Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Tekið er á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar: Bnr. 101-26-66090 – Kt. 660903-2590. Tökum á móti matvælum og fatnaði að Eskihlíð. Upplýsingar í síma 551-3360 og 892-9603. Jólaúthlutun verður dagana 14, 15, 21. og 22. desember í Eskihlíð 2-4. Skráning í síma 892 9603. Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin fyrir starfsstöðvar okkar í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þúsundir einstaklinga eru nú án atvinnu, auk þeirra fjölmörgu sem minna mega sín í þjóð- félaginu og eiga um sárt að binda. Leggjum okkar af mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2-4 | Sími 551 3360 og 892 9603 fjolskylduhjalpin.net | fjolskylduhjalp@simnet.is Athugið að við erum einu óháðu og sjálfstætt starfandi hjálparsamtökin, áttunda árið í röð. Á Íslandi grein- ast 10-12 börn undir 18 ára aldri með krabbamein árlega og er það svipað hlutfall og annars staðar á Vesturlöndum. Ef frá eru talin slys þá er krabbamein algengasta dán- arorsök barna á Vesturlöndum. Al- gengasta krabbamein hjá börnum er hvítblæði og heilaæxli en þessar tvær tegundir ná yfir rúmlega helming allra krabbameinstilfella hjá börn- um. Aðrar krabbameinstegundir sem finnast hjá börnum eru t.d. eitlaæxli, beinæxli og fósturvefsæxli. Það er mikil röskun, svo ekki sé sterkara til orða tekið, þegar krabba- mein sækir börnin okkar heim. Mín fjölskylda varð fyrir því rétt eins og fjöldi fjölskyldna á landinu á hverju ári. Saga okkar fjölskyldu endaði vel en það gerist ekki alls staðar. Stund- um getum við engum vörnum komið við. Stundum tekur baráttan mörg ár og enginn veit hver endir verður og þá stendur SKB þéttingsfast við hlið fjölskyldnanna með fjárstyrkjum, húsnæði, ráðum og dáð. Þetta getur enginn að fullu metið nema hafa þurft að reyna á það. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 2. september 1991 af foreldrum barna með krabbamein. Markmiðið með stofnun félagsins var m.a. að styðja við bakið á þeim og að- standendum þeirra, bæði fjárhags- lega og félagslega. Til að byrja með hafði félagið ekki mikið bolmagn til framkvæmda en úr rættist með stórri landssöfnun 1993. Þá var m.a. stofnaður neyðarsjóður sem fé- lagsmenn SKB geta sótt um fjár- styrk úr. Ísland er mjög framarlega í lækn- ingum á krabbameini í börnum og njótum við þess að eiga lækna og hjúkrunarfólk sem er í góðum tengslum við samstarfsfólk sitt er- lendis og því ávallt mjög upplýst um nýjustu aðferðir. Á morgun, fimmtudaginn 30. des- ember, kemur popplandslið Íslands saman í Háskólabíói til að halda stór- tónleika. Þessir stórtónleikar hafa nú verið haldnir árlega í tólf ár sam- fleytt og verður þetta þrettánda árið sem tónleikarnir fara fram. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hver einasta króna af þessum tónleikum rennur óskert til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og hefur gert frá upphafi. Að lokum óska ég þér og fjöl- skyldu þinn gleðilegs árs og friðar. EINAR BÁRÐARSON Hjálpum þeim Frá Einari Bárðarsyni Einar Bárðarson Í áramótakveðju Steingríms J. Sig- fússonar til fé- lagsmanna í Vinstri grænum segir Stein- grímur: „Því fylgir mikil ábyrgð að velta steinum í götu.“ Og á þarna við að Lilja Mósesdóttir – Ásmundur Daða- son og Atli Gíslason, eigi ekki lengur heima í þingflokki Vinstri grænna, og jafn vel ekki Ögmundur og Jón Bjarnason. Þetta er ekki hægt að skilja nema á þennan veg. Það er greinilega bannað að hafa aðrar skoð- anir í opna lýðræðislega flokknum en formaðurinn. Þetta minnir mann á Hitler á stríðsárunum. En oft ratast kjöftugum satt á munn. Það er freistandi að yfirfæra þetta gamla máltæki, „að velta steini í götu einhvers“ á Steingrím J. Sigfússon. Enginn stjórnmálamaður hefur geng- ið jafn langt í að leggja steina í götu heillar þjóðar og Steingrímur J. Sig- fússon. Hann hefur burðast við að velta Icesave-steinunum fyrir þjóðina, misþungum. Sumum svo þungum að þjóðin hefði orðið gjaldþrota ef honum hefði tekist ætlunarverkið. Stein- grímur hefur sömuleiðis velt steinum í götu þeirra sem hafa reynt að byggja upp atvinnulífið, má þar nefna gagna- verin, sem nú er reyndar búið að troða niður í kokið á honum, álverin á Bakka og í Helguvík. Þá hefur niðurrifsstefna Vinstri grænna gegn íslenskum sjávarútvegi verið með þeim hætti að segja má að hann hafi velt heilu björgunum ofan á þá sem sjóinn stunda. Aldrei í sögunni hefur verið tekið minna tillit til sjó- manna og hinna dreifðu byggða lands- ins sem sækja björg í bú. Og áfram heldur Steingrímur að velta steinum í götu fólks, og nú almennings. Laun lækka, atvinnuleysi eykst, vöruverð hækkar, biðlistar eftir mat og aðgerð- um á sjúkrahúsum lengjast. Það er reyndar tvennt sem skýrir það að Steingrímur Joð lætur ekki af völd- um, eins og allir aðrir hefðu gert í hans sporum. Sjálfur sagði Stein- grímur um árið að þeir sem þyrftu að læðast bakdyramegin inn í þinghúsið ættu að segja af sér en það varð Stein- grímur að þola með spælt egg á skall- anum. En það er Steingrími ljóst að um leið og hann er orðinn í minnihluta verður hann dreginn fyrir landsdóm fyrir Icesave-málið. Þar kemur hon- um í koll hinn litli manndómsbragur sem hann sýndi Geir Haarde, að kenna honum einum um fallið. Dramb er falli næst, Steingrímur. Svo er það hitt. Alls staðar í komm- únistaríkjum er rekin svona stefna eins og Steingrímur viðhefur, að velta steinum í götu almennings og halda þeim þjóðum, sem þeir stjórna í fá- tæktarmörkum, og útbýta svo mat- arskömmtum, hafa þegnana undir hælnum, og bregðast illa við ef ein- hver er á annarri skoðun en herrann sjálfur. Þetta er reyndar opinbert hérna. Talsmaður Steingríms J., Björn Valur Gíslason, hefur fellt grím- una fyrir foringjann. Þetta ástand er farið að minna óþyrmilega á ástandið í Norður-Kóreu. Foringjaræðið og kúgun almennings. Mér er kunnugt um að verið er að stofna stjórnmálaafl til hægri, ég skora á útlagana í Vinstri grænum að stofna nýjan flokk til vinstri. Gleðilegt ár nær og fjær. Von- andi færir nýtt ár okkur nýja stjórn. ÓMAR SIGURÐSSON skipstjóri. Steinum velt Frá Ómari Sigurðssyni Ómar Sigurðsson Ég vil spyrja hr. Karl Sigurbjörns- son biskup, sem hlýtur að vera milli- göngumaður almættisins, hvort Guð hafi ráðlagt honum í þessum hremmingum sem hluti af þjóðinni stendur frammi fyrir að leggja niður þjónustu við aldraða og öryrkja vegna féleysis kirkjunnar. Ég efast ekki um að samkomulag Guðs og biskupsins sé heiðarlegt og gott, en öllum verður á. Kannski hef- ur biskupinn ekki heyrt þegar Guð nefndi við hann að það eigi að hlynna að þeim sem minna mega sín. Við á þessu heimili erum ekki fær um að fara til kirkju en það kemur ekki að sök á meðan við höfum okkar ágæta prest. Hann er okkar sálusorgari og vinur. Ég vona að eftir að biskupinn okkar hefur krossað sig og farið í náttserkinn í kvöld muni hann þegar hann vaknar minnast orða húsbónda síns á himni og endurskoði þar með ákvörðun sína um að leggja niður embætti prestsins okkar hér í Selja- hlíð, séra Hans Markúsar Hafsteins- sonar, prests aldraðra. HEIÐAR MARTEINSSON íbúi í Seljahlíð, heimili aldraðra. Opið bréf til herra Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands Frá Heiðari Marteinssyni Hreiðar Marteinsson Bréf til blaðsins ✝ Magnús Gunn-arsson fæddist á Eyrarbakka 16. ágúst 1923. Hann lést á heimili sínu 14. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Björg Björgólfsdóttir, f. 12. maí 1899, d. 9. mars 1964, og Gunnar Ingibergur Hjörleifs- son,, f. 7. ágúst 1892. Gunnar var sjómaður og fórst með togar- anum Sviða hinn 2. des. 1941. Systkini Magnúsar eru: Elín Björg, f. 1. okt. 1920, d. 10. okt. 1941, Hjörleifur, f. 19. sept. 1921, d. 17. nóv. 2004, Björgólfur, f. 13. okt. 1924, d. 1. des. 2007, Guð- björg, f. 18. júní 1927, d. 13. júlí 2004, Þorbjörn, f. 6. des. 1928, d. 25. apríl 1936, Geir, f. 12. apríl 1930, d. 5. apríl 2008, og Hjörtur, f. 4. apríl 1932. Magnús kvæntist 11. nóv. 1950 Ingibjörgu Guðmundsdóttur, f. 11. júní 1926, d. 2. okt. 1994. For- eldrar hennar voru Guðmundur L. Sigurðsson og Guðrún Guð- mundsdóttir frá Súgandafirði. Börn þeirra eru 1) Olga Bjarkl- ind, f. 6. nóv. 1945, gift Stefáni H. Sandholt, þeirra börn eru Þórir, Ingibjörg og Ásgeir. 2) Gunnar, f. 7. mars 1953, í sambúð með Guð- rúnu Björnsdóttur, þeirra börn eru Ingibjörg Lára, Guðbjörg og Jónbjörn Magnús. 3) Guðrún, f. 26. apríl 1954, gift Guðmundi Haf- liðasyni, þeirra börn eru Hafliði Breiðfjörð, Magnús, Berglind Dís og Ingibjörg Hulda. Fyrir átti Guðrún, Margréti og Petrínu Þór- unni. 4) Björg, f. 30. nóv. 1955, gift Eiríki Páli Einarssyni dóttir þeirra er Þórdís Lilja. 5) Guð- mundur Lárus, f. 16. nóv. 1956, kvæntur Þorgerði Sigurð- ardóttur, þeirra börn eru Ingi- björg og Sigrún Bessý. 6) Elín Björg, f. 2. feb. 1958, gift Óskari Hall- grímssyni, þeirra börn eru Hjördís, Magnús og Hall- grímur. 7) Kári, f. 15. júní 1959. 8) Helga, f. 5. okt. 1962, í sambúð með Atla Geir Friðjónssyni, dætur þeirra eru Kristín Birna, Hrafn- hildur og Margrét. 9) Arnfríður, f. 8. nóv. 1966, í sambúð með Magnúsi Helga Jóns- syni, þeirra börn eru Ingibjörg Ebba, Kári og Jón Sölvi. Barna- barnabörnin eru 26. Magnús fluttist 3 ára til Hafn- arfjarðar og ólst þar upp. Hann starfaði hjá Alþýðubrauðgerðinni og sem sendill hjá Kron í Hafn- arfirði. Vann almenna verka- mannavinnu til 1942. Eftir lát föð- ur síns var hann fyrirvinna móður sinnar. Hóf störf hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar og lærði vélvirkjun. Magnús var sendur norður til Djúpavíkur til starfa við síld- arverksmiðjuna og kynntist þar eiginkonu sinni. Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1950 og sama ár veikist hann af berklum og lá á Vífilsstöðum í eitt ár. Vann síðar í vélsmiðjum í Hafnarfirði, þar á meðal í Litlu vinnustofunni við Reykjavíkurveg. Starfaði hjá Sandsölunni í Reykjavík 1962 til 1984 og lauk starfsævinni hjá Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs. Magnús keppti á yngri árum í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Var aðalmarkvörður hjá meist- araflokki FH og úrvalsliði Hafn- arfjarðar. Einnig keppti hann í stangarstökki fyrir FH og Hafn- arfjörð. Íþróttir áttu hug hans all- an til hinsta dags. Útför Magnúsar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 29. desember 2010, og hefst at- höfnin kl. 13. Elsku pabbi. Ég kveð þig með söknuði og þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Það er margs að minnast gegnum rúmlega sextíu ár. Minningarnar streyma fram en fagur maídagur árið 1950 kemur ávallt upp í huga mér þegar ég hugsa um liðna tíð. Þá fórum við mamma með þér frá Djúpavík á Ströndum suður til Hafnarfjarðar sem síðan varð okkar heimabær. Bernskan var góð og þú ástríkur faðir sem hugsaðir vel um litlu stúlkuna. Það var gott að hlusta á þig lesa kvöldsöguna fyrir svefninn en löngunin eftir að heyra meira varð síðan hvatning til lesturs. Þannig varst þú ævinlega hvetjandi maður og lærimeistari hvort sem það var til hugar eða handar. Þrátt fyrir 9 börn fann ég aldrei neitt annað en ég væri þín skilgetin dótt- ir. Þú studdir mig til náms og varst fróðleiksbrunnur á öllum sviðum. Það var gaman að sitja með þér og ræða saman hvort sem það voru stjórnmál, ferðalög eða bókmennt- ir. Þú varst ótrúlega vinnusamur maður enda í mörg horn að líta. Mamma var stundum þreytt á skít- uga smiðjugallanum því engin var þvottavélin svo þvottabrettið og sólskinssápan unnu verkið ásamt vinnulúnum höndum. En kærleik- urinn sér ekki erfiðleikana, aðeins allt það ljúfa og góða sem er á milli hjóna. Þið áttuð margar góðar stundir saman og með okkur börn- unum. Ástin var mikil milli ykkar mömmu og það má með sanni segja að eftir andlát hennar varst þú aldrei samur maður. Þú ert búinn að bíða lengi eftir endurfundum og nú eruð þið saman í Guðs friði. Í dag er jóladagur og allt er kyrrt og hljótt. Það er gott að sitja við kertaljós og hugsa til þín. Ekki er mögulegt að koma öllum minning- um eða hugsunum fram hér en það máttu vita, elsku pabbi, að ég elska þig ofurheitt. Hvíldu í friði og sofðu rótt. Þín dóttir, Olga. Afi minn. Ég vil ekki minnast afa sem gamals vélsmiðs með svört lungu og lélegan líkama heldur er hann Maggi Gunn afi minn í mínum huga stór karl í Hafnarfirði sem hafði mikil áhrif á íþróttalífið sem og líf allra sem hann hitti. Ég hef mjög oft lent í þeirri að- stöðu að gamlir karlar hér í bæ spyrji mig hverra manna ég sé, flestir þekktu nú ættarsvipinn en það skrítna var að allir með tölu þekktu þeir afa minn vel og báðu mig fyrir kæra kveðju til hans, margir sögðu mér sögur af honum og voru þær allar hálfgerðar hetjusögur af miklum íþrótta- manni með meiru. Þetta er ástæða þess að mér fannst afi minn vera mjög virtur í Firðinum, á köflum leið mér eins og hinir karlarnir væru að tala um mafíósa en ekki afa, Don Maggi Gunn, hvernig hljómar það? … Þó svo að ég þykist nokkuð viss um að þú ert ekki að lesa minn- ingargreinarnar hér í blöðunum þá er ég samt sem áður viss um að þú ert að fylgjast með mér er ég skrifa þetta og vil ég þér segja að við munum öll sakna þín mikið, það verður tómlegt að fara á Ölduslóðina, amma löngu farin og enginn afi heldur. En ég tel mig hafa þekkt þig nógu vel til að vita að þetta er það sem þú vildir, lík- aminn orðinn þreyttur og þú bú- inn að sakna Imbu þinnar (ömmu) mjög mikið í 16 ár. Nú loks eruð þið saman á ný og getið haldið ut- an um þessa stórfjölskyldu sem þið tvö lögðuð drögin að fyrir öll- um þessum áratugum, verðugt verkefni það, ekki satt. Nú er ég kominn með mína eig- in Imbu og vona ég að við munum blómstra eins vel í lífinu og þið tvö. Sjáumst næst. Kveðja, Magnús Guðmundsson og Ingibjörg Ragn- arsdóttir. Magnús Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.