sóttum í að hjálpa til við að þurrka diskana, sem voru ófáir, spjalla við þig og skemmta okkur. Að uppvaski loknu fengum við að opna skúffuna með klinkinu og taka okkur laun fyrir. Síðan var tekið í spil, en þú hafðir endalausan vilja til að spila við okkur, hlæja og trítla og ávallt hagaðir þú því þannig til að við stóðum glöð og ánægð upp frá spila- mennskunni sem ótvíræðir sigurveg- arar. Við viljum þakka þér þann tíma sem þú gafst okkur og endalausa þol- inmæði, hvort sem það var við að leyfa litlum strák að taka fullan þátt í garðyrkjustörfunum með þér, eða gera þér sérstaka ferð með litla stelpu norður í Miðfjörð til þess að lofa henni að fara á hestbak með frændsystkinum sínum, eða bara vera til staðar. Minningin um þennan góða tíma og þig, elsku afi okkar, mun alltaf lifa með okkur. Anton, Bára, Ragnheiður, Skarphéðinn og Ívan Darri. Á Uppsalaheiðinni er gamalt byrgi. Þetta er ekki mikið mannvirki og farið að láta á sjá. Lágir veggir, varla nema í mittishæð, hlaðnir úr grjóti sem hefur verið sótt upp í skriðurnar og rúmar í mesta lagi nettan mann, nestisskjóðu og einn hund. Þetta er smalabyrgi sem Hall- dór föðurbróðir minn hlóð í þá daga er fé gekk upp um allt fjall á sauð- burði og búalið var dag- og náttlangt í fjallinu að huga að lambfé. Og það var farið stall af stalli, út á heiði og fram að gili til að líta eftir hvort þessi kind væri borin og hvort þetta lamb væri komið á spena. Nú ef lömbin stóðu upp og teygðu sig voru allir ánægðir og ekki litið á það meir. Hvort það var í bið eftir að lamb kæmi í heiminn sem frændi hlóð byrgið veit ég ekki. Man bara núna að ég gleymdi að spyrja hann að því. Ég hitti Halldór frænda minn síð- ast á Vífilsstöðum í sumar sem leið. Hann var orðinn frekar lúinn og lá ekki hátt rómur en ég færði honum litla mynd af smalabyrginu góða. Það var blíðuveður þennan dag og við fór- um að tala um gamla daga og kindur og göngur fyrir norðan og ég sá hvernig fjallablik færðist yfir augun og hann fór að segja mér gangnasög- ur og ég hlustaði og lagði orð í belg sem hann greip á lofti og brátt vorum við samferða gömlu göturnar. Við skeiðuðum yfir gil, kræktum fyrir klett, flugum yfir skriður og röltum síðan út heiðina með hóp af kindum og Vífilsstaðavatnið löngu þornað upp fyrir augunum á mér. Svo stóð- um við frændurnir á heiðarbrúninni, blésum ekki úr nös og vorum ansi masknir með okkur meðan við horfð- um eftir hópnum niður sneiðinginn hjá Fossi. Þegar ég kvaddi frænda minn þar sem hann sat örlítið lotinn í stólnum sínum fann ég að hann var þar ekki lengur. Hann sat fyrir framan smala- byrgið sitt á heiðinni, ánægður á svip, og horfði yfir glampandi Vötnin meðan ær karaði lamb neðar í brekk- unni. Eyþór Árnason. Dýrmætt er hverjum manni að kynnast góðu fólki sem lifir í minn- ingunni þótt horfið sé úr heimi. Þeim hópi tilheyrði Halldór Bjarnason frá Uppsölum í Skagafirði, fyrrverandi yfirkjötmatsmaður, sem mig langar að minnast nokkrum orðum. Leiðir okkar Halldórs lágu saman árið 1982 sem yfirkjötmatsmenn. Það var hlutastaða, ég var yfirkjöt- matsmaður á Norðurlandi og Hall- dór gegndi hliðstæðu starfi á Suður- og Vesturlandi. Við unnum undir stjórn Andrésar Jóhannessonar kjöt- matsformanns, ásamt starfsbræðr- um okkar, Karli E. Loftssyni á Vest- fjörðum og Sigurði Eiríkssyni á Austurlandi, sem nú er látinn. Ég var yngstur í hópnum en ungliðanum var vel tekið og samstarfinu fylgdi var- anleg vinátta. Halldór var skipaður yfirkjötmats- maður árið 1982 og lét af því starfi ár- ið 1998 vegna aldurs. Áður var hann kjötmatsmaður við Sláturhús Kaup- félags Borgfirðinga í Borgarnesi frá 1963. Halldór var hægur maður í fram- göngu en traustur í starfinu sem hann vann af samviskusemi, einarður ef á þurfti að halda. Hann var ná- kvæmur og glöggur yfirmatsmaður sem gat gert grein fyrir sínu máli af festu og leiðbeint kjötmatsmönnum sláturhúsanna á skýran hátt. Ég minnist hlýju hans í öllum sam- skiptum og notalegrar kímni sem ekki lét mikið yfir sér í fyrstu en vann á við aukin kynni. Halldór var sögu- maður góður. Sá hæfileiki naut sín best í fámennum hópi og því fengum við félagar hans í yfirkjötmatshópn- um að kynnast á samverustundum í tengslum við kjötmatsnámskeið og á ferðalögum við eftirlit í sláturhúsum. Með Halldóri Bjarnasyni er geng- inn góður drengur eftir langa og far- sæla ævi. Við Andrés og Karl þökk- um honum ánægjuleg kynni og ágætt samstarf um leið og við vottum að- standendum hans innilega samúð á kveðjustund. Stefán Vilhjálmsson, fagsviðsstjóri kjötmats á Matvælastofnun. Halldór Bjarnason ✝ Gyða Jónsdóttirfæddist í Reykja- vík 27. september 1920. Hún andaðist á líknardeild Landa- kotsspítala 20. des- ember sl. Foreldrar hennar voru Jón Halldórsson, f. 1886, d. 1973, og Gíslína Magnúsdóttir, f. 1889, d. 1986. Systk- ini Gyðu voru: Ólaf- ur Hólm, f. 1914, d. 2010, Erna, f. 1922, d. 2010, og Knútur, f. 1929, d. 1992. Hinn 27. janúar 1951 giftist Gyða Friðjóni Bjarnasyni prent- ara, f. 8. mars 1912, d. 27. desem- jóni. Eftir giftingu annaðist Gyða heimili þeirra hjóna á Freyjugötu 27a en eftir að Friðjón dó flutti hún í íbúð á Kleppsvegi 2 þar sem hún bjó allar götur síðan. Gyða hóf störf á aðalpósthúsinu í Reykjavík árið 1969 en árið 1974 færði hún sig yfir í Lang- holtsútibú Póstsins sem þá var staðsett við Langholtsveg og var síðar flutt yfir á Kleppsveg. Gyða starfaði hjá Póstinum í tvo ára- tugi, sem gjaldkeri og fulltrúi úti- bússtjóra. Auk þess gegndi hún trúnaðarstörfum fyrir Póstmanna- félag Íslands. Síðustu tvo áratug- ina naut Gyða eftirlaunaáranna, ferðaðist mikið um landið og til útlanda og naut samvista systkina sinna og systkinabarna. Útför Gyðu verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 29. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. ber 1971. Foreldrar hans voru Bjarni Jó- hannesson og Sig- urbjörg Ámunda- dóttir. Gyðu og Friðjóni varð ekki barna auðið. Að barna- skólanámi loknu gekk Gyða í Mennta- skólann í Reykjavík, en varð að hverfa þaðan frá námi vegna bágs efna- hagsástands á kreppuárunum. Eftir að skólagöngu lauk hóf Gyða störf hjá Alþýðublaðinu, en þaðan lá leið hennar í Alþýðuprentsmiðj- una þar sem hún kynntist Frið- Gyða móðursystir mín er fallin í valinn 90 ára að aldri, en þó alls ekki södd lífdaga, enda átti hún mörgum verkum ólokið, margar bækur ólesnar og ein ferð enn til uppá- haldsborgarinnar, Lundúna, hefði verið henni kærkomin. Gyða var mikil merkiskona sem ávallt sinnti skyldfólki sínu af mikilli natni og umhyggjusemi. Sjálfur naut ég þess að eiga Gyðu að, yngstur þriggja bræðra. Ég minnist margra góðra augnablika á nærri hálfrar aldar samleið. Þegar ég var lagður inn á spítala vart fimm ára gamall var hún sú eina sem kom í heimsókn, enda voru heimsóknir foreldra ekki leyfðar á þeim tíma. Bjargaði hún þar án efa sálarheill lítils drengs. Meðan foreldrar mínir ferðuðust til annarra landa dvaldi ég ávallt á heimili hennar á Freyjugötunni. Skömmu eftir að hún varð ekkja tók hún mig með sér til Lundúnaborgar og kenndi mér listina að ferðast. Á næstu árum fylgdu fleiri ánægju- legar utanlandsferðir með Gyðu þar sem ávallt var lögð áhersla á skoðun safna og menningar. Þegar ég útskrifaðist sem land- fræðingur úr Háskóla Íslands mætti hún við útskriftina og hélt mér veislu á eftir. Í seinni tíð naut Gyða þess ávallt að koma á heimili okkar Unu og synir okkar tveir höfðu á henni mikið dálæti, enda fyllti hún heimilið af visku sinni. Stórt skarð hefur nú verið höggv- ið í fjölskylduna, skarð sem seint verður fyllt. En minningin um góða og umhyggjusama konu lifir að ei- lífu og verður einstakt veganesti fyrir alla þá er nutu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Örn Sigurðsson. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Árin líða allt of fljótt hugsaði ég þegar við Gyða vinkona mín horfð- um saman á fallegt sólarlagið nú í desembermánuði á líknardeild Landakotsspítala þar sem hún dvaldist til hjúkrunar og aðhlynn- ingar. „Þetta er sama útsýnið og heima,“ sagði hún og líkaði vel stað- setning sjúkrastofunnar. Hartnær 40 ár eru liðin frá því við hittumst fyrst á pósthúsinu við Langholtsveg í Reykjavík, sem sam- starfsmenn. Alveg frá fyrsta degi okkar kynna bar hún með sér reisn og glæsileika sem hún hélt til síð- asta dags. Hún var jákvæð, mann- blendin og skemmtileg og lét vel að umgangast fólk. Hún var jafnframt ákveðin og lét vel stjórnun. Við Gyða unnum einnig saman að félagsmálum til margra ára og var hún ætíð úrræðagóð í mörgum erf- iðum málum og gott að hafa hana sér við hlið, enda féllu skoðanir okk- ar vel saman. Hún hafði sérlega gaman af því að hitta félaga frá öðr- um löndum og fylgdi þeim í stuttar kynnisferðir um landið. Þær ferðir voru skemmtilegar og hún hrókur alls fagnaðar. Gyða var mikill vinur vina sinna. Hún var afar umhyggjusöm gagn- vart fjölskyldu sinni og vinum og talaði oft um strákana frændur sína og fjölskyldur þeirra. Þeir skipuðu stóran sess í hennar lífi. Hún skilur eftir sig dýrmætan sjóð minninga sem gott er að leita í. Að leiðarlokum kveð ég vinkonu mín með söknuði og votta frændum hennar, þeim Skúla, Gísla Jóni og Erni og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Lea Þórarinsdóttir. Gyða Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.