Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 ✝ Jón Smári Frið-riksson fæddist á Akureyri 16. des- ember 1943. Hann lést 15. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Friðrik Baldvins- son múrarameist- ari, f. 4. júní 1921, d. 31. des. 1993, og Dýrleif Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. des 1924. Fjölskyldan bjó lengst af í Norð- urgötu 41b á Ak- ureyri. Jón Smári var elstur sex systkina en þau eru: Númi Frið- riksson, kvæntur Svandísi Stef- ánsdóttur, Oddný Guðrún Frið- riksdóttir, gift Sverri Viðari Pálmasyni, Sæmundur Guð- mundur Friðriksson, kæntur Huldu Friðjónsdóttur, Magnea Sigurjóna Friðriksdóttir, unnusti Ágúst Guðmundsson, og Þórey Friðriksdóttir, gift Gunnari Torfasyni. Áki Sölvason, f. 18.3. 1999, og Agla Sölvadóttir, f. 20.12. 2000. Dóttir Sölva af fyrra sambandi er Rakel Sölvadóttir, f. 18.9. 1986. 4) Rúnar Jónsson, f. 5.6. 1969, kvæntur Brynju Rut Brynj- arsdóttur, f. 24.2. 1969. Börn þeirra eru Brynjar Örn Rún- arsson, f. 19.10. 1995, Tinna Rún- arsdóttir, f. 13.3. 2002, og Erna Rúnarsdóttir, f. 23.9. 2006. Jón Smári lærði múrverk hjá föður sínum. Hann lauk meist- araprófi í greininni og starfaði við það alla tíð. Jón Smári spilaði bæði knattspyrnu og körfuknatt- leik með liðum Þórs og ÍBA á yngri árum og starfaði að ýmsum málum á vegum félagsins. Hann var gjaldkeri og síðar formaður Múrarafélags Akureyrar árin 1984-1988 og gegndi trún- aðarstöðum í ýmsum nefndum til ársins 2000. Jón Smári var virkur félagi í Golfklúbbi Akureyrar. Hann var mikill golfáhugamaður og starfaði í nefndum á vegum klúbbsins á árum áður. Útför Jóns Smára fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 29. des- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Jón kvæntist Maríu Daníels- dóttur bankastarfs- manni, f. 11. júní 1944. Börn þeirra eru 1) Dýrleif Jóns- dóttir, f. 14.11. 1964, maki Ármann Guðmundsson, f. 25.10. 1968. Börn Dýrleifar eru Eva Dröfn Möller, f. 21.10. 1982, María Björt Ármanns- dóttir, f. 6.5. 1993, og Jón Axel Ár- mannsson, f. 30.12. 1994. Sonur Ármanns er Döggvi Már Ár- mannsson, f. 18.6. 1990. 2) Kol- brún Jónsdóttir, f. 12.4. 1967, maki Kristinn Hreinsson, f. 28.11. 1967, dætur þeirra eru Ágústa Kristinsdóttir, f. 30.4. 1994, og Arna Kristinsdóttir, f. 17.10. 2000. 3) Guðrún Jónsdóttir, f. 20. 6. 1968, maki Sölvi Ingólfsson, f. 8.6. 1964. Börn þeirra: Sigurður Sölvason, f. 2.6. 1997, d. 5.6. 1997, Það er erfitt að kveðja. Það er erf- itt að sætta sig við það að pabbi kíki aldrei aftur í kaffi til að spjalla. Að ekki sé hægt að biðja hann um að laga hitt og þetta fyrir sig. Að ekki sé hægt að biðja hann að koma austur til að múra eða flísaleggja á Bauk. Að hann birtist ekki með eitthvað sem hann vill færa mér af því að hann not- ar það aldrei og telur að ég hafi meiri þörf fyrir það. Að ekki sé hægt að hringja þegar manni dettur í hug og fá hann í smábras. „Bara að nefna það,“ sagði hann, og var mættur skömmu síðar. Þannig var pabbi, vildi heldur sýna væntumþykju í verki en að tala um tilfinningar. Þannig ætla ég að minnast hans. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig pabbi. Kveðja, Kolbrún (Kolla). Með sorg í hjarta kveð ég í dag mætan mann sem var mér svo kær. Jón Smára Friðriksson eða Jónda eins og hann var alltaf kallaður, hef ég þekkt í tæp 18 ár eða frá því ég og Rúnar sonur hans kynntumst. Minn- ingarnar eru margar og góðar. Þegar við Rúnar keyptum okkur húsnæði kom ekkert annað til greina en að Jóndi myndi taka að sér flísalögnina. Fyrir þremur árum keyptum við hús á Sævanginum og þá var Jóndi að sjálfsögðu mættur í alla flísalögnina í húsinu. Hann var ekkert að dóla við verkið heldur vann það hratt og örugglega, þannig var Jóndi. Árið 2005 giftum við Rúnar okkur við hátíðlega athöfn að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Jóndi var stoltur og ánægður og hafði orð á því að ég væri sko uppáhalds tengda- dóttir hans. Jóndi var mikill golfáhugamaður. Þegar við fjölskyldan komum norður til Jónda og Maju þá var það nú oft sem golf var aðal sjónvarps- og um- ræðuefnið. Ég hef nú oft talað um það við Rúnar að þegar við verðum eldri, og ég vonandi farin að spila golf, þá myndum við spila golf úti um allt land, eins og Jóndi og Maja. Jóndi var mikið áramótabarn í sér og hafði gaman af því að skjóta upp flugeldum með fólkinu sínu. Það er alltaf mikill spenningur í kringum áramótin og oft tóku „strákarnir“ for- skot á sæluna og byrjuðu að skjóta upp á undan hinum. Hann hefði haft gaman af því að kveikja í nokkrum kökum í viðbót. Elsku Jóndi, ég kveð þig nú. Þín verður sárt saknað. Þín tengdadóttir, Brynja Rut Brynjarsdóttir. Það var gaman að fara til Akureyr- ar og hitta afa Jónda og ömmu Maju. Mér fannst mjög gaman þegar ég fékk að fljúga einn til Akureyrar og vera einn með afa og ömmu og fara í golf með þeim. Afi hafði mikinn áhuga á golfi. Við horfðum oft á fót- bolta saman en afi hafði áhuga á fót- bolta eins og ég. Það var rosalega gaman um áramótin að skjóta upp flugeldum með afa Jónda og Jóni Ax- el frænda. Síðustu áramót hjálpaði afi okkur að setja hurðarsprengjur út um allt hús hjá Kollu frænku, það var frábært. Hvíldu í friði, elsku afi. Brynjar Örn Rúnarsson. … en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þessi orð úr Hávamálum eiga vel við þegar við kveðjum góðan fjöl- skylduvin, hann Jónda hennar Maju frænku. Í huga okkar er óendanlegt þakklæti fyrir allar samverustund- irnar með Jónda í gegnum árin. Fjöl- skylduferðirnar norður til Akureyrar á árum áður eru greyptar í minn- inguna. Á hverju ári var spurt, ekki hvort, heldur hvenær við færum norður til Jónda og Maju, því ekki kom annað til greina en að gista hjá þeim í Grundargerðinu. Þar var alltaf pláss fyrir okkur þó að fjölmennt væri og stofan stundum ein flatsæng. Svo mikil var gestrisni þeirra hjóna að jafnvel vinir okkar komu stundum með og fengu að tjalda í garðinum. Eitt símtal og allir voru velkomnir. Við eru líka afar þakklát fyrir allar ferðirnar sem Jóndi kom suður til að hjálpa okkur við múrverk. Þau eru ófá handtökin sem hann á í húsinu sem við byggðum í Mosfellsbænum, og ef mikið lá við tók hann bara vinnufélaga sína með sér. Eitt símtal og Jóndi kom suður og „reddaði mál- um“. Jóndi hafði einstakt lag á að um- gangast börn og leið drengjunum okkar afar vel í návist hans. Annars vegar vegna þess að hann treysti þeim. Það mátti nefnilega næstum allt í Grundargerðinu. Hins vegar vissu þeir líka að ef Jóndi sagði „nei“ þá þýddi ekkert að malda í móinn því Jóndi var fylginn sér og þeir vissu ná- kvæmlega hvar þeir höfðu hann. Þeir báru því mikla virðingu fyrir honum og þótti afar vænt um hann. Jóndi var vandaður og heiðarlegur maður og umfram allt traustur vinur. Hann stóð fastur á skoðunum sínum en bar virðingu fyrir skoðunum annarra. Hann var ekkert fyrir að flækja hlut- ina og sjaldan heyrðum við hann kvarta. Jafnvel eftir að hann veiktist sagði hann alltaf, „það er ekkert að mér“. Hann var heldur ekkert að flíka tilfinningum sínum en sýndi þess í stað hug sinn með hjálpsemi og góðri nærveru. Honum tókst þó ekki að leyna til- finningum sínum þegar hann talaði um börnin sín og barnabörn. Þá kom einhver sérstakur svipur á hann, ein- hver glampi í augun sem sýndi hve innilega honum þótti vænt um þau og hve stoltur hann var af afkomendum sínum. Elsku Maja, Dilla, Kolla, Gunna, Rúnar og fjölskyldur, þið hafið misst traustan bakhjarl og við vonum að góðar minningar og þakklæti styrki ykkur í sorginni. Takk fyrir sam- veruna elsku vinur. Gunnhildur (Gunný), Pétur, Sigurður (Siggi ), Haraldur (Halli). Kveðja til vinar. Veistu ef þú vin átt, þann er þú vel trú- ir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Þessi orð úr Hávamálum komu mér í hug þegar ég frétti að Þórs- arinn og drengskaparmaðurinn Jón Smári Friðriksson hefði orðið að láta í minni pokann fyrir illvígum vágesti sem hann hafði háð harða baráttu við í mörg ár. Það eru höggvin stór skörð í gamla Þórsliðið í körfubolta þetta árið, fyrst Ævar Jónsson, sá mæti maður og nú „Jóndi“ eins og hann var jafnan kall- aður. Áður hafði horfið á braut Guðni Jónsson, langt um aldur fram. Kynni mín af Jónda hófust haustið 1967 þegar ég tók við þjálfun og lék með Þórsliðinu í efstu deild. Þetta voru stórkostlegir tímar og gaman fyrir mig að kynnast þessum mönn- um öllum sem voru fyrst og fremst knattspyrnumenn en léku körfubolta á veturna til að halda sér í þjálfun. Ég er ekkert viss um að ætlun þeirra hafi verið að vinna sig upp í efstu deild en fyrst svo varð þá kom ekkert annað til greina en að standa sig og sann- færðist ég um að þeim var full alvara þegar á einni af fyrstu æfingunum þegar Jóndi tók mig á hálfgerðri snið- glímu þannig að ég lenti úti í áhorf- endapöllum. Þegar hann hafði full- vissað sig um að allt væri í góðu lagi með mig spurði hann mig hvort við yrðum ekki að láta finna fyrir okkur í deildinni. Þessi annálaði baráttu- hundur lét aldrei hlut sinn fyrir nein- um. Hann var fyrirliði okkar og mið- herji þótt hann væri ekki einu sinni 1,90 á hæð, örugglegi minnsti mið- herji sögunnar. Á þessum árum mín- um með Þór kynntist ég svo frábær- um félagsanda og samheldni að ég varð eiginlega Þórsari fyrir lífstíð og það með góðu samþykki KR-hjart- ans. Jóndi var foringi að upplagi og hræddist ekkert. Hann heimtaði að við mættum í hvern leik af fúlustu al- vöru, hvort sem það var æfingaleikur eða gegn landsliði Danmerkur og það sem gerði þetta Þórslið svo sigursælt var sennilega sú staðreynd að það þoldi enginn að tapa. Hann bar ekki virðingu fyrir neinum af sínum mót- herjum enda þótt margir væru höfð- inu hærri og gaf sig aldrei, sama hvað gekk á. Margir af hans mótherjum minnast hans líka fyrir drengskap því þótt harður væri þá var ekki til að hann sýndi neinum skepnuskap eða ódrenglyndi. Þegar leik var lokið var tekið í hönd mótherjans með bros á vör, misjafnlega mikið þó. Auðvitað hafa leiðir okkar legið sjaldnar saman hin síðari ár en vænt þótti mér um kveðjuna frá honum þegar hann fór í haust í sína hinstu för, golfferð sem hann var staðráðinn í að fara í enda þótt hann vissi að endalokin væru ekki langt undan. Við Þórsarar kveðjum í dag góðan félaga sem ávallt hafði í fyrirrúmi hvað hann gæti gert fyrir félagið en ekki hvað félagið gæti gert fyrir hann. Hans verður sárt saknað en minningin mun lifa um góðan dreng og félaga sem birtu stafaði frá. Maríu og fjölskyldu sendi ég inni- legar samúðarkveðjur og bið Guð um að styrkja ykkur í sorg ykkar. Einar Gunnar Bollason. Jón Smári Friðriksson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, það var gaman að heimsækja þig á Akureyri og það var gaman þegar þú komst til okkar og gistir hjá okkur í Hafnarfirðinum. Mér þykir svo vænt um þig og ég vona að þér líði núna vel. Bless afi. Tinna Rúnarsdóttir. Nú er afi Jóndi dáinn og núna er hann falleg stjarna. Á kvöldin þegar það er dimmt úti er stjarnan hans gul og þá sjáum við hana svo vel. Þegar ég dey breytist ég líka í fallega stjörnu og þá hitti ég afa Jónda. Þegar við förum til Akureyr- ar er enginn afi Jóndi, bara amma Maja. Erna Rúnarsdóttir. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ARI JÓHANNESSON fv. póstrekstrarstjóri, Gullsmára 9, sem lést þriðjudaginn 21. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 15.00. Svanfríður Stefánsdóttir, Kristín Aradóttir, Kjartan Kjartansson, Anna Þóra Aradóttir, Karl Viggó Karlsson, Jóhannes Ari Arason, Sigrún Hallgrímsdóttir, Árni Alvar Arason, Elsa Ævarsdóttir, Sigrún Arna Aradóttir og afabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móðursystur okkar, BRYNDÍSAR JÓHANNSDÓTTUR, áður Hlaðhömrum 3, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Ólafsson, Bryndís Fanný Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA BERGMANN, Hringbraut 88, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 14. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey, að einlægri ósk hinnar látnu. Við viljum færa öllu því yndislega fólki á D-deild HSS, sem önnuðust hana af mikilli alúð til hinstu stundar, einlægar þakkir fyrir. Einnig færum við Sigurði Þór Sigurðssyni lækni, sem reyndist henni vel í veikindum hennar, okkar innilegustu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Kristján Geir Pétursson, Pétur Friðrik Kristjánsson, Karítas Bergmann, Kristinn Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN EGILSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 20. desember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 5. janúar kl. 13.00. Eygló S. Stefánsdóttir, Þórhallur Sveinsson, Hafþór R. Þórhallsson, Sæunn Jóhannesdóttir, Hafsteinn G. Þórhallsson, Berglind Þórhallsdóttir, Ragnar Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.