Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. D E S E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  304. tölublað  98. árgangur  TÓNLEIKAFERÐ UM HEIMINN LÝKUR Í KVÖLD AUKA- KÍLÓIN KVÖDD DÁNIR LÝSA DAUÐA OG JÓN GNARR BORGARSTJÓRI VINSÆL ÁRA- MÓTAHEIT 10 ÓVÆNTUSTU FRÉTTIR ÁRSINS 40JÓNSI Í LAUGARDALSHÖLL 38 Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, kveðst hafa orðið var við viðræður á milli stjórnarflokk- anna og Framsóknarflokksins um ríkisstjórnar- samstarf fimmtudag og föstudag fyrir þinglok. „Ég fékk það staðfest að það hefði gerst. Þreifingar voru í gangi. Menn þreifuðu á Framsóknarflokks- þingmönnum. Bæði ég og Ásmundur Einar feng- um það staðfest í viðtölum við þingmenn. Svo fór þetta ekki framhjá neinum sem fylgdist með í saln- um,“ segir Atli sem kveður vissa stjórnarþingmenn grennslast fyrir um áhuga þing- manna á ESB-aðild. „Það er auðvitað sótt í þingmenn sem eru hlynntari ESB-aðild en aðra. Ef það er á einstaklings- grundvelli. Ég hef staðfestingu á því að þessar þreifingar hefðu verið í gangi. Ég varð satt best að segja undrandi á því.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, kveðst þó ekki kannast við eiginlegar umræður um stjórnarsamstarf Sam- fylkingar, VG og Framsóknar. „Það hefur nú mjög lítið eða ekkert verið. Það fer ýmislegt fram á göngunum á Alþingi, það er kannski slíkt sem menn rýna í. Það er búið að vera jólafrí á Alþingi og ekkert gert í millitíðinni hvað okkur varðar. Ég hef nú grun um að þetta tengist frekar þessum innanbúðarmálum hjá VG en öðru,“ segir Sigmundur Davíð. „Við færum aldrei inn í þessa ríkisstjórn með óbreyttan stjórnarsáttmála. Ég held að það sé best að menn skoði þetta allt frá grunni. Það væri bara óraun- hæft með óbreytta stefnu að velta slíku fyrir sér.“ Leita að Evrópusinnuðum þingmönnum  Atli Gíslason var við þreifingar  Formaður Framsóknarflokksins kannast ekki við slíkt Atli Gíslason Sigmundur Davíð Gunnlaugsson MMisvísandi skilaboð um samstarf »2 Leyfi voru veitt fyrir innflutningi á um 510 tonnum af flugeldum fyrir þessi áramót, en það er hátt í 60 tonna aukning frá því í fyrra. Hér sýnir Jónas Guðmundsson, sölustjóri hjá Flugbjörgunarsveitinni, nokkra öfluga flug- elda á Grjóthálsi. Seljendur máttu hefja flugeldasölu í gærmorgun og það gerðu þeir flest- ir. Sölustaðir eru fjölmargir um land allt en á höfuðborgarsvæðinu einu eru þeir 60 talsins. »8 Sprengja um 500 tonn Morgunblaðið/Eggert Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Fasteignamarkaðurinn sem botn- fraus við bankahrunið virðist nú vera að þiðna og umsvifin jafnt og þétt að færast í aukana. Seinni hluti ársins 2010 er umtalsvert líflegri en fyrstu misseri kreppunnar. Þinglýstum kaupsamningum hef- ur fjölgað, mest á höfuðborgarsvæð- inu eða um 41%. Á sama tíma hefur makaskiptum hlutfallslega fækkað, en þau voru um 36% af öllum kaup- samningum í fyrra en eru um 24% kaupsamninga það sem af er 2010. Leigusamningum hefur hinsvegar fjölgað verulega. Þeir eru um tvöfalt fleiri nú en fyrir 5 árum og virðast því stoðir leigumarkaðarins vera að styrkjast eins og spáð hafði verið. Veltan jókst um 16% Velta fasteignaviðskipta er enn smáræði hjá því sem var þegar góð- ærið stóð sem hæst en hefur engu að síður aukist um 16% á milli ára, úr 99 milljörðum árið 2009 í tæpa 115 milljarða 2010. Sé litið til höfuðborg- arsvæðisins stefnir í að kaupsamn- ingar verði rúmlega 2.900 og heild- arupphæð þeirra rúmir 83 milljarðar króna, en í fyrra voru þeir 2.100 og upphæð þeirra 72 milljarðar. Um áramót tekur gildi nýtt fast- eignamat sem felur í sér 8,6% lækk- un á landsvísu. Auknar væntingar kaupenda Fasteignasalar segjast skynja aukna eftirspurn og jákvæðari horf- ur á næsta ári og Væntingavísitala Gallups virðist styðja það því vísitala um fyrirhuguð húsnæðiskaup hækk- ar úr 4,3 stigum í 7,0 stig og hefur ekki verið hærri síðan í september árið 2008, rétt fyrir hrun. Athygli vekur að fjármálastofnan- ir eru um 10% seljenda í viðskiptum með íbúðarhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu. Árin 2006 og 2007 voru þær innan við 1% seljenda en hlut- fallið hefur farið jafnt og þétt hækk- andi. Jákvæð teikn á lofti á fast- eignamarkaði  Aukin velta og fleiri kaupsamningar MFasteignasala að lifna við »6  Hlutafélög með lögheimili að Túngötu 6 í Reykjavík skiptu tug- um þegar Baugur Group var tek- inn til gjald- þrotaskipta í mars á síðasta ári. Í öllum til- fellum voru þessi félög að öllu eða mestu leyti í beinni eigu Baugs Group. Félögin eru nú að verða gjaldþrota eitt af öðru, en inn- kallanir þess efnis birtast í Lög- birtingablaðinu. Tvö nýjustu fé- lögin eru Milton ehf. og F-Capital, en enn er hægt að lýsa kröfum í bú þessara félaga svo að samtala lýstra krafna liggur ekki fyrir. Samkvæmt nýjustu upp- gjörum Milton og F-Capital námu þó samanlagðar skuldir félag- anna um 24 milljörðum króna við árslok 2007. Sé litið til allra lýstra krafna í þrotabú félaga sem áttu lögheimili að Túngötu 6 og nýjustu fjárhagsupplýsinga þeirra sem enn eru lifandi, nem- ur samanlögð tala um 550 millj- örðum króna. » 16 Skuldafjall til heim- ilis að Túngötu 6  Fljótlega eftir áramót má búast við 5-6 króna hækkun á eldsneyti sem rekja má til hækkunar á vörugjaldi. Þá hefur vetr- arríkið í Evr- ópu og Bandaríkjunum undanfarið ekki dregið úr hækkunarþörf. Litlar sem engar líkur eru taldar á að bensínlítrinn fari undir 200 krónur árið 2011. Hæst fór bensínlítrinn á þessu ári í 212 krónur í lok apríl sl. en fór síðan lækkandi er leið á sum- arið, þó ekki neðar en í rúmar 193 krónur. Í haust fór verðið að hækka og fór fljótt yfir 200 krón- urnar á ný. »20 Hækkun á eldsneyti líkleg eftir áramótin Jón Guðmundsson, fasteignasali hjá Fast- eignamarkaðinum, segist sjá fá teikn á lofti um hærra fasteignaverð. Hann segir að viðskipti með fasteignir hafi verið treg að undanförnu. „Það er mikið atvinnuleysi og kaupmáttur er að rýrna. Skattar eru einnig að hækka. Það eina sem getur hjálpað fasteignamarkaðinum er að vextir eru mjög neikvæðir. Það getur vel verið að fólk muni sjá sér hag í því að kaupa fasteignir í stað þess að láta peningana liggja inni í banka vaxtalausa. Það eitt og sér getur leitt til þess að eftirspurn eftir fasteignum verði meiri á kom- andi ári,“ segir Jón. JÓN GUÐMUNDSSON SÉR FÁ TEIKN UM HÆKKANDI VERÐ Fasteign betri en vaxtalaust fé Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld kvaðst Þórunn Svein- bjarnardóttir, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, ekki kannast við þreifingar en mun ræða það við forsætisráð- herra. „Ég veit ekkert um það. Ég ætla að eiga svolítinn fund með forsætisráðherra á morg- un. Ég spyr hana þá að því.“ Spyr Jóhönnu ÞINGFLOKKSFORMAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.