Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Í tengslum við sýninguna Mod- ern British Sculpture sem verður opnuð í Royal Academy í London í lok jan- úarmánaðar, verður end- urbyggð hlaða með verkum eft- ir þýska mynd- listarmanninn Kurt Schwitters (1887-1946). Schwitters flúði til Noregs frá Þýskalandi þegar nasistar úr- skurðuðu að list hans væri úrkynj- uð, og skildi nær öll sín verk eftir. Frá Noregi flúði hann til Englands árið 1940 og árið 1947 tók hann að breyta gamalli hlöðu í Vatnalönd- um í eitt allsherjar listaverk, er hún er þekkt sem „Merz Barn“. Byrjað var að gera við hlöðuna fyrir fjór- um árum, með stuðningi lista- manna á borð við Richard Hamilton og Damien Hirst, en endurgerð hennar verður á sýningunni. Endur- byggja hlöðu Schwitters Verk eftir Schwitters Í ársuppgjöri bókmennta- gagnrýnenda norska Dag- blaðsins, velur einn gagnrýn- andinn, Cathrine Krøger, skáld- sögu Jóns Kal- mans Stef- ánssonar Himnaríki og helvíti, sem nýverið kom út á norsku, eina af þremur bestu bók- um ársins. Segir hún það ákveðinn létti, nú á tímum doðranta, að lesa knappa frásögn Jóns Kalmans um líf sjómanna fyrir einni öld; um tíma þegar tilveran var einfaldari en í dag. Aðrar bækur sem Krøger valdi eru En dåre fri eftir Beate Grimsrud og Origien og andre for- tellinger eftir Nina Lykke. Meðal bóka sem aðrir rýnar Dag- blaðsins völdu eru Du eftir Thomas Marthinsen, Løftet Christians Refs- ums og Frelsi Jonathans Franzens. Himnaríki og helvíti ein sú besta Jón Kalman Stefánsson Gripla 21 er komin út. Gripla er alþjóðlegt fræðitímarit Árnastofnunar á sviði íslenskra og norrænna fræða. Hún hefur komið út frá því skömmu eftir að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku árið 1971. Greinar eru á íslensku, öðrum Norðurlandamálum, þýsku, ensku eða frönsku. Útdrættir á ensku fylgja öllum greinum. Með greinum á öðrum málum en íslensku fylgir einnig íslensk samantekt. Nú- verandi ritstjóri Griplu er Gísli Sigurðsson. Að þessu sinni birtast 11 ritrýndar greinar í Griplu, allt greinar sem geyma viðamiklar frum- rannsóknir. Tímarit Tímaritið Gripla 21 er komið út Gísli Sigurðsson Út er kominn hljómdisk- urinn Úr hörpu hugans, með söngvaranum Bald- vin Kr. Baldvinssyni. Ásamt honum kemur fram Kammerkór Lang- holtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar, org- anista og kórstjóra. Baldvin Kristinn Baldvinsson er fæddur árið 1950 á Rangá í Kalda- kinn. Hann hefur frá unglingsaldri sungið við ým- is tækifæri, bæði einsöng og með kórum. Einnig hefur hann tekið þátt í söngleikjum og óperum. Árið 1994 gaf Baldvin út geisladisk með einsöngs- lögum en áður hafði hann gefið út plötuna Rang- árbræður með Baldri bróður sínum. Tónlist Nýr hljómdiskur Baldvins Kr. Austan um land nefnist ljóða- bók eftir Sigurð Óskar Pálsson sem út er komin á vegum Fé- lags ljóðaunnenda á Austur- landi. Bókin kom fyrst út árið 2001 en birtist nú í aukinni út- gáfu. Sigurður Óskar Pálsson er fæddur í Breiðuvík, sunnan Borgarfjarðar eystra, árið 1930. Þar ólst hann upp og síð- ar í Geitavík. Skáldið er tengt þessum stöðum órjúfandi böndum og dregur upp heillandi mynd- ir af þeim í mörgum sinna bestu ljóða. Sigurður Óskar er þekktur fyrir ritstörf og gamanljóð en hefur farið dult með alvarlegri kveðskap sinn, eins og þann sem birtist hér. Bækur Ljóðabók Sigurðar Óskars Pálssonar Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta eru klassísk jólalög og sum þeirra voru á þessari hljómplötu sem við tókum upp, að segja má síðasta lífi,“ segir Kristinn Sig- mundsson söngvari og hlær. Kristinn er að tala um efnisskrá jólatónleika Mótettukórs Hall- grímskirkju, í kvöld og annað kvöld, en hann kemur fram með kórnum. Á efnisskrá verða meðal annars lög af plötunni „Ég held glaður jól“ sem kórinn og Kristinn tóku upp árið 1985, fyrir aldarfjórð- ungi. Kristinn segist lítið hafa gert af því að syngja á undanförnum jólum því þá sé hann yfirleitt í fríi frá söng. „Ég hef sáralítið sungið jóla- tónleika undanfarin ár, en ég gat ekki annað en þegið þetta boð. Það gekk svo vel síðast, þegar við tók- um lögin upp fyrir plötuna. Það er bara kominn tími til að endurútgefa þessa plötu, hún er miklu betri en ég hélt að hún væri,“ segir hann. Sjálfsagður hlutur að taka þátt í jólatónleikunum Mótettukórinn flytur um tuttugu jólasálma, jólasöngva og mótettur á tónleikunum og segist Kristinn taka þátt í flutningi um helmings þeirra. Hann segir að það hafi verið sjálfsagður hlutur að taka þátt í jólatónleikunum, þar sem jólafrí hans sé að þessu sinni lengra en verið hefur síðustu árin; í seinni- hluta janúar heldur Kristinn síðan til Berlínar þar sem hann tekur þátt í nýrri uppfærslu á Tristan og Ísold í Berlínaróperunni. Hann syngur í Berlín fram á vorið. Hér á árum áður söng Kristinn iðulega í óratoríum hér heima á að- ventunni. Saknar Jólaóratoríunnar „Sú var tíðin að það voru ekki jól hjá mér án þess að syngja í Jóla- óratoríu Bachs,“ segir hann. „Það er því miður liðin tíð. Það þarf að fara að taka þetta upp aftur. Mér finnst að það þurfi að endurvekja þá hefð.“ Kristinn hrósar Mótettukórnum og Herði Áskelssyni stjórnanda. „Kórinn var góður þegar við unn- um saman á sínum tíma en hann hefur einstaklega fallegan hljóm, er að sumu leyti þroskaðri nú og er mjög góður,“ segir hann. Kristinn Sigmundsson syngur jólalög með Mótettukórnum Mótettukórinn Hörður Áskelsson stjórnar Mótettukór Hallgrímskirkju á síðustu jólatónleikum. Annars staðar er heiti nýrrar ljóðabókar sem höf- undurinn, Hinrik Þór, gefur út sjálfur. Í bókinni birtist ljóðmælandi sem heldur sjálfum sér föstum með „eigin væntingum og / klámi“, hann segist búa órafjarri sjálfum sér, vera „úthverfaaumingi úr / garðabænum / sem hefur aldrei upplifað / al- vöru eymd.“ „Í vor var margt að breytast í mínu lífi og ég var manaður til að gefa út gömul skrif sem ég átti, frá öðrum tíma í mínu lífi,“ segir Hinrik Þór þegar hann er spurður út í þessa nýju bók. Hann segir útgáfuna hafa haft ófyrirséðar afleiðingar þar sem hann hafði ekkert skrifað síðustu fimm árin en eftir að hann tók bókina saman fór hann aftur að skrifa og getur ekki hætt. „Þessi ljóð eru mest frá 2003 til 2005,“ segir hann. „ Þetta var vonleysistími í mínu lífi. Þetta voru fyrstu árin eftir árásina á Tvíburaturnana, Írakstríðið og stríðið í Afganistan voru í gangi, og ljóðmælandinn er ungur, fullur, týndur anarkisti á eyju í Atlantshafinu, alveg að verða brjálaður og að reyna að fóta sig. Þetta er maður úr forrétt- indastétt í Garðabænum, með engin raunveruleg vandamál og hefur aldrei unnið í fiski. Þetta var tími þegar allt hringsnerist í hausnum og óljóst hvar sneri upp og hvað niður.“ Hinrik Þór segir að eina leiðin hafi verið að gefa bókina út sjálfur en þannig nær hann að halda verðinu skaplegu; hann selur hana á 1.500 kr. „Það verður framhald. Ég er að velja í næstu bók, allt önnur ljóð. Stefnufestan er meiri, ég er þroskaðri og meira edrú. Sáttari.“ efi@mbl.is „Ungur, fullur, týndur anarkisti“ Ljóðskáldið Hinrik Þór í sjálfsmynd.  Hinrik Þór hefur gefið úr ljóðabók og hafði það ófyrirséðar afleiðingar Jón Gnarr borgar- stjóri Reykjavíkur. Skyldi Will Ferrell verða for- seti Bandaríkjanna?40 » Bandaríski fjár- festirinn Roy Neuberger er látinn,107 ára gamall. Hann var áratugum saman einn helsti safn- ari samtíma- myndlistar í Bandaríkjunum. Neuberger eignaðist hundruð verka eftir lista- menn á borð við Willem de Koon- ing, Jackson Pollock, Edward Hop- per og Georgia O’Keeffe. Stór hluti verkanna er sýndur í Neuberger Museum of Art í Purchase í New York-ríki, safni sem var opnað árið 1974, en listaverk úr safni Neuber- gers má sjá í 70 öðrum söfnum í Bandaríkjunum, þar á meðal í MoMA og Metropolitan-safninu. Neuberger látinn 107 ára gamall Roy Neuberger Mótettukór Hallgrímskirkju heldur tvenna jólatónleika í ár, í kvöld, miðvikudag, og annað kvöld, fimmtudaginn 30. desem- ber, undir yfirskriftinni „Ég held glaður jól“. Hefjast tónleikarnir klukkan 20 bæði kvöldin. Kristinn Sig- mundsson óp- erusöngvari syngur með Mótettukórnum, meðal annars lög sem hann og kórinn fluttu á met- söluplötunni „Ég held glaður jól“ frá árinu 1985. Á efnisskránni eru jólasálmar, jólasöngvar og mótettur eftir Sweelinck, Hassler, Praetorius, Cornelius, Rutter, Sigurð Flosason, Sigurð Sævarsson, Scheidt, Mathi- as og fleiri. Björn Steinar Sólbergsson leik- ur á orgel og Hörður Áskelsson stjórnar. Flytja jólalög og mótettur ÁRLEGIR JÓLATÓNLEIKAR MÓTETTUKÓRS HALLGRÍMSKIRKJU Kristinn Sigmundsson  „Þetta eru klassísk jólalög,“ segir Krist- inn um efnisskrána

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.