Morgunblaðið - 29.12.2010, Page 18

Morgunblaðið - 29.12.2010, Page 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gífurlegt fannfergi hefur sett daglegt líf úr skorðum á dönsku eyjunni Borgundarhólmi. Lögreglan hefur haft í nógu að snúast við að að- stoða íbúa eyjarinnar en hluti þeirra hefur ein- angrast og því ekki getað sótt sér lyf og aðrar nauðsynjar síðan dagana 21. og 22. desember. Frá því er sagt á vef Berlingske Tidende að í gær hafi lögreglan ekki haft yfirsýn yfir hversu margir hefðu hvorki komist lönd né strönd vegna snjóþyngslanna. Meðal þeirra sem hafa einangrast eru bændur og aðstoðar lögreglan þá við að nálgast fóður fyrir skepnurnar. Ein mesta ofankoma í sögu Danmerkur Fannfergið á Borgundarhólmi er það mesta sem elstu menn muna og náði snjóhæðin allt að 145-150 sm. Segir á vef Berlingske að þetta fari án efa nærri metinu í allri Danmörku og að líkur séu á að ofankoman slái öll fyrri met í landinu. Snjókoman hefur víða lamað samgöngur og hefur Politiken eftir lögreglunni að reikna megi með að það taki viku að ryðja snjóinn. Verða um 200 viðbótar-snjóruðningstæki frá öðrum sveitarfélögum notuð til verksins. Útlit er fyrir að snjóbreiðan muni þekja eyj- una fram yfir áramótin en skv. veðurspá fer hit- inn í mest eina gráðu á Celsíus á gamlársdag en verður annars um frostmark og niður í 6 gráður. Vöruskortur í Borgundarhólmi  Íbúar eyjarinnar hafa verið einangraðir síðan fyrir jól vegna vetrarharkna og snjóþyngsla  Lögregla liðsinnir fólki við að nálgast mat, eldsneyti og lyf  Léttir einnig undir með bændum Reuters Bið Farþegar bíða eftir farangri á Kastrup-flugvelli. Vetrarhörkurnar hafa raskað flugsamgöngum víða í Evrópu síðustu daga og margir hafa þurft að bíða tímunum saman á flugvöllum. Eyjan í tölum » Íbúar eyjarinnar eru rúm- lega 42.000. » Flatarmál hennar er 588 ferkílómetrar og eru því um 72 íbúar á hvern ferkílómetra. » Til samanburðar eru rúm- lega 3 íbúar á hvern ferkíló- metra á Íslandi. » Rønne er stærsti bær eyjarinnar en þar búa hátt í 14.000 manns. » Hæsti punktur eyjarinnar er 162 metrum yfir sjó og er því um 15 metrum hærri en hæðin Himmelbjerget á meg- inlandinu. Algengt er að Indverjar, búsettir er- lendis, snúi aftur til Indlands til að ganga í hjónaband en yfirgefi síðan eiginkonur sínar skömmu eftir brúð- kaupið og flýi land með heiman- mundinn. Amanjyot Kaur, 22 ára kona á Indlandi, er á meðal þúsunda ungra kvenna sem hafa verið yfir- gefnar með þessum hætti. Leiðtogi Lok Bhalai, lítils stjórn- málaflokks í Punjab, segir að 22.000 konur hafi kært brottflutta eigin- menn sína fyrir að hafa yfirgefið þær og sest að erlendis. B. Ramoowalia, leiðtogi flokksins, seg- ist hafa hjálpað 1.200 yfirgefnum eiginkonum að hafa uppi á eigin- mönnum sínum erlendis. „Auðveldasta leiðin fyrir þessa menn til að þéna peninga er að ganga í hjónaband. Þeir leggja á flótta úr landinu um leið og þeir fá heimanmundinn,“ segir Ramoo- walia. „Ekki er vitað hver raunveru- legur fjöldi þeirra er vegna þess að margar konur í íhaldssömum sam- félögum óttast að fjölskyldur þeirra hafi skömm af því ef þær kæra eig- inmenn sína.“ Á Indlandi hefur verið ólöglegt frá árinu 1961 að greiða eða þiggja heimanmund. Á mörgum stöðum í landinu er þó enn haldið í þá alda- gömlu hefð að foreldrar brúðarinnar færi fjölskyldu brúðgumans pen- inga, föt og skartgripi. Þessar gjafir, eða heimanmundurinn, nema oft sem svarar hundruðum þúsunda króna. Amanjyot Kaur giftist manni sem býr í Montreal í Kanada og hann sneri þangað aftur viku eftir brúð- kaup þeirra í litlu þorpi í Punjab. Hann lofaði að senda eiginkonu sinni skjöl, sem hún þurfti til að fá vega- bréfsáritun, en sveik það loforð. Þegar henni tókst loks að hafa sam- band við hann vildi hann ekki við- urkenna að þau hefðu gengið í hjónaband. „Ég skrifaði 120 bréf, hringdi nær 500 sinnum til að ná sambandi við hann í Kanada en ekkert hafði áhrif á hann,“ sagði Amanjyot Kaur sem kvaðst hafa þjáðst af þunglyndi frá brúðkaupinu fyrir tveimur árum. „Ég hef óbeit á sjálfri mér fyrir að elska tilfinningalausan mann. Hann sveik mig og fjölskyldu mína,“ sagði hún og benti á föður sinn sem þurfti að selja hluta af ræktarlandi sínu til að eiga fyrir brúðkaupinu. bogi@mbl.is Flýja land með allan heimanmundinn Brúðkaup Ellefu ára indversk stúlka stendur við hlið nýbakaðs eiginmanns síns eftir brúðkaup þeirra í musteri á Indlandi. Algengt er í sveitum lands- ins að ungar stúlkur, allt niður í sjö ára gamlar, gangi í hjónaband.  Þúsundir kvenna á Indlandi hafa kært eiginmenn sína fyrir að hafa yfirgefið þær og flúið land eft- ir að hafa tekið við gjöfum frá foreldrum kvennanna  Sögð auðveld leið fyrir þá til að þéna peninga Þeir hjálpuðust að við að bera farangurinn þess- ir ferðalúnu ferðamenn á leið sinni í leigubíla- röðina á 7th Avenue í New York. Djúpur snjór þakti götur borgarinnar, sem stundum er kölluð Stóra eplið, eftir að blindbyl- ur skall á á öðrum degi jóla. Kafaldsbylur gekk þá yfir norðausturríki Bandaríkjanna og mæld- ist snjódýptin allt að 74 sm. Um hver áramót streymir fjöldi ferðamanna til New York til að taka þátt í áramótafagn- aðinum, sem nær hámarki þegar talið er niður að miðnætti á torginu Times Square. Þúsundir flugferða féllu niður á flugvöllum New York en ofankoman er að sögn New York Times sú sjötta mesta í sögu borgarinnar. Reuters Stóra eplið á kafi Dómsmálaráð- herra Simbabve, Johannes Tom- ana, hyggst fela fimm lögfræð- ingum að rann- saka hvort Morg- an Tsvangirai, forsætisráðherra hafi gerst brot- legur við stjórn- arskrá landsins, í kjölfar birtingar WikiLeaks- vefjarins á skjölum um samskipti ráðherrans og fulltrúa Bandaríkja- stjórnar. Varðar allt að dauðarefsingu Gæti rannsóknin leitt til ákæru fyrir landráð en slíkt varðar allt að dauðarefsingu í Afríkuríkinu. Meðal þess sem haft er eftir Tsvangirai í skjölunum er að hann hafi talið nauðsynlegt að viðhalda viðskiptaþvingunum gegn ríkinu. Haft er eftir lögmanninum Beat- rice Mtetwa á vef Guardian að erfitt verði að byggja dómsmál á skjöl- unum. Á móti komi að forsetinn og hans muni muni sækja málið fast. Kann að ver- ða ákærður fyrir landráð  Tsvangirai í vanda vegna leyniskjala Morgan Tsvangirai

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.