Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Gunnar Thoroddsen varkallaður „silkitungaíhaldsins.“ Það hljómar ekki eins og hrós, en var það. Gunnar var fremstur pólitískra ræðumanna á sinni tíð. Og sú tíð var ekkert blíðalogn í barátt- unni. Stormarnir voru harðir og stórudómarnir fylgdu þeim veðragný. En Gunnar hélt sínu lagi og náði samt athygli. Kurt- eisi hans og háttvísi var við- brugðið en röksemdir hans náðu betur í gegn en þeirra sem fóru geyst. Það sást að mikils mætti af Gunnari vænta. Hann var af- burðamaður. Kristján Eldjárn og hann „dúxuðu“ á lokaprófi í menntaskóla. Tæpum fjórum áratugum síðar tókust þeir á um hvor skyldi sitja á hefðarstóli Bessastaða og svo útsmogin voru örlögin að síðasta verk Kristjáns forseta var að skipa Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra í ríkisstjórn, sem ýms- um þótti illa til stofnað. Nýleg ævisaga Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Jó- hannesson er athyglisverð, ekki einvörðungu vegna þess hlut- verks sem Gunnar hafði í ís- lenskum stjórnmálum, heldur vegna þess að Gunnar leggur til sögunnar minnisbrot og dag- bókarfærslur sem varpa ljósi á sögu, sem var önnur en ætlað var. Þau skrif staðfesta margt af því sem menn höfðu gefið sér um tilgang Gunnars og metnað. En metnaðurinn hefur frá fyrstu tíð verið afl hans og drifkraftur. Sá metnaður uppfylltist um margt vegna gáfna Gunnars og hæfi- leika, en einnig vegna staðfestu. Hann missti aldrei sjónar á markmiðum sínum. En aldrei verður vitað til fulls hvað hefði orðið hefði þjóðin fengið að njóta hæfileika Gunnars við bestu skilyrði. Forsetakosningar í landinu 1952 fylgdu Gunnari alla tíð. Forystumenn stærstu flokka þjóðarinnar höfðu ákveðið að styðja sr. Bjarna Jónsson, þjóð- frægan höfuðborgarprest, til embættisins. Þótti það val sýna að hinum allsráðandi foringjum þætti lítið til „puntembættisins“ koma og ákvörðun þeirra væri neikvæð viðbrögð við framboði Ásgeirs Ásgeirssonar. Gunnar, þá vinsæll borgarstjóri, fór gegn ákvörðun Ólafs Thors og studdi tengdaföður sinn sem forseta. Sumir töldu það svik sem aldrei yrðu fyrirgefin. Til þeirra at- burða má rekja síðari ágreining við Gunnar og einnig að nokkru það afhroð sem hann beið í for- setakosningum 1968. Þar kom þó einnig til farsæll mótfram- bjóðandi, viðreisnarstjórnin var í andbyr og róttækir straumar fóru um þjóðfélagið. Gunnar var þá sendiherra í Danmörku. Þangað fór hann til að skapa fjarlægð frá löngu stjórnmálavafstri, segja upp löngum vinskap við Bakkus og til að undirbúa forsetakjör. Gunnar vildi nú heim og varð ýmsum órótt og til ófriðar dró. Sviplegt fráfall Bjarna Bene- diktssonar 1970 breytti stöðunni og Gunnar sá leið opnast inn í ís- lensk stjórnmál á ný. Jóhann Hafstein axlaði forystuhlutverk- ið í flokknum. „Varaformennska var laus,“ eins og Gunnar orðaði það. Því embætti hafði hann gegnt og því sjálfsagt að sækj- ast eftir því á ný. En í millitíð- inni hafði Geir Hallgrímsson mætt til leiks, virtur borgar- stjóri í Reykjavík sem margir horfðu til sem framtíðarleiðtoga flokks. Allt rétt, sagði Gunnar, hans tími kemur, hann getur beðið, en ég ekki. Geir vann varaformannskjörið, þar sem hart var tekist á. En munurinn varð svo naumur að ljóst þótti að Gunnar hlyti að sitja nærri önd- veginu hvað sem þessum úrslit- um liði. Hófust því deilur og átök víða innan flokks. Gunnar varð ráðherra á ný og þegar ör- lögin blésu enn til breytinga fékk hann loks varaformanns- embættið. Stórsigur virtist blasa við Sjálfstæðisflokknum haustið 1979 eftir einhverja verstu vinstristjórn sem setið hafði. En stefnumörkun flokks- ins sem var skýr og skynsamleg hentaði illa til kosninga og fram- bjóðendur flokksins hlupu frá henni hver sem betur gat. Von- irnar brugðust og skilyrði til skaplegrar stjórnarmyndunar urðu afleit. Togstreita innan stærsta flokksins bætti ekki úr. Svo fór eftir langt stjórnar- myndunarþref, sem þótti orðið stjórnarkreppa, að Gunnar bauðst til að leggja með sér nokkra félaga úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins og sjálfan sig í forsæti ríkisstjórnar. Stein- grímur Hermannsson, Ólafur Ragnar og Svavar Gestsson töldu að yrði þetta látið eftir Gunnari myndi Sjálfstæðis- flokkurinn sundrast og aldrei ná sér. Það væri tilvinnandi, þótt þjóðarhagur væri í veði. Allir vita hvernig fór. Verðbólga varð 80 prósent á einu ári og 120 pró- sent miðað við þrjá mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn engdist með formanninn sem leiðtoga stjórnarandstöðunnar og vara- formanninn sem forsætisráð- herra. En hann klofnaði ekki. Geir lét ekki undan kröfum um að víkja „svikurunum“ úr flokknum. Gunnar studdi mynd- arlega sinn flokk í borgarstjórn- arkosningum 1982 þar sem hreinn meirihluti vannst á ný. Gunnar náði því takmarki að verða forsætisráðherra. En hann hafði engan raunverulegan bakstuðning í þinginu. Hann var því sem fundarstjóri í ríkis- stjórn og talsmaður út á við fremur en leiðtogi landsins. Virðingar naut hann og vin- sælda. En þjóðin fékk aldrei að sjá til þess mikla hæfileika- manns, Gunnars Thoroddsen, í hlutverki forsætisráðherra, með óskoraðan stuðning flokks síns. Og það er eftirsjá að því. Gunn- ars er á þessum degi minnst með hlýju. Gunnar Thoroddsen Þ að hnykkti eflaust einhverjum við þegar borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, lýsti þeirri skoðun sinni á fundi borgarstjórnar að það mætti líkja þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista sem búinn væri að vera fullur sam- fleytt í mörg ár: „Allt veldi hans var byggt á kjaftagangi, klækjum og blekkingum. Hann faldi gluggaumslögin. Hann tók lán hjá okurlán- urum þegar annað brást. Í örvæntingu sinni fór hann meira að segja með sparifé fjölskyldunnar í spilavíti til að reyna að dobbla það.“ Við þessa lýsingu, sem nær óneitanlega mjög vel yfir uppsveifluna miklu, fylleríið mikla, og timburmennina í kjölfarið, má svo bæta því að samband kjósenda og stjórnmálamanna er að mörgu leyti eins og samband fjölskyldumeðlims við alkóhólista hvarvetna þar sem lýðræði er við lýði. Alkóhólistinn lýgur að sjálfum sér og öllum í kringum sig, það er eðli sjúkdómsins; segir það sem hann telur að muni duga til að geta haldið neyslunni áfram. Stjórn- málamaðurinn lýgur, ekki vegna þess að hann sé veikur, heldur vegna þess að hann heldur að hann eigi að gera það, heldur að hann eigi að fegra hlutina, skreyta þá og færa til betri vegar til þess að geta náð og/eða haldið völdum. Kosningasigur Besta flokksins í Reykjavík kom mörgum stjórnmálamönnum í opna skjöldu og ekki síður mörgum áhugamönnum um stjórnmál. Frá þeim sigri hefur líka ekki linnt ómálefnalegum og ruddalegum árásum á að- standendur flokkins, en þó aðallega á forsvarsmann hans, Jón Gnarr, sem síðar varð borgarstjóri. Hann er gjarnan nefndur trúður, spaugari, vesalings grínleikari sem lifi í ævintýraheimi. Þeir sem þannig láta skildu ekki hvernig Besti flokk- urinn gat sigrað í Reykjavík og skilja ekki enn. Skýringin er þó einföld að mínu viti – fjöl- skyldumeðlimir alkóhólistans þrá ekkert heitar en að heyra sannleikann, en ekki bara það sem stjórnmálamaðurinn telur að kjósandinn vilji heyra. Það var því eins og ferskur andblær að heyra stjórnmálamann segja að hann hygðist svíkja öll kosningaloforð eftir að hafa heyrt hinu gagnstæða haldið fram árum saman en loforðin svikin samt. Það var ævintýralegt að heyra stjónmálamann segja sannleikann með erfiðleikana sem blasa við eftir fyllerí síðustu ára í stað þess að halda því fram að það væri enn hægt að gera allt og myndi ekki kosta neitt. Eftir áratuga óráðsíu og sukk blasa miklir erfiðleikar við um land allt, ekki bara í Reykjavík. Kjósendur vilja ekki heyra gamla sönginn um að að allt sé í lagi, heldur vilja þeir fá að heyra sannleikann, þó hann sé sár. Ef allt er í kalda koli vilja þeir fá að heyra það og síðan hvaða leiðir menn telja bestar til að lóðsa okkur úr þessum (vonandi) tíma- bundnu erfiðleikum. Nú er það að vissu leyti skiljanlegt að stjórnmálamenn vilji fegra sem mest viðskilnað sinn – þeir byrja ekki með hreint borð eins og Besti flokkurinn, en það er engin afsökun fyrir því að leyfa okkur ekki að heyra sannleikann öðru hvoru. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Af óheilbrigðu fjölskyldumynstri STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is E ldsneytisverð hefur lítið gert annað en að hækka á árinu sem er að líða. Ekki var liðinn nema mánuður af árinu þegar 200 króna múrinn var rofinn. Lítraverðið fór á skömmum tíma frá um 190 krónum í 205 krónur, jafnt á bensíni sem díselolíu. Hæst fór bens- ínlítrinn í 212 krónur í lok apríl sl. en fór síðan lækkandi er leið á sumarið, þó ekki neðar en í rúmar 193 krónur. Í haust fór verðið að hækka og fór fljótt yfir 200 krónurnar á ný. Vetr- arríkið í Evrópu og Bandaríkjunum hefur síðan ekki dregið úr hækk- unarþörfinni og ef mið er tekið af boð- aðri hækkun ríkisins á vörugjaldi þá eru litlar sem engar líkur á að bens- ínlítrinn fari undir 200 krónurnar árið 2011. Fljótlega eftir áramót má búast við 5-6 króna hækkun sem aðeins má rekja til vörugjaldsins. Um miðbik ársins virtist sem mikil verðsamkeppni ríkti á milli olíu- félaganna hér á landi og var óvenju- mikill verðmunur á milli félaga og jafnvel hjá sama félagi eftir lands- hlutum. Þetta stóð þó ekki yfir nema í 5-6 vikur. Félög eins og Orkan, sem er í eigu Skeljungs, kynntu nýja verð- stefnu þar sem sama verð var innan sama landshluta. Nú er svo komið að nánast enginn verðmunur er á milli olíufélaganna og telst í aurum frekar en krónum. Þannig mátti sjá á vefn- um gsmbensin.is í gær að eldsneyt- isverð hjá sjálfsafgreiðslufélögunum Orkunni, ÓB og Atlantsolíu var hið sama um allt land. Samkvæmt upp- lýsingum blaðsins virðist samkeppnin meira hafa færst yfir í vildarkjörin, þar sem viðskiptavinum félaganna gefst kostur á mismiklum afslætti með kortum eða lyklum, í sumum til- vikum allt upp undir 10 krónur á lítr- ann. Þá eru afslættir gefnir einn og einn dag hjá sumum félögum, ákveðnir með skömmum fyrirvara. Meiri hækkun erlendis Ef þróun heimsmarkaðsverðs á olíu er skoðuð á árinu kemur í ljós að það hefur hækkað heldur meira en útsöluverð eldsneytis hér á landi. Sé meðalverð hvers mánaðar skoðað á heimsmarkaði hefur 95 okt. bensín hækkað um rúm 16%, og þá miðað við spá fyrir þennan mánuð upp á 835 dollara fyrir tonnið. Meðalverð jan- úar sl. var um 718 dollarar. Tunnan af hráolíunni hefur einnig hækkað á árinu en þó ekki jafnmikið. Á sama tíma hefur dollar veikst gagnvart ís- lensku krónunni um rúm 7%. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir að þrátt fyrir allar hækkanir á árinu líti út fyr- ir að álagning olíufélaganna sé svipuð og undanfarin ár. Slæmu tíðindin fyr- ir neytendur séu hins vegar auknar álögur ríkisins á eldsneyti. Undir þetta tekur Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, og telja þeir að komið sé að ákveðnum þolmörkum hvað álagn- ingu ríkisins varðar. Þannig telur hann hæpna spá í forsendum fjárlaga að söluaukning verði á eldsneyti á næsta ári, tekjusamdráttur af elds- neyti sé öllu líklegri þar sem umferð hafi minnkað og hegðun neytenda breyst. „Það hefur dregið úr umferð og fólk er farið að spara aksturinn við sig. Við erum klárlega komin upp að ákveðnum þolmörkum. Enn og aftur eru álögur ríkisins að aukast og ekki bætir það stöðu neytenda,“ segir Runólfur og reiknar með að vegna hærri gjalda til ríkisins muni kostn- aður neytenda aukast um 5 krónur á hvern bensínlítra. Spurðir um horfur á árinu 2011 telja þeir Runólfur og Hermann allar líkur á að verð haldi áfram að hækka. Út- litið er því ekki gott fyrir ökutækjaeigendur á komandi ári. Bensínið ekki undir 200 krónur í bráð 28. des. 2009 28. des 2010 135 130 125 120 115 110 105 Gengi dollara gagnvart krónu Heimsmarkaðsverð, meðalverð hvers mánaðar og spá fyrir desember Algengt verð í sjálfsafgreiðslu 840 820 800 780 760 740 720 700 jan . feb . ma r. ap r. ma í jún . júl . ág ú. se p. ok t. nó v. de s. 718 ,61 835 ,41 125 ,5 115 ,85 215 210 205 200 195 190 185 18 8,2 207 ,7 1. jan. 2010 23. des. 2010 Bensínverð og gengi dollara frá áramótum kr./ltr. USD/T „Enginn treystir sér til að vera dýrastur og þess vegna er þessi staða komin upp að verðmunur er orðinn hverf- andi,“ segir Hermann Guð- mundsson, forstjóri N1, um eldsneytismarkaðinn í dag. Hann tekur undir með Runólfi Ólafssyni hjá FÍB að álagning olíufélaganna sé svipuð í sögu- legu samhengi miðað við und- anfarin ár, þegar allt árið sé skoðað. Álagningin hafi hins vegar engin verið í sumar þeg- ar verðstríð félaganna stóð sem hæst. Vegna hækkunar ríkisins á vörugjöldum af eldsneyti býst Hermann við að N1 þurfi að hækka útsöluverð um 5-6 krónur eftir áramótin. Hins vegar hafi ekki fengist svar frá fjármálaráðuneyt- inu um hvort gjaldið leggist á um áramót eða taki mið af nýjum birgð- um. Enginn vill vera dýrastur LÍTILL VERÐMUNUR Runólfur Ólafsson Hermann Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.