Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 11
Fjölnota Kassarnir góðu sem geta ýmist verið borð eða notalegir gærukollar og nýtast sem hirslur. að svissa úr koll yfir í borð þegar hentar. Þessir kollar hafa mælst vel fyrir.“ Skemmtilegast að vinna úr íslenska birkinu Kristín Erla segist ævinlega hafa verið mikið fyrir hverskonar handverk og að hún hafi alltaf verið að búa eitthvað til. „Hingað til hef ég verið að gefa það sem ég bý til innan fjölskyldunnar en í vor langaði mig til að fara lengra með þetta og þá sendi ég myndir af hestunum og kollunum til Handverks og hönnunar þegar auglýst var eftir umsóknum fyrir sýninguna sem var í Ráðhúsinu í haust. Ég var svo lánsöm að vera valin til að vera með og það var mjög gaman. Ég fékk fín viðbrögð frá fólki,“ segir Kristín Erla sem er með smíðaverkfærin sín úti í bílskúr heima hjá sér í Unnarholtskoti. „Ég vinn hjóla- hestana úr furu en litlu hestana geri ég úr íslensku birki. Það er skortur á íslensku birki fyrir handverksfólk og þess vegna nota ég það einvörðungu í litlu hestana. Birkið vinn ég sjálf alveg frá grunni og það finnst mér gaman. Ég saga það niður, þurrka það og verka áður en ég bý eitthvað til úr því. Það er því mikil vinna á bak við litlu hestana. Vissulega væri einfaldara að kaupa bara furuborð en birkið er miklu skemmtilegra efni, það er svo þétt og brotnar ekkert þó að krakkarnir grýti hestunum í gólfið,“ Sköpunarþörfin verður að fá útrás Kristín Erla er smíðakennari, kláraði það nám við Kennarahá- skólann en hún tók líka grunn- deild tréiðna, sem er fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig húsasmíði. „En mig langaði alltaf til að leggja fyrir mig húsgagnasmíði og ég hef reyndar ekki gefið það upp á bát- inn enn. Kollarnir með ullinni eru kannski fyrsta skrefið í þá áttina. Ef ég ætla að læra húsgagnasmíði þarf ég að keyra í bæinn daglega, það getur verið erfitt þegar maður er með lítil börn. Ég hef samt ekki sleppt hendinni af draumnum og aldrei að vita hvað ég geri þeg- ar strákurinn minn verður stærri,“ segir Kristín Erla sem kennir smíðar á daginn við grunn- skólann á Flúðum en smíðar heima hjá sér úti í skúr á kvöldin. „Mig langaði bara svo til að gera eitthvað sjálf af því að á daginn er ég fyrst og fremst að leiðbeina krökkunum. Ég þurfti að fá útrás fyrir mína eigin sköpunarþörf, þess vegna byrjaði ég að gera þessa hesta. Það slaknar á manni við að koma einhverju af því í verk sem mann langar að gera. Ég á helling af alls konar teikn- ingum og hugmyndum sem ég á eftir að framkvæma. Það er margt á teikniborðinu.“ Bjart bros Kristín Erla smíðar dag- ana langa og að sjálfsögðu er hún með íslenskt birki á bakvið sig. Kristín Erla selur hlutina enn sem komið er einvörðungu í gegnum netið en þó eru hlutirnir hennar til sölu á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Facebook: kerla heimasíða: www.kerla.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 1.198.- Verð á lúxusmatvælum hefur nú hrint af stað glæpaöldu í Frakklandi en síðastliðin ár hefur verð á trufflu- sveppum, öðru nafni hallsveppum, rokið upp. Kílóverðið á sveppunum hefur hækkað um allt að 150.000 ís- lenskar krónur og er orðið algengt að slíkum sveppum sé stolið. Um jól- in virðist sem glæpaalda þessi hafi farið algjörlega úr böndunum en ungur trufflu-svepparæktandi situr nú í gæsluvarðhaldi í Suður- Frakklandi. Er ræktandinn ákærður fyrir morð á manni sem hann hafði grunaðan um að vera sveppaþjófur. Þá hefur öryggisgæsla á ostrufram- leiðslusvæðum í landinu verið aukin til muna. Alvöru ostruþjófar geta náð að stela allt að þremur tonnum á nóttu og hefur færst í aukana að lúxusmatvæli séu seld eins og hvert annað þýfi. Lúxusstríð brýst út í Frakklandi Lúxus Trufflu-sveppir eru engir venjulegir sveppir og er hart barist um þá. Ostrum og sveppum stolið „Uppáhaldsáramótin sem ég hef lif- að voru áramótin 2008-2009, en þá var ég stödd á Taílandi, það voru einstök áramót og eftirminnileg,“ segir Halla Frímannsdóttir kennd við Himintungl. „Ég byrjaði árið 2008 í iðandi ferskum frumskógi í Taílandi en í lok ársins var ég í nokkurra daga heimsókn í norð- vesturhluta landsins, nálægt landamærum Burma. Áramót- unum varði ég á barnaheimili í Khanchanaburi þar sem 36 mun- aðarlaus börn búa ásamt starfs- fólki. Við vorum nokkur saman þarna, allra þjóða kvikindi, og þetta voru því mjög alþjóleg ára- mót. Þarna vakna allir við sól- arupprás um klukkan fimm en þá er ennþá niðamyrkur í frumskóg- inum. Við sváfum öll í einni kös undir stjörnubjörtum berum himni af því það var verið að safna fyrir bambushúsum. Þarna var stöðu- vatn sem við böðuðum okkur upp úr og þar þvoðu börnin líka fötin sín. Börnin voru afar sjálfstæð og mig rak í menningarlegan roga- stans þegar ég sá hóp af börnum á öllum aldri rífa af sér fatalarfana og taka til við að skrúbba fötin sín kviknakin. Að þvotti loknum hengdu þau flíkurnar til þerris, stukku út í vatnið, sápuðu sig í bak og fyrir og klæddu sig síðan í hrein föt sem þau höfðu straujað alveg sjálf. Á gamlársdag gerðum við ýmislegt skemmtilegt með börn- unum og um kvöldið héldum við grillveislu en það er mjög sjald- gjæft hjá þessum börnum. Þau voru yfir sig ánægð og þetta var mikil hátíð. Við sungum og dönsuðum og eftir miðnætti spilaði heimilisfaðir- inn Pi’Nart og tvær yndislegar kon- ur á kristalsskálar fyrir okkur. Hann lét okkur leggjast á bakið og við horfðum upp í himininn á með- an nýja árið gekk í garð. Það var mjög fallegt og fylgdi því góð til- finning að vera heilaður inn í nýtt ár. Það var stilla og bærðist ekki hár á höfði. En það er kalt á þess- um tíma sólarhringsins og kom sér vel að ég var með lopasokkana mína og ullarsjalið mitt.“ Uppáhalds áramót Höllu Himintungls Með munaðarlausum börnum í Taílandi Undir berum himni Grillveislan góða á gamlárskvöld vakti lukku barnanna.Halla Frímannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.