Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 ✝ Guðmundur Jón-atan Krist- jánsson fæddist í Nýjabæ á Eyr- arbakka 2. ágúst 1929. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 17. desember 2010. Foreldrar hans voru hjónin í Merkisteini á Eyrarbakka, Mar- grét Þóra Þórð- ardóttir, f. 15. des. 1887, d. 10. apríl 1951, og Kristján Guðmundsson, f. 1. júní 1885, d. 26. okt. 1961. Guðmundur átti fjögur systkini. Þau eru Aldís Hugbjört, f. 1912, d. 1990, Magn- ús, f. 1918, d. 1948, Þórir, f. 1922, d. 1969, og Margrét, f. 1924, bú- sett á Austurvelli á Eyrarbakka. 31. desember 1951 kvæntist Guðmundur Jónu Laufeyju Hall- grímsdóttur frá Sandfelli í Vest- Drífa Skúladóttir, f. 1980. Þeirra börn eru Ólafur Þór, f. 2007, og Sara, f. 2010. c) Guðjón, f. 1989. 2) Kristján, f. 1953, kvæntur Margréti Jóhannsdóttur, f. 1954. Þeirra börn eru: a) Kolbrún Svala, f. 1974, gift Steven Warr- en Fass, f. 1975, þeirra sonur er Oliver, f. 2009, b) Guðmundur Jónatan, f. 1980, sambýliskona Ólöf Helgadóttir, f. 1980. Þeirra sonur er Kristján, f. 2008, c) El- ísabet Erla, f. 1990. 3) Ásta Vil- helmína, f. 1963, gift Ásgeiri Sig- urvinssyni. Þeirra börn eru: a) Tanja Rut, f. 1983, og b) Ásgeir Aron, f. 1986. Guðmundur sleit barnsskónum á Eyrarbakka og fór síðan í gagnfræðaskóla á Núpi í Dýra- firði. Síðan lá leið hans í Iðnskól- ann í Reykjavík þar sem hann nam málaraiðn og vann hann lengst af við þá iðn. Guðmundur var virkur félagi í skátahreyfing- unni á yngri árum og síðar gekk hann í Kiwanisfélagið Kötlu og starfaði þar eins lengi og heilsan leyfði. Útför Guðmundar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 29. desem- ber 2010, og hefst athöfnin kl. 11. mannaeyjum, f. 1920. Foreldrar hennar voru Hall- grímur Guðjónsson, f. 1894, d. 1925, og Ástríður Jónasdóttir, f. 1897, d. 1923, og síðar Vilhelmína Jónasdóttir, f. 1902, d. 1966, sem gekk henni og bróður hennar í móðurstað eftir fráfall Ástríðar. Systkini hennar eru Júlíus Vilhelm, f. 1921, bú- settur í Vestmannaeyjum, Ástríð- ur Halldóra, f. 1924, d. 2010, og Ragnheiður Reynis, f. 1929, d. 2002. Börn þeirra eru: 1) Margrét Þóra, f. 1952, gift Ólafi Þór Sig- urvinssyni, f. 1951. Þeirra börn eru: a) Bryndís, f. 1971, maki Frank Posch, f. 1973. Þeirra dótt- ir er Vanessa Þóra, f. 2000, b) Sigurvin, f. 1976, sambýliskona Við kveðjum hljóð, í hjörtum harmur svíður, þó hugir fagni þinni lausnarstund, en til oss andar blærinn Drottins blíður og ber oss von um hlýjan endurfund. Er skyggnst er aftur, blíðu birtast árin, er blessun þín oss vafði heit og skær, því verður hugum hlýtt í gegnum tárin og hver þín minning ljúf og hjartakær. (G.Þ.) Takk fyrir allt, elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi. Þóra, Kristján, Ásta og fjölskyldur. Þegar ég minnist pabba kemur margt í hugann. Pabbi var þögull maður, sagði lítið en þó allt sem segja þurfti. Hann var kjarnyrtur og gat stundum verið of hreinskilinn. Þegar ég vann með honum í málningunni spurði ég hann upp úr kl. 9 hvort þetta væri beinhvítt. Eftir kaffi, en fyrir mat, þá svaraði hann: „Já auð- vitað, drengur, beinhvítt.“ Ég man enn setningar hans: „Drengur, settu nóg í pensilinn,“ eða „Það þarf ekki að standa í tröppu þegar maður mál- ar gólfkantinn,“ eða „Hvernig er það með ykkur háskólagengna, kunnið þið enga íslensku?“ og „Þú mátt þó eiga það að þú hefur aldrei stigið ofan í málningardollu.“ Þegar ég sagði honum að ég ætlaði í háskólann í sálfræði horfði hann lengi á mig og sagði svo: „Sálfræð- ingar eru vitleysingar.“ Ég hætti þó ekki við og þegar ég sagði honum að ég ætlaði til Ameríku í framhaldsnám í heimspeki horfði hann enn lengur á mig, opnaði munninn og hefur ekki enn lokið við setninguna. Pabbi skipti aldrei skapi. Ég spurði mömmu hvort hún hefði nokkru sinni séð hann reiðan. „Jú, einu sinni. Það var þegar við vorum á balli, þá sá hann kall sem var í stíg- vélum,“ en svo bætti hún við: „Mér tókst að róa hann niður.“ Pabbi var harður á því að það ætti að þegja við kvöldmatinn yfir kvöldfréttunum. Ég mátti ekki einu sinni stríða henni Ástu Villu, litlu systur minni. Það sem mér þykir einna mest vænt um er hógværðin. Ég man vel eftir því þegar ég kom heim eftir að hafa unnið einhvern meistarann í skák, hróðugur yfir árangrinum. Ekki mátti ég þó monta mig, því þá sögðu þau bæði: „Guð, láttu mig ekki gubba.“ Annað sem ég lærði af pabba var að hætta að drekka. Við bentum hon- um á að hann réði ekki lengur vel við vín og þá bara hætti hann. Varð ekki einu sinni reiður. Nokkru seinna, þegar ég var að dást að þessu þá lá þetta svo ljóst fyrir. Ég gerði einfald- lega það sama. Seinustu árin voru pabba erfið þegar mamma, níu árum eldri, fór á Grund. Hann vildi lengi vel búa einn í Heiðargerðinu, en lét þó loks tilleið- ast að prófa Litlu-Grund. Það tók hann ekki langan tíma að aðlaga sig. Hann varð strax hvers manns hug- ljúfi og hann átti þar góðan tíma. Honum leið vel í litla herbergi sínu og á Grund sá maður hvað pabbi var félagslyndur. Hann rölti daglega yfir til mömmu og þau urðu svo góð sam- an; það var næstum því væmið. Við horfðum alltaf á boltann saman og það var merkilegt hvað hann gat gert mikið grín að mér og Liverpool án þess að segja nokkuð. Ég man þá tíð sem barn að hafa trúað öllu sem foreldrar mínir sögðu og svo seinna, á unglingsárunum, að skammast mín fyrir þá. Lengi vel fann ég að mörgu í fari þeirra, enda alinn upp á hippatímanum. En sein- ustu ár þá verð ég að viðurkenna að fleira og fleira frá foreldrum mínum er ég nú að finna í sjálfum mér. Framan af streittist ég á móti, en er nú farinn að sætta mig við þetta. Og meira en það, ég er nú sáttur, þegar ég sé mig út frá pabba, stoltur, jafn- vel. Kveðja, þinn sonur, Kristján. Mig langar að kveðja elskulegan tengdaföður minn, hann Gumma. Ég á margar ljúfar minningar um hann og þær voru ófáar stundirnar sem þau Eyja vörðu á heimili okkar Kristjáns. Alltaf var jafn notalegt að fá þau til okkar. Eftir að Eyja tengdamóðir mín fór á Grund ákváðum við Gummi að hann kæmi alltaf í mat til okkar á þriðjudögum. Við Gummi ákváðum að þessir dagar væru fiskidagar. Ekkert annað væri á borðum nema fiskur, skyr og rjómi í eftirrétt og ekkert múður með það. Fjöldinn all- ur af fiskréttum var prófaður. Alltaf var hann jafn ánægður með matinn og ég naut þess að elda handa honum því hann var alltaf svo ánægður og þakklátur. Börnin mín nutu samver- unnar við afa sinn og lærðu í leiðinni að borða fisk. Tengdafaðir minn var mikið ljúf- menni og hans verður sárt saknað. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Margrét. Við systkinin viljum kveðja ynd- islegan Gumma afa okkar sem lést á elliheimilinu Grund 17. desember síðastliðinn. Við eigum ógrynni æskuminninga um afa og ömmu; frá næturgisting- um til aðfangadagskvölda með ömmu og afa Heiðargerðinu. Afi var rólegur maður og alltaf góður við okkur barnabörnin. Aldrei lét hann skap sitt valsa óbeislað í ná- vist okkar. Hann var fámáll en hrein- skiptinn. Þegar ég vann við málning- arstörf leitaði ég til afa vegna vandræða í samskiptum við óheiðar- legan samstarfsmann. Ráðlegging- arnar voru einfaldar: „Þú málar það sem á að mála. Þú lætur engan segja þér að svindla.“ Ég var þá, og er enn, stoltur af að bera nafn hans. Amma og afi höfðu alltaf gaman af spilum. Spilahefð stórfjölskyldunnar má rekja til þeirrar gleði sem skap- aðist þegar tekið var í spil eða ten- ingum kastað. Alltaf var pláss fyrir yngstu meðlimina. Það var geggjað að heimsækja afa og ömmu og fá að spila kana með þeim. Frægar eru samlokurnar hans afa. Allt fór á milli tveggja brauð- sneiða. Ostur, kæfa, síld og jólakaka. Öllu var pakkað saman og tuggið hægt og rólega í þögn. Þegar góður matur var á borðum þagnaði karlinn og allur matur var góður matur. Skipti þá engu hvort maturinn væri löngu útrunninn. Ófáir voru laugardagseftirmið- dagar þar sem nafnarnir horfðu saman á enska boltann. Gummi afi var stríðinn og hafði sérstaklega gaman af því þegar lið barna og barnabarna hans töpuðu. Hann tott- aði pípuna sína og skaut föstum skot- um, með prakkaralegt glott falið á bakvið pípureykinn. Minningin um afa að nostra við gömlu pípuna sína lifir enn sterk. Pípulykt er enn, og verður líklega alltaf, afalykt. Takk fyrir okkur. Þú varst ynd- islegur afi. Guðmundur Jónatan, Kolbrún Svala, Elísabet Erla og fjölskyldur. Guðmundur Jónatan Kristjánsson ✝ Jónas Helgasonfæddist á Stór- ólfshvoli, Hvolhreppi, 5. október 1924. Hann lést á Landspít- ala, Fossvogi, 19. desember síðastlið- inn. Foreldrar Jón- asar voru Helgi Jón- asson, læknir og alþingismaður, f. 19. apríl 1894, d. 20. júlí 1960, og Oddný Guð- mundsdóttir hjúkr- unarkona, f. 20. maí 1889, d. 1. desember 1975. Bræður Jónasar: Helgi, f. 1926, d. 1982, Hrafnkell, f. 1928, d. 2010, og Sigurður, f. 1929. Jónas kvæntist 8. maí 1948 Guð- rún, f. 11.7. 1953, maki: Kjartan Sigurðsson, f. 19.6. 1961. Börn þeirra: Guðrún, f. 4.11. 1987, og unnusti Páll Hjaltalín Árnason, f. 30.3. 1976, og Sigurrós Oddný, f. 27.12. 1989, og unnusti Sacha Þór Ásgeir Medina, f. 14.6. 1987. 3) Helgi, f. 13.2. 1955, maki Bodil Mogensen, f. 1.9. 1960. Börn þeirra: Jónas, f. 21.4. 1981, unn- usta Dorthe Marie- Bisse Groth, f. 22.5. 1983, og Michael Toby, f. 4.5. 1989. Jónas dvaldi sín uppvaxtarár á Stórólfshvoli. Hann var bifreið- arstjóri hjá Kaupfélagi Rang- æinga og svo síðar hjá Mjólkurbúi Flóamanna. 1976 hóf hann störf sem landpóstur sem hann stund- aði til 1997 er hann lét af störf- um. Jónas verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, 29. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. rúnu Árnadóttur, f. 16. júlí 1927. For- eldrar hennar voru hjónin Margrét Sæ- mundsdóttir og Árni Einarsson, stöðv- arstjóri Pósts og síma á Hvolsvelli. Jónas og Guðrún hófu búskap á Hvolsvelli 1948 og bjuggu þar til ársins 1975 er þau fluttu að Hellu þar sem Guðrún varð stöðv- arstjóri Pósts og síma. Árið 1997 fluttu þau til Reykjavíkur. Jónas og Guðrún eignuðust þrjú börn: 1) Oddný, f. 20.8. 1949, d. 27.10. 1988. 2) Sæ- Elsku afi, sunnudaginn 19. des- ember ákvaðstu að kveðja þennan heim og fara á betri stað. Þú áttir svo góða að, amma stóð hjá þér eins og klettur í gegnum öll veik- indin og hún er alltaf svo sterk, ekki síst þessa síðastliðnu daga. Hátíðirnar verða erfiðar án þín, afi minn, en við hugsum hlýtt til þín og vitum að þér líður vel þar sem þú ert. Þeir sem þekkja mig best vita hversu mikil afastelpa ég var, enda ósjaldan kölluð fósturdóttir ykkar ömmu. Alltaf var ég rólegust á bumbunni hjá þér þegar ég var barn og hjá þér leið mér vel. Eitt af því sem ég man best eftir þegar ég var lítil var að fara með Guð- rúnu í rútuna og fara til afa og ömmu á Hellu, það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til ykk- ar. Þú hringdir alltaf til að vita hvernig mér og Guðrúnu gengi í skólanum og lést lesa upp fyrir þig einkunnirnar okkar og fannst svo gaman að heyra hvað okkur gekk vel. Svo þegar þið fluttuð í Álf- heimana var litla afastelpan sko ánægð, ekki nema tíu mínútna akstur í kotið ykkar ömmu. Enda var ekki lítið suðað í mömmu og pabba um að fá að fara til ykkar að gista og alltaf tókstu mér opnum örmum. Ef mér datt í hug seint um kvöld að gista þá varstu alltaf reiðubúinn að sækja mig sama hvað klukkan var. Stundunum saman sátum við og spiluðum ólsen ólsen og oft spil- uðum við líka manna með ömmu. Það var alltaf líf og fjör hjá okkur og alltaf fundum við eitthvað að gera. Já, það eru sko ófáar minn- ingarnar sem við bjuggum til sam- an, afi, það er yndislegt og ómet- anlegt að eiga þær og munu þær hlýja mér um hjartarætur allt mitt líf. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég veit að þú ert hjá mér, elsku afi minn. Ég á eftir að sakna þín svo sárt en ég veit að þér líður mun betur þar sem þú ert núna og munt ávallt vaka yfir mér og passa Rósina þína vel. Sigurrós Oddný Kjartansdóttir (Rósin). Elsku besti afi minn. Núna ertu farinn frá okkur. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað og fylgist vel með okkur hérna niðri, og þá sér- staklega ömmu. Ég átti svo marga góða tíma með þér, elsku afi minn. Það sem stend- ur mér næst er tíminn sem ég átti með þér þegar þið amma bjugguð á Hellu. Við Sigurrós komum oft til ykkar yfir sumartímann. Alltaf fannst mér gott að komast til ykk- ar í sveitina. Þið amma voruð alltaf svo góð við okkur systurnar, dekr- uðuð okkur alveg hrikalega, en mikið var það nú gaman. Ég veit ekki hversu oft ég spilaði við þig ólsen ólsen og rommí … og alltaf tókst þér að vinna mig í rommí, já og í vist, enda spilakall mikill. Alltaf kallaðir þú mig Guðrúnu E og ekki veit ég af hverju, en mér þótti mjög vænt um það. Syst- ir mín fékk viðurnefnin Rósin frá þér og ég veit að hún metur það mikils. Ég veit að þér þótti svo vænt um okkur Sigurrós og gerðir ýmislegt með okkur. Þú varst allt- af mjög áhugasamur um það sem gekk á í lífi mínu. Spurðir mig allt- af hvernig gengi í skólanum, hand- boltanum og já öllu því sem ég var að gera. Bílakall varstu mikill og varst alltaf að monta þig á því að Coroll- an þín væri nú miklu betri bíll en minn. Þinn bíll var besti bíll í heimi að þinni sögn og ég tók nú oftast undir það með þér. Mér þótti svo gaman að hlusta á þig tala um gamla tíma, því þú upplifðir svo allt öðruvísi tíma en ég geri nú. Ég held að þér hafi þó liðið mjög vel í æsku, því oft tal- aðir þú um Stórólfshvol og þína hagi þar. Þú varst algjör sveitakall og ætli þér hafi ekki liðið langbest í sveitinni. Þegar ég var nýlega byrjuð með mínum kærasta var hann að sækja mig einn daginn í Aftanhæðina og þú sast við eldhúsborðið og sagðir svo við mig. „Og hvað heitir svo þessi kærastatittur þinn?“ Það var nú ekki annað hægt en að hlæja að þessu og ég og kærasti minn hlæj- um enn að þessu í dag. Þegar ég byrjaði að búa með mínum kærasta varstu mjög áhugasamur varðandi okkur og spurðir mig alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín hvernig búskap- urinn gengi. Afi minn, ég sakna þín mjög mikið og hugsa mikið um þig dag- lega, en ég veit að nú ertu frjáls og líður betur. Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfra- heima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson.) Hvíl í friði, elsku afi minn Þín Guðrún E. Jæja Jónas, núna hefur þú feng- ið hvíldina. Við kynntumst fyrir tveimur árum, samt hefur mér allt- af liðið eins og ég hafi þekkt þig alla mína tíð. Þú tókst mér svo vel og spurðir mig alltaf sömu spurn- ingarinnar þegar ég hitti þig; „nóg að gera hjá Toyota?“ Þar sem ég hef svo gaman af sagnfræði var al- gjör fjarsjóður að fá að sitja með þér og hlusta á sögur frá gömlum tímum. Í ljósi þess að við vorum báðir bílstjórar höfðum við margt að tala um. Ég kveð þig því með söknuði og vona að ég hitti þig aft- ur síðar einhvers staðar og getum við þá tekið upp þráðinn. Hvíl í friði. Páll Hjaltalín Árnason. Jónas Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.