Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Jónsi mun halda sína 99. tón-leika á árinu í langri tón-leikaferð sinni í Laug-ardalshöllinni í kvöld klukkan 20:00. Þetta eru fyrstu og síðustu tónleik- arnir á Íslandi en hann hefur ferðast um allan heiminn með sveitinni sinni. Jónsi er vanur heimsfrægðinni sem hann hefur notið frá fyrstu plötu Sigurrósar. En hann tók inní bandið sitt rétt rúmlega tvítugan rafmagnsbassaleikara að nafni Úlf Hansson. En sá hafði lítið komist út fyrir landsteinana áður en hann var kominn uppí vagn Jónsa sem brunaði með hann hringinn í kring- um jörðina. Úlfur segist ekki vera með það á hreinu hvar þeir kynnt- ust en segir að þeir hafi rekist hvor á annan niðri í bæ af og til og kynni hafi tekist. „Svo litu þau hjónakornin, Alex og Jónsi, af og til við á Kaffitári þar sem ég vann og kunningsskapurinn þróaðist,“ segir Úlfur. Raftónlist, þungarokk og Jónsi Úlfur er annars að læra tón- smíðar í Nýmiðlunardeild í Listaháskólanum. En það er tölvu- vædd tónlistardeild þar sem kennt er allt frá Wagner og Bach yfir í forritun. En hann er búinn með þrjár annir af sex. „Svo er ég með sólóprojekt sem heitir Klive og gaf sjálfur út fyrstu plötuna mína 2008, Sweaty psalms. Þetta er svona tilraunakennd raftónlist, með organískum fíling. Ég er að nota mikið vettvangsupptökur, en ekki ískalda raftónlist. Ég er alltaf með upptökutæki á mér og forrita tón- listina. Svo er ég í Swords of Cha- os, sem er þungarokkshljómsveit. Við gáfum út fyrstu plötuna okkar núna í nóvember. Við erum með mikinn metnað og langar mikið að komast á Wacken tónlistarhátíðina, það er Mekka þungarokksins. Við erum að fara á hátíðina South by South West í febrúar sem er í Bandaríkjunum, það er ekki eins stór hátíð, hún er líkari Airwaves, en það verður gaman að fara á hana,“ segir Úlfur. Úlfur virðist koma víða við á tónlistarsviðinu því varla er hægt að ímynda sér ólíkari tónlist en þá sem Jónsi spilar, raftónlist- artilraunir Klive og síðan þunga- rokk Swords of Chaos. „Maður finnur samt alveg sömu elementin í öllu þessu,“ segir Úlfur. „Þetta lit- ast hvert af öðru. Rómantíkin í tónlistinni hans Jónsa á margt skylt við þyngsta þungarokkið frá Noregi. En norski blackmetallinn er sá þyngsti, þeir brenna kirkjur og alles. Ekki að það sé kúl, en það er þungt. Ræturnar eru í þunga- rokkinu hjá mér, maður festist í því þegar maður var táningur og hætti aldrei alveg í því,“ segir Úlf- ur. Kaffitár á hvörmum En varla hefur það nægt þeim Jónsa og Alex að Úlfur hafi verið góður í að afgreiða kaffi á Kaffitári til að þeir tækju hann inní bandið? „Nei, ég held að þeir hafi verið svolítið sniðugir. Þeir létu mig fá plötuna og spurðu hvort ég vildi spila eitthvað yfir hana sem ég og gerði og hafði rosalega gaman af. Það var ekkert notað af því en ég held að þeir hafi verið að athuga hvort ég gæti eitthvað spilað. Síðan buðu þeir mér að koma með í tón- leikaferðalagið. Ég þurfti ekki langan tíma til að hugsa mig um og fékk mér frí í skólanum og sló til. Fyrsti stóri túrinn var til Norð- ur-Ameríku og var sex vikna hlunkur. Við erum búnir að vera á stanslausu ferðalagi síðan þá með stuttum stoppum hér heima. Við tókum öll Bandaríkin með stöðum sem maður myndi annars aldrei fara á, einsog djúpa suðrið. Við fórum um alla Evrópu, til Japan, Ástralíu og Suður-Kóreu. Við urð- um svolítið stressaðir þegar við komum þangað, því daginn sem við lentum þar var einmitt sama dag og Norður-Kóreumenn gerðu þessa svakalegu fallbyssuárás á suður- kóresku eyjuna þarna við landa- mærin. En heimamenn voru nokk rólegir og það varð ekki meira úr þessu á meðan við vorum þarna,“ segir Úlfur. Prúðir piltar En þar sem hann hefur spilað útum allan heim og heimsótt alla þessa exótískustu staði liggur bein- ast við að spyrja heimsborgarann hvar honum hafi líkað best. „Ég myndi segja Japan. Mig langar til að búa þar. Þvílík upplifun að fara þangað. Í fyrsta lagi þá er ég svo mikill nörd að ég hef haft jap- anskar myndir og menningu á heil- anum síðan ég var lítill. Mér finnst svo margt fallegt í þessari þjóð, þeir hafa svo fínt í kringum sig, þeir kunna að brjóta fötin vel sam- an og gera umhverfið svo næs. Hvernig þeir koma fram hver við annan er líka svo kurteist og næs. Ég hélt alltaf að þetta væri ein- hver komplex hjá þeim, en þetta er allt svo eðlilegt og afslappað og lætur öllum líða vel. Þeir upplifa sjálfið öðruvísi en hér á Vest- urlöndum. Menn eru meira upp- teknir af sjálfum sér hér. Þeir hugsa meira um heildina sem mér finnst mjög fallegt. Það eru allir svo stoltir af því sem þeir gera, hvort sem það er forsætisráð- herrann eða leigubílstjórinn,“ segir Úlfur. Aðspurður hvort þeir Jónsi hafi ekki verið stressaðir yfir að hafa þennan strákling með í ferðinni og hvort hann hafi ekki brugðist þeim á einhvern hátt, svarar Úlfur hneykslaður: „Ég? Nei, ég held að ég hafi bara staðið mig þokkalega. Ég náði að slasa mig einu sinni á tónleikunum en annars gekk þetta upp.“ En fyrst Úlfur er nú kominn í hóp svo heimsfrægra manna þá liggur beinast við að spyrja hvort hann lumi ekki á einhverri glæsi- legri rokksögu um rústuð hótelher- bergi og sjónvörp sem fljúga útum glugga. Úlfur segir að svo sé ekki. Hann hafi að vísu vaknað einn morguninn með tattú á hendinni sem hann hafi sjálfur gert kvöldið áður í einhverri veislunni en það sé engin eftirsjá í því. Það sé minning um vel heppnaða tónleikaferð. „Margir halda að þetta sé mikið djamm en það er ekki þannig. Þetta er rosalega mikil vinna, en alveg afskaplega skemmtileg vinna. Ég held að enginn endist í þessum bransa lengi sem er mikið í fylleríi með þessu. Við vorum mjög prúð- ir,“ segir Úlfur. Stressið komið aftur En einsog áður segir er núna í kvöld fyrsta skiptið sem bandið spilar fyrir íslenska áheyrendur. Og núna fyrst er ég stressaður þar sem ég er að fara að spila fyrir vini og vandamenn,“ segir Úlfur. „Þetta endar einsog þetta byrjaði hjá mér. Á fyrstu tónleikunum með Jónsa var mér illt og ég var náföl- ur og nánast farinn að gubba en svo vandist ég fljótt og var orðinn mjög öruggur strax á tónleikum númer tvö. Þannig var ég síðan út tónleikaferðina. En ég finn það núna að ég er orðinn mjög stress- aður eins og ég var í fyrsta skiptið. Það er allt annað að spila þegar allir manns nánustu eru á meðal áhorfenda,“ segir Úlfur. Brassgat í bala mun hita upp en síðan mun Jónsi taka við með bandinu sínu þar sem rétt rúmlega tvítugur raf- magnsbassaleikari verður skjálf- andi á beinunum. Jónsi með tónleika í kvöld Sveitin Meðlimirnir hafa allir rammíslensk nöfn: Jónsi, Ólafur Björn, Úlfur og Þorvaldur Þór en Úlfur segir að hann sé hreint náttúruafl á trommurnar.  Jónsi lýkur tón- leikaferð sinni um heiminn í Laugar- dalshöllinni í kvöld  Bandið er þaulæft eftir 99 tónleika á árinu Það er óhætt að segja að Jón Þór Birg- isson hafi tekið þetta ár með trompi. Í apríl snarar hann út hljóðversplötu, túrar hana svo linnulítið næstu mánuði á eftir og skellir svo út tónleikaplötu í enda árs- ins. Hér er sko ekkert verið að draga hlutina neitt eða flækja. Tónleikaplatan, Go Live, er annars tvö- föld, inniheldur geisla- og mynddisk en sá síðari inniheldur upptökur frá loka- æfingu Jónsa og sveitar hans í London í mars, áður en lagt var af stað í hljómleikaferðalag. Einnig er þar að finna kerksnisleg myndskeið frá túrnum sjálfum. Útgáfuna prýða fimm áð- ur óheyrð lög, „Icicle Sleeves“, „Stars in Still Water“, „Saint Naive“, „New Piano Song“ og „Volume Pedal Song“. Einnig er útgáfa af „Sticks & Stones“ sem Jónsi flutti er upplýsingatextinn rúllaði í enda mynd- arinnar How to Train your Dragon. Disk- urinn er eins og bók og með fylgja mynd- ir af Jónsa og félögum sem teknar voru á ferðalaginu. Go í tónleikaútgáfu TVÆR PLÖTUR Á EINU ÁRI Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 12. flokkur, 28. desember 2010 Kr. 75.000.000,- 20925 B TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR Úlfur Hansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.